Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 24
24 DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. íþróttir íþróttir (þróttir Iþróttir IÞ Alain Prost fagnað eftir sigur. Prost varð sigurvegari — en Monte Carlo kappakstrinum hætt í miðjum klíðum Vegna úrhellisrigningar í gær var Monte Carlo kappakstrinum fræga hætt eftir 31 hring. Urslit látin standa eins og röð keppenda var þá en þeir fá þó aðeins hclming stiga miðað við þegar keppni er lokiö. Sigurvegari varð Alain Prost, Frakklandi, á McLaren. Annar Ayton Scnna, Brasiliu, og þriðji Stefan BeUof, V- Þýskalandi. Síðan komu Rene Arnoux, Frakklandi, og heimsmeistarinn Keke Ros- berg, Finnlandi. Helmingur keppenda hafði hætt akstri af ýmsum orsökum þegar keppnin var stöðvuð. -hstm. Vítaspyrnur réðu úrslitum — þegar Ungverjar urðu Evrópumeistarar pilta íknattspyrnu Ungverjar urðu Evrópumeistarar pilta í knattspyrnu eftir úrslitaleik við Sovétríkin í Moskvu í gær þar sem úrslit rcðust í víta- spyrnukeppui. Eftir venjulegan ieiktima og framlengingu var staðan 0—0. Þá var víta- spyrnukeppni — hin þríðja í úrslitum Evrópukeppni á stuttum tíma. Eftir fimm vítaspyrnur á lið var staðan 2—2 en Erwin Kovacs tryggði Ungverjum sigur þegar hann skoraði úr sjöttu vítaspyrnu Ungverja- lands. Markvörður Ungverja, Zolt Petry, hafði rétt áður varíð sjötta viti Sovétmanna. Ahorfendur voru 72.800 í glaðasólskini á Leninleikvanginum og spenna mikil meðal þeirra. í keppninni um þriðja sætið sigraði Pólland írland 2—1 og þar voru áborfendur 50.000 á miðveili Lenin-ieikvangsins. United vann í Ástralíu Man. Utd. sigraði Nottm. Forest 1—0 í leik iiöanna í Melbourne í Ástralíu í gær, sunnu- dag. Þau eru þar á keppnisferðalagi. Mark Hughes skoraði eina mark leiksins á 6. mín. Áhorfendur fimmtán þúsund. -hsím. Seraing stór- skuldugt Frá Kristjáni Bernburg — fréttamanni DV í Belgíu: — 1. deildarfélagið Seraing rambar nú á barmi gjaldþrots. Félagið skuidar nú 140 milljónir belgíska franka. Þess má geta að forseti féiagsins er í gæslu- varðhaldi. Ef félagið verður lýst gjaldþrota, þá verða margir snjaliir knattspyrnumenn á lausu og félög hér munu berjast um að kaupa þá — fyrir litiar uppbæðir. Miðherja- dúett QPR til Suður- Ameríku Margir nýliðar í enska landsliðshópnum sem valinn varígær „Þessi keppnisferö til Suður- Ameríku verður mjög erfið prófraun fyrir hina mörgu ungu leikmenn okkar. En þeir ættu að öðlast þar dýrmæta reynslu,” sagði Bobby Robson, laudsliöseinvaldur Englands í knattspyrnunni, þegar bann tilkynnti í gær 20 manna landsliðshóp í Suður- Ameríkufórina. EngUrnd leikur þar við Brasilíu, Uruguay og Chile. Fimm leikmenn eru í enska hópnum sem ekki hafa leikið landsleiki, þeir fnrnrn Simon Stainrod — miðherji QPR. Chris Woods og Dave Watson, Norwich, Gary Stevens, Tottenham, Clive Allen og Simon Stainrod, QPR. Landsliðshópurinn er skipaður þessum leikmönnum. Markverðir Pet- er Shilton og Chris Woods. Varnar- menn Mike Duxbury, Kenny Sansom, Alan Kennedy, Graham Roberts, Terry Fenwick, Watson og Stevens. Tengiliðir. Sammy Lee, Ray Wilkins, Bryan Robson, Steve Hunt, og Dave Armstong. Framherjar. Mark Hateley, Tony Woodcock, Mark Chamberlain, John Barnes, Allen og Stainrod. -hsím. i Þorsteinn i | aftur í | ! mark Þórs? ! I Þorsteinn Öiafsson, fyrrum * ■ iandsliðsmarkvörður úr Keflavik I " sem er þjálfari Þórs á Akureyri, J I mun að öllum Iíkindum leika í | J marki Þórs næsta leik — gegn ■ I Fram á fimmtudaginn. Mikil | Ipressa er á Þorsteini að fara aftur í I mark Þórsliðsins en hann lék mjög I Ivel með félaginu sl. keppnistíma-1 bil. Þorsteinn hitaði upp með KEA- * I liðinu um helgina þegar það lék | * gegn sjónvarpinu. -SOS. ■ Eitt tækifæri en tvö mörk — þegar Tindastóll sigraði í Garðinum Tindastóll vann óvæntan sigur á Víði í Garðinum í gærkvöld. Fékk eitt 2. DEILD Staðan er nú þessi í 2. deildarkeppninni i knattspymu: FH 4 3 10 11—3 10 Völsungur 4 3 0 1 7-3 9 NjarðvUt 3 2 0 1 4-2 6 Skallagrimur 4 12 1 6-6 5 Siglufjörður 2 110 4—1 4 Víðir 4 112 4—7 4 Vestmannaey. 3 0 3 0 5—5 3 tsafjörður 4 10 3 6-9 3 Tindastóli 4 10 3 3—12 3 Einherji 2 0 0 2 1-3 0 tækifæri í leiknum en skoraði þó tvö mörk. Vann 2—1. Á 18. mín. gaf vamarmaður Víöis knöttinn aftur til Gísla Heiðarssonar markvarðar. Hann greip knöttinn en missti hann svo inn fyrir marklínuna. Á 36. mín. komst Tindastóll í 2—0. Árni Olafsson skaut á markið, markvörð- urinn varði en missti knöttinn svo í markið. 2—0 í hálfleik. Strax í byrjun síðari hálfleiks eða á 47. mín. minnkaði Guömundur Jens Knútsson muninn í 1—2. Eftir það sótti Víðir látlaust en tókst ekki að skora. Vörn Tindastóls nokkuð traust og markvörðurinn, Gísli Sigurðsson, varði frábærlega vel. -emm. Valsmaðurinn Jón Grétar og Erlingur Kristjánsson úr KA sjást hér kljást um knöttinn. DV-mynd: Óskar Örn Jónsson. Þorgrímur Þráinsson varð fyrstur Valsmanna til að skora mark i 1. deild- ar keppninni. Þorgrímur skoraði á 75. min. leiks Vals gegn KÁ að Hlíöarenda og var það fyrsta mark Valsmanna í 345 min. Þess má geta til gamans að Þorgrímur skoraði fyrsta mark 1. deildarkeppninnar í fyrra — eftir aðeins 72 sekúndur. Ekki dugði þetta mark Þorgríms Valsmönnum til sigurs því að þeir máttu bíta í þaö súra epli að tapa 1—2 fyrir KA í frekar daufum leik sem 653 áhorfendur sáu. — Ég er í sjöunda himni yfir þessum sigri. Við náðum okkur ekki á strik í leiknum en heppnin var með okkur, sagði Gústaf Baldvinsson, þjálfari KA. — Við stefndum að sjálfsögðu að sigri og við vissum að við gátum unnið Vals- menn. Eg hélt satt best að segja að sig- urinn væri farinn, þegar Valsmenn náöu að jafna metin á 75. mín., sagöi Gústaf. — Það var grátlegt að tapa þessum leik. Það vantar alla grimmd í sóknar- leikmenn okkar. Þeir voru ekki nógu á- kveðnir inni í vítateig KA. Áttu að geta Víðir sló Víking út Víðir, Garði, sigraði Víking í gær í forkeppni i bikarkeppni kvenna í knatt- spyrnunni. Leikið var í Garðinum og sigraði Víöi 2—1 eftir framlcngingu. Mörk Víðis skoruðu Guðlaug Sigurðar- dóttir og Auður Finnbogadóttir en Inga Birna Hákonardóttir mark Víkings. Litlu munaði að Víkingur jafnaði á lokasekúndum leiksins en knötturinn lenti í þverslá marks Víðis. -emm. skorað mörk, sagði Þorgrímur Þráins- son, bakvörður Vaisliðsins. Glæsimark Steingríms Akureyringar náðu forustunni 1—0 á 15. mín. leiksins, með glæsilegu marki sem Steingrímur Birgisson skoraði. Gústaf Baldvinsson tók þá aukaspyrnu út við miðlinu vailarins og sendi hann knöttinn inn í vítateig þar sem Steingrímur var á auðum sjó. Stein- grímur kastaöi sér fram og skallaði knöttinn fram hjá Stefáni Arnarsyni, markverði Vals —1—0. Valsmenn voru mun meira með knöttinn en náðu þó aldrei að skapa sér virkilega góð marktækifæri. Jón Grét- ar Jónsson fór tvívegis illa með STAÐAN ÚrsUt í 4. umferö íslandsmótsins i knatt- spyrnu, 1. deild, uröu þessi: KR—Fram 3—2 vikingur—Akranes 2—2 Þór—Breiöablik 0—1 Keflavík—Þróttur 1—0 Valur—KA 1-2 Staðan er nú þannig. Keflavík Akranes Vikingur KR Þróttur KA BreiöabUk Fram Þér Valur 4 2 2 0 4—2 8 4 2 117-47 4 1 3 0 7—6 6 4 1 3 0 5—4 6 4 12 15—35 4 12 17—75 4 12 12-25 4 112 5—64 4 1 0 3 2-8 3 4 0 2 2 1—3 2 Fimmta umferðin hefst á miðvikudag, 6. júni. Þá leika Akranes og Valur á Akranesi og Þróttur og Víkingur á LaugardalsveUi. Lcik- urinn á Akranesi hefst ki. 18 en 20 i Laugar- dal. A fimmtudag leika KA og KR á Akureyri og Breiðablik og Keflavik i Kópavogi. Báðir leikirnir kl. 20. hsim. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.