Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 32
32
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982.
Lisí€tháííó í Mteykjjavík lAsttihút íö í Heykjjavík Lisíahái íö í Reykjjavík
Heldnr afsleppur
endlr ei'lir stór-
kostlegan
liápunkt
Tónlist
Eyjólfur Melsted
Listahátíð í Reykjavík.
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Laug-
ardalshöll 14. júní.
Stjórnandi: David Measham.
Einleikari: Ivo Pogoreli.
Efnisskrá: Gioacchino Rossini: Skjórinn
þjófótti, forleikur; Fródéric Chopin: Píanókon-
sert í f-moll, op. 21, nr. 2; Joseph Haydn:
Sinfónía nr. 44 í e-moll; Francis Poulenc;
Dádýrasvíta.
Þaö átti fyrir Ivo Pogoreli, enfant
terrible hins fastmótaöa píanóheims
aö liggja, aö gerast afleysari fyrir
flautueinleikara úti á íslandi.
Og eftir að hljómsveitin okkar hafði
olnbogaö sig í gegnum Skjóinn
þjófótta meö hæfilegri ónákvæmni,
þrátt fyrir hárfínt slag hljómsveit-
arstjórans, sté þessi goösagnaper-
sóna upp á frambyggt sviö Laugar-
dalshallar.
Sló hjartað f eilpúst?
Mér er ekki grunlaust um aö
hjartaö í sumum Chopinunnendum
hafi slegið feilpúst, þegar Pogorelic
hóf leikinn. Ef ekki í byrjun, þá alla
vega í upphafi larghetto kaflans. Þaö
eru fá tónskáld sem hafa skipað aö-
dáendum sínum í jafnafmarkaöa
fylgihópa túlkunar tónlistar sinnar
og Chopin. Harölínustefnur mundu
þess háttar fyrirbæri vera kölluö í
pólitík. Ekkihef ég tölur á því hversu
marga „einu og sönnu Chopin
túlkendur” ýmsir vinir og
kunningjar eiga. En ég játa aö hér,
og nú aö álit mitt á Chopintúlkun sé
eitthvað í ætt viö álit prófessors
Olafs, heitins, Hanssonar á hagfræöi
— ,,að hún væri koppur, sem allir
mættu mígaí”.
Tæpast er rúm nema
fyrir einn slíkan
En Pocorelic er ekki bara einhver
pianisti, sem leggur orö í belg. Meö
öllu sínu hæglæti er eins og hann
öskri framan í áheyrendur. Hver
hending, hver nóta svo gífurlega
skýrt mótuð. — Sagt er aö Hriflu-
Jónas hafi hvíslað þegar hann sendi
andstæðingum sínum eitruöustu
skeytin. Eg get mér til, aö bókstafs-
trúarmenn í Chopintúlkunarfræðum
taki viö skeytum Pogorelic á
svipaöan hátt og Jónasarféndur í
foröum tíö. — Þaö var stórkostleg
upplifun aö hlýða á leik Pogorelic og
eitt er víst — þaö er tæpast rúm
nema fyrir einn slíkan í músík-
veröldinni.
Blanda í stíl
og svo hrærigrautur
Sinfónía Haydns var býsna vel
spiluö taidir öruggri og nosturslegri
stjórn Davids Meashams. Hún var
aö vísu svolítið blönduö í stíl, en bar
fyrir bragðið vitni um sjálfstæöan
smekk stjórnandans. En blessaöri
Ivo Pogoreli.
Dádýrasvítunni eftir Pouleno heföi
mátt sleppa af dagskránni, aö
minnsta kosti eins og hún var flutt
hér. Ur henni varð einn allsherjar
hrærigrautur — á köflum béaö sull.
Blásaramir inni á milli falskir og
ósamtaka og strengir minntu á
rykfallna kaffihúsaspilara, sem
söguöu sína rödd af gömlum vana,
og fullkomnu áhugaleysi. Og allt
þetta þvert ofan í fyrirmyndar-
tilburöi stjómandans. — Heldur af-
sleppur endir tónleika, sem áttu sér
stórkostleganhápunkt. -EM.
BJÖKT FHAMTÍB
Listahátíð í Reykjavík.
Tónleikar Kammersveitar Listahátíðar í Há-
skólabíói 13. júní.
Stjórnandi: Guðmundur Emilsson.
Einleikarar: Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Ásdís
Valdimarsdóttir, Sigurður I. Snorrason og Haf-
steinn Guðmundsson.
Efnisskrá: Þorsteinn Hauksson: Ad Astra;
Wolfgang Amadous Mozart: Sinfonia Con-
sertante; Richard Strauss: Duo Concertino:
Alberto Ginastera: Variationes Concertantes.
ar tölvu viö sköpun verksins. Tölva
Pyþagorasar var fmmstætt
hljóðfæri, einstrengjungurinn, og
hann leit á tónstigana sem
uppbyggjandi þætti í alheiminum.
Mér hættir jafnan til aö tengja Þor-
stein Hauksson Pyþagorasi * ''kasttil
vegna þess hve hugmyndir íans em
náskyldar hugmyndum ýmissa ný-
pyþagoreana. Af því að hlusta á
verkið einu sinni veröur tæpast
margt sagt af viti um gerö verksins
og flutning en innbyröis samræmi og
jafnvægi greindi maöur vel, og þaö
þótt hljómsveitin væri „pípandi
nervös”.
— Stór boli, hann
taugaóstyrkur
Taugaóstyrkur einkenndi líka
upphaf Sinfoniu Concertante. Aö
sjálfsögðu bar mest á honum hjá ein-
leikurunum. Ásdísi virtist hann
aöeins skerpa í einbeitingunni viö
leikinn. Eg hélt satt aö segja aö
stúlkan sú væri alls ekki komin svo
langt í lágfiðluleik, sem hún sýndi og
sannaði á þessum tónleikum. Stillinn
var aö vísu svolítiö yfirdrifinn á
köflum, en hún spilaði skrambi vel.
Sigurlaugu lék skrekkurinn aftur á
móti verr. Allt fram í andante
kaf lann var leikur hennar dálítiö göt-
óttur. En hún sótti í sig veörið og að
lokum fór svo aö leikur hennar var til
samræmis viö hennar raunverulegu
getu.
Sómamenn
í blásarastétt
Siguröur Ingvi Snorrason og Haf-
steinn Guömundss. teljast gamlir
jaxlar í þeim ungmennahópi, sem
myndaöi Kammersveit Listahá-
tíöar. Rétt hefði veriö aö hafa
Strauss convertinóiö fyrr á dag-
skrá, því aö þessir sómamenn í
blásarastétt léku ekki aöeins eins og
öölingar, heldur smituöu frá sér
öryggi til handa hljómsveitarinnar
limum.
Heföi ekki komiö til frábært
kynningarstarf og tónleikahald Jón-
asar Ingimundarsonar, væri sá mæti
maður Alberto Ginastera enn óskrif-
AERICM SMCTIS
Hún er liðin sú tíö aö sérstökum
tíðindum sæti, aö nýtt íslenskt tón-
verk sé frumflutt. Fátítt er að ný
verk nái til jafnstórs áheyrendahóps
og hér og þarf þá ekki aö grípa tíl
höföatöluviömiöunarinnar út-
jöskuöu.
Gamalt hljóððfæri,
tölvan
Njótum viö í þessu efní, að eiga
ekki jafnrækilega vallgrónar hefðir
og flestar aörar þjóöir í tónlistarefn-
um. Svo eigum viö líka urmul af
góöum ungum tónskáldum og eitt
þeirra er Þorsteinn Hauksson, sem
sagöur er þeirri furöulegu nátt-
úru gæddur aö geta lesið músík úr
stafla af gataspjöldum. Ad Astra (til
stjarnanna) nefnir Þorsteinn þetta
nýja verk sitt og sleppir, Per Ardua,
framan af. Raunar er alls óvíst aö
málshátturinn komi þessu verki
nokkum hlut við. Kannski væri nær
að líta á þá hliöina að Þorsteinn not-
Listahótíð í Reykjavík, 1982.
Passlukórinn ó Akureyri í Gamia bíói 13. júní.
Stjórnandi: Roar Kvam.
Einsöngvari: Signý Sæmundsdóttir.
Verkefni: African Sanctus eftir David
Fanshawe.
Oftlega hefur því veriö haldið
fram, og stundum meö réttu, aö
Listahátíö sé fyrst og fremst fyrir
höfuðstaöarbúa og nágranna, en lítiö
fari fyrir öllu tilstandinu þegar
austur fyrir fjall og norður yfir
heiðar sé komiö. Gleöileg undan-
tekning á þeirri reglu er Vorvaka
Akureyinga, sem hefur notiö góös af
hingaðkomu erlendra listamanna.
Ekki er þetta merka norðanfyrirtæki
þiggjandi eingöngu. Passíukórinn
sér til þess aö Akureyringar, og þar
með sveitir landsins, eru veitendur
líka, og þaö svo um munar.
Stórkostleg hugmynd
Hugmyndin á bak við African
Sanctus er stórkostleg. Hún er í
stuttu máli sú að taka músík ýmissa
Afríkuþjóöflokka og blanda saman
viö e vrópskan messusöng. Ur svona
stórsnjallri hugmynd er hins vegar
vandunniö og stundum tekst
Fanshawe býsna vel upp og dettur
niður á skínandi góöar lausnir. En
þess ámillivelurhannheldurbilleg-
ar útfærslur sem hreint og beint
skemma heildaráhrifin, svo aö fyrir
vikið veröur African Sanctus alls
ekki jafnáhrifamikiö verk og efni
standa til. Vel tekst Fanshawe aö
leysa úr hugmyndum sínum í
kaflanum sem ýmist nefnist Gloria,
eöa Sanctus, eftir því hvar í verkinu
hann stendur. Þar er útfærslan
bráösnjöll, nema hvað trumbuslátt-
ur er full einhæfur til aö falla aö
afrískri mynd. Þar tókst líka
blöndun kórs, hljóðfærasláttar og
Afrikutónlistar af segulbandi hvað
best.
Bæði dýr kveð-
skapur og leir
Annar kafli sem einnig er meist-
aralega unninn, er blöndun kórs og
tónbands í söngvum mjaltakvenna af
Masai kynþætti og nautahiröanna í
Tanganyka. Nautasmalasöngurinn
sem veröur að stílfærðu bauli úr
mannsbarka á sér algjöra hliðstæöu
úti á Islandi. Eöa hver hefur ekki
heyrt óminn af jarmi safnsins
rennandi í nátthagann kvöldinu
áður, þegar menn aö liðnum drætti
tóku sig saman undir réttarvegg,
supuáogsungu.
En svo voru þaö billegu
lausnirnar. Þær áttu sér samnefnara
aö blað í bók tónlistarinnar á Islandi.
Nú var hins vegar bætt við, hugljúfu
stykki, morandi í fallegum einleiks-
línum en meö sterku samræmi og
heildarsvip.
Og þá var hljómsveitin komin í
gang. Ottinn við áheyrendur tekinn
aö dvína og töluvert annar svipur á
leik hennar en í byrjun.
Þá mátti fara aö greina hver væri
raunverulegur styrkur og veikleiki
hennar.
Góður botn og miðja
Botninn og miöjan eru mesti
styrkur sveitarinnar. Lið sem fellur
vel saman í leik og skilar einleiksat-
riðum vel og snyrtilega. Þar reyndist
hljómsveitaraginn vera til staöar.
Sömu sögu er aö segja af blásurun-
um vel flestum.
Horn og óbó skiluöu til aö
mynda sallafínum leik í Mozart,
svo aö eitthvað eitt sé tekið fram yfir
annaö. En þaö vantaöi töluvert á aö
fiölurnar væru nógu vel saman
hnoöaðar. Vera má að þaö standi í
beinu hlutfalli viö fjölda
„einleikara” í liöinu. Hvort sem það
stafar af því, aö Guömundur Emils-
son hafi ekki hnoöað nógu fast, eöa
haft nógu rúman tíma til þess get ég
ekki sagt um. En meö hæfilega
ströngum heilaþvotti má gera orkan-
fiðlusveit úr þessum stórfína
efniviöi. Það höföu sumir viö orö að
hér léki tónlistarframtíð Islands, og
að öllu samanlögöu telst hún vera
björt. -EM.
í Faöirvorinu, dísætri, útþynntri og
kraftlausri stælingu á harmaljóði
Maríu Magdalenu úr Jesus Christ
Superstar. Og mikið má hrósa
Signýju Sæmundsdóttur fyrir aö
leggja jafnmikið í þetta moð og þaö
sem af betra taginu var.
Og Signý var ekki ein um aö
standa sig vel. Kórinn og hljóm-
sveitin skiluðu ágætu verki. Ef litið
er framhjá óviljandi ómstríðum sem
bættust ofan á þær sem fyrir hendi
voru í verkinu, telst Passíukórinn
hafa sýnt frábæra frammistöðu. Þaö
er á sinn hátt bæöi synd og skömm
aö Listahátíð þurfi að vera tilefni
suöurferðar, þótt þakka beri há-
tíöarnefnd tiltækiö. Suðurferö ætti aö
vera fastur liður í nær öllum upp-
færslum þessa ágæta norðankórs.
-EM