Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNl 1982.
...að svífa eins og
fuglinn fljngandi
— og komast í nvja vídd
formaðnr S vif f lugfélags íslands, Þorgeir Árnason,
tekinn tali á Sandskeiði
„Þetta er sérlega skemmtileg
íþrótt. Þegar fólk á annað borð kynnist
henni heillast það af henni. Þá verður
heldur ekki aftur snúið. Eftir það
ganga menn með bakteríuna það sem
eftirerævinnar.”
Þetta eru orö Þorgeirs Árnasonar
sem gegnir formennsku í Svifflug-
félagi Islands er viö fáum okkur sæti í
vinalegu húsnæði félagsins. Það er við
útjaðar flugbrautar félagsins á Sand-
skeiði. Ætlunin er að kynnast svifflugi
og þeirri íþrótt semþaðer.
Fyrsta svrffíugið hérlendis
Svifflugfélagið var stofnsett - árið
1936 en sama ár var lagt upp í fyrsta
svifflugið hérlendis. Þar var á ferðinni
enginn annar en flugmálastjóri
ríkisins, Agnar Kofoed-Hansen. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar og
svifflugið hefur skipað sér á bekk meö
vinsælli íþróttum hérlendis. Árlega er
keppt í greininni og nýtur sú keppni
hylli jafnt leikra sem læröra. Þorgeir
er spurður að því hversu margir stundi
svifflug hér á landi.
„I félagi okkar eru skráðir rétt um
hundrað og tuttugu manns. Af þeirri
fjölda má ætla að um sextíu aðilar
stundi flugiö aö einhverju ráði. Sífellt
eru svo ungir sem aldnir að bætast í
félagsskap okkar. Á Akureyri er einnig
starfrækt svifflugfélag og eru félagar
margir. Sömu sögu er að segja frá
Sauðárkróki.”
— Er svifflugið ekki frekar dýrt
sport?
„Nei, ég vil ekki segja það. En það
er mjög tímafrekt. Ef menn ætla að
stunda svifflugið að einhverju ráði,
geta þeir ekki verið í neinu öðru.
Þátttaka i svifflugfélaginu er ekki
bara flug og aftur flug. Mikill tími
félagsmanna, og raunar meirihluti, fer
í hvers konar viðhald á húsakynnum
og aðstöðunni héma. Auk þess
hjálpast allir að hverju sinni að taka
fram tækin til notkunar og ganga svo
frá þeim þegar fluginu er lokið. Þar
eru engir undanskildir. Samvinnan er
hér höfð í hávegum. Þannig fer mikill
tími í verk utan flugsins sjálfs og að
því leyti má kannski kalla þetta dýrt
sport.”
— Hvað kostar aö læra svifflugið?
„Þaö mun vera eitthvað í kringum
sjö þúsund krónur yfir sumartímann.
Nemandinn þarf að sækja minnst
þrjátíu tíma. Þar er um aö ræða flug-
kennslu og ýmsar upplýsingar þar að
lútandi. Er menn hafa náð þeim tíma-
fjölda eru þeir orðnir fullgildir svif-
flugmenn og hafa heimild til að fljúga
einir án aðstoðar kennara. En til þess
að geta haft gagn af kennslunni þurfa
menn svo aö sjálfsögðu aö ganga í
félagið okkar. Ársgjaldið er núna sjö
hundruð og fimmtíu krónur. ”
Notumst eingöngu við
þyngdar/ögmálið
— Ef við snúum okkur að fluginu
sjálfu, að hvaöa leyti er svifflugið frá-
brugðið vélflugi?
„Undirstöðuatriðin eru raunar
alveg þau sömu og í vélfluginu. Eini
munurinn er í sjálfu sér sá aö svif-
flugan nýtur ekki mótoraflsins eins og
vélflugan gerir. I stað mótorsins
notumst við við þyngdarlögmálið. Við
erum sem sagt alltaf á niðurleið. 1
þessu felst meginmunurinn á vélflugi
og svifflugi.
Það sem gerir svifflugið
skemmtilegra en margt annað er það
að þar eru menn að fást við ný ja og frá-
brugöna vídd frá því sem þeir eiga aö
venjast á jörðu niðri. Flugunni er ekki
bara stjómaö fram og til baka, eins og
um venjulegan akstur væri að ræða,
heldur þarf einnig að fást við stjóm
tækisins upp og niður. Þetta sérkenni
flugsins er einna erfiðast að skynja
þegar menn leggja út í þaö. Þá er þessi
vídd alveg ný fyrir manni. Það er eins
og maður segir: eilítið óvenjulegt að
gefast allt í einu kostur á því að ferðast
uppogniður.”
— Margur leggur eflaust ekki út í
svifflugiö vegna hræðslu sinnar við að
það reynist hættulegt. Er svifflugið
jafnáhættusamt og af er látið?
„Nei, því fer fjarri. Þegar menn era
farnir að fljúga einir sins liðs þá er
það eina sem gildir að fljúga sem oft-
ast og komast og vera ávallt í góðri
æfingu. Ef þekkingunni er þannig
haldið viö getur svifflugið ekki talizt
hættulegra en gengur og gerist meö
aörar íþróttir.
Það væri fyrst orðið hættulegt ef
einhver óvanur aðili tæki sig til og
stykki upp í vél alls óreyndur. En það
er sem betur fer ekki heimilt — og
hefur raunar aldrei gerzt svo ég viti
til.”
Loftstraumarnir
segja sína sögu
— Nú lýtur svifflugið öðrum lög-
málum en vélflugið. Hvaða tækni er
beitt viðþað?
,,Svifflugsmenn geta ekki reitt sig á
neitt annað en loftstraumana og segir
það sína sögu. Þaö eru þrenns konar
loftstraumarsemvið notumstvið.
I fyrsta lagi er það hlíðarupp-
streymið (eða hið svonefnda „hang” á
fagmáli). Það skýrir sig aö mestu
sjálft. Flugmaðurinn flýgur þá í þeim
massa streymir upp með fjalls-
hlíðunum. 1 öðru lagi er það hitaupp-
streymi sem heldur vélinni uppi (á fag-
máli termik). Það fæst þegar loftið
hitnar við jörðu vegna áhrifa sólar-
geisla. Þá verður það léttara og stígur
upp sem eins konar loftbólur. Flogið er
í kröppum hringjum inni í þessum
bólum, sem halda flugunni uppí og
raunar lyfta henni. Fyrir ofan þessar
loftbólumyndanir myndast síðan þessi
svokölluðu góðveðursský. Upp að þeim
er hægt að fljúga en sjaldnast er lagt út
í að fara inn í skýin sjálf. Það þykir of
áhættusamt.
I þriðja lagi er um bylgjuuppstreymi
að ræða. Það myndast hlémegin við
fjöll. Bylgjuuppstreymisins svipar
mjög til þess þegar vatn lendir á fyrir-
stööu, en þá myndast bylgjur eins og
allir vita. I loftinu likist þetta meira
Ftugan kemur inn til iendingar. Fróðir menn telja að lendingln só einna
erfiðasti þóttur verklega némsins fyrir svifflugsnemendur.
Beðið eftir nœsta flugi. Svifflugsnemendur voru allmargir mættir ó Sandskeið þetta kvöld er biaðamenn bar að og má sjá hiuta þeirra ítér a myndínni.
Þorgeir hór á síðunni kostar kennsla eins nemanda yfir sumartimann um sjö þúsund krónur.
tins og tram kemur i viðtalinu við
DV-myndir Gunnar V. Andrósson.