Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstiórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstiórn: SÍÐUM5ULA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Ríkisstjómin aðvöruð Niðurstöður síðustu skoðanakönnunar DV eru aðvörun til ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórninni gekk vel í fyrstu. Ráðherrar hafa stært sig af að hafa komið verðbólguhraðanum úr 130 prósentum á ári í 10 prósent. Almenningur hefur fram að þessu þakkað ríkisstjórninni þennan árangur og þolað kjaraskerðingu möglunarlítið. En síðustu mánuði hefur ríkisstjórnin lent í vanda. Almenningur vill, að hún höggvi að rótum meinsins en láti ekki sitja við kjara- skerðingu einvörðungu. Rætt hefur verið um, að ríkis- stjórnin standi á tímamótum. Nú er þess beðið, að hún sýni dug í framhaldinu. Þess í staö kom upp síðustu mánuöi mikill ágreiningur í stjórnarliðinu. Stjórninni gekk illa í glímunni við fjár- hagsvanda ríkissjóðs. Niðurstaðan var stóraukin skulda- söfnun og peningaprentun, sem er sem olía á verðbólgu- báliö. Fólk hefur farið að efa, að þessi ríkisstjórn sé betri en aðrar. Æ fleiri vantreysta ríkisstjórninni í framhaldinu. Þetta kemur fram í skoðanakönnun DV. Ríkisstjórnin hefur tapað fylgi miðað við fyrri skoðanakönnun DV í marz byrjun. Nú eru 49,5 prósent fylgjandi stjórninni en voru 56,8 prósent í marz. Andvígir ríkisstjórninni eru nú 23,7 prósent en voru 17,2 prósent í marz. Öákveðnir eru 19,2% en voru 21,45% í marz, og 7,7% svöruðu ekki spurningunni, samanborið við 4,5% í marzkönnuninni. Stjórnarliðar geta aö sjálfsögðu bent á, að ríkisstjórnin nýtur enn mikils fylgis, eöa 67,7 prósent þeirra, sem taka afstöðu. Þetta er mun meira fylgi en stjórnarflokkarnir höfðu í kosningunum í fyrra. En æskilegra væri, að stjórnarliðar litu á fallandi gengi sitt sem aðvörun. Rétt er að minnast þróunar á fylgi ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen. Sú stjórn naut samkvæmt skoðanakönnun- um geysimikils fylgis í byrjun. Síðan dró smám saman úr fylgi þeirrar stjórnar. Fylgið óx jafnan, þegar ríkisstjórn- in stóð að efnahagsaðgerðum, sem einhverju skiptu. En þróunin var jafnan niður á við, eftir því sem á kjörtíma- bilið leið. Núverandi ríkisstjórn ætti að líta á þetta og sjá, að stjórnin verður að rífa sig upp úr sleninu og standa sig, eigi fylgið ekki áfram að reytast af henni. Sumir stjórnarliðar hafa áttað sig og krafizt nýs stjórnarsáttmála nú í sumar. Skoðanakönnun DV um fylgi flokkanna sýnir ekki miklar breytingar. Stjórnarflokkarnir tapa samanlagt minnu en ríkisstjórnin. Einhverjir sjálfstæðis- og fram- sóknarmenn eru vafalaust nú orðnir andvígir ríkis- stjórninni, þótt þeir fylgi flokkunum áfram. Skoöanakönnunin sýnir lítilsháttar fylgistap Sjálf- stæðisflokksins. Sá flokkur hefur haft mikið fylgi sam- kvæmt skoðanakönnunum að undanförnu. Fylgi Sjálf- stæðisflokksins er enn, samkvæmt síðustu skoðanakönn- un, miklu meira en flokkurinn fékk í kosningunum í apríl í fyrra. En einnig sjálfstæðismenn ættu að gæta að sér til að hindra, að fylgistapið milli kannana haldi áfram. Morgunblaðið birti einnig um helgina niðurstöður skoðanakönnunar, sem Hagvangur gerði í apríibyrjun. Hér er greinilega um að ræða enn eina af vitlausum skoðanakönnunum Hagvangs. Samkvæmt þeirri könnun ætti Alþýðubandalagið til dæmis að hafa tapað nærri helmingi fylgis síns frá kosningunum. Hverjum kemur í hug, aðsú sé raunin? Haukur Helgason. VÉLSAGARMORD í NAFNIFRJÁLSHYGGJU Eg hefi unniö dálítið viö ýmiss konar fjölmiðla og einnig veriö kennari á ólíkum skólastigum. Viö þá vinnu hef ég kynnst sérkennilegri og varasamri afstööu sem kalla mætti frjálslyndi eöa frjálshyggju, þótt ekki sé hún alveg eins og frum- skógarlögmál þeirra Hannesar Hólmsteins, Olafs Björnssonar og nýbylgjumanna Sjálfstæðis- flokksins, er nefnist lika frjáls- hyggja. I stuttu máli mætti lýsa þessari menningarfrjálshyggju svona: Leyfum sölu og neyslu á öllu því efni sem fólk vill nota; leyfum fólki fyrst og f remst aö læra þaö sem þaö vill. Dæmi um fjölmiðlun Daglega fara 2 síður af dagblaöi undir fréttir um aö Pam sé komin í megrun og annaö skylt efni. Ungling- ur getur farið út í videoleigu og feng- iö sér (og horft á) kvikmynd um kon- ur sagaðar meö vélsög, innylfi rifin úr indíánum af upplognum mannætum, konu nauögaö hangandi í kjötkrók- um og um börn sem skera fólk á háls með rakvélarblöðum. Þú getur hlustað á rás 2 þar sem lítt aögreinanlegur straumur af (mis- góöum) popp-lögum rennur viöstööulaust í gegn meö innihalds- litlum kynningum. Ekkert ertir hug- ann nema stöku lag. Þú getur lesið langlokur í Morgunblaöinu um óæöri kynþætti (eftir Jón Þ. Arnason). Allt þetta færöu í nafni frjálshyggju og þá harla lítið af mótefni meö. Auðvitaö eru dæmin af ólikum toga. Hinn sameinandi þáttur er einungis sú afstaöa að gera þér kleift að neyta alls þessa. Dæmi um skóla Þegar menn uppgötvuöu aö skóla- hald var of njörvaö í einstefnu- skoröur og allt of staglkennt, komu fram margar umbótatillögur. Sumar þeirra snúast um þaö aö skólinn skuli fyrst og fremst sinna áhugamálum nemenda og vekja ef til vill áhuga á einhverju nýju. Strangt aðhald, mikil þekkingarsöfnun (staðreynda- nám) og fjölbreytt skyldunám eru hálfgerð bannorö. Erfitt er að meta áhrif þessara viöhorfa hér- lendis. Þau eru ernhver, en líklega ekki mikil enn. Eg þekki dæmi þess aö menn vilji draga mjög úr eðlis- fræðikennslu, alls konar staöreynda- fræöslu um eöli veraldarinnar, vegna þess að áhuga ungs fólks vant- ar og eðlisfræöi er leiöinleg. Við getum sem sé orðiö fáfróð í skólan- um um mörg gangverkin í um- hverfinu í nafni frjálshyggju. Byrjaö er á vítahring. Hver er tilgangurinn? Flestum frjálshyggjumönnum á þessu sviöi gengur vafalaust gott eitt til. Þama mætast margir sem telja sig vinstri menn, hafandi mjög draumkennda afstöðu um algjört frelsi, og harösnúnir hægri menn sem telja aö til þurfi aö vera vörur handa öllum, af öllu tagi. Vanti ein- hvem karlmann bólfélaga á hann að geta keypt hann, langi þig aö sjá blóð úr myrtum manni, þá faröu út í sjoppu, o.s.frv. Og hver er svo til- gangurinn meö því aö boöa svona frelsi og bjóða svona vöm? Er verið aö stuöla aö aukinni vellíðan fólks; er verið aö græöa fé fyrst og fremst; er verið aö þroska einstaklinginn og hjálpa honum til aö þroska sig sjálfur? Er veriö aö ná trausti skóla- bama meö því aö treysta dómgreind þeirra sjálfra í vali á námsefni eöa er tilgangurinn sá aö fá fólk til aö halda aö þeim mun minna sem það skilji og viti um lífið eöa stærðfræöi, þeim mun sælla veröi þaö í tækni- þjóðfélaginu? Vill ekki talsmaöur opins skóla eöa videoleigunnar á hominu svara? Eöa kannski sá sem naut vélsagarmoröanna síöastur? Að láta andstæður takast á Auövitaö þurfum við afþreyingu og auövitað viljum við ekki boö og bönn í menningarlífinu. Mörkin milli undirokunar í þeim efnum og nauð- synlegrar gagnrýni eöa skoöanabar- áttu eru óglögg. I lýðræöissamféiagi á ekki sífellt aö hafa vit fyrir fólki. Þaö á að stuöla aö því aö fólk sé fjöl- frótt (annars virkar ekki lýöræði) á- byrgt eigin gerða, og aö fólk sé vakið huglægt meö ólíku efni til umhugsunar. Rás 2 á t.d. að leggja metnaö sinn í fjölbreytt tónlistar- og talmálsefni sem myndar and- stæöur. Oskir fóiks em ekki afrit af stöðugum skoöanakönnunum eöa ævarandi áhugi á megrunarkúrum Pam eða kossum Karls og Díönu. ARI TRAUSTI GUÐMUIMDSSON KEIMNARI. Ahugi fólks mótast meö samspili hugaþess og umhverfisins. Ahugafólk um menningu og lítt forhertir frjálshyggjumenn ættu aö íhuga hvemig þeir geta ýtt undir fjölbreyttara f jölmiöla- og skólastarf og hvemig ýta megi á fólk, erta þaö og mana sífellt til aö taka við meiri þekkingu. Munum aö menn veröa að vita marga hluti og að sumt efni af- siðar. Gegn því þarf aö berjast. Og þar geta bönn komið til. Efni um t.d. kynferöislegt ofbeldi gegn konum eða sem hvetur til mismununar kyn- þátta á ekki aö leyfa. Þaö getur aldrei gert neinum gott, þaö gerir okkur minna næm fyrir fólsku- verkum og elur á andstyggilegum tvískinnungi, sem lýsir sér t.d. í því aö okkur verður sama um til- hæfulaust ofbeldi á blökkumanni eða nauögun konu í fjarlægu landi á mynd, en yrðum æf, ef blökku- maöurinn væri faöir okkar og konan í virðingarembætti hér í höfuðborginni. I raun er frjálshyggja ekki rétt- nefni á afstööu í menningarmálum fyrr en í henni felst viðurkenning á aö samfélagið á kröfur á hendur skólum og öllu vinnuliöi þar og á því aö vélsagarmorö eru hvorki menn- ingar- né afþeyingarefni, sama hve margir vilja horfa á þau. Ari Trausti Guðmundsson. „Óskir fóíks eru ekki afrit af stöðugum skoðanakönnunum eða ævarandi áhugi á megrunarkúrum Pam eða kossum Karls og Diönu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.