Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 2
DV.MANUDAGUR 4. JUNI1984. Hér sést yfir svæðið við Sultartangavirkjun þar sem flóðið ruddist fram aðfaranótt sunnudagsins. - DV-mynd GVA Flóð íÞjórsá ogTungnaá brutu skarð ívarnargarð við Sultartangavirkjun: SUUAR1ANGASTÍFLAN VAR í MIKILLIHÆTTU - mestallt vinnusvæðið fór undir vatn. Rennslið var 1500 rúmmetrar á sekúndu Óánægja með hækkun miðaverðs íTraffic: Hvermiðiátti aðgildasem happdrættis- miði „Ætlunin var að hafa þessa skemmtun veglegri en ella þar sem krakkarnir voru að ljúka prófunum. Og meðal þess sem við ætluðum að brydda upp á var veglegt happdrætti, með utanlandsferð, ferðatæki og fleiru í vinning. Hver aðgöngumiði átti jafnframt að gilda sem happ- drættismiði." Þetta sagði Vilhjálmur Svan Jó- hannsson, eigandi unglingastaðarins Traffic, um ástæðuna fyrir því að miðaverð var hækkað um 100 krónur í Traffic föstudagskvöldlð 18. maí síðastliðinn. Mikillar óánægju gætti hjá ungl- ingum og foreldrum þeirra með hækkunina. Varð það til þess að Traffic ákvað að hætta við happ- drættið og lækka miðaverðið aftur í 250 krónur. „Við höfðum selt svokallaða for- gangsmiða á 350 krónur. Þetta var gert fyrir skólabekki sem ætluðu að koma og skemmta sér saman eftir prófin. Forgangsmiðinn átti að afhendast við komuna og vera þannig trygging fyrir að fá miða inn í húsið. Eftir að við lækkuðum verðið endurgreidd- um við 100 krónurnarer unglingarn- ir komu með forgangsmiðana.“ Vilhjálmur sagði að þeir hefðu áður hækkað verð á miðunum er boðið var upp á happdrætti. „Sá sem vann utanlandsferðina þá er nú á leiðinni út til New York fyrir vinninginn.“ Frjáls álagning mun vera á að- göngumiðum að unglingaskemmti- stöðum. Þó reyndar með því skilyrði að verðið sé „vægt“, hvernig sem túlka á það. Aðsóknina í Traffic sagði Vil- hjálmur hafa verið góða. „Hér starfa um 25 manns á föstudagskvöldum, svo dæmi sé tekið. Við erum auk þess með fjórar rútur í gangi sem aka krökkunum heim eftir að skemmtununum lýkur." _ JGH Mikil ölvun Mikil ölvun var víða um land um helgina enda útborgunardagur hjá flestum á föstudag og mikið um að vera. Engin stórvandræði urðu þó vegna ölvunarinnar en lögreglu- menn höfðu mikið að gera og margir gistu fangageymslur föstudags- og laugardagsnóttina. _ FRI Dannebrogskona Danski sendiherrann á íslandi hefur afhent frú.Rannveigu Alberts- dóttur, Hrafnkelshólum í Gríms- nesi, dannebrogsorðu fyrir störf sín í þágu Grænlendinga. Hún var gerð að riddara af danne- brogsorðunni. Mikil flóð eru nú í Þjórsá og Tungnaá og í fyrrinótt brast varn- argarður eða leiðargarður við Sult- artangavirkjun þannig að mestallt vinnusvæðið fór undir vatn og um tíma var sjálf Sultartangastíflan í mikilli hættu. Stórvirkar vinnuvél- ar hafa unnið við að beina vatninu af vinnusvæðinu en enn sem komið er hefur ekkert annað tjón orðið „Þetta var óhugnanlegt yfir að líta er garðurinn brast en ég tel að um 800 rúmmetrar á sekúndu hafi runnið í yfirfallinu þegar mest var,“ sagði Helgi Bjarnason, stað- arverkfræðingur Landsvirkjunar, í samtali við DV er við ræddum við hann í Sultartangavirkjun. „Rennslið fór í tæpa 1500 rúm- en skarðið í leiðargarðinn og útlit er fyrir að hið versta sé afstaðið. „Rennslið fór í tæpa 1500 rúm- metra á sekúndu, sem er óalgengt, en þetta er í fyrsta sinn sem reynir á þessi mannvirki okkar,“ sagði Benedikt Benediktsson stöðvar- stjóri í samtali við DV er við spurðum hann um flóðið. metra í ánni þegar mest var en mesta flóð sem orðið hefur sl. 30 ár er um 2000 rúmmetrar þannig að flóðið var mikið, um fjórfalt meðalrennsli." Helgi sagði að garður sá sem hér um ræðir hefði verið bráðabirgða- garður, byggður í fyrra, og átti hann að beina vatninu úr yfirfall- inu við stíflulónið aftur í farveg „Stíflulónið yfirfylltist og þeir garðar sem liggja fyrir neðan yfir- fallið og áttu að stýra vatninu aftur í árfarveginn brustu, þannig að mestallt vinnusvæðið hjá okkur er nú undir vatni,“ sagði Benedikt. Hann sagði ennfremur að svo virtist sem vatnsflóðið væri í rénun núna og ætti að liggja ljóst fyrir í dag hvort hættan væri liðin hjá. Tungnaár. „Það má segja að það sé lán í óláni að svona fór því nú getum við séð hvemig vatnsrennsl- ið er í svona flóðum og tekið mið af því við byggingu varanlegs garðs,“ sagði hann. Helgi taldi ekki að stíflan sjálf hefði verið í verulegri hættu þótt svo hefði virst í byrjun er vatns- Aðspurður hvort stöðvun Búr- fellsvirkjunar og tæming Bjarna- lóns þar hefði haft einhver áhrif á vatnsmagnið í flóðinu sagði Bene- dikt að hann teldi svo vera. „Vatn- ið í lóninu hjá okkur jókst mjög fyrst eftir að þeir tæmdu hjá sér,“ sagði hann. flóðið braust fram í gegnum garð- inn og breiddist ört út um vinnu- svæðið. „Það náði yfir geipilega stórt flæmi í byrjun,“ sagði hann. Helgi taldi ekki að lokun Búr- fellsvirkjunar hefði haft mikil áhrif á flóðið því að vatnsmagnið sem þaðan kom hefði aðeins verið 4-5% af heildarmagninu. -FRI - FRI P Flóðið hjá Sultartangavirkjun: „Ohugnanlegt yfir að líta” — segir Helgi Bjarnason Anna Margrét Jónsdóttir (lengst tii hægri) teknr á móti hamingjuóskum þegar sigurinn er í höfii. DV-mynd EÓ Anna Margrét „fulltrúi ungu kynslóðarinnar” Síðastliðið föstudagskvöld fór fram fegurðarsamkeppni í skemmtistaðnum Broadway þar sem keppt var um titlana fulltrúi ungu kynslóðarinnar, stjarna Hollywood og sólarstúlka Úrvals.1 Anna Margrét Jónsdóttir, 18 ára .Reykjavíkurmær, hreppti titlana fulltrúi ungu kynslóðarinnar og stjama Hollywood, en Arnbjörg Finnbogadóttir, 18 ára stúlka frá Ólafsvík, var kjörin sólarstúlka Úrvals. Anna Margrét mun keppa fyrir íslands hönd um titilinn Miss Young International en sú keppni .verður haldin í Suður-Kóreu í sumar. Fyrir þátttöku sína í keppninni fengu stúlkumar góðar gjafir, þar á meðal sólarlandaferð til Ibiza. Að keppninni stóðu Vikan, skemmtistaðurinn Holly- wood og ferðaskrifstofan Úrval. - sls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.