Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JtJNl 1982. 31 Eins og áður hefur verið getið er nýbúið að sýna í breska sjónvarpinu að undirlagi BBC nokkra sjónvarpsþætti um bridge undir heitinu „Grand Slam”, eða alslemm. Þrettán þættir voru sýndir, 65 spil og hver þáttur því fimm spila einvígi. Þeir sem áttust við voru sveitir frá New York (Mitchell-Moss- Granovetter-Silverman) og London (Gardener-Davies-Flint-Rodrigue). Þættirnir áttu miklum vinsældum að fagna og er ekki að efa að slíkt efni værifengurfyriríslenska sjónvarpið ef miðaö er við hvað bridge er spilað af mörgum Islendingum. Væri ekki úr vegi að stjóm Bridgesambands Islands hefði forgöngu um, að þessir þættir yrðu sýndir í íslenska sjón- varpinu. Til þess aö gefa lesendum einhverja hugmynd um fyrirkomulag þáttanna, er hér spil frá einum leikjanna. Suður gefur/n-s á hættu Vfsruu Nokouk A K8 ’ A72 ' D43 * D10985 AU.'Tl'R ♦ 932 A A65 ? 1064 K9853 0 K976 0 105 * 743 ÍMifMJK AKG1074 ' DG c AG82 * AG * K62 Á öðru borðinu gengu sagnir á þessa leiö: Suður Vestur Norður Austur 1S pass 2L pass 2 T pass 2G pass 3G pass pass pass Agætis samningur og Nicola Gard- ener, Englandi fékk níu slagi án erfið- leika. Við hitt borðið sátu n-s Silverman og Grandvetter, en a-v Rodrigue og Flint: Suður Vestur Norður Austur 1S pass 1G pass 2T pass 3 S pass 4S pass pass pass Þættirnir em þannig byggðir upp, að hugsanir spilaranna heyrast, þegar þeir eru að glíma við ákveðin viðfangs- efni. tö Bridge Stefán Guðjohnsen Silverman datt fyrst í hug að segja eitt grand, sem sýnir 7—11 punkta, síðan gældi hann viö að styöja spaða- sögn makkers. Hann sættist síðan á grandsögnina, þar eð hann taldi gott að fá útspil upp til sín. Granovetter sagöi tvo tígla, sem sýndu 5—4 í spaða og tígli. Silverman sá nú eftir því að ekki sagt tvö lauf í upphafi, með því hefði hann getað lýst hendi sinni betur. Hann ákvað því að setja eitt lauf með spaðalitnum og stökkva í þrjá spaöa. Granovetter: „Þetta er ágætt. við emm með 5—3 í spaðanum. Ég fer rakleitt í f jóra spaða.” Hann sýndi engin svipbrigði, þegar hjartafjarkinn kom út og makker lagöi upp blindan. Austur drap á hjartakóng og spilaði meira hjarta. Þá kom spaði á kónginn, austur drap með ás og spilaði enn hjarta. Granovetter þurfti að velja afkast og að lokum kastaði hann laufagosa. Nú kom þrisvar tromp, austur kastaði hjarta, en vestur laufi. Nú kom laufaás, síðan lítill tigull á drottninguna, sem fékk slaginn. Þetta var fjögurra spila end- ingin, sem sást á skjánum: rSOUUUR A — / 4 *D109 Al ‘ll.li A — 9 10 *K6 Sl l>túi * 7 AG 8 4» _ Sagnhafi má aðeins gefa einn slag. Við heymm hugsanir Granovetters: „Fyrst tíguldrottningin fékk slaginn, þá á vestur kónginn. Hvaöa skiptingu er hann með? Hann átti þrjú tromp, sýndi þrílit í hjartanu, var einu sinni með í laufi og kastaöi laufi. Byrjaði hann með kónginn þriðja eða fjórða í tígli? Ef hann átti þr já í upphafi er auðvelt að vinna spiliö, en ég er ekki á þeirri skoðun. Ég held að hann hafi átt kóng- inn fjóröa í upphafi, líka vegna þess að austur kastaði lægsta laufi, sem er venjulega frá þrílit. Ef hann á þrjú lauf, þá á vestur líka þrjú og ég ætla að reynaendaspil.” Hann spilaði laufadrottningu, trompaði og síðan kom tígulgosi. Vestur varö drepa og spila frá 9—6 upp í A—8. Fallegt úrspil og vonandi fáum við að sjá það hér á skjánum. V, -ii i: * — ''"K9 6 *7 Hvar er smáauglýsingadeild Dagblaðsins & Vísis? • Þegarþú veizt svarið krossarþú í viðeigandi rert • Efþú ert ekkiáskr'rfandiþá krossar þú í reitínn tíihægri, annars hinn. • Þú sendir getraunaseðilinn tii afgreiðsiu DV, Þverhotti 11, 105 Reykjavík, merktan „DV- □ Égerþegar áskrifandi að DV □ Eg óska að gerast áskrifandi að DV Síðumúla 12—14 Þverholti 11 Síðumúla 8 GETRAUNIN □ □ □ getraun". • Hver áskrifandi getur sent inn einn seðii fyrir hvern mánuð, sem hann er áskrirfandi. — Vinningsiíkur þeirra, sem eru áskrrfondur allan tímann,eru þannig meiri en hinna, sem aðeins eru áskrifendur hluta timabiisins. ---------- • Hver getraunaseðill er endurbirtur fyrir nýja áskrrfendur og þá sem gieyma sór. Heimilisfang • Athugið að aðeins þýðir að senda inn hvern seðil einu sinni, þ.e. einn Opel seðil 1, __________ einn OpeiseðH2. Byggðarlag Þeir áskr'rfendur, sem eru í vanskilum, þegar dregið er, koma ekki tilgreina. Sími Nafnnúmer

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.