Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JONI1982.
23
99Fólh fullt af fordíhnuni
gagnvart hreyfíngunm”
—seqja HaUdör Emarsson
oq Haivard Iversen meðlhmr í samtöhum
heimsfriðar og sameiningar
Samtök heimsfridar og sameiningar nefnast samtök hér á landi sem flestir kannast
við um leið og leiðtogi þeirra Sun Myung Moon er nefndur á nafn. Moon þessi hefur mik-
ið verið í fjölmiðlum undanfarið og nafn hans tengt ákcerum um skattsvik og gróða-
brall. ínokkur ár hafa ýmsar sögur verið á kreiki um þennan sértrúarsöfnuð. Moon seg-
ist vera endurborinn Kristur sem hafi því hlutverki að gegna að frelsa heiminn. Miklar
sögur fara af þeim aðferðum sem hann er talinn beita fólk því til frelsunar. Hann er
sagður stunda mannrán, heilaþvott, fjárplógsstarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Afþví til-
efni ræddi DV við tvo meðlimi í söfnuði Moons hér á landi og spurði þá ýmissa spurn-
inga sem upp komu í hugann.
— Hvaö eru þaö margir sem starfa í
hreyfingunni hér á landi?
„Þaö eru fjórir í fullu starfi en svo
eru líka Islendingar starfandi erlendis
t.d. í Þýzkalandi, Bandaríkjunum.
— Og hver er tilgangurinn?
Halvardveröuróöamála: „Viðerum
ekki bara aö þjóna guöi heldur líka aö
gera heiminum gott. Líf okkar hefur
einhvern tilgang og meginhlutverk
okkar er aö kenna öörum aö elska. Viö
trúum því og vitumþaðog...”Halvard
stekkur á fætur og rífur niður af hill-
unni bók eftir Arthur Janov „Primal
skriget” „sérðu í þessari bók stendur
að ef börn fá ekki ást og umhyggju al-
veg frá byrjun koma upp ýmis vanda-
mál.”
— Og hvernig berið þið boðskap ykk-
arút?
Halvard veröur aftur fyrir svörum:
„Við förum út á götu og tölum við fólk.
Förum í hús og hjálpum fólki.”
— Halldór hvernig stóð á því að þú
fórst í Moon hreyfinguna?
Ski/di tilgang Hfsins
„Ég hafði lengi verið að velta fyrir
mér þessum klassísku spurningum;
svo sem hver væri tilgangur lífsins og
til hvers ég væri eiginlega til. Eg hafði
prófað ýmsar leiðir í leit minni að
hamingjunni svo sem áfengi og
skemmtanir,ennfremur heimsótt aðra
söfnuði. En einn daginn, er ég var á
gangi niðri í bæ, hitti ég Halvard og
hann vakti áhuga minn á þessu. Ég fór
aö spekúlera í kenningum Moons og þá
var það í fyrsta skipti sem ég sá og
skildi tilgang lífsins. Þar sá ég kristna
sögu í samhengi og skildi aö öll trúar-
brögð hafa sinn tilgang. ”
— Nú hefur ieiðtogi ykkar Sun My-
ung Moon oftsinnis veriö f jölmiðlamat-
ur og tengist nafn hans skattsvikum
og gróöabralli.
Halvard æsist allur upp: „Já og ég
hef safnaö saman öllu því sem skrifað
hefur veriö um hann og satt aö segja
veit ég ekki hvort maður á að hlæja eða
gráta. Hann hefur oftsinnis unnið fyrir
rétti svipuð mál og hann nú er ákæröur
fyrir. Þetta er í fyrsta skipti sem hann
tapar fyrir dómstólum og þá er það
blásið upp.”
Moon ekki ríkur
— En finnst ykkur það ekki vera
mótsögn aö hinn nýi Messias, eins og
hann segist sjálfur vera, lifi í lúxus og
vaöi í peningum?
Halldór verður pirraöur á svipinn:
„Hann lifir ekki í neinum lúxus, ég
þekki hans lífsstíl af persónulegum
kynnum svo ég veit þetta.”
— Ja, það er enginn meinlætalifnað-
ur á honum?
„Nei nei, en enginn lúxus heldur. Eg
skil ekki að menn þurfi endilega að lifa
í fátækt þó þeir boði guðsorð.”
Rétteinsog
kaþólskur biskup
„Eg skal útskýra þetta fyrir þér,”
segir Halldór. „ Öll þau málaferli sem
Moon hefur átt í hafa unnizt nema
þetta sem nú er verið að skrifa um í
blöðunum. Moon hef ur ekkert meö bók-
hald hreyfingarinnar að gera, rétt eins
og t.d. margir kaþólskir biskupar er
hann skrifaður fyrir öllum eignum
hreyfingarinnar og þess vegna halda
margir að hann sé ríkur en hreyfingin
á í raun þessa peninga. I Bandaríkjun-
um hafa þessi málaferli, sem Moon
hefur átt í, verið prófmál fyrir fleiri
kirkjudeildir og þess vegna hafa helztu
kirkjudeildirnar þar og víðar stutt
hann dyggilega.”
— Hvað gerið þiö við alla þessa pen-
inga?
„Viö erum með hjálparstarf í van-
þróuðum löndum og er það gríðarlega
umfangsmikiö. Við störfum í Afríku, S-
Ameríku og S-Asíu, erum með skóla-
starfþar....»
Marxisminn
og trúin
— Hvers konar skóla?
„Skóla þar sem við veitum alhliða
menntun allt frá barnaskólum upp í
æðri menntastofnanir. Nú svo verjum
viö fé til íþróttamála og visindaiökana.
Við höldum vísindaráðstefnur og t.d.
hefur Gylfi Þ. Gíslason oftar en einu
sinni sótt slika ráðstefnu. Þá á vegum
Háskóla Islands."
— Nú boðið þið kærleika og að fólk
eigi að elska náungann meira en sjálf-
an sig. Samt finnst mér gæta nokkurs
ofstækis í garö þeirra sem aðhyllast
marxismann. Kemur trúin eitthvaö
pólitikinni við?
Halldór verður fyrri til svars: „Við
áskiljum okkur allan rétt til þess að
hafa pólitískar skoðanir. En þar sem
við trúum á guð samþykkjum við ekki
efnishyggju. Merkisberar efnishyggju
eru marxistar og þess vegna er ekki
hægt að sameina trúarbrögð og marx-
isma.”
— Nú segjast margir kommúnistar
vera trúaðir?
Halvard brosir hæðnislega: „Já
vissulega eru til manneskjur sem segj-
ast vera kristnar, marxistar. En annað-
hvort vita þær ekki hvað marxismi er
eöa að þær vita ekki hvað trú er, því
marxisminn byggir á því að guð sé
ekki til. Allir geta komið með góð fyrir-
heit en þaö er bara ekki nóg að tala.
Við erum að berjast fyrir kærleikanum
og það er ekki hægt að gera það á póli-
tískan hátt.”
Fluttu sjálfviljug
— Nú hefur einn meðlimur hreyfing-
arinnar höfðað mál gegn manni sem
ætlaði að frelsa hann undan áhrifa-
mætti Moons?
„Já og Moon var kallaður til sem
vitni í þeim réttarhöldum en annars
höfum við litlar fregnir fengið af þessu
máli enn sem komið er,” segir Halldór
„þannig að við vitum ekki nákvæm-
lega alla málavöxtu.”
— Fyrir nokkrum árum var viðtal
við móður ungrar konu sem hafði
ásamt eiginmanni sínum gengið í
hreyfingu ykkar. Móðirin sagði að
bam þessar ungu hjóna hefði verið
tekið frá þeim og sent í skóla sem
Moon-hreyfingin ræki í í Englandi og
að hjónin hefðu verið send í sína áttina
hvort.
„Alveg fáránlegar sögur,” segir
Halvard og er hneykslaður á svipinn.
En Halldór bætir rólega við. „Þau
fóru og fluttu sjálfviljug til Noregs og
reka þar sitt eigið fyrirtæki. Þau sendu
strákinn sinn á heimavistarskóla til
Englands. Ég veit ekki betur en að það
gerist oft að börn fari í heimavistar-
skóla.”
— Var hann ekki dálítið ungur svona
4—6ára?
„Nei nei, hann var eitthvað eldri.
Auk þess var hann bara einn vetur og
foreldrar hans heimsóttu hann oft.”
Fóik ræður sér sjáfft
— En af hverju rekið þið skóla í Eng-
landi? Er ekki til nóg af venjulegum
baraaskólum þar?
„Jú,” svarar Halvard,,en við rekum
þar skóla alveg eins og aðventistar
reka skólahér.”
— Móðir þessarar konu sagði líka að
hún vissi varla hvar þau væru niður-
komin og hefði því miklar áhyggjur?
Halvard fómar höndum. „Þetta er
fólk um þrítugt, ræður það sér ekki
sjálft?”
— Skiptir það nokkru máli, er ekki
eðlilegt að fólk hafi samband við for-
eldra sina?
„Sko,” segir Halldór. „Eg held að
skýringin á þessu sé ofur eðlileg. Sam-
skiptaörðugleikar innan fjölskyldna
koma hreyfingunni í sjálfu sér ekkert
við.”
„Það tíðkaðist líka mikið, sérstak-
lega þegar hreyfingin var ung, að
meölimirnir feröuðust mikið og þetta
fólk skrifaði kannski ekki heim,” bætir
Halvard við. „Það eru tekin einhver
dæmi og þessi tilfelli eru blásin upp.
En auövitaö á allt þetta sér eðlilegar
skýringar. En fjölmiölum hættir til
þess að gera þetta allt saman mjög
dularfullt. Eg hef til dæmis mikið sam-
band við foreldra mína og þau koma
bráðum hingað í heimsókn.”
Sat í fangabúðum
— Hvað var það Halldór sem gerði
það að þú ákvaðst að ganga í þessa
hreyfingu?
„Það voru fyrst og fremst kenningar
Moons og allt það sem hann hefur
gengiö í gegnum vegna trúar sinnar.”
— Hvað hefur hann gengið í gegn-
um?
„I upphafi er hann kom á fót þessari
hreyfingu gekk honum mjög vel og
öðlaðist strax marga fylgjendur. En
skömmu fyrir Kóreustríðið hófust of-
sóknir gegn honum og söfnuði hans.
Hann var settur í fangabúðir, sat í
dauðabúðum í Norður Kóreu.”
— Hvað sannar þetta? Við vitum líka
öll að Hitler náði ótrúlegri hylli og
öðlaðist marga áhangendur?
„Já að vísu,” segir Halldór „en það
er alveg ótrúleg breytingin á því fólki
sem gengið hefur til liðs viö Moon. Allt
þetta fólk hefurbreytzttilbatnaðar. Eg
þekki fólk í Bandaríkjunum sem var í
hippahreyfingunni á sínum tíma, saga
þess er alveg hreint ótrúleg. Bara
hvernig það leit út og hvernig þetta
fólk hagaði sér áður, það var bókstaf-
lega í ræsinu. Núna er þetta fólk vel
menntaö og gegnir ábyrgðarstöðum í
þjóðfélaginu. Þetta fólk, sem átti í
miklum erfiðleikum með líf sitt, hefur
nú fundið sér tilgang með lífinu.”
Þú heilaþværð
þig sjátfur
— Nú hefur verið talað um að fólk sé
heilaþvegið og að það fylgi Moon í
blindni?
„Nei” segja þeir báöir „það heila-
þvær þig enginn nema þú sjálfur. Það
er enginn í hreyfingunni nema fyrir
sjálfan sig.” „Sjáðu,” segir Halvard
„þú veröur að þekkja sjálfan þig til
þess að skilja aðrar manneskjur.”
— Það hefur líka verið sagt að hjón-
um sé stíað í sundur og að fólk megi
ekki sofa saman?
„Þetta er algjör vitleysa. Viö þjón-
um guði og teljum að fjölskyldan sé
hornsteinn þjóðfélagsins. Það að eigin-
maður fari oft í ferðalög fyrir hreyfing-
una er ósköp eðlilegt, alveg eins og
meö okkar sjómenn. Þeir dveljast
langdvölum að heiman og engum
finnst þaö skrýtið.”
Slúður og gróusögur
— Ykkur er líka meinilla við blaða-
menn?
„Nei okkur er ekki illa við
blaðamenn. Reynsla okkar af blaða-
mönnum er hinsvegar sorgleg. Þeir
blása upp sögur um hreyfinguna og
háfa ekki við neitt annað að styðjast en
einhverjar sögusagnir. Erlendis reyna
blaðamenn að skapa sér nafn með því
að búa til einhverjar skandalasögur.
Þeir reyna að öðlast frægð meö því að
níðaniðuraðra.”
Halvard fórnar höndum. „Já þaö eru
alls konar sögur á kreiki um fólk sem
hafi umbreytzt eftir að hafa gengið í
hreyfinguna. Einu sinni var gert stór-
mál út af stúlku sem mætti á fundi til
okkar, það var sagt að hún hefði verið
farin aö heyra raddir, hefði reynt aö
fyrirfara sér og væri orðin andlega bil-
uð. Sannleikurinn var hins vegar sá að
stúlkan hafði verið alla sína ævi á geð-
sjúkrahúsum, og svo var hreyfingunni
kenntumþað.”
Moon endurfæddur
Messías?
— Finnst ykkur Moon vera hinn full-
komni maður, og trúið þið því að hann
sé endurborinn Messias?
Halvard ypptir öxlum „ja, hvað er
að vera fullkomin? Það felst kannski
fyrst og fremst í fullkomnun hjartans.
Við trúum á guö en ekki Moon, en ef
Moon er fullkominn þá er hann Messí-
as.”
— Erhannþað?
„Það er einkamál hvers og eins
hvort hann trúir því. Persónulega trúi
ég því,” segir Halvard.
Trúum á Jesúm
ekki Moon
— Hveraig getið þið vitað að Moon og
hans hreyfing sé ekki ein allsherjar
blekking?
„Persóna Moons skiptir engu máli,
ég sá hann t.d. ekki fyrr en fimm árum
eftir að ég gekk í hreyfinguna. Við lít-
um á Krist sem æðsta takmarkið. Viö
trúum á Jesúm og hjálpræðið,” segja
þeir báðir.
Nú fer að líða aö lokum þessa spjalls
og þeir fara að sýna mér rit um ýmis
málefni sem Moons-hreyfingin beitir
sér fyrir. Þar á meðal var útgáfa á
dagblaöi í Washington sem ber heitið
The Washington Times. „Þú veizt,”
segir Halvard „að til skamms tíma var
aðeins eitt dagblaö í Washington sem
hét „The Washington Post” það blað er
frekar mikið til vinstri og þess vegna
ákváðum við aö gefa út annaö blað
sem væri meira til hægri. En ritstjór-
inn og blaðamennirnir á The
Washington Times eru ekki meðlimir í
hreyfingunni.” e.G.