Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JONI1982. Starf bæjarstjóra Starf bæjarstjóra á Sauðárkróki er laust til um- sóknar. Upplýsingar um starfið gefur bæjarstjóri í síma 95-5133. Umsóknarfrestur er til 27. júní nk. og skulu um- sóknir stílaðar á bæjarstjórann á Sauðárkróki. Sauðárkróki 16. júni 1982, bæjarstjóri. Matráðskona óskast Öskum eftir að ráða matráðskonu til sumar- afleysinga frá 28. júní til 30. júlí. Upplýsingar gefur Ölafur Brynjólfsson. Hilmirhf., Síðumúla 12 — simi27022. íbúð óskast 4ra—5 herbergja íbúð óskast á leigu, þrennt í heimili. Æskileg staðsetning í austurbæ eða miðsvæðis í borginni. Góðri umgengni og örugg- um greiðslum heitið. Nánari uppl. í síma 28986 e. kl. 18. Trésmiðir og menn vanir viðhaldsvinnu óskast strax. Upplýsingar í síma 78171 á kvöldin eöa 40368. HÚSBYGGJENDUR Að halda að ykkur hita er sérgrein o kkar: Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging- arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. I Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar ! pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-' plötur: venjulegar/rakaþolnar — Pípueinangrun: frauð- plast/glerull. BORGARPIAST HF Borgamesi sími 93-7370 lf Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355 Eyjólfnr Sigurðsson, nssti forseti Evrópusambands Kiwanishreyfingarinnar, Reinhold Gratz, fráfarandi forseti Evrópusdambandsins og John T. Roberts, kjörforseti alþjóðasambands Kiwanis. Kiwanismenn þinga — Forseti íslands fær Evrópuverðlaun Nú stendur yfir 15. ársþing Evrópusambanda Kiwanis í Reykja- vik. Þátttakendur eru um 550 talsins. Fer þinghaldið fram í Háskólabíói. Pósthús er opið bar, en sérstakur póststimpill hefur verið gerður í tilefni þingsins. Þá hefur veriö gefinn út minnispeningur. Þetta er í annað sinn, sem Evrópuþingiö er haldið á Islandi. Síðast var það árið 1969.1 Evrópu eru starfandi um 550 kiwanisklúbbar og eru félagar um 300 þúsund. A Islandi eru klúbbamir 38 talsins og félagar rúmlega 1200 en það er hæsta prósentutal sem um getur í löndunum. Lætur nærri aö 10. hver karlmaður á Islandi sé í hreyfingunni. Markmiö Kiwanishreyfingarinnar er þjónustustarf við þá er minna meta sín. Er stefnt að því að næsta starfsár vinni allir evrópsku klúbbarnir að sameiginlegu verkefni: að bæta hag blindra barna. En hreyfingin vinnur samkvæmt því aö það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, skulið þér og þeimgjöra. Á þinginu verða flutt ávörp og ræöur. Meðal annarra, sem kveða sér hljóðs þar, verða Davíð Oddsson, borg- arstjóri og Ingvar Gíslason mennta- málaráðherra. Þá verða afhent sér- stök Evrópuverðlaun og hlýtur þau Vigdís Finnbogadóttir forseti. Að síðustu verður kosið í nefndir og stjórnir, en næsti forseti Evrópu- sambandsins verður Eyjólfur Sigurðsson. Þinginu lýkurá morgun. -KÞ. Nýja Akraborgin komin til landsins Ný Akraborg lagðist að bryggju á Akranesiál7. júní. Aö sögn V iöars V ésteinssonar, starfs- manns Skallagríms — eiganda Akra- borgar — var fjöldi fólks staddur á bryggjunni viö komu skipsins. Hann sagði það mjög glæsilegt og að aðbún- aöur farþega væri miklu betri en var í þvíeldra. „Skipið tekur 70 til 75 fólksbíla og er því mun stærra en það gamla. Það tók mest 43 bíla. Sama áhöfn veröur á nýja skipinu og viö reiknum með að rekst- urskostnaður þess verði svipaður og hins,”sagðiViðar. Nýja Akraborgin er byggð í Noregi árið 1974. Skipiö er keypt frá Kanarí- eyjum. Það var dótturfyrirtæki norska fyrirtækisins Fred Olsen sem gerði það út frá Kanaríeyjum. Búizt er við aö skipið fari sína fyrstu ferð, sem Akraborg, á fimmtudag. -GSG Hagsmunafélag myndlistarmanna: Akraborgin sigldf fánum prýdd inn á höfnina. (DV-mynd: ÁrniS. Araason) Efnisskrá: G.F. Handel: The Water Musíc Concierto Mundial Hin fjölbreytta og skemmtilega efnisskrá Pólýfónkórsins og hljómsveitar í Spánarferö — Concierto Mundial verður aðeins flutt einu sinni hér á landi í Háskólabíói þann 29. júní kl. 21.30. Stjórnandi: Ingólfur Gudbrandsson. Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir. D. Bu- tehude: Befiel Dem Engel Dass Er Komm J.S. Bach: Konsert fyrir fiölu og hljómsveit í E-dúr Einleikari: UnnurMaría Ingólfsdóttir. G.F. Hándel: And The Glory Of The Lord — Hallelujah (Messías) The Trumpet Shall Sound Einsöngvari: Kristinn Sigmundsson (bassi) Einleikari: LárusSveinsson (trompet) F. Poulenc: Gloria Einsöngvari: NancyArgenta (sopran) Nafn: Pólýfónkórinn skorar á alla vini og velunnara, einstaklinga og fyrirtæki aö styrkja framtak kórsins með fjárframlagi í formi aðgöngumiöa á sér- stöku styrktargjaldi kr. 500,- Vinsamlega pantiö styrktarmiða í síma 27232, kl. 10.00—17.00, eða sendiö inn nafn og heimilisfang. Heimilisf: Hlé Simi: Höröur Askelsson, orgel Jón Leifs: Og sendist merkt „Styrktarmiði Pólýfónkórsins” í pósthólf 1418, Rvk. Kaflar úr Oratoríunni Eddu op. 20 Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson og Jón Þorsteinsson. Ennfremur er miðasala í Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar, Ferðaskrifstofunni Utsýn og Hljóðfærahúsi Reykjavíkur. Verð aðgöngumiða kr.: 250, - MYNDLIST LITIÐ SINNT A LISTA- HÁTÍÐ Stjórn Hagsmunafélags myndlistar- manna var endurkjörin á aðalfundi félagsins nýlega. Formaður hennar er Þór Elís Pálsson. Á fundinum var ákveðið að efna til sýningar á vegum félagsins snemma næsta vor, til kynningar á þeirri mynd- list sem félagsmenn vinna nú að. Lýst var furðu á því sinnuleysi sem myndlist er sýnt á yfirstandandi Listahátíð, en hlutur myndlistar þar mun nema um einu prósentiaf heildar- kostnaði. -JB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.