Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 35
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JtJNl 1982. 35 Ég þykist hafa sýnt fram á þaö áöur, aö hagmælskan sé ættgeng. Pétur Jónsson frá Nautabúi, síöast starfs- maður á Tryggingarstofnun ríkisins, var einstakur hagyrðingur. En synir hans þrír, Jón, Sigurhjörtur og Pálmi voru þaö líka. Eg hef birt vísur eftir þá alla, því aö vísan „Ég finn ei ylinn frá henni”, sem var snyrtilega visan þann 5. júní, er eftir Jón. Pálmi, sem er einn þessara feöga á lífi, sagöi mér, aö hann hefði verið vitni aö, er Jón mælti vís- una af munni fram að gefnu tilefni. Eitt sinn, er vísnaþáttur var í út- varpinu, var fyrripartur lagöur fyrir hlustendur og sá, er gerði bezta botn- inn, átti aö fá verðlaun. Fyrriparturinn varsvona: Senn er nótt, og Ijósar lendur lióins dagurs hverfa ’ í skuggann. Jón Pétursson botnaöi og hlaut verö- launin: Rökkurtjöldin Herrans hendur hafa dregið fgrir gluggann. Ég held, aö allir geti verið mér sam- mála um, að botn Jóns sé einstætt listaverk. Pétur Jónsson frá Nautabúi orti þessa kunnu vísu um stjórn og stjóm- arfar á sínum tíma: Stöfnum vendir stjórnarknör, stýrt af hendingunni. Fólk með blendið bros á vör. biður í lendingunni. Þá orti Pétur þessa vísu, líklega er hann var kominn á efri ár: Fjör og máttur fjarar brátt, feigð i gáttum kvikar. Lyftum hátt við lokaþátt lífsins sáttabikar. Þótt ég hafi áöur birt eftirfarandi stöku Péturs, ætla ég aö láta hana fylgja meö núna, enda ekki víst, að allir, sem þetta lesa, hafi séö hana: Fram úr alda fylgsnumþá flóðið kalda streymir, 8érhver aldan ógn og vá efst í faldi geymir. Ég held, aö þessar vísur eftir Pétur sýni, hvers konar afbragðs hagyrðing- ur hann var — og megum viö ekki segja skáld? Þegar ég var barn aö aldri, átti ég létt meö aö læra stökur. Ég man eftir því, aö eitt sinn var farið meö vísur í útvarpinu, það geta veriö 40—45 ár sið- an, þá var sagt frá því, að eitt sinn hafi tveir Skagfirðingar setið að sumbli á Sauöárkróki og farið með vísur — eöa ort — fram undir morgun. Þegar tekiö var aö birta af degi mælti annar: Yfir haga, engi og flceði ómar bragurinn. Þá bætti hinn viö. Ei skal laga lengur kvœði, Ijómar dagurinn. Mér þætti mikill fengur í, ef ein- hverjir gætu veitt upplýsingar um, hverjir voru þarna aö verki, svo og leiðrétt mig, ef ég fer ekki rétt með. Jón Þorfinnsson (maður Guörúnar frá Lundi) kvaö, líklega í réttum: Nótt ad beöi sígur senn, softiar gleöi á vörum Vid skulum kveda eina enn, ádur en hédan förum. I kvæði eftir Stefán frá Hvítadal, er hann nefnir „I austurveg”, er þessi fyrsta vísan: Hefjast armar, morgunmenn muna farm á sandi. Ljóma hvarmar, eldar enn yfir Bjarmalandi. Þegar kosningavísurnar birtust í helgarblaöinu 5. þessa mánaðar, féll niður ein vísan fyrir klaufaskap minn. Þessi vísa er um gengi kvennalistans og orsakir þess; vísan minnir á aöra nokkuö gamla: Kvennalistann kusu menn kunnir snotrum munum. Gamla sagan gerist enn ad grceda á fasteiqnunum. Vísan var send án undirskriftar. Sá, sem kallar sig S.S. skrifar: „Ég sá þama botn frá Sigurgeiri lögreglu- þjóni: „Horfinn er nú máttur minn/ mun því dauðans biða.” Mér finnst þessi vísa vel viö eiga.” Og S.S. bætir við: „Sigurgeir kallar sig gjarnan kál- haus.” S.S. segir, aö Lykla Pétur muni kíma, þegar svo fer, sem Sigurgeir segirívísunni: Ekki er kyn, þótt klmi dátt, kálhaus tinar veginn. Geiri vinur gœgist brátt ígœttina hinum megin. Mér hefur láöst að birta botn eftir Margréti Olafsdóttur (blöö og bréf eru í mestu óreglu á skrifborði mínu). Þessi botn var í bréfi frá Margréti 24.4. s 1.: Ýmislegt ég á mér finn, 8em eykur hroll og kvíða. Skyldi eiþér nú, Skúli minn, skrattinn vera að stríða? I bréfi 22. maí kvartar Margrét yfir því, aö engir fyrripartar hafi birzt í næstu „Helgarvísum” á undan og kveöurumþað: Fyrst að upphöf féllu burt, fastur þœttir sviku, læt ég botna liggja kjurt llka þessa viku. Og kosningakvöldið 29. maí kveður Margrét: Kosningum i kvöld mun Ijúka, kerlingarnar sigri hrósa. Skallann munu strákar strjúka steinhissa á gengi drósa. Margrét er mér ósammála um, að vor og sumar sé útþvælt yrkisefni. Hún kveður: Hér á dalnum harðna fer, hugans minnkarþorið, fyrst að núna útþvælt er orðið blessað vorið. Ég vil svara Margréti því, að vorið getur að sjálfsögðu verið ekkert verra yrkisefni en hvað annað. En því miður þá er til svo mikill aragrúi vísna um vor, sumar og kynningar og minningar (af því að orðin ríma), að hver vísan um þessi yrkisefni er annarri svo lík, að oft er eins og verið sé að yrkja upp sömu vísuna. Athugaðu þetta, Mar- grét, ef þú lítur t.d. í VísnaSáfnið I— m, sem Sigurður frá Haukagili hefur tekið saman. Hins vegar mæli ég ein- dregið með þvi, aö vísnaunnendur nái sér í þetta vísnasafn, þvi að þar er gnægö ágætra visna. Rögnvaldur Rögnvaldsson á Akur- eyri sendir mér þessa hringhendu: Granninn átti gómsœtt vín og gamanþátt svo kíminn, að langra nátta geymdist grín, gleymdist háttatíminn. Og Rögnvaldur segist hafa ort þessa, „þegar Valur, Sólnes og Reykjalín hættu í bæjarstjóm (Akureyrar) sama árið”: Ákvörðunin einföld, skýr ekki breytir neinu, þó fyrir borðið féllu þrír forsetar í einu. Rögnvaldur orti um „Skjöldu”, en svo kallaði hann vinstri stjórnina á sín- umtíma: Ég vil heldur færa fórn og frelsi landsins barna halda en að lúta íhaldsstjórn, — einhvern tíma berhún ,,Skjalda”. Mér hefur láðst að birta hér vísu, er Guðmundur Sigurðsson frá Höfða sendi mér 1. maí. Helzta skipun hugans er helgargripin prisa. Og í svipinn yljar mér aðeins lipur vísa. Og hér er botn frá Guðmundi, ortur á samatíma: Halda velli herrar enn, horn þótt skelli á nösum. Á þá brellnir andófsmenn eitri hella úrglösum. Sá, sem kallar sig „Gvend J.”, send- irþessa: Bandalagið marka má, þótt meira gera vildi. þeir, sem bera þungann fá, þakkir ei sem skyldi. Jón Jónsson svarar vísu Sigurðar Jónssonar í næstsíðustu „Helgarvís- um”. Vísa Sigurðar er birt hér, ef hún skyldi hafa farið fram hjá einhverjum: Þegar upp dagurþessi rann, þeyttu allir lúðurinn. Glæsilega Gunnar vann, Geir var bara trúðurinn. Og svar Jóns Jónssonar er svona: Klofningsliðið friði fargar, flýr ei þungan skapadóm: þeir, sem eru í véum vargar, vakna upp við lúðurhljóm. „Rauðsokka” sendir þessa vísu: Okkur ei lengur matarmall og minni verkin duga. Oftast hefur konan kall kunnað að yfirbuga. Einhver, sem kallar sig „vinstri vill- ing”, sendir þættinum vísu. Vísan er klaufalega gerð. Bezt gæti ég trúað, að einhver Sjálfstæöismaður hefði ort vís- una andstæðingunum til bölvunar og skammar: Fyrsta ljóðlinan er svona: „Sigurjón kyssir engan koss.” Þetta er auðvitað lágstuðlað, stuðlarnir í 2. og 4. kveðu. Hið sama gildir um fjórðu ljóðlínuna: „Flenging auðvalds hirti oss.” En það má breyta orðaröð, þann- ig, aö vísan veröi rétt stuðluð: Sigurjón engan kysair koss, kramið er vort hjarta. Hirti flenging auðvalds oss og allt hið bikasvarta. Og hér koma botnar við fyrripart- ana, sem áður hafa birzt, og ekki finnst mér neitt gera til, þótt þeir komi ekki í réttri röð. Ég fæ þá aldrei þannig að slíkt sé unnt: Páll S. Pálsson lögfræðingur botnar: Engin verður aftur mey, er eitt sinn tœlast lœtur. Fyrirþetta fær hún ei fjárhagalegar bætur. Valbjörg Kristmundsdóttir á Akra- nesi (systir Steins Steinarrs og Hjart- ar) botnar: Þegar rökkvar, taka tltt tilfinningar völdin. Þær hafa eflaust áþig strítt oft og lengi á kvöldin. Og enn botnar Valbjörg: Engin verður aftur mey, er eitt sinn tœlast lætur. Kynnin við það karlmannsgrey á kannski dýpri rœtur. Magnús Magnússon, eða M.M., Áshamri 38, Vestmannaeyjum botnar: Halda velli herrar enn, horn þótt skelli á nösum. Að fyrirgefa fýsir menn, þá flóir vín á glösum. Þetta er að vísu ekki hringhenda, eins og ætlazt var til af höfundi fyrri- partsins. Og Magnús botnar, þótt hann hunzi innrímið: Halda velli herrar enn, horn þótt skelli á nösum. Skarpir reynast skröpumenn í skattborgara vösum. Og Valborg Kristmundsdóttir sendir mér tóninn: Mörg er kvœðaraustin rám, þótt rlfi stóran túla. Vill nú enginn yrkja klám til yndis visna-Skúla. Sá, sem hæstan heiður bar, hafði löngum vammir. Fyrir snyrtu stökurnar sníkja viltþú skammir. Valborg sendir eina vísu til viðbótar og botn, en ég er hræddur um, að sú, sem ég gizka á að hafi skrifað vísurnar upp fyrir Valborgu, hafi misþyrmt þeim illilega. Steinn G. Hermannsson botnar: Ýmislegt ég á mér fínn, sem eykur hroll og kvíða. Yfir fœrist aldurinn, þótt en sé s61 og blíða. Steinn segir, að þessi vísa geti orðiö svona með smábreytingu (ég hef áður birtbotnhans: „Losnar gulnuð gróður- nál/ græn úr viðjum ísa”): Vor í lofti, vaknar sál, víkja frostin hörðu. Grænkar sérhver gróðurnál, sem gægist upp úr jörðu. Og Steinn yrkir, er hann veltir þess- um hlutum fyrir sér: Senn hefst Ijóssins sigurdans, sólin ofar stígur. Gróðurangan gróandans gegnum'loftið smýgur. Hér á árum áður gekk Guðrún Jacobsen um beina á Hótel Vík, og var Stefán Hörður Grímsson þar tíður gestur og drakk, auövitað kaffi eða te. Guðrún sýndi Stefáni mikla lipurð og þolinmæði, sem hann kunni aö meta og þakka. Eitt sinn orti hann til hennar vísu, sem hann segist hafa verið búinn að steingleyma, er Guðrún birti hana á prenti. Þaö skal tekið fram, þótt það sé öllum kunpugt, er Guðrúnu þekkja, að hún hefur mikið ljóst og sítt hár. En vísan varsvona: Þegar Ijóð er lagt i strok langt til Elivoga, leggur þetta Ijósa brok líru8treng á boga. Sveinbjörn Beinteinsson virðist vera eitt aðal yrkisefni Þorsteins skálds frá Hamri, er hann gerir ferskeytlur eöa hringhendur, eins og í vísu þeirri sem hér fer á eftir og Þorsteinn lét mér í té. Sveinbjörn hafði dvahzt nokkra daga í Reykjavík og ekki sinnt peningi sínum á Draghálsi. Þá kvað Þorsteinn: Amboð veit ég œrið státa uppi ’ l sveit á freðn um stig: Svefns ég neyti sœl úr máta, Sveinbjörn heitinn átti mig. Margrét Olafsdóttir hefur mikinn áhuga á „Helgarvísum” og telur ekki eftir sér að skrifa mér og láta mér í té vísur, ekki aðeins eftir sjálfa sig. Hún sendir mér vísur eftir Kolbein Högna- son í Kollafirði. Fyrst eru hér vísur, er hann orti í tilefni umræðna á búnaðar- þingi um sæðisflutninga: Fátt i sæðisflutningum færþeim gleði stóra. Ærnar halda, að hrútunum heppnist skár en Dóra. Eins þótt nýja aðferðin áhöld noti fegri, ánum þykir aftur hin öllu skemmtilegri. Og Margrét sendir mér þessa sléttu- bandavísu Kolbeins, sem breytir held- ur um merkingu, sé hún lesin aftur á bak; vísannefnist „Nábúi”: Fremur dygðir, aldrei er innsta fjarri sanni. Nemur tryggðir, hvergi hér hittist kærri granni. I tilefni af vísu Kolbeins segir Mar- grét, að sjálf hafi hún gaman af að glíma við að semja sléttubandavísur. Og sem dæmi sendir hún þessa: Ærist mœrin. Naumast nœr næra tæri blœrinn. Bœrist særinn. Fráleitt fjœr færist skæri snærinn. Ég hef sjaldan, eða aldrei séð jafn- dýrt kveðiö. Hins vegar vil ég vera hreinskilinn og taka það fram, að rim- snilldin kemur nokkuð niður á efni vís- unnar, enda ekki nema von, þegar svo dýrt er kveðið. En það mættu margir taka sér Margréti til fyrirmyndar og senda þættinum vísur, ekki sízt þær sem lítt þekktar eru og hætt er við, að falli í gleymsku. Talsvert ber á þeirri málvillu, að tal- að er um, að konur kvænist. Hef ég jafnvel heyrt sæmilega skólagengna menn taka svo til orða (ekki svo að skilja, að ég telji skólagengna menn tala betra og réttara mál en marga, sem lítillar skólamenntunar hafa not- ið). Af þessu tilefni varð eftirfarandi vísa til: Tídum einn ad ödrum hœnisU eins og reyndar vera ber. En þegar ég heyri, aö kona kvœnist, kyn og undur þykja mér. „Loki Laufeyjarson” sendi mér línu. Segist hann vera orðinn leiður á öllum snyrtilegu vísunum, sem birtist í lok hverra „Helgarvísna”. Segir hann, aö í stað einnar snyrtilegrar megi ég birta þessa kosningavísu eftir sig: íhaldið gat uppi vaðið. En annað hefði skeð, ef Albert hefði ekki staðið, eins og þurfli með. Og með þessari vísu „Loka” ljúkum við „Helgarvísum” í þetta sinn. Skúli Ben. Helgarvísur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.