Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 14
D\hMtfÓAtfM¥: mfíMn 14 Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Skagabraut 21, Garði, þingl. eign Ragnars Þorkelssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Vilhjáims H. Vilhjáimssonar hdl., Sigurðar Sveinssonar hdl., Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands föstudaginn 8. júní 1984 kl. 11.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á lóð úr landi Meiðastaða í Gerðahreppi, þingl. eign Fiskvinnslunar Suðurnes hf., fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Sigríðar Thorlacius hdl., Gerðahrepps og Guðmundar Markússonar hdl. föstudaginn 8. júní 1984 kl. 11.15. Sýslumaðurinn í GuIIbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á bv. Ingólfi GK—42, þingl. eign ísstöövarinnar hf. í Garði, fer fram við skipið sjálft í Njarð- víkurhöfn að kröfu innheimtumanns rikissjóðs föstudaginn 8. júní 1984 kl. 10.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Kirkjugerði 11, Vogum, þingl. eign Lárusar Kr. Lárussonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Útvegsbanka íslands og Veðdeildar Lands- banka íslands fimmtudaginn 7. júní 1984 kl. 14.15. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteignlnni Heið- argerði 17, Vogum, þingl. eign Ingvars Baldvinssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Brynjólfs Kjartanssonar hrl. og Veödeildar Landsb. isl. fimmtudaginn 7. júní 1984 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Gullbringusýsiu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Suðurgötu 14, efri hæð, Sandgerði, þingl. eign Magnúsar S. Sörenssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Tryggingastofnunar ríkisins, Veðdeildar Landsbanka islands og innheimtumanns rikissjóðs miðvikudaginn 6. júní 1984 kl. 16.45. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið í Lögbirtingablaðinu a mb. Mumma GK—120, þingl. eign Rafns hf., Sandgerði, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Póstgiróstofunnar og Landsbanka íslands miðvikudaginn 6. júní 1984 kl. 16.30. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Menning Menning Menning ENNLIFIR ESÓP — um sýningu MagnúsarTómassonar Nú er Bleik brugðið, sagði sýning- argestur nokkur stundarhátt á sýn- ingu Magnúsar Tómassonar um dag- inn, er ég var staddur þar. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að hann hafði búist við að hitta fyrir kassa- smiöinn og flugubanann Magnús Tómasson, höfund „Mus glacialis”, sem dýraverndunarmenn sáu eitt sinn ástæðu til að hneykslast út af. Svo við höldum okkur við dýraríkið, þá taldi viðmælandi minn sig hafa komið í geitarhús að leita ullar, því Magnús væri nú orðinn kúnstmaler af gamla skólanum. Mér segir svo hugur að þessi sýn- ingargestur hafi ekki verið einn um slíkar og þvílíkar væntingar. En ekki þarf að grandskoða feril Magnúsar til að sjá að engar kúvendingar hafa átt sér staö í honum. Bestíaríum Nær væri að segja að listamaður- inn, sem komungur hóf listsköpun undir merkjum Einars Baldvinsson- ar og annarra þorpsmálara, sé nú búinn að bíta í skottiö á sér. Þannig fer sköpunin í hring, eins og T.S. Eliot sagði öörum orðum. Gegnum sætt og súrt, kassaverk, málmréléf, dósamyndir og undir- furöulega fjölva, hélt Magnús tryggð við litina, hvort sem hann beitti þeim til aö skopast að viðteknu litrófi landslagsmálaranna, eða vegna eðlis þeirra sjálfra. Dýraríkið (eða skepnuskapur) Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson hefur sömuleiðis verið listamannin- um hugleikiö, allt frá því hann las Litlu gulu hænuna. Smátt og smátt hefur hann komið sér upp eigin „bestíaríum”, svona eins og sumir listamenn miöalda, sem í eru m.a. hænur, mýs, flugur, fiðrildi, sebra- hestar, tígrisdýr og nashyrningar. I augum miðaldalistamanna höfðu hin ýmsu dýr á jarðríki beina og auð- skiljanlega táknræna skírskotun, hundur var „Fides” eða „tryggðin” uppmáluð, kötturinn „lævísin” lipur, o.s.frv. Hamskipti Irónisti eins og Magnús kemur listrænum sjónarmiöum sinum á framfæri gegnum milliliöi. Dýrin voru þeir milliliöir sem hann þurfti, og þau urðu honum tákn og stað- genglar mannlegra kennda og hvata. Á hinn bóginn gat merking þeirra verið á reiki, tvíræð, eða breytileg eftir aðstæðum og skálda- leyfi. Blessuö hænan þykir t.d. ekki merkilegt kykvendi, en við ákveðn- ar kringumstæöur getur hún tekið á sig rögg, sjá þá Litlu gulu foröum. Tígrisdýrið getur verið hvort tveggja, ógnvekjandi og álappalegt, nashymingurinn er bæði brútal og bamalegur. Nashyrningur and- spænis grisku musteri er tákngerv- ingur fasismans, nashymingur á legubekk (nr.9) er hlægilegur. Magnús hefur iðulega beitt ham- skiptareglunni til aö ítreka tvíeðli mannskepnunnar, sömuleiðis goð- sögnum sem gera ráð fyrir um- myndunum af einhverju tagi (Mídas). Hreint og klárt Málverkið hefur gert honum kleift að fantasera enn frekar á þeim vettvangi, gera úlfalda úr mýflugu, eða annað í þá veru. „Rhinopegas- us”, „Zebrapotamus” og „Tigro- potamus” hans er yndislegar við- bætur við dýraríkið, sakleysislega útlitandi en varasamar skepnur CHRISTA LUDWIG Og enn er ekki allt upp taliö, því aö Christa Ludwig er frábær oratorium söngkona eins og hún hefur marg- sannaö, meðal annars á tónlistarhá- tíðinni í Salzburg, hvað eftir annaö. Þó að Christa Ludwig fæddist í Berlín í Þýskalandi, var faðir hennar, Anton Ludwig, Austurríkis- maður og tenórsöngvari, sem söng meðal annars um hríð við Volksoper í Vínarborg. Móðir Christu Ludwig, Eugenie Ludwig-Besalla, var einnig söngkona og frábær söngkennari. Það má því segja, að Christa Ludwig hafi fæðst inn i heim söngsins, sem hefur verið raunheimkynni hennar ávallt síðan, hvar svo sem hún hefur verið niöur komin landfræðilega. Traust undirstaða Frá blautu barnsbeini vandist Christa Ludwig við að vera tíður gestur í óperunni og áheyrandi, þegar foreldrar hennar voru aö segja söngnemendum sínum til. Það fór ekkert á milli mála, að Christa Lud- wig mundi einnig stefna út á söng- brautina og móðir hennar sá svo um, að hún lærði á píanó, celló og flautu og fengi góða tilsögn í teoriskum fögum. Christa Ludwig byggði því á traustri undirstöðu og stundaði söngnám hjá móður sinni, sem var nánast einasti söngkennari hennar. Heimssöngvarar eru ekki á hverju strái og hafa reyndar aldrei verið, en ein af skærustu stjömunum í þeim hópi er Christa Ludwig, sem nú mun koma fram á Islandi í fyrsta sinn í tilefni af listahátíö, enda þótt hún eigi sér langan söngferil aö baki. Flestir heimssöngvarar hafa komizt til svo mikils frama vegna þess að þeir hafa fengizt við þröngt sérsvið og verið gæddir sérhæfi- leikum, sem þeir hafa pússaö og fág- að þar til lengra varð ekki komizt. En Christa Ludwig er áberandi und- antekning frá þessari almennu reglu, þvi aö aðalsmerki hennar er fjölhæfnin. Það er að vísu almennt viðurkennt, að rödd Christu Ludwig sé mezzo- sópran, en það er fágætt, að það liggi jafnvel fyrir sömu röddinni að syngja dramatísk hlutverk í óperum Verdis annars vegar og Wagners hins vegar, svo ólíkar kröfur sem þessi tónskáld gera til mannsradd- arinnar og fáheyrt að sama röddin fáist einnig við að syngja hlutverk I óperum Mozarts, Rossini, Bellini og Donzietti. Og enn fágætara, aö sama röddin skari einnig fram úr í frönskum óperum, sem eru enn annar heimur og gjörólíkur hinum. Og það er nánast furðulegt, að Christa Ludwig hefur einnig tekizt á við hrein sópranhlutverk eins og t.d. í óperunni Fidelio eftir Beethoven, Rósariddaranum eftir Richard Strauss og Don Giovanni eftir Moz- art, en þaö má heita algjörlega einstætt fyrir mezzo-sópran söng- konu, sem átti í verulegum erfið- leikum með efra tónsviðið, þegar hún var að hefja söngferil sinn. Ekki allt upp talið En þar með er engan veginn allt upp talið. Christa Ludwig hefur einnig og ekki síður getið sér orðstir sem frábær ljóöasöngkona. En einnig á því sviði verður hið sama uppi á teningnum. Hún hefur ekki látið sér nægja hin hefðbundnu verkefni fyrir mezzo-sópran, heldur hefur hún einnig ráöizt í verkefni, sem þykja almennt ekki á meðfæri kvenna, eins og t.d. Vetrarferð Schu- berts eða sérsvið söngkvenna með leikandi léttar og háar sópranraddir, eins og t.d. ítalska ljóðabók Hugo Wolfs. Og þótt öldin sé nú sú, að margir söngvarar freistist til aö ráðast á verkefni, sem henta illa þeirri rödd, sem þeir hafa fengiö í vöggugjöf, á þetta engan veginn við um Christu Ludwig. Hún hefur valdið öllum þeim verkefnum, sem hún hefur tekizt á hendur og valdið þeim vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.