Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 34
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. Liverpú/ hefur ungaö út al/mörgum stórbrotnum h/jómsveitum frá þvi Bit/arnir voru og hétu enda vilja allir Liverpúlbúar feta i fótspor fjórmenning- anna frægu. Það er tH gamans sagt að Liverpúl sé eina borgin á Bretlandseyjum þar sem allir ibúarnir hafi leikið einhverntíma saman ihljómsveitl Skóla- bókardæmi þessu til staðfestingar er fyrirliði liverpúlsku sveitarinnar Echo Er the Bunnymen: Ian „Mac” Culloch (en sá er maðurinn!) var einu sinni í hljómsveit að nafni The Crucila Three með til að mynda Julian Cope í Teardrops Explodes og Pete Wylie sem nú er í Shambeko. Nú hefur frést að Echo & the Bunnymen hyggi á Islandsferð; það viröist verða orðið einhvers- konar tískufyrirbæri meðal breskra hljómsveita að vilja heimsækja skerið okkar — og vonandi er þetta engin tískubóla! Echo & the Bunnymen þykir mjög framsækin rokkhljómsveit og hefur staðið í fylkingarbrjósti „underground” hljómsveita í Liverpool, selt plötur sínar í miklum mæli, ferðazt reiðinnar býsn um lönd og álfur, en aldrei náð því takmarki flestra hljómsveita að koma lagi í efstu sæti vin- sældalistanna. En sá tími gæti líka verið í nánd: ný smáskífa hljómsveitarinnar með laginu „The Back Of Love” hefur fengið hlýlegar mót- tökur og stormar upp brezka listann. Ian „Mac” Culloch setti hljómsveitina the Bunnymen á laggirnar árið 1978 og í byrjun voru með honum Will Sergeant og trommuheili kallað- ur Echo! Eins og allir aðrir frá Liverpúl hefur Echo þessi líka komið við í nokkrum öðrum hljómsveitum og meðal annars má heyra í hon- um á fyrstu OMD plötunni. Bassisti Bunnymanna, Pattinson kom til sög- unnar skömmu eftir Will og hljómsveitin gaf út smáskífu í marz ’79 á Zoo Records með aðallag- inu „Pictures On My Wall”. I október það ár kom trommustrákur með húð og hári í hljómsveitina, Peter de Freitas, og nokkru síðar var gerður samningur við Korova Records og breiðskífan „Crocodiles” kom í júlí 1980. Hún náði geysimik- illi sölu miðað við byrjendaverk og komst inná topp tuttugu. Önnur breiðskífan „Heaven Up Here” var gefin út í maí á síðasta ári og síðan hefur hljómsveitin „túrað” af miklum móð í Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu, nú síðast á ferðalagi um hálönd Skotlands þar sem popp- hljómsveitir fara sjaldan um. Þriðja breiðskífan er í burðarliðnum og fyrrnefnd smáskífa ætti að vera góð auglýsing fyrir það verk. Ian „Mac” Culloch er á stóru myndinni hér fyrir ofan og hljómsveitin öll á litlu myndinni hér fyrir neðan, talið frá hægri til vinstri: Will Sergeant, Les Pattinson, Peter de Freitas og Ian „Mac” Culloch. -Gsai Áður en boltinn fór að rúlla fyrir alvöru suðri Spánialandi tóku nokkr- ir brezkir popparar skóna fram og spreyttu sig i óopinberri heims- meistarakeppni popphljómsveita. Mættir voru til leiks margir röskir sveinar og má þar meðal annarra nefna piltungana i Madness, gaman- sömu drengina þrjá i Fun Boy Three, rokkabillibræðurna i Jets, skagengið úr The Beat, auk nokkurra óþekktari kappa. Þá var lika mættur með fullskipað lið tónstjórinn Mickie Most og hans lið keppti einmitt til úrslita við litt þekkta garpa, The Thin Men IÞunnildin) og lauk þeirri viðureign og þar með keppninni með sigri þeirra þunnu sem skoruðu fjögur mörk gegn einu. Keppnin var haldin að tilhlutan Capitals útvarpsins í Lundúna- borg og gekk undir nafninu „The Capital Coaldiggers”. Ágóða af sprellinu var varið til góðgerðarmála. — Á efstu myndinni hér fyrir ofan er Suggs í Madness og á minni myndunum markvörðurinn Ian Gillan og útherjinn Terry Hall í FB3. UPPTÖKUR í HAUST Philip Oakey og félagar i Human League fara ekki inn i hljóðver til upptöku á nýrri breiðskifu fyrr en i september og trúlega verða engar nýjar smáskifur frá fíokknum heldur á ferðinni fyrr en með haustinu. Eins og þeir heyrðu sem fóru á hljómleik- ana í Höllinni um síðustu helgi, var Human League með nokkra nýja söngva á efnisskrá sinni, dálítið rokkaðri en fyrri lög þessa sex- tetts, þar á meðal „You’re My Baby” „Don’t You Know That I Want You” (minn- ir mann á eitthvert annað lag.) og „I Can’t Get To Sleep At Night”, þaö síðasttalda eftir Jo Callis. Eitthvað af þessum þremur lögum þykir líklegt sem aðallag á næstu smáskífu. Við skjótum nú á miölagið, en þetta kemur sumsé ekki á daginn fyrr en hausta tekur. Myndin til hliðar er tekin af hljómsveit- inni í Laugardalshöll. HM-poppara: i*unnildin sigm&u ■ .! ét

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.