Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JUNÍ1982. 13 Þegar svifftugan er lent hjálpast allir sem einn við að koma henni aftur i rásstöðuna fynr næsta flug. Það þarf raunar ekki marga til að bifa flugunni þvi þungi hennar er ekki meiri en um tvö hundruð kíló risastórum öldum og streyma þær fyrst hlémegin niður með fjallinu og síðar upp aftur, rétt eins og gerist í sjálfum vatnsölduganginum. I loft- massanum í bylgjuuppstreyminu er svo flogið. Massinn getur reyndar náð óhemjuhæð, allt upp í fjörutíu til fimmtíu þúsund fet frá jörðu. Til viðmiðunar má geta þess að það er hærra en farþegaflugvélamar fara hæst. tslandsmetið i hæðarflugi á Þórður Hafliðason, sett árið 1965. Hann komst upp í rétt tæpa sjö þúsund metra og þurfti því súrefnisgrímu. Þetta var raunar svo mikil hæð að farið var að frjósa í súrefnistækjunum hjá honum og hagl tekið að leika um nasir Þórðar, eða Dúdda eins og hann er ailtaf kallaður. Þetta hefur því verið mikil og eftirminnileg ferð hjá þessum frækna flugkappa.” ... fyrir hvern einn semþærfalla — Víkjum aðeins að sjálfu svifinu. Hvað er það mikið ef venjuleg svif- flugaerhöfðíhuga? ,jSvifið er mjög misjafnt, eftir gæðum véla. Til marks um það má nefna að byrjendavélamar svonefndu svífa einungis tuttugu og átta metra fyrir hvem einn sem þær falla. Aftur á móti svífa nýjustu og fullkomnustu keppnisvélarnar allt að fimmtíu og f imm metram fyrir hvern einn. Þannig er ljóst að svifið fer mjög eftir gæðum vélanna. Og eftir því sem þær era full- komnari er hægt að leyfa sér meiri og ítarlegrikúnstir.” — Hver eru helztu stjómtæki svif- fluga? „Það fer nú heldur lítið fyrir þeim. Mekanisminn í svifflugum er mjög ein- faldur ef að er gáð. 1 þeim eru þessi þrjú fmmstýri, það er að segja hæðar- stýri, hliðarstýri og hallastýri sem öll eru á einni stöng. Svo er það svokallaö „trimm” sem léttir átakið á stýrinu og stillir hraðann. Loftbremsur era loks notaðar i aðflugi til að auka fall vélarinnar. Þær auðvelda mjög að hitta lendingarstaöinn. Þessi tæki fylgja öllum hefðbundnum svifflugum en þess má geta að á flestum betri vélum eru vængbörð sem auka möguleika vélarinnar verulega í flugi. I hverri vél era svo nokkrir mælar sem gefa flugmanninum þarfar upplýsingar. Þar má nefna kompás, hæðar- og hraöamæli. Fall- og stýris mælir gefur svo til kynna hvort vélin stígur eða fellur og hve mikiö. Aö endingu má nefna einn af einföldustu mælum hverrar vélar. Það er stuttur bandspotti sem tyllt er framan á gler- hettu vélarinnar. Hann segir til um hvort flogið sé rétt í gegnum loftið. Til þess þarf hann að standa beint aftur af vélinni. Þannig má segja að öll tæki og mælar sviffluga séu mjög einföld í meðferð, en það er ekki þar með sagt að auðvelt sé að stjóma vélinni svo vel sé. Það er einfalt að fljúga en þegar farið er að glíma við hinar margvísleg- ustu kúnstir þá þarf mikla leikni og æfingu.” Að skil/a loftíð og strauma þess — Ég hjó eftir því í máli þínu hér að framan að flugmaðurinn þarf mikið að aðgæta alla strauma loftsins. Veður- fræðin hlýtur því að vera snar þáttur svifflugtækninnar. Er ekki svo? „Veðurfræðiþekkingin kemur mikit með því einu að stunda flugiö. Menn era fljótir að skilja loftið og strauma þess. Eftir því sem sá skilningur vex gengur manni betur að gera sér grein fyrir „því ósýnilega” sem er að gerast í kringum mann í loftinu. En það er rétt, það sakar sízt aö kunna eitthvað fyrir sér í veðurfræði þegar svifflugið erannarsvegar.” — Þú hefur sjálfur stundað svif- flncið í nm tiittmm ár oe flugferðimar Svo er allt gert klárt fyrir næsta flug. Ekki var annað tekið i mál en að blaðamaður DV væri dreginn á loft. Eftír nokkrar mótbárur lit hann tíl lelðast og telur sig hér eftír i hópi reyndari svifflugmannal íaftara sætí vólarinnar situr formaður Svifflug- félags íslands, Þorgeir Árnason, sem rætt er við hár á siðunni um fólagsskapinn sem af flugunni fœst, sjálft svifflugið og eðli þess. farnar aö nálgast fyrsta þúsundiö. I hverju felst flug svo reyndra flug- kappa? „Fyrir utan almenna kennslu eru þessir reyndu flugmenn mikið í því að fást við hvers konar lengdar- og hæðar- metí flugi sínu. Til að mynda er mikið gert að því að setja sér markmið að komast milli valinna staða. Þá „fbgið að því öllum vængjum” að slá ýmis lengdarmet og nota til þess öll hugs- anleg meöul sem náttúran býr yfir i loftinu. Núgildandi Islandsmet í þeirri grein era rétt rúmir sautján þúsund kílómetrar. Einnig er fengizt við að slá hraöa- met milli staða. Þá er til dæmis flogiö milli þriggja staöa en slíkt flug nefnist þrihyrningsflug. Innanlandsmetið i þeirri grein er nú fjöratíu og tveir kílómetrar á klukkustund. Til samanburðar má geta þess að gild- andi heimsmet í þeirri grein er nú hundrað sjötiu og fjórir kílómetrar á klukkustund. Þannig eigum við langt i land í þeirri grein.” — Við lifum á öld sífelldra tækni- breytinga. A svifflugan sem slík, og þá íþróttin einnig, eftir aö breytast að einhverju marki á komandi árum? „Hún hefur breytzt altookkuð á allra síðustu árum. Þær breytingar hafa aðallega miöazt viö fluguna sjálfa og þá það efni sem notað er í hana. Eg held ég megi samt fullyrða að bæði í- þróttin sjálf og flugan komi ekki til með að breytast mikið í nánustu framtiö. Það er einfaldlega ekki hægt að breyta miklu frá því sem nú er. Spumingin er hvort hægt væri að bæta aöstöðu flugmannstos i flugunni eitthvað. En flugeðlisfræðilega séð þá held ég að svifflugið verði hvorki bætt nébreytt ánæstuárum.” Teljumokkur eiga Vrfilsfell — Sandskeið teljið þið félagar í Svif- flugfélagi Islands vera mjög heppilegt til svifflugs. Á það jafnt viö þá loftstrauma sem hér gefast og þær áttir sem ríkja að jafnaði. En eigið þiö ykkur ekki eitthvert uppáhaldsfjall hér í grenndtoni? „Jú, jú, mikil ósköp. Við teljum okkur raunar eiga allt Vífilsfelliö eins og það leggur sig. Það fjall er hér við flugbrautina okkar og í námunda þess er að finna alveg sérlega skemmtileg hlíðaruppstreymi. Svo má nefna Blá- fjöllin lika. Þau hafa reynzt okkur mjög vel og þar er marga skrítna strauma að finna sem gaman er að f ást við. En svæðið hér í kringum Sand- skeið tel ég vera að öllu leyti mjög heppilegt til svifflugs og jafnvel með því betra sem gerist í svifflugi almennt.” — Ein annarleg lokaspiu-ning: Nafnið svifflugvél, er það ekki öfug- snúið? „Nei, nei. Það þarf ekkert endilega að vera mótor í vél, sem sannast bezt á stígvélunum! Nei, nei, en svo við sleppum gríninu þá notum við stundum orðið sviffluga til styttingar. Kannski þaö orð falli betur að þeim eigindum sem þessi ágætu farartæki búa yfir.” -SEJl. / raunlnni þarf ekki mikið aft tíl að draga sviffluguna á loft. Sóst það bezt á þvl að átakið á tauginni milli farkostanna. verður mest um þrjátíu kiló og þaðan af minna þegar i loftíð er komið. Válflugan dregur svo sviffluguna upp i rúmlega sexhundruð metra hæð þegar um kennsluflug er að ræða. Að sjálfsögðu er farið mun hærra þegar reyndir menn eru einir við stjórnvölinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.