Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 25
DÁGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. Itaf guli og sUfur um okkar bænda ” iandbúnaðar. En þeir mega ekld vera það margir að fingurnir ráði ekkiviðþá.” Elzti þátttakandinn íþrjúár — Viðspjöllumumvandamálís- íenzks landbúnaðar og þú nefnir Dagblaðið í því sambandi. Einhverju sinni lágu leiðir ykkar Jónasar rit- stjóra Kristjánssonar saman á hlaupabrautinni. Hvemig væri aö rifja aðeins upp þá viðureign? „Það var eiginlega tilviljun að þetta hlaup okkar var háð. Undan- fari þess var sá að ég átti leið inn á ritstjóm blaðsins til að fræða blaða- menn þess um undirbúning land- búnaöarsýningarinnar á Selfossi, sem haldin var fyrir fjórum árum. Nokkmm dögum áður hafði mér raunar hlotnazt til eignar mikill bik- ar fyrir að vera elzti þátttakandi í Víðavangshlaupi Islands í þrjú ár í röð. Og sem ég sténd þama á rit- stjórn Dagblaðsins og ræði við starfsmenn, þá kemur Jónas og fer eitthvað að minnast á þessi afrek mín. Verður mér þá að orði svona mest í gríni hvort ekki væri ráðlegt að við reyndum með okkur á land- búnaðarsýningunni: sjálfur sveita- bóndinn gamli sem lifaö heföi á sveitamat allt sitt líf — og ritstjór- inn sem sífellt væri að skammast út í afurðir þessar í blaði sínu. Jónas tók þessu eðlilega sem hverju öðru gríni, og þar með var þetta gleymt og graf- ið að því er mér virtist. En svo var það einhver ju sinni sem blaðakona frá sama blaði átti leið til Selfoss þegar styttast fór í sýning- una. Þá tóku félagar mínir að impra á því viö hana hvemig það væri, hvort Jónas væri ekki alltaf aö æfa sig fyrir hlaupið. Þetta vakti forvitni hennar og er ég ekki grunlaus um að Dagblaöiö hafi komið með stóra fyrirsögn skömmu síðar að við ætluð- um að keppa í víöavangshlaupi. En til þess aö gerá langa sögu stutta, þá sendir Jónas mér skeyti nokkrum dögum seinna og sagðist mundu mæta á tilteknum tíma á Sel- fossvelli. Þar með varð ekki um þok- aö. Eg varð að taka áskoruninni.” Jónas rrtstjóri reyndist ágætur keppinautur „Við höfðum svo báðir mjög gaman af þessu uppátæki okkar. Mig rekur einmitt minni til þess þegar við vorum að skokka fyrsta hringinn að öðrum okkar varð að orði, að hvernig sem á reyndi væri annað óhugsandi en við kæmumst alla leið. Það tókst, og eftir á að hyggja get ég ekki sagt annað en að Jónas hafi reynzt ágætis keppinautur.” — Þú fórst með sigur af hólmi í þessari viðureign. Var ekki svo? „Jú, ég var aðeins fyrr í mark. En það var náttúrlega ekki aðalatriðið hver yrði á undan. Það helzta var að allir höföu gaman af þessu, hvort sem það var nú leynt eða Ijóst.” — Og þú þakkar sigurinn að sjálf- sögðu íslenzku landbúnaðarafurðun- um? „Tvímælalaust. Eg hef að mestu nærzt á íslenzkum land- búnaðarafurðum allt mitt lif og má öruggt telja að það hafi gert gæfu- muninn í þessari viöureign, sem og mörgum öðrum. Eg held nefnilega að sveitamaturinn hafi sýnt það í gegnum aldimar að einhver kjami hljóti aö vera til í honum. Ella væri þjóðin útdauð úrkröm.” — Frá hlaupakeppni er stutt í ungmennafélögin. Geturðu lýst í fáum orðum þeim anda sem ríkti í æsku samtakanna? „Það er mikið mál frá að segja. Ég man þegar ég var fyrst að byrja í þessum félagsskap, aö samgöngur voru þá í algjöru lágmarki. Því þurfti fólk að fara gangandi á fundarstað. Þeir voru jafnan lélegir og illa búnir. En ég man hversu félagar fögnuöu hverju litlu atviki sem gafst á þéssum árum. Þá var enginn sími og ekki neitt sem gerði undirbúning slíkra funda auðveldan. Eg minnist gamals ferðagrammó- fóns er við bræðurnir áttum og þótti vinsæll á þessum fundum. Það var ekki um annað aö ræða en aö bera hann á herðum sér langar leiðir til samfagnaðar. Því var maður oft ær- ið þreyttur þegar á áfangastað var komið. Á bernskuárum ungmennafélag- anna voru svona fundir vel sóttir og skipti þar engu þó atriðin sem þar var boðið upp á væru lítið æfð og stirðleg. Það sem haft var að leiðar- ljósi var samhygðin og samveran. Þau voru gullvæg á þessum samkundum.” Bindindisheitið ekki iengur í heiðri haft — En er hinn sanni ungmenna- félagsandi, sem svo er nefndur, ekki að mestu horf inn núna ? „Hann hefur breytzt. Þó sýna margir ungmennafélagsmenn enn á tímum mikla fómfýsi. En sam- keppnin er orðin meiri, og meira er lagt upp úr stjömunum. Einnig er meira lagt upp úr íþróttunum einum, fremur en fjölbreytni starfsins og finnst mér það óheillaþróun. Bindindisheitið er ekki lengur í heiðri haft innan þessara samtaka. Og því má segja að sá neisti og sá hugsjóna- eldur sqm einkenndi starf félaganna áður fyrr hafi mikið breytzt.” — Ein sígild spurning, Stefán. Mundirðu gerast bóndi í dag ef þú stæðir í sömu sporum og viö upphaf þíns búskaparferils? „Eg var spurður þessarar spurn- ingar á fundi í Reykjavík fyrir nokkm. Tvímælalaust var svar mitt þá og það á engu síður við nú. Sá er spurði mig þessarar spumingar á téðum fundi sagði að afloknu svari mínu að ég væri gott dæmi um það hversu bændur hefðu það gott. Eg bað þá þennan sama mann aö segja okkur fundarmönnum hvaða stétt það væri á íslandi sem ekki hefði það gott í dag. Það kom ekkert svar frá kauöa. Og enn spyr ég, þegar allt kemur til alls? Hafa ekki flestar stéttir það gott, misgott að vísu. En þarf yfir einhverju að kvarta ? Ég persónulega tel ekkert vit í því hvemig íslenzka þjóðin hagar sér með kröfugerðir. Það er kannski bezt að tala sem minnst um þetta, þar eð samningamálin eru í ólestri eins og er. En að berja í borðið og heimta meira af öðrum en sjálfum sér, það getur aldrei blessazt til lengdar. Aldrei. Menn veröa að gera kröfu til sjáfra sín.” Bjartsýnn félagshyggjumaður — Þetta er þitt æðsta boðorð? „Já, og hefur ávallt verið. I ljósi sjálfs sín eiga menn að skoða mann- gildið. Þannig verða störf sjálfs manns og annarra rétt metin. Eg er bjartsýnismaður. Alveg tví- mælalaust. Og félagshyggjumaður í þokkabót. Það finnst mér dálagleg summa. Eg tel að hvers konar fé- lagsskapur og samvinna að settu marki hjálpi fólki og létti því lífsbar- áttuna. Eg held að samhygðin treysti mjög mannlífiö í þjóðfélaginu. Það gefurauga leið.” — Þú er þannig lítið gefinn fyrir það að mæna á dökku hliðarnar? „Já, ekki vil ég mæna á þær. En maður kemst samt sem áöur ekki hjá því að eygja misbjartar hliðar á mannlífinu. Þaö hefur vissulega sinn kost að hlusta á úrtölumennina, en við megum ekki taka of mikið tillit til kenninga þeirra.” — Að lokum. Hver er þín mesta viðurkenning í lífinu? „Ja, henni fylgir nokkur saga. Þannig var að eitt sinn hélt Kvenfé- lagasamband Islands mikinn fund hér í sýslunni. Af því tilefni bauð Búnaðarsambandið og Mjólkurbú Flóamanna konunum í kvöld- verð í Aratungu. Þar mættu um sjötíu konur og einni þeirra varð að oröi að aflokinni máltið: I dag hef ég séð tvennt sem mig hefur lengi langað til að sjá. Það er Skálholts- kirkja og Stefán bóndi Jasonarson í , Vorsabæ.” -SER. ,Ég ákvað þvíað halda ættarsetrínu við. . Myndir:Einar Óiason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.