Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. ©II þessi birta heillaði mig — „Og vedrið líka” segir Ivo Pogorelieh um ísland og Jiinírignmguna Ertu taugaóstyrkur fyrir tónleika? Ivo Pogorelich hristir hausinn „Nei, aldrei.” Laugardalshöllin hristist og skelfur, áhorfendur ærast af fögnuði yfir snilli Ivo. Hann hafði svo sannarlega heldur enga ástæðu til að vera með óstyrkar taugar. Áhorfendur klappa og stappa niður fótunum: „Meira, Ivo, Meira, Ivo”. Það fór aö nálgast frekju hversu mikið og ákaft áhorf- endur fögnuðu og klöppuðu fyrir honum á mánudagskvöldið síðasta. En Ivo launaði áhorf- endum klappið meö léttum trillumápíanóið. Óvenjulegur náungi Þennan sama gráa óvingjam- lega mánudag hittu blaðamenn hann eitt augnablik uppi á Hótel Sögu. Hann vildi helzt láta mynda sig í prófíl, sagöist koma bezt út þannig. Ovenjulegur náungi með brilljantínsmurt sítt hárið og í svörtum leðurbuxum. Hvað finnst honum um Island? „Ég elska veðrið ykkar,” segir hann og brosir: „Sjáðu til, ég var að koma úr rúmlega 30 stiga hita og ég var aö kafna. Hér get- ur maður andað.” Seinna sama dag ætlaði hann að fá sér göngu- túr niður í fjöm og anda að sér fersku loft. „Ég vissi varla hvar ísland var staðsett á hnettinum, þegar aö ég ákvað að koma hing- ar. Ég vissi bara að það var norðarlega.” Ivo hristir hausinn yfir þessari dirfsku sinni og hlær. Birtan er falleg „Ég veit ekkert um músíklífið hérna. Fer fólk til útlanda til músíknáms eða hafið þið tónlist- arkennslu hér á háskólastigi?” Blaðamenn og Njöröur P. Njarðvík hrista hausinn. „Ég vildi aö ég hefði tíma til þess að staldra lengur við og fá tækifæri til þess að kynnast því sem er að gerast hér í tónlistarlífinu,” segir Ivo. ,,Ég er viss um að þið eigið mikið hæfileikafólk í málaralistinni. Er það ekki rétt?” Skyndilega voru blaða- menn komnir í yfirheyrslu hjá Ivo en ekki öfugt. Jú, við játum þessari spumingu hans. „Vitið þið af hverju að ég held að það sé?” Allir hristu hausinn. „Það er út af þessari makalausu birtu sem þið hafið — fyrir utan náttúrlega landslagið. En birtan og ljósið — þetta er dásamlegt. Ég tók eftir þessum um leið og égkom hingað.” Vaxtarrækt og píanó Hverjar em framtíðará- ætlanir hans? „Margar, núna er eitt af aðal áhugamálum mínum aö koma sjálfum mér í gott líkamlegt form. Stunda ein- hverskonar vaxtarrækt — ekki sem keppnisíþrótt heldur mér til heilsubótar. En þessa hluti hef ég vanrækt um of.” Ivo rétti úr sér: „Heyrðu, mikið eigið þiö annars gott píanó. Þetta var virkilega gott instrúment sem ég var að æfa mig á í Tónlistar- skólanum í morgun. Ovenjulega gott.” Ivo Pogorelich er giftur rúss- nesku tónlistarkonunni Alice Kezeradze sem hefur verið kennari hans frá árinu 1977. Hjá henni segist hann fyrst hafa ,Listin túlkar allt mannlífið.' byrjað að læra almennilega á píanó. En hvað á hann við með því að segja að áður en hann hóf nám hjá henni, hafi hann aðeins lært „normal” píanóleik hjá meisturanum í Moskvu? Gátu ekkert kennt mér „Það sem ég á við er aðeins það að þeir gátu ekki kennt mér neitt nýtt. Þeir höfðu ekkert sér- stakt fram að færa, og hvað gátu þeir þá svo sem kennt mér? — Ekkert.” I Grillinu beið nýveiddur fiskur af Islandsmiðum á fati eftir Ivo Pogorelich. Eflaust skemmtileg tilbreyting frá ís- lenzkum blaðamönnum. Því var ekkert annað að gera en þakka fyrir sig og taka lyftuna aftur, niður á fyrstu hæð. -Eg. Já oinmitt vaatarrækt. „Hingað væri gaman að koma i fri, segir Ivo Pogorelich og er groinilogo hrifinn afíslandi. „ Virkilega gottþetta pianó DV-myndir Bjarnterfur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.