Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 7
6
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982.
,, Aheyreitdur
eru alltaf beztu
dómararnlr"
segir bassasöngvarinn heimsfrægi og dómarinn
fgrrverandi, Boris Christoff
„Allt frá barnæsku snerust draumar
mínir um sönginn. Á unglingsárum
sagði ég föður mínum aö mig langaði
aö fara til söngnáms á Italíu. „Gott og
vel,” sagði hann, „þú býður mér þá
með, ég hef alltaf verið hrifinn af
Italíu.” Auðvitað var hann að gera aö
gamni sínu því fjölskylda mín hafði
ekki efni á að kosta mig til söngnáms í
fjarlægu landi.” Það er búlgarski
bassasöngvarinn Boris Christoff sem
segir frá atvikunum sem leiddu hann
útísönginn.
Maestro Christoff er létt um mál
þegar DV heimsækir hann á Hótel
Sögu og þaö er auðheyrt aö honum eru
margar minningar kærar. Aðrar vekja
enn óhug þó langt sé liðið frá því aö at-
buröirnir áttu sér stað. Það urðu engin
straumhvörf í lífi Christoffs sem fengu
hann til að helga líf sitt sönglistinni
heldur röð margra og ólikra atvika.
Mikill tónlistaráhugi meðai
Búigara
„Allir í fjölskyldu minni höföu óbil-
andi áhuga á tónlist og söng. Meöai
Búlgara á kórsöngur sér langa hefð,
lengri en meðal nokkurrar annarrar
slavneskrar þjóðar. Allir sem hafa
góða rödd geta tekið þátt í kórstarfinu,
hvorki stétt né staöa skiptir minnsta
máli,” segir Christoff.
Christoff gekk þegar á unglingsárum
í tvo kóra í heimaborg sinni, Sofíu,
dómkirkjukórinn og kariakór. Hann
varð snemma einsöngvari með báðum
kórunum. Þegar Christoff var tvítug-
ur vildi stjórnandi karlakórsins aö
hann sneri sér að óperusöng, en slíkt
var enn sem fyrr óhugsandL
„Stjómandinn taldi mig þó á aö
vinna með sér klukkustundar langan
útvarpsþátt og ég man enn hve kvíðinn
ég var. Stjómandinn sagði hins vegar
aö ekkert væri að óttast því meðan ég
syngi yrði enginn i herberginu nema
undirleikarinn og vitaskuld hljóð-
neminn.”
Þegar söngnámiö hafði veríð
útilokað segir Christoff að fjöl-
skylda sin hafi hvatt sig til háskóla-
náms. „Eldri bróðir minn hafði þegar
lokið lögfræðinámi og rak eigin lög-
fræðiskrifstofu viö góðan oröstír. Ekki
höfðaði læknisfræðin til mín svo ég
ákvaðaðnema lög.”
I miðju laganáminu var Christoff
kvaddur til að gegna herskyldu og
hlaut þjálfun sína í riddaraliðinu. „Á
meöan á herþjónustunni stóð gat ég
sótt tima í háskólanum þrisvar til
fjórum sinnum í viku,” segir Christoff,
„og það var heppilegt að geta lokið
laganán J og herskyldu í einu.”
Syngjandi
riddaralið
Herskyldan bauð ekki aðeins upp á
skyldustörf heldur gafst einnig tími til
tómstunda. Christoff kveðst snemma
hafa eignast fjóra góða vini í her-
flokknum, sem í voru 72 menn, og svo
undarlega vildi til að söngurinn var
sameiginlegt áhugamál þeirra allra.
„Það var næstum öruggt að í sjötíu og
tveggja manna herflokki væri efni í
kór. Auðvitað gátu tíu menn veriö
raddlausir eða án tóneyra, en þó svo
væri, voru eftir sem áður nægilega
margir eftir,” segir Maestro Christoff
og kímir þegar honum verður hugsað
til ungu mannanna sem voru í erfiðri
þjálfun en höföu samt tima aflögu til
að hugsa umsöngmenntina.
„Eg prófaði félaga mína í herflokkn-
um og í ljós kom að 90% þeirra sungu
prýðilega. Kómum var þegar komið á
laggirnar og eftir strangar æfingar
héldum við tónleika fyrir yfirmenn
okkar. Hrifningin vargeysileg.”
Stofnun þessa kórs átti eftir aö hafa
mikil áhrif, og Christoff heldur áfram
frásögninni:
„I herdeildinni sem riddaraliðs-
flokkurinn okkartilheyrði voru alls um
þúsund manns og foringjamir tóku
ákvörðun um að kór skyldi stofnaður i
hverjum herflokki. Ef ekki náöist
saman kór í einum flokki var lausnin
sú að tveir sameinuöust um að stofna
kór.”
Allir yfirmenn herdeildanna voru
boðaðir til fundar og greint frá fyrir-
ætlunum hermálayfirvalda á staönum.
Hugmyndin fékk góöar undirtektir þar
til tilkynnt var að Boris Christoff, for-
ingjaefni, en engu að síður óbreyttur
hermaður, skyldi hafa yfimmsjón með
kórstarfi hersins. Svipbrigði Christoffs
lýsa undmn og efasemdum foringj-
anna.
„Þeim leizt hreint ekki á þetta, en
æðstu yfirmenn voru ósveigjanlegir og
Starfsmaður listahátíðar tók vel á móti Boris Christoff við komuna til íslands. Væntanlega hlýtur hann htýjar
viðtökur hjá áheyrendum á morgun.
sögöu sem satt var að hér væri um tón-
list að tefla en ekki hernaðarafrek.
Brátt riðu syngjandi riddarar um
götur Sofíu og við urðum býsna vin-
sælir meöal almennings í borginni,”
segir Christoff og brosir þegar hann
minnist þeirra daga er hann gekk í ein-
kennisbúningi búlgarska hersins.
Meðdómandi
ímorðmáli
Herþjónustunni lauk og laganámið
tók enda. Þá þurfti Christoff að ákveöa
með hverjum hætti hann vildi nýta
lagaþekkingu sína. Hann hafði ekki
áhuga á að stofna eigin lögfræðiskrif-
stofu og ákvað að ganga í þjónustu hins
opinbera réttarkerfis. Þar var enn um
tvær leiðir að velja, hann gat gerzt
dómari hvort heldur var í sakamálum
eða einkamálum.
Christoff valdi sakamálin. „Mér
þótti áhugaveröara að fást við það sem
kemur mannlegum tilfinningum við
heldur en að sitja yfir fjármálaþrasi
manna,” segirhann.
Fyrsti og eini dómurinn sem Christ-
off átti sæti í tók til meðferðar mál
nítján ára gamals morðingja. Pilt-
urinn hafði ráðið 17 ára gamlan dreng
af dögum vegna pólitískra ágreinings-
mála. Fimm dómarar sátu í dómnum,
þrír gamalreyndir menn og tveir ný-
liðar.
Þaö voru vitaskuld hinir reyndu
dómarar sem kváðu upp úrskurðinn
yfir morðingjanum og hann var
dæmdur til dauöa. Yngsta dómaran-
um, Boris Christoff, var hins vegar
fengið það verkefni að útskýra hvers
vegna dómurinn varð á þessa lund.
Þungbær dómur
„Þetta var erfitt. Ég spurði hvers
vegna þeir gætu ekki látið hinn byrj-
andann sem átti sæti í dómnum út-
skýra úrskurðinn. Þeir svöruðu því
einu til að þeir treystu mér til verks-
ins,” segir Christoff og hann heldur
áfram:
„Móðir fórnarlambsins var viöstödd
réttarhöldin og hún grét sem óð væri.
Hún lýsti því hvernig henni hafði verið
vísað á lík sonar síns. Hún hafði faöm-
aö son sinn látinn og fundiö blóö hans
renna um hendur sér.” Auðheyrt er
að Christoff er enn þungt um hjarta-
rætumar þegar hann minnist þessa
réttarhalds.
„Morðinginn var mjög kaldrifjaður.
Hann hafði skipulagt morðið af mikilli
nákvæmni, fylgzt með fómarlambinu
dag og nótt og ráðizt að lokum aftan að
því. Christoff gerði grein fyrir
þessum staðreyndum og var hrósaö
fyrir. Dómurinn fékk hins vegar mjög
á hann og ljóst var að dómarastarfið
myndi ekki reynast honum léttbært.
Sungið fyrir
konunginn
Atvikin héldu þannig áfram að beina
Christoff frá dómssölunum í átt til
sönghallanna. Mikilvægasti atburður-
inn í því ferli var þó án efa sá er leiddi
til fundar Christoffs og Borisar Búlg-
aríukonungs. Christoff segir frá því
hvemigþeirhittust:
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982.
7
mig og sagði: „Boris, drengurinn
minn, þú verður að ganga mér í sonar
stað.” Auövitað vildi ég gera allt fyrir
kennara minn, en ég sagði honum aö
ég væri algerlega félaus og gæti ekki
haldið söngnámi áfram. Hann bað mig
að hugsa ekki um það, ég myndi endur-
greiða allt þegar söngferill minn
hæfist.”
Orð meistarans gengu eftir og
Christoff þreytti fmmraun sína á söng-
sviði 1946 í litlu og tiltölulega lítt
þekktu leikhúsi. Viðtökurnar voru afar
góðar og óþarft er að rekja sögu
Maestro Christoffs eftir þetta. Hann
hefur sungið i öllum helztu óperu-
húsum heims og ferill hans má heita
óslitin sigurganga.
,,Með Guðs hjálp hlaut ég hin beztu
tækifæri á ferli mínum,” segir
Christoff, ,,og ég lít á hæfileikann til að
syngja sem Guðs gjöf. ”
Christoff hefur rakið skemmtilega
sögur af upphafi söngferils sins og
hann er spurður hvort ekki megi von-
ast eftir ævisögu hans.
„Það er enn nægur tími til að rita
ævisögu og það ætla ég mér að gera.”
Talið snýst að sönglistinni í dag.
Christoff ætlar að syngja hluta úr
þekktustu óperahlutverkum sínum i
Laugardalshöli á morgun. Hann er
spurður hvort tungumálið geti ekki
verið til traf ala, til dæmis þegar sungið
er á rússnesku f yrir Islendinga.
Óperur skal syngja á
frummálinu
„Þetta er mjög mikilvæg spurning,”
segir Christoff. „Auðvitað er hægt aö
þýða allt mögulegt yfir á aðrar tungur,
en ég hef barizt mikið fyrir því að óper-
ur verði ævinlega sungnar á frummál-
inu. Mussorgsky samdi til dæmis
„Boris Godunov” við ljóð Pushkins og
það er óhæfa aö syngja óperana á ööru
máli en rússnesku.”
Christoff telur að auðvitað eigi
áheyrendur að geta skilið tónlistina
fullkomlega án þess að skilja orðin ná-
kvæmlega, en sér virðist einungis einn
af hverjum tíu söngvuram vera færir
um að koma tónlist og texta algerlega
til skila með túlkun sinnl.
En er einn áheyrendahópur betri en
annar?
„Nei, áheyrendur era ekki betri í
London en Róm, né eru þeir betri í New
York en London,” segir Christoff.
„Þegar listamaöurinn leggur sig fram
era áheyrendur ævinlega ánægðir og
frá þeim kemur jákvætt svar. Áheyr-
endur era alltaf beztu dómaramir.”
Christoff er að lokum spurður hvort
ánægjulegt sé að vera söngstjarna.
Hann segist ekki geta svaraö þessu.
Þrátt fyrir frægð sína og vegsemdir
getur hann ekki gert upp við sig hvort
hann skuli kallaður stjama meðal
söngvara.
„Það er áheyrenda að dæma um
þetta,” segir Maestro Christoff. Á
morgun eru þaö íslenzkir áheyrendur
sem fá að hlýða á söng hans og ákveða
hvort Boris Christoff er í hópi stjam-
anna.
-SKJ.
Boris Chrístoff — öríög hans réðust ekki á einni nóttu,
heldur áttu fjölmörg atvik þátt í að móta feril hans.
„Það voru haldin mikil útihátíðahöld
að vetrariagi í Sófíu og dómkirkju-
kórinn söng úti í gaddinum. Boris kon-
ungur bauð kórmeðlimum til hallar-
innar og þar fengum við heitan drykk.
Þegar öllum var orðið sæmilega hlýtt
var okkur boðið aö syngja. Kórstjórinn
féllst á þetta og bað mig að syngja ein-
söng. Ég spuröi hvort honum væri al-
vara því ég var nýkominn inn úr 18
stiga frosti.
Engu að síður gekk allt vel og aö
söngnum loknum sagöi konungurinn
nokkur orð við kórfélaga og kom að
lokum til mín. Hann var ákaflega
ánægöur með sönginn og spurði hvaða
hlutverk ég syngi í óperanni á hausti
komanda. Eg sagðist ekki hafa komið
nærri óperusöng því ég væri nú starf-
andi dómari.
Konungurinn gat ekki oröa bundizt
en sagði að nóg væri af dómuram en
efnilegir söngvarar ekki á hverju strái.
Hann sagði að einhver ráð yrðu með að
koma mér til söngnáms, ef til vill til
Italíu eða einhvers annars lands.”
Fáum dögum seinna barst Christoff
bréf frá hirðinni. Honum var tilkynnt
að kleift yrði að kosta hann til söng-
náms á Italíu. Allt -komst í uppnám á
heimili Christoff f jölskyldunnar.
„Móðir mín sagði að ég hlyti að vera
genginn af vitinu, að ætla að yfirgefa
dómarastarfið og halda til söngnáms.
Bróðir minn sagði hins vegar að þau
hlytu að sjá hvað ég hefði tekið fyrsta
dóminn nærri mér og það varð úr að ég
fórtilltalíu.”
Maestro Christoff er spurður hvers
vegna hann haf i valið Italíu.
,,A Italiu eru beztu kennaramir og
þaðan koma beztu söngvararnir.
Italskan er syngjandi máL Ef þú
heyrir einhvem tala ítölsku reglulega
vel þá heyrirðu sönginn í þessu tungu-
máli.”
Stríðið setur strik í
reikninginn
Kennari Christoffs í Róm var
Maestro Strachari, víðfrægur söngvari
og kennari. Námsdvölin varð hins
vegar ekki löng að þessu sinni því
seinni heimsstyrjöldin var í algleym-
ingi og ósigur Itala yfirvofandi. Christ-
off sneri heim að boði búlgarska sendi-
herrans, en til að þurfa ekki að leggja
söngnámið algerlega á hilluna hélt
hann síðla árs 1943 til Salzburg í
AusturríkL
Þegar hér er komið í viðtalinu verð-
ur Maestro Christoff litið á klukkuna
og það er ljóst að tíminn sem þvi haföi
veriö ætlaður er útrunninn. Hann
stendur upp, biðst afsökunar og segist
þurfa að tala örfá orð í síma. Viömæl-
andinn í símanum er Gilbert Levine.
Christoff biðst innilega afsökunar og
segir að hann sé í miðju blaðaviðtali.
Levin verði að sýna örlitla biðlund og
reyna að hafa þaö sem þægilegast á
meðan á biðinni stendur.
Að símtalinu loknu snýr Christoff sér
aftur að frásögninni af styrjaldar-
ástandinu í Austurríki. Allir þurftu að
vinna stríðsherranum eitthvert gagn.
Christoff fór í vinnubúðir vegna þess
aö hann baðst undan herþjónustu.
I striöslok var það útlendingaher-
deild franska hersins sem hertók
Austurriki. Boris Christoff hafði ekki
gegnt neinum mikilvægum embættum
í stríðinu og átti sér einskis ills von
þegar tveir hermenn sóttu hann með
offorsi og fluttu hann til höfuðstöðva
franska hersins. Þar beið hershöfðingi
sem tók Christoff afar hlýlega og
sagði erindið vera að biðja hann að
syngja til styrktar Rauða krossinum.”
„Mér létti stórlega,” segir Christ-
off”, en ég gat ekki annað en spurt
hvort nauðsynlegt hefði verið að hálf-
drepa mig úr hræðslu.”
/ fylgd hershöfðjngja tH
ttalíu
Eftir vel heppnaða tónleikaferð
spuröi franski hershöfðinginn hvort
ekki væri hægt að launa greiðann með
einhverjum hætti. „Auðvitað langaði
mig mest að vita hvemig fólkið mitt
heima í Búlgaríu hefði það. Þeir sendu
skeyti og svarið kom um hæl. Allir
vora á lífi. Nú langaði mig mest að
hverfa aftur til náms á Italíu,” segir
Christoff. „Franski hershöfðinginn var
svo vænn að fylgja mér í eigin persónu
alla leið til Milanó þvi einn heföi ég
ekki komizt yfir landamærin.”
„Þegar til Rómar kom fékk ég blið-
legar móttökur hjá Maestro Strachari.
Hann haföi misst son sinn í striöinu.
Þetta var ungur maður, ekki ós vipaöur
mér í útliti, Maestro Strachari faömaöi
LISTAHÁTÍÐ 1982
konungur bassasöngvaranna
BORIS CHRISTOFF
með
Sinfóníuhljómsveit
Islands og söngsveitinni
Fílharmóníu
Stjórnandi:
Gilbert Levine
Efnisskrá.
Beethoven: Leonóra forleikur nr. 3
Mozart: Aría Leporellos úr óperunni Don Giovanni
Verdi: Forleikur að óperunni. Vald örlaganna
Recitativ og aríur Bankós úr II. þætti óperunnar
Macbeth
Söngur Filippusar II. úr óperunni Don Carlos
Hlé
Glinka: Atriöi og aria úr óperunni Líf keisarans
Tsjaikovsky: Rómeóog Júlía
Mussorgsky: Dauði Boris keisara úr óperunni Boris
Godunov
Miðasala í GimB v/Lækjargötu 14.00-19.30 daglega.
Sími 29055
Laugardalshöll sunnudaginn 20.
júníkl. 17.00
ENNAUKUN VIÐ
ÞJÓNUSTUNA!
Við höfum flutt norður yfir götuna og I Sólvallagötu (Áður bilaskemmur Stein-
opnað eina glæsilegustu byggingavöru- dórs). Komið og kynnið ykkur úrvalið og
versiun landsins á horni Hringbrautar og | ótrúlega hagstæða greiðsluskilmála.
ATH: Aðkeyrsla og bílastæði er nú að
norðanverðu frá Sólvallagötu.
mánudaga — fimmtudaga frá kl. 8—18
föstudaga frá kl. 8—22
laugardaga kl. 9—12
Opið
AÐKEYRSLA
OG
BÍLASTÆÐI
Hjá okkur fáið þið
úrval af:
Gólfteppum og
byggingavörum
Gólfdúkum
Flisum
Hreinlætistækjum
Auk þess:
Spónaplötur
Vióarþiljur
Harðvið og
Spón-
Viðurkennda
einangrun
Milliveggjaplötur
Útveggjastein
Þakjárn
Málningarvörur
Verkfæri o.fl.
gTl[ BYGGlNGflVÖRUR I
HRINGBRAUT120, SIMI 28600.