Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. hefur ■i «/ C7 verid gefin ill i Englandi. Þjóðverjar höf ðu sérstakan mann á launuin við það eitt að safna gögnum um flóttatilraunir fanganna Colditz fangelsið var ekkert venjulegt fangelsi. Þangað komu aöeins stríðsfangar og það sem meira var, aðeins yfirmenn úr herjum óvinanna. Þeir voru brezkir, hollenzkir, franskir og pólskir — flestir efristéttarmenn, flestir ungir og aldir upp viö þær hugmy .dir að þeir væru beztir og klárastir. Þeir komu úr heima- vistarskólum sem ólu unga drengi upp í því aö vera hugrakkir, fullir af sjálfsbjargarviðleitni og kaldir kallar. Þrátt fyrir ólík þjóðerni áttu þeir svipaða menntun og feril aö baki. Þegar þeim var öllum safnað saman á einn stað reyndist þeim auðvelt að ná þeim anda, sem einn nægði til að þolrifin brystu ekki, til aö reyna enda- laust að flýja frá Colditz-virkinu. Fangelsið tók 800 fanga. Verðirnir voru líka 800. En fangarnir höfðu eitt fram yfir verðina, nægan tíma aflögu. Þeim tíma var variö til að skipuleggja, þjálfa og undirbúa flótta. Eina konan í Colditz Þeir sem sáu sjónvarpsþættina um Colditz munu minnast þeirra hugmyndaríku aðferða sem beitt var. Hvort konan, sem ljósmyndin hér á síðunni er af, kom við sögu í sjónvarpinu vitum við ekki, en við vitum fyrir víst að hún kom við hina raunverulegu sögu Colditz. Konan er nefnilega ungur franskur liðsforingi, Bouley að nafni. Konan hans sendi honum hárkolluna, fötin voru saumuð á staðnum. Á flóttadaginn fór Bouley í frakka utan yfir kven- fötin og gekk ásamt með öðrum föngum í garðinum. Á réttu augnabliki snaraði liðsforinginn sér úr frakkanum og gekk rólega í átt að útgönguhliðinu. Hann var kominn fram hjá verðinum, þegar enskur liðsforingi, sem ekki vissi að um flóttatilraun var aö ræða, hrópaði upp að konan hefði misst hanzkann sinn. Vörðurinn sá hanzkann og hljóp á eftir konunni. „Konan” hélt að allt hefði komizt upp og gaf sig fram sem flóttamann. Búið spil í það sinnið! Þjóðverjarnir tóku ljósmyndimar Myndirnar hér á síðunni voru allar teknar í Colditz af Þjóðverjunum á þeim tíma er Colditz var í brúkun sem fangelsi stríðsfanga, þ.e. frá 1941—1945. Sérstakur ljósmyndari var ráðinn, Johannes Lange, úr nærliggjandi þorpi. Johannes þessi tók myndir af öllu sem viö kom flóttatilraununum, allt frá fölsuðum skilríkjum til fanga, sem náðust í tæka tíð. Að stríðinu loknu var myndasafnið allt í fórum Johannesar og hann tók það með sér til Leipzig (nú í Austur- Þýzkalandi). Þegar Johannes dó árið 1975 komst safnið í eigu ríkis- ins. Og nú er búið að gefa út bók með myndunum og sögunum af flóttatilraunum. Þetta sýnist ótrú- legt en er allt satt! Lítum á nokkr- ar mynda Johannesar Lange.. • ■ ■ í , - % ■ *■ ■ . *. "**•*.; ví’Zdp, ~* '■ Þessl maður, Englendingurinn Charias Linck, ætlaði að komast undan i póstpoka. Þannig var að póstvagninn var mannaður af pólskum föngum og þeir litu undan þegar fangelsisbræður þeirra tróðu sór i pokann. Pokinn átti svo að velta af vagninum þegar út var komið. Þessi tílraun mistókst þó vegna þess að vörðununi datt allt i einu í hug að lemja pokana með byssum sínum. Grunur leikur á að einhver hafi kjaftað frá. Leiksýning i Colditz — leikararnir allir úr röðum fanganna, áhorfendur flestir Þjóðverjar. Pat Reid, yfirmaður flóttanefndarinnar, fann göng, sem lágu frá sviðinu og allt tilaðalinngangs kastalans. Reid var sannfærður um að göngin byðu upp á undankomu og ákvað að senda tvo menn klædda sem þýzka liðsforingja út um þau. Liðsfor- ingjarnir krydduðu flóttann með því að hefja hann á leiksýningu og skriðu niður ( göngin beint fyrir framan nefið á Þjóðverjunum, sem hóldu að um væri að ræða atriði úr leiksýningunni. Báðir mennirnir Ifomust óhultir alla leið tí! Svissl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.