Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JONl 1982.
27
Ijósmyndarinn, Johannes Lange.
Fangamir i CokUzt vörðu miklum
tima i að sauma fatnaö handa
væntanlegum flóttamönnum.
Saumavólin var lika smíðuð á
staðnum og að mestu úr tré. Leyfi
fyrir henni fékkst undir þvi yfirskini
að saumavólin yrði notuð tilað gera
búninga fyrir leiksýningar fang-
anna. Mikil hugkvæmni kom fram i
saumaskapnum — t.d. voru gylltir
hnappar hermannafrakkanna gerð-
ir úr bræddu látúni sem sagað var
úr pipulögnum kastalans og úr
bræddum grammófónplötum, beltí
voru gerð úr gólfdúk, lituðum með
skósvertu og gullmerki og legging-
arnar <ir rafmagnsvírum
Fangarnir i Coldizt voru i stöðugri
leitað hlutum, sem brúka mætti við
flóttann. Þeir mútuðu vörðum eða
bara stálu öllu steini léttara. Einu
sinni stal hópur enskra fanga
þriðjaparti úr stiga af þýzkum
verkamanni, sem var að lagfæra
glugga kastalans. Þeir komu verka-
manninum á kjaftatörn og á meðan
söguðu félagar þeirra hluta af
stiganum og komu honum undan.
En á þessum myndum má sjá hitt
og þetta sem fangarnir unnu við:
landakort voru falin í tvinnakeflum
eða i spilum, herðatró voru holuð
að innan til að geyma pappíra,
lyklar gerðir úr handföngum af
vatnsfötum, fölsuð vegabróf falin I
taflborOio.fi.
Colditz-kastalinn gnæfir hátt yfir
samnefndu þorpinu. Meðal fyrstu
flóttatilraunanna þaðan var fífídjörf
tilraun tveggja Pólverja i mai 1941.
Þeir komust í geymsluherbergi i risi
kastalans og lögðu af stað niður
kastalaveggina á heimatilbúnu
reipi um hábjartan dag og i augsýn
allra þorpsbúa. Athyglin sem þeir
vöktu varð þó til þess að verðirnir
sáu Pólverjana og skutu þá niður. Á
myndinni sést gluggi herbergisins
sem þeir fóru út um en pilan sýnir
hvar þeir urðu fyrir skotum
Þjóðverjanna.