Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JtJNl 1982. PHitaveita Reykjavíkur óskar eftir aö ráöa járniönaöarmann vanan pípusuöu. Vinnan felst í al- mennu viöhaldi dreifikerfis. Krafizt er hæfnisvottorðs í pípusuöu, raf- suöu og logsuðu frá Rannsóknarstofnun iönaöarins. Upplýsingar um starfiö veitir Örn Jensson aö bækistöö H.R. Grensásvegi 1. VOLVO 245 GL bifreið, árg. 1980 til sölu. Ljósblá sanseruð, sjálf- skipt, vökvastýri, ekin 30.000 km. Upplýsingar í vinnusíma 24114 og heimasíma 20416. Skrásetning stúdenta til náms á 1. námsári í Háskóla íslands fer fram frá 1. til 15. júlí 1982. Umsókn um skrá- setningu skal fylgja staöfest ljósrit eöa eftirrit af stúdentsprófsskírteini, skrásetningargjald kr. 480.- og tvær litlar ljósmyndir af umsækjanda. Skrásetningin fer fram í skrifstofu háskólans kl. 9—12 og 13—16 og þar fást umsóknareyðublöð. Athugið: Ekki veröur tekið við umsóknum eftir 15. júlí. Ekta kolaofnar Eigum fyrirliggjandi nokkra kolaofna, hentuga i sumarbústaöi. Greiösluskilmálar. HÁRPRÝÐI Háaleitisbraut 58 — 60, sími 32347. Ath. opið laugardag til kl. 5. Til sölu BMW 520 árg. 1980 Renault 20 TS árg. 1978 BMW 518 árg. 1981 Renault 18 TS árg. 1979 BMW 518 árg. 1980 Ronault 18 TL árg. 1980 BMW323Í árg. 1980 Renault 14 7L árg. 1979 BMW 320 árg. 1981 Renault 5 L árg. 1979 BMW 320 árg. 1980 Renault 5 TL árg. 1974 BMW 3181 automatic árg. 1981 Renault 4 Van árg. 1981 BMW 318 automatic érg. 1979 Renault 4 Van árg. 1980 BMW316 árg. 1978 Renault 4 Van árg.1979 BMW 316 árg.1977 Renault 4 Van ^ árg.1974 Renault 20 TS Renault 20 TS árg. 1980 árg. 1979 Opið laugardag kl. 1 — 5 KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 W | ÖRUGG ENDURSALA ^VÉIADEILD Ármúla 3 S. 38 900 Robert Hiibner sést hér aö tafll viö Victor Kortsnoi. Sérvitringurinn Robert Hiibner Vestur-þýzka stórmeistarann Ro- bert Hubner má án efa setja í flokk meö svokölluðum sérvitringum. Hann er doktor í papýrusfræðum frá Kölnarháskóla og teflir þar aö auki skák, sem eru nægar ástæöur til þess aö gera hann tortryggilegan í augum leikmanna. Hiibner er sæmilega efn- um búinn en kýs þó að búa í lítilli her- bergiskytru í Köln og ekkert er fjær honum en lífsgæðakapphlaupiö. Sjónvarp horfir hann ekki á, les ekki dagblöðin og hlustar ekki á útvarp. Ástæöuna segir hann vera þá aö hann skiptir sér ekki af smáatriðum. Bækur les hann þó og helst gamlar bækur. Sagan segir að á heimsmeist- aramóti unglinga 1965 hafi skrýtlu- blöð ýmiss konar verið vinsæl í frí- stundum keppenda. Ekki þó hjá Hiibner, sem las Hómer og þá auövit- aö á frummálinu, grísku. Hiibner hefur nokkra sérstöðu meöal snjöllustu skákmanna, því hann hefur alla tíö veriö sannur áhugamaður í íþróttinni. Að eigin sögn teflir hann skák vegna þess aö hann gerir þá ekkert illt af sér á meö- an. Nú fyrst hefur hann hins vegar ákveðið aö helga sig algjörlega skák- inni og hætta kennslu viö Kölnarhá- skóla, sem veriö hefur hans lifi- brauö. Og árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Fyrir skömmu sigraöi hann meö glæsibrag á 6 manna móti í Chicago, hlaut 8 v. af 10 mögulegum, en í ööru sæti varö Walter Browne með 5 1/2 v. og þriöji komKortsnoj meö 5 vinninga. Siöan var förinni heitið til Tórinó á Italíu en þar var ætlunin að halda sterkasta skákmót frá upphafi miöaö viö Eló-stigatölu. Hollenski stór- meistarinn Jan Timman forfallaðist hins vegar á síöustu stundu og móts- haldararnir fengu annað áfall er bar- daginn var hálfnaður: Hiibner hætti þátttöku! Þá var Hiibner efstur á mótinu og þótti hafa teflt mjög vel. Hann kenndi sér aftur á móti lasleika og ákvaö að hætta af þeim sökum. Auö- vitaö voru heimamenn lítt ánægöir með J)á ákvörðun en Hiibner var óhagganlegur og er nú farinn frá Italiu. Þeir hefna sín meö því aö hann fær bókað núll í mótstöfluna fyrir þær skákir sem hann átti eftir aö tefla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hiibner hættir þátttöku í alvarlegri keppni. Italir þurfa ekki aö fara nema rúmt ár aftur í tímann til þess aö rifja upp svipaö atvik. Það var í einvígi Hiibners og Kortsnoj í Meranó. Er staöan var 4 1/2—3 1/2 Kortsnoj í vil og tvær skákir biöu — önnur jafnteflisleg, hin iakari á Hubner — var hann búinn aö fá nóg og hætti. Þá mun ástæöan hafa veriö ágengir fréttamenn og enginn friður. Ekki er ólíklegt aö hrikalegur fing- urbrjótur Hubners í 7. einvígisskák- inni hafi einnig haft sitt að segja. Einvígiö í Meranó var nánast end- urtekning frá einvígi Hubners viö Petrosjan í Seville á Spáni 1971. Fyrstu sex skákunum þar lauk meö skiptum hlut en þeirri sjöundu tapaði Hubner og þá hætti hann. Þá var Skák Jón L Árnason ástæðan óþolandi hávaöi á skákstaö og segja kunnugir aö Hubner hafi haft nokkuö til síns máls. Sovétmenn neituöu að breyta um keppnisstaö enda hægur vandi fyrir Petrosjan aö taka heymartækið úr sambandi. Hiibner teflir þungan stööuskákstíl og taflmennska hans einkennist af vísindalegri nákvæmni. Sömuleiöis skýringar hans viö skákir, sem eru þær ítarlegustu sem um getur bæöi fyrr og síðar. Hann var t.a .m. beöinn um aö rita athugasemdir viö skák sína viö Hort frá Interpolis-mótinu 1979 í mótsbókina. Þaö geröi hann en skákin tók 17 blaösíöurí bókinni! Og einhvem timann heyrðist því fleygt aö Hiibner liti aldrei á skákir sem væm styttri en 50 leikir því þær væm svovitlausar. Hér kemur ein af skákum Hiibners í V.-þýzku deildakeppninni, einkenn- andi fyrir taflmennsku hans. Skákin er tefld í lok apríl og andstæðingur- inn er góðkunningi okkar Islendinga, Vlastimil Hort. Hort teflir fyrir fé- lagiö Porz, sem hefur m.a. Guðmund Sigurjónsson innan sinna vébanda. Húbner tefldi lengst af einnig fyrir félagiö en honum sinnaöist viö „verkstjórann” og taldi réttast aö hafa félagaskipti. Nú teflir hann í skákdeild Hamburger Sportverein. Hvitt: Vlastimil Hort Svart: Dr. Robert Hubner Sikileyjarvöra V.-þýska deildarkeppnin 1982. I. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Bd7 4. Bxd7+ Dxd7 5.0—0 Rc6 6. c3 Rf6 7. De2 Hér í eina tíö þótti peösfómin 7. d4! ? Rxe4 8. d5 o.s.frv. gefa álitlega möguleika. Hort fer sér aö engu óös- lega eins og hans er von og vísa. Kannski að hann sé á höttunum eftir ja&itefli? 7. -e6 8. d4 cxd4 9. cxd4 d5 10. e5 Re4 II. Rbd2 Eða 11. Be3 Be7 12. Rel f6 13. f3 Rg5 og svartur má vel við una (Short — Andersson, London 1982). II. -Rxd2 12. Bxd2 Be7 13. Hacl 0—0 14. Hc2 Hac815. Hfcl a616. h4?! abcdefgh 16. -Bxh4! Ovæntur möguleiki! Nú gengur ekki 17. Rxh4 vegna 17. -Rxd418. Dd3 Rxc2 19. Hxc2 Da4! og hvítur tapar öðru peði og lendir í vonlausri aö- stööu. En framhaldið sem Hort velur þarfnast nákvæmra útreikninga af hálfu Húbners. 17. Hxc6 Hxc6 18. Rxh4 Hxcl+ 19. Bxcl Da4 Þetta er staöan sem Húbner haföi í huga. Tveir léttir menn eru venju- lega taldir sterkari en hrókur og peö en hér er svarta staöan mun virkari. 20. Dg4 Kh8 21. a3 Dc2 22. Df4 Kg8! 23. b4 Hc8 24. Be3 Ddl+ 25. Kh2 Dh5 26. g3 Hc3 27. a4 Hb3 28. Kg2 Hxb4 Ljóst er aö stöðumatið hefur ekki svikiö Húbner í þessari skák. Svart- ur frelsmgi er í fæðingu á drottnmg- arvæng og gegn framrás hans er hvítur varnarlaus. 29. a5 Hbl 30. Df3 Dxf3+ 31. Rxf3 b6 32. axb6 a5! 33. Bg5 a4 34. Be7 Hxb6 35. Rel Hb2 36. Bc5 h5 37. Rd3 a3! 38. Bxa3 Hb3 — Og hvítur gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.