Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 6
6
DV.MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ1984.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Á meðan Norðlendingar banna ,,sunnanvörur" þá skulum við hér fyrir sunnan láta þá um sinar „norðanvörur", segir ferðalangur að sunnan.
SUNNANVÖRUR -
NORDANVÖRUR
—ÆTLA SUNNLENDINGARAÐ LÁ TA SÍS-A UÐHRINGINN KA FFÆRA SIG?
Ferðalangur að sunnan skrifar:
I þeirn ríkjura sem fremst standa
efnahagslega ríkir frjálst framtak. I
þessum ríkjum er frjálst framtak
verndað með strangri löggjöf. Þar eru
neytendur vemdaðir fyrir ofurveldi
óheftra auðhringa. I þessu efni munu
Bandaríki Norður-Ameríku fremst í
flokki.
A Islandi er aðeins eitt veldi sem
veröskuldar nafniö auðhringur.' Þetta
veldi er SIS og kaupfélagasamsteypa
þess, ásamt ótal grímuklæddum
„systurfyrirtækjum” meö meira og
minna almennum nafngiftum, þannig
að sem erfiðast sé aö átta sig á munstri
vefsins.
Margsannað er að auðsamsteypa
þessi nýtur lögverndaðra sérréttinda á
Islandi. Mætti þar nefna leiðir
hringsins að kjötkötlum f jármagnsins,
sem öðrum eru lokaöar. Nefna ber
óhraktar staöreyndir um skatta-
ívilnanir samvinnufélaga, sem öðrum
eru bannaðar. Hægt er aö spyrja: Hver
tapar og hver græðir þegar kaupfélag í
, ,næsta firði” kaupir „fyrir slikk”
eignir kaupfélagsins sem látiö var fara
á hausinn í „hinum firöinum”? Enn
fremur: Hvernig fer kaupfélag, sem
sýnt hefur reikningslegan taprekstur
árum saman, að því að kaupa
milljónafyrirtæki einkarekstrarins
sem ekki hafa reynst þola samkeppni.
sérréttindahringsins? — Undirrituðum
virðist að af öllu þessu ieggi dauninn af
umboðslauna-sýsteminu, fyrir út-
flutning verðlauss kindakjöts og inn-
flutning ónýtra kartaflna. — Grafa
mætti dýpra í hauginn, — en nóg að
sinni.
En nú kunna lesendur DV að spyrja,
— hvað kemur framanskráður texti
yfirskriftinni viö: SUNNANVORUR -
NORÐANVÖRUR? - Jú, timinn er
fljótur að líða. Þaö var nefnilega fyrir
nokkuð mörgum mánuöum sem
„smásagan að norðan” var birt á
neytendasíðu DV meö yfirskriftinni:
Barnið mátti ekki kaupa vörur að
sunnan. — Urðu þá einkar fróðleg
orðaskipti á síðum DV um þetta
málefni og átju þar hlut að máli:
„tveir gestir aö sunnan”, — einn af
„borgurum” Akureyrar, — „kona á
UpplýsingaseðiU;
til samanburðar á heimiliskostnaði!
Hvað kostar heimilishaldið? ,
Vinsamlega sendið okkur þennan starseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátltak- j
andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðalta! heimiliskostnaðar |
fjolskvldu af sömu stærð og vðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis-
tæki.
Nafn áskrifanda
Dalvík” og undirritaður. — Og spurt er
nú: Er staða þessara mála óbreytt?
Stutt upprifjun: I kjörbúð á
Akureyri var kona meö innkaupakörfu
stödd í versluninni með syni sínum,
sennilega um átta ára gömlum. Konan
ávítar drenginn snerpulega og segir
efnislega: „Hvað ertu að gera,-
drengur, þetta er aö sunnan!” — Yfir-
sjónin reyndist sú að drengurinn hafði
sett tvo pakka af Kaaber-kaffi og eitt
stykki af Ljóma-smjörlíki í körfuna.
Snarar hendur konunnar sviptu
vörunni upp úr körfunni og tóku Braga-
kaffi og Flóru-smjörlíki í staöinn.
Sagan að norðan er lengri, en nóg um
það. — En spurt er: Ríkir hliðstætt á-
stand enn?
Kona á Dalvík hafði lesiö söguna og
benti á að í hennar byggöarlagi er
kaupfélagsverslunin nánast alls-
ráðandi. Upplýsti hún að í þeirri
verslun væru „sunnanvörumar’
Ljóma-smjörlíki, Kaaber-kaffi,
þvottaefni og sápa frá Frigg eða Mjöll.
og aðrar slíkar „sunnanvörur”
bannvara. — „Norðanvörumar”
Flóru-smjörliki, Braga-kaffi og þvotta-
efnið frá Sjöfn (allt SlS-samsteypu-
vörur frá Akureyri) skyldu duga, þótt
að visu væri hægt að fá útlent kaffi, út-
lent þvottaefni og fleiri útlendar
vörur! — Og konunni á Dalvík veröur
að orði: „Eg skil ekki af hverju við
megum ekki hafa frelsi til að velja.”
Og aftur er spurt: Ríkir sama ástand
enn? — Borgari nokkur á Akureyri
leggur einnig sitt til málanna og yröi
þaö nú nokkuö langt mál aö sinni að
rifja upp hér en kynni að verða gert
síöar.
Og beini ég nú máli mínu að neyt-
endum og iönaðarfólki sunnanlands. —
SlS-veldiö lýsir því nú yfir aö snarlega
skuli bætt úr áhrifaleysi auðhringsins
á Reykjavíkursvæðinú, en þar búa
nánast fjömtíu og fimm hundraðshlut-
ar þjóöarinnar. — Þar hefur einka-
framtak sett svip sinn á viðskiptahætti
og atvinnurekstur fram að þessu, öfugt
við það sem orðið hefur á alræðis-
svæðum kaupfélaganna og SIS. — Og
SlS-mennsegja: Máleraölinni!
Og innrásin er hafin. — Innrásar-
svæðiö: Einka-hafnarsvæöi SIS, Holta-
garðar. — Orrustuvöllurinn: Mikli-
garður. — Leynivopn: Slagorðið „mik-
ið fyrir lítið”. — Núverandi staða:
Ekki fæst sjáanlega meira fyrir lítið
þar en almennt gerist í öðrum stór-
mörkuðum höfuðborgarsvæðisins!
A sama tíma stynja neytendur á al-
ræðissvæðum kaupfélaga SlS-sam-
steypunnar úti um allt land og segja:
„A meðan þeir fá mikið fyrir lítið í
Reykjavik fáum við úti á landi lítið
fyrir mikið!” — Og bætt er við:
„Hverjir eru þeir herrar í Reykjavík,
sem ákváöu að við úti á landi skyldum
borga innrásarkostnaðinn fyrir Holta-
garða-risann?” — Og neytendur í
Reykjavík svara: Ekki báðum viö um
Miklagarðs-innrásina. Og ekki óskum
við eftir framtíöarstjórnun vöruvals
SlS-furstanna, á borð við það sem
boðið er upp á á alveldissvæði KEA
„fyrir norðan”.
Og kem ég þá aftur að yfirskriftinni:
SUNNANVÖRUR - NORÐAN-
VÖRUR. I auðhringsverslununum á
Eyjafjarðarsvæðinu (þær munu vera
15 talsins eru SUNNANVORUR
BANNVARA. — Að vísu segja SIS-
menn „þetta er ekki satt” og eiga þar
líklega við aö sunnanvörur eru látnar
vera til í einni versluninni (sbr. fyrr-
nefnd saga um drenginn og móöurina).
Heimili
Sími
Fjöldi heimilisfólks_
Kostnaður í maí 1984.
Matur og hreinlætisvörur kr._
Annaö kr.---
Alls kr.
ixra
i
'i
i
-í
i
I
I
i
r
i
i
Heilbrigðiseftiriitíð um gerlafarsið:
Höfum takmarkaðan mögu-
leika á að fylgjast með
I könnun sem Neytendafélag
Reykjavíkur lét gera fyrir skömmu á
ástandi kjötfars og fisksfars kom í ljós
að þessar vörur eru ekki fyrsta flokks
vörur.a.m.k. í nokkrum tilfellum. I
greinargerð með þessari könnun segir
m.a. að nauðsynlegt sé að heilbrigðis-
yfirvöld taki þessi mál fastari tökum.
Svo virðist sem þau hafi ekki veitt sölu-
aöilum nægilegt aðhald í meðferð
þessara vara. Þá er þess einnig getið
að ástæðan fyrir slæmu ástandi kjöt-
fars eigi jafnvel rætur sínar aö rekja til
sláturhúsanna. Mörg sláturhús starfi
við ófullnægjandi aðstæður en hafi þó
fengiö að starfa á undanþágu frá heil-
brigöisyfirvöldum.
Vitum af þessu
„Viö vitum að ástand þessara
vara er ekki nægilega gott í sumum
verslunum. Fars er mjög viökvæm
vara og geymsluþol þess ekki nema 1—
2 dagar. Það er notaö allskonar kjöt í
þessar vörur og mikið krydd sem er
mjög gerlaríkt. En hvað snertir heil-
brigðiseftirlitið hefur þaö mjög
takmarkaöan möguleika á að fylgjast
með þessum matvörum. Hjá heil-
brigðiseftirlitinu starfar ákveðinn
fjöldi manna sem þárf að gegna
margs konar störfum. Þá hefur heil-
brigðiseftirlitinu verið úthlutað
ákveðnum kvóta hvað snertir fjölda
sýnistaka, sem er langt frá því að vera
nægilega stór til að hægt sé að fylgjast
með þessum matvörum sem skyldi,”
sagði Oddur Rúnar Hjartarson,
forstöðumaður Heilbrigðiseftirlitsins á
Reykjavíkursvæöinu, er við spurðum