Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUE19. JUNl 1982.
Úlfaniir létu rignlugiina ekki aftra sér
frá því að spila, en tilefnið var útgáfa
nýrrar hljómplötu.
Popp-
konsertí
Brekku-
gerdinu
Það verður að teljast allóvenjulegt
að popplistamenn haldi konsert svo að
segja inni á stofugólfi í einu einbýlis-
húsahverfa borgarinnar. Þetta létu
Ulfarnir, fyrrum Pjetur og Ulfarnir,
sig þó hafa síðasta laugardag og tilefn-
ið var að hljómsveitin sendi við það
tækifæri frá sér nýja fjögurra laga
hljómplötu. tJlfamir kváðu um 4ra ára
gamlan draum að ræða og er þá átt við
konsertinn, en hann var framinn á
veröndinni framan við stofuna á heim-
ili eins þeirra í Brekkugerðinu. Það
passaði af gömlum vana að regnið
sleikti listamennina, hljóðfærin og
hina fáu áheyrendur sem töldust vera
fulltrúar pressunnar. En þetta var
samt ágætis konsert.
I framhjáhlaupi má geta þess aö
platan er önnur plata hljómsveitarinn-
ar (þótt minniháttar nafnbreyting hafi
átt sér stað). Hver man ekki eftir
Stjána saxafón hér um árið? Og
meðlimimir eru Kjartan Olafsson sem
leikur á bassa og semur öll lögin, Pétur
Jónasson, sem annars hefur getið sér
orð sem klassískur gítarleikari og lem-
ur nú einnig saman dægurlagatexta,
Eggert Pálsson trymbill og Kristján
Sigmundsson gítaristi. -TT.
V-_________ V
VinnupaUar
tílsöiu og iaigu
EinfakUr — traustír
— hagkvæmir.
7.-15..JÚ1Í
ætlar Friðrík
aðleíðaY^ur
í allan sannleíkann
um Kolnarvatnið fræga!
Friðrik Haraldsson er fararstjóri, sem kann sitt fag. Um daginn
stjórnaði hann frábærlega velheppnaðri rútuferð um Þýskaland.
7r 15.júlí ætlar hann afturaf stað og þá í beinu leiguflugi til Kölnar.
Það er reyndar óvíst að Friðrik geti sýnt farþegum sínum uppsprettu
Kölnarvatnsins fræga, sem þær Jósefína Napóleons og hirðmeyjar
hófu að skvetta á sig á 19.öldinni, en hann þekkir sögu þess mæta
vel. Annars liggur leiðin frá Köln suður um Wurzburg til Munchen.
Þaðan um Oberammergau til Konstanz og niður með Rín til
Heidelberg. Auðvitað verður siglt svolítið á Rín, en hin ágæta
verslunarborg Trier verður dvalarstaður hópsins síðustu tvær
næturnar. Dagleiðirnar eru stuttar aðeins 100 til 300 kílómetrar.
Friðrik er gjörkunnugur staðháttum í Þýskalandi og segir að þar sé
meir en nóg að skoða. Heim er haldið frá Köln seint að kvöldi þess 15.
Verðið er aðeins 4.980krónur. Innifalið erflugfar, gisting í 2ja manna
herbergi, morgunverður, allur akstur, sigling á Rín og frábær íslensk
fararstjórn.
Það er líka hægt að fara á eigin vegum til Kölnar 7.júlí og heim aftur
þann 15.
Flugfar og Ford Fiesta bílaleigubíll, til afnota allan tímann með
ótakmörkuðum akstri kosta aðeins 2.980 krónur, miðað við fjóra í
bíl. Auðvitað er einnig hægt að fá dýrari tegundir.
Flugfar og VW-Joker III, sem er húsbíll með gistiaðstöðu, kosta
aðeins 3.980 krónur, miðað við fjóra í bíl. Bíllinn er til afnota allan
tímann og 1.750 kílómetra akstur innifalinn.
Leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum
og ferðaskrifstofunum.
FLUGLEIDIR
Gott fólk hjá traustu félagi