Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JONI1982. Það er mistur yfir Flóa þegar við blaðamenn DV ökum heim að hlaði á Vorsabæ. Húsfreyjan á bænum, Guð- finna Guömundsdóttir, tekur alúö- lega á móti okkur. Hún tjáir aðkomu- mönnum að bóndinn sé væntanlegur á hverri stundu. Hafi þurft að bregða sér í kaupstaðinn fyrir hádegi í ýms- arútréttingar. 99 íhiö er ekMall Við erum leiddir til stofu. Heimilis- fólkið er að ljúka miðdegisverðinum. Og brátt er okkur fært rjúkandi heitt kaffi. Er við teygum fyrsta sopann berst okkur til eyrna ískrandi marr frá gömlu trégólfi anddyrisins. I ljós kemur að þar er á ferö Stefán bóndi. Hann heilsar okkur góðlátlega og verður að oröi: „Ég verö eiginlega að fá mér að borða áður en spjallið hefst. Eg }Tði nefnilega svo skap- vondur hungraður að voniaust væri aðræðaviðmig.” Án þess að bíða athugasemda okk- ar rýkur hann inn í eldhús. Að stundarfjórðungi liönum birtist hann meö kaffibolla í hönd — og spjalliö hefst. sem lehurúr hrön Ég er lögleitt gamalmenni „Er ekki venjan aö byrja á réttum enda. Eg er sem sagt fæddur hér í Vorsabæ þann nítjánda september fyrir rúmum sextíu og sjö árum. Þannig má segja að ég sé orðið iög- leitt gamalmenni. Eg er alla vega það aldurhniginn að ég man eftir þeirri tíð er þjóöin var enn í öskustónni. Uppeldi mitt mótaðist líka nokkuð af því. Fólkið varð aö berjast upp á lif og dauða til að hafa í sig og á. Fjölskyldurnar voru náttúrlega stærri en nú þekkist, en þar lögðu líka ailir hönd á plóginn til að uppskeran gæti orðið sem mest. Gamli bærinn í Vorsabæ, hvar ég fæddist, var ekki stór bygging. Ibúöarhúsnæðiö var raunar aðeins ein baöstofa. Þar voru einungis sex rúm, þannig að tveir þurftu jafnan að sofa í hverju þeirra. I þessari bað- stofu var svo engin upphitun min fyrstu ár, eða þar til fyrstu koia- ofnamir bárust hingað í sveitirnar. Gamli bærinn var loks rifinn árið sem ég var fermdur og nýr byggður þar strax sumarið eftir. Eg man aö fermingarveizlan mín var haldin hér í hlöðunni i hlaðvarpanum. Slíkt hús- næði þætti varla boðlegt til veizlu- halda nú til dags. Það hefur því margt breytzt í þeim efnumsem öðr- um á mínu æviskeiði. Til marks um vesöldina á þessum árum er rétt að nefna eina sögu. Þannig var þegar Sigríður amma min sáluga á Amarhóli átti sitt fyrsta barn, þá er sagt að afi gamli hafi ekkert matarkyns átt nema haröa þorskhausa til að færa konu sinni á sængina. Þá ku amma gamla hafa fariö aö vatna músum. Og iái henni hver sem vill. Og nú er öldin önnur og vandamál velmegunarinnar tekin við af vanda- málum vesaldarinnar. Ég minnist þess vegna gamals spakmælis, sem ; segir að sterk bein þurfi til að þola 1 góða daga. Því spy r maður sig stund- um hvort þjóðin þoli virkilega alla þessa hagsæld. Ég er á þeirri skoðun að svo sé ekki. Islendingar eru það íhaldssam- ir í eðli sínu að þeir fella sig illa við stórvægar breytingar. Stakkaskiptin hafa orðið of snögg og öll þau vanda- mál er við eigum við að stríða í dag má beint eða óbeint rekja til þess.” Tókþáttíað steypa upp borgina — Þú hefur fljótt ákveðiö að gerast bóndi? „I raun ekki. Þvi hafði heldur ekki verið spáð í gamla daga að ég, sem var yngstur af systkinunum, myndi gerast bóndl £ Vorsabæ. Ég hafði haldið í nám við Iþrótta- skólann í Haukadal er ég hleypti heimdraganum. Var auk þess eitt ár viö nám á Laugarvatni. Aö því loknu fór ég aö líta í kringum mig. Ég vO ekki segja aö ég hafi farið út í gjálíf- ið, en alla vega leitaöist ég við að stækka sjóndeildarhring minn. Fór fyrst í Bretavinnuna í Kaldaðamesi. Loks hélt ég til höfuðborgarinnar. Vann þar fyrst fyrir Bretana, en síð- ar með bróður mínum, Þórði Jasonarsyni, sem stundaði húsa- byggingar. Ég tók sem sagt þátt í því að steypa upp borgina. Við það vann égíþrjúár.” — En svo skilar heimþráin þér til Vorsabæjar? „Ástæðu þess að ég gerðist bóndi vil ég nú ekki bendla við heimþrá. En þannig var að þegar hér er komið sögu, er faðir minn kominn á efri ár og hyggst fara að bregöa búi. Eldri bræður mínir voru hins vegar ekki reiðubúnir til aö taka við föðurleifð- inni. Fannst mér það í fyllsta máta raunalegt. Ég ákvað því að halda ættarsetrinu viö og axlaöi mín skinn og hélt austur yfir heiði og gerðist bóndi.” — Alveg sáttur við það? „Já, mjög svo. Ég sé hvergi eftir þeirri ákvörðun minni. Ég átti raun- ar kost á því aö læra húsasmíðar h já Þórði bróöur mínum. En einhvem veginn fann ég mig aldrei við þá iðju. Mér fannst húsasmíðin aldrei skilja eftir sig neinar rætur: Þegar einu húsinu var lokið, þá kvaddi maður og byrjaði á næsta granni. Og þannig kollafkolli. Starf bóndans er allt annars eðlis. Ef ég tala hástemmt, þá má segja að það hjálpi almættinu til að skapa. Geri jöröina byggilegri, rækti og geri aðstöðuna betri fyrir þá er við taka.” ,Ég er orðinn lög/eittgsmalmenni. . Starfbóndans það fjölbreyttasta „Ég held ég megi fullyrða að starf bóndans sé eitt þaö fjölbreyttasta sem völ er á. En það er líka vanda- samt. Það krefst bæöi framsýni og fyrirhyggju, fórnfýsi og oft kjarks. Og það sem er hvað nauðsynlegast er að líta vel til allra átta. Bóndinn á allt sitt undir sól og regni. Náttúru- öflin em hans hverfipunktur. Hann á sína afkomu algjörlega undir gæðum náttúrunnar, gróður- moldinni, sólskininu, regninu, þurrkinum og svo framvegis. Allir þessir margbreytnu þættir náttúr- unnar höfða held ég á allt annan hátt til fólks í öðmm störfum en bónd- ans.” — Er þetta ekki að því leytinu til lífræntstarf, semsvo má nefna? „Jú, alveg ábyggilega. Lífrænt, frjálst, en samt bindandi. Þessi full- yrðing kann kannski að þykja öfug- mæli, en svona er þetta nú samt. Við verðum alltaf aö mæta tvisvar á dag í okkar f jós til gegninga. Við eigum ekki frí á jóladag og því síður á föstudagskvöldumeða laugardags. Hins vegar get ég tekið mér frí hérna með ykkur og spjallað yfir kaffibolla um miöjan dag. En svo þegar þið hverfiö til ykkar heima og hættiö störfum, þá mun ég fara og aka skarni á hóla og dunda sitthvað við mín störf framundir miðnætti.” — Klukkan gegnir því ekki sama hlutverki í augum bóndans og hún gerir í öörum störfum? „Nei, og þar skiptir einmitt sköp- um. Viö emm ávallt að sinna okkar skyldustörfum, en finnum þó jafn- framt kosti tómstundaiöjunnar við okkarvinnu. Og sífellt er bóndinn að fást við nýja hluti, þó þeir kunni vissulega að hlíta lögmálum vissrar hringrásar. A veturna er þetta innivinna. Svo kemur voriö með hækkandi sól. Ærn- ar fara að bera og þannig færist líf í allt, gróðurinn og dýraríkið. Svo líð- ur að heyskapnum meö allri sinni útivinnu. Uppskemstörfin og slátur- tíöin setja sitt mark á haustiö. Og undir vetrarbyrjun, þegar jörð tekur að hvítna á ný, er aðhlynning húsa og ýmissa hluta nausynleg.” Tilgangur Hfsins og lögmálþess „Þannig upplifir bóndinn marg- breytileika árstíðanna á mun eftir- minnilegri háít en borgarbúinn ger- ir nokkru sinni. Og ég held ég megi fullyröa að skilningur bóndans á til- gangi lífsins og lögmálum þess sé að því leyti nokkm æðri en þeirra sem sækja sín störf í sama skrifstofustól- inn allt árið um kring. Þessa hluti ígrunda of fáir, að ég held, þegar þeir bera starfssvið bóndans saman viö vinnutilhögun annarra. Menn vilja líka misskilja þessa hluti. En hvaö sem því líður, þá mun ég manna siöastur undir- strika það að alltaf sé það gull og silf- ur sem leki úr krönum okkar. Það þarf tögg til að sigrast á ýmsum erfiðleikum sem upp koma í sveit- — Þú nefnir erfiðleika samfara landbúnaðinum. Þá komum við óneitanlega að bændapólitíkinni? „Já, og hvað er bændapólitík? Það er nú það. En svo við hverfumfrá öll- lun skilgreiningum, þá er því ekki að neita að viss vandamál eru fyrir hendi í íslenzkum landbúnaði sem vissulega hefur reyrzt erfitt eð leysa. Fyrst má nefna offramleiðsluna sem er stórt vandamál, en hún kem- ur líka til af rnannavöldum að ein- hverju leyti, og henni á að vera hægt að afstýra. En ég held að stærsta vandamálið í okkar landbúnaði um þessar mundir sé sá aðstöðumunur sem ríkir á milli eldri bænda sem hafa komið sér sæmilega vel fyrir og ungu bændanna sem em um þetta leyti að hef ja búskap. Eldri bændur fengu á sínum tíma óverðtryggð lán, sem þeir eru að borga af með afurð- um sínum. En þær em hins vegar margfalt verðmeiri en þær krónur sem byggingar þeirra kostuðu. Ungu bændurnir em hins vegar aö kaupa dýr tæki og rekstrarvömr, en fá miklu óhagstæðari lán en hinir fyrr- nefndu. Þama hefur skapazt mis- ræmi, sem nauösynlegt er að leið- rétta.” — En hvaö viltu segja til dæmis um réttmæti niðurgreiðslna á land- búnaðarvömm? „Já, niðurgreiöslumar. Þaö er nú kannski eins og hver annar góður brandari þegar bóndi og blaðamaður frá Dagblaöinu fara að ræða saman um þær. En hvað um þaö. Ég vil mótmæla því að niður- greiðslumar séu einhver styrkur til bændanna. Þvert á móti. Þær era bara hagstjórnartæki hjá stjórn- málamönnum. Svo fremi að þjóðin ætlist til þess að bændastéttin lifi eins og aðrar stéttir, þá eiga þær rétt á sér. Við bændur biöjum ekki um þessar niðurgreiðslur. ” — Hvað viltu segja um það að land- búnaöarframleiðsluna megi bæta með því að leggja niður minnstu búin? „Það er vandi að slá einhverju föstu í þessum efnum. Þróunin hefur vissulega orðið sú að litlu búin eiga mjög erfitt uppdráttar vegna þess jjins að ekki er hægt að vélvæða þau á eins hagkvæman hátt og þyrfti. En við verðum að athuga það að einnig má skapa sér vítahring með of mik- illi vélvæðingu. Ég sagði einhverju sinni á tali við nágranna mína hér í sveitinni að ég vonaðist til þess að þurfa ekki að upplifa þaö að íslenzkir bændur lifðu við takkabúskap. Þá yrði ekki lengur gaman aö vera bóndi. Takkar að vissu marki em samt sem áður góðra gjalda verðir á sumumsviðum Textí: Sitfmundur Emir ilúnarssim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.