Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 18
Ð^MflÍÍDAÖÖ&VíHjíAiMÍ‘ 18 RANGE ROVER Stuðaragrindur (puss bar), vönduð vinna, gott verð. Uppl. í síma 74013 alla daga. KRAFTBLAKKIR PSk. ÚTGERÐARMENN Höfum á lagar 400 kg kraftblakkir mað eina eða tveggja spora hjóli. Gott verö og göðir greiðsluskil- málar. Atlas hf ARMULA 7 - SIMI 267b5 LÆRIÐ ENSKU Á SUÐ ■ URSTRÖND ENGLANDS.J Sendið þennan miða til: | LUXOR SCH00L l 0F ENGLISH j SOUTH STREET LANCING | WEST SUSSEX ENGLAND, | BN15 | Nafn:_________________ ^ ______________________ I I Heimili: | ----------------------- | I ofnhitastillir einhver besta lausn orkusparnaðar. Þeir margborga sig. Danfoss ofnhitastillir er svarið við hækkun á verði heita vatnsins. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, REYKJAVÍK. Menning Menning Menning Menning Listaháfíð i Reykjavfk. Tónleikar Martial Solal píanóleikara í Norræna húsinu 2. júní. Fyrstu tónleikar á listahátíð gáfu til kynna ákveðna stefnubreytingu sem orðið hefur hjá stjórn fyrirtækisins. Ekki þarf lengi að lesa til að sjá að á dagskrá er jassinn rúmfrekari en áður. Jassgeggjarar hrópa gaman gaman en jassféndur hrista höfuðið sumir drjúpa höfði og hafa yfir gömlu þul- una um hinn illa endi og andskotans miklu magt. Vitaskuld hefur jass jafn- an verið á dagskrá listahátíðar frá upphafi. Meira að segja í bland með klassískri músík eins og þegar Bengt Hallberg og Kjeld Bækkelund léku Að slá nýjan tón saman á fyrstu listahátíð, einmitt í Norræna húsinu. Jafnvel ein drepandi vinstri handar æfing Til að slá hinn nýja tón lista- hátíðarfeðranna valdist einn fremsti píanisti heimsins, Martial Solal. Tæpast er hægt að velja heppilegri mann til að sópa burtu fordómaslepj- unni sem hjá allt of mörgum músík- áhugamanninum vill ríkja í garð jass- ins. Upp á hann er ekki hægt að heim- færa nein þau skammaryrði sem jass- féndur beita í hundalógík sinni. Martial Solal er óumdeilanlegur snill- ingur sem hefur stórkostlegt vald yfir hljóðfærinu og flétturnar í spuna hans eru flóknar og margslungnar. Oft má áheyrandinn hafa sig allan við að fylgja eftir flóknu tilbrigðamunstr- inu sem snillingurinn leysir þó jafnan upp í einfaldar, skýrar myndir að lokum. Hann leikur sér að því að spinna upp ellingtóníska úrvals- drápu og jafnvel ein drepandi vinstri handar æfing upp úr skólabókinni getur orðið honum efni í myndríkan stefjabálk. Til að hafa ekki allt full- komið Tónleikar Solals voru hreint út sagt æðisgengnir. Jassgeggjarar fengu marga uppáhaldsrétti sína framreidda í ólgandi tónaflóði. Listahátíð hófst með sannkölluðum heimsklassatón- leikum og svona rétt til að hafa nú ekki allt saman fullkomið og yfirmáta yndislegt var þess gætt að hafa hljóð- færið í ástandi sem var Iangt frá því að teljast nokkrum músíkanti boðlegt, hvað þá einhverjum mesta úrvals píanóleikara heimsins. Bach og Bachiönur á celló Lístahátfð í Reykjavflc. Tónleikar nfu cellóleikara í Búataflakirkju 3. júní. Stjórnandi: Gunnar Kvaran. Einaöngvari: Elfaabet Erlingsdóttir. Efniaskrá: Johann Sebaatian Bach: Svfta nr. 3 f C-dúr fyrir einleikacelló; Hoitor Villa-Loboa: Bachianas Brasilieraa nr. 5 fyrir átta celló og sópran; Bachianas Brasilieras nr. 1 fyrir átta celló. Það má eiginlega segja að tón- leikar Listahátíðar með níu celló- leikurum og sópransöngkonu í Bústaðakirkju hafi verið eins konar bekkjarkvöld hjá Gunnari Kvaran. Það skal tekið fram að með því er ekki átt við að tónleikamir hafi þess vegna verið rýrir aö gæðum — þvert á móti. En cellistamir ungu sem léku á þessum tónleikum em enn, eða em nýútskrifaðir nemendur Gunnars, og að því leyti stenst fullyrðingin hér að ofan. Svipur og yfirbragð tónleik- anna minnti samt ekki í neinu á bekkjarkvöld eða varð yfirleitt bendlað við lærlingslegt handbragð. Þar lék hópur ungra cellista, sem skilaði árangri eins og krafist verður af menntuðum tónlistarmönnum. Tónleikamir hófust með einleik Gunnars. Svítur meistara Bachs fyrir celló einsamalt eru honum hugleiknar og sama er hverja þeirra hann leikur — allt gerir hann jafn vel. Gunnar málaði þriðju svítuna að þessu sinni heldur skarpari dráttum, en hann til dæmis gerir á plötu sinni i fyrstu og annarri. Hann lagði meiri kraft í fjörmeiri kaflana eins og Courante, Bourré og Gigue og hnykkti jafnvel stundum full fast á með stappi en gerði svo jafn mikið úr ofurmýkt og fínlegum vegnaði Sara- bande kaflans til mótvægis. Við fengum þannig litríkari og skapheit- ari útgáfu en viö höfum átt aö venjast frá Gunnari í seinni tið. Gunnar Kvaran. JAMMAÐIJAZZ Listahátíð í Reykjavik. Jazzkvöld í Broadway 3. júní. Þátttakendur: Quintetten, Bob Kerrs Whoopee Band, Martial Solal og fleiri. Eftir glæsilega jassopnun Lista- hátíöar, með tónleikum Martials- Solal í Norræna húsinu, þótti manni aldeilis bera vel í veiði aö fá aðra jassveislu strax næsta kvöld. Þegar inn á Broadway var kamið höfðu Bog Kerr og kumpánar hans í Whoopee bandinu takið sér stöðu. Þessir sprellikarlar úr ríki Bretadrottn- ingar spiluðu lítinn jass. Já reyndar ósköp lítinn jass — og þó var búiö að segja okkur fyrirfram að þetta væri dixielandhljómsveit sem fremdi músíkparódíur í bland. Þeir frömdu töluvert meiri músíkparódíur en jass á sviðinu á Broadway og þó eiga þeir í fórum sínum miklu betri paró- díunúmer en þeir buöu upp á í þetta sinn. Að mínu mati er alrangt, eftir því sem ég hef heyrt I þeim hér á Listahátíð, að kalla þá jassista, en með paródíum sínum kunna þeir vel að skemmta fólki. Sænski kvennajassflokkurinn Quintettan tók síðan næstur við jamminu. Það er að vísu ranglega með fariö að orða jamm upp á jass- vísu í sambandi við stúlkumar fimm. Þær spila að sönnu allþokka- lega, en alveg óskaplega lært, svo að sálin í jazzinum — jammið — er vendi- lega geymt undir harðri skel. Eigin ópusar þeirra eru að mörgu leyti lag- leg jassmúsík i sjálfu sér, en þó er eins og þær hafi gengið fullmikið í smiöju til Merit Hemingson. Spilverk þeirra er vel smurt og hljómar ágæt- lega og þær hafa að minnsta kosti einn úrvalsjassleikara að upplagi í áhöfninni - þessa á flautunni með frekjulega tóninn, Marie Larsdotter. En þær mættu gjarnan gefa sér svo- lítið lausan tauminn og spila ekki svona lært. Þá kom Martial Solal og hrærði ærlega upp í samkomunni. Um ein- Svolítils taugafiðrings gætti hjá cellistaliðinu í fyrri Bachiönunni, það snart einnig Elísabetu Erlings- dóttur, sem söng þó mjög vel. Vokalísuna í byrjun afar mjúkt og hreint og portúgalska tungubrjótinn í seinni partinum eins og ekkert væri fyrir honum að hafa. Gítareftirhermunni sem svo mjög gætir í Bachiönu númer fimm fer lítið fyrir í þeirri númer eitt. En þar er þaö samban í sinni einföldustu og klárustu mynd sem kemur upp á yfirborðið. Það kynni að fara fyrir brjóstið á einhverjum að heyra sömbu og Bach nefnd i sömu andrá, en eins og Villa-Lobos skáldar þetta í sinni bamslegu einlægni og aðdáun á meistaranum og eins og cellista- hópurinn lék á þessum tónleikum held ég að aðeins fólk með stein- hjörtu f ái ekki hrif ist. EM Tónlist Eyjólfur Melsted leikstónleika hans hefur þegar verið fjallaö og þar við er svo sem engu aö bæta. Maðurinn er fádæma snill- ingur og eitt hrósyrði til eöa frá skiptir nákvæmlega engu máli. Ég held aö hann hafi spilaö álika lengi og hinir, en hans mínútur líða hraðar en annarra. Eftir þetta ríkti andrúmsloft ferskleikans. Gammarnir, eða réttar sagt meirihluti þeirra, stigu á stokk og fluttu mönnum nokkra ópusa. Þar stóð ég upp og hélt heim til að vera nokkurn veginn öruggur um aö koma greininni af fyrir prentun — ánægður yfir að hafa fengið yfir mig ferskan hvínandi og vel spilaðan jass, þótt bíða þyrfti eftir honum. EM Borgarleikhúsið i Stokkhólmi: Niir man har kansior eftir Mariu Jotuni. Leikstjóri: Kristin Oisoni. Leikmynd: Pekka Ojamaa. I.ýsing: Per Zedeli. Leikendur: Birgitta Uifsson og Stina Ekblad. Góðir gestir streyma nú inn í höfuð- staðinn í flokkum, bæði ferðamenn og svo listafólkið sem heldur uppi reisn Ldstahátíðar sem hafin er í staðr.um og setur svip á lífshættina næstu vikurnar. Á laugardagskvöld var fyrri sýning borgarleikhússins í Stokkhólmi á átta þáttum úr smá- sagnasöfnum finnsku skáldkonunnar Maríu Jotuni. önnur sýning var í gær- kvöld — þær verða ekki fleiri — gæsin er flogin þegar þetta birtist. Það var sorglega fámennt á sýning- unni á laugardagskvöld sem er synd og skömm og hneisa, því sýning Olsoni á þessum þáttum með söngvum í bland er dásamleg kvöldstund, makalaus skemmtun og listviðburður sem seint gleymist. Tvöfaldur skaði Og mikil sárabót var það að sjá þessa snillinga, Stínu Ekblad og Bir- gittu Ulfsson, fara á kostum í hverri HVALREKI rullurmi af annarri, leika sér sviflétt í öllum greinum listar sinnar, tjá þungbærar sorgir, nöturleg örlög, brall og brennandi ást. Þær voru hreint ótrúlegar í færleik, kærkomin sárabót fyrir Comedie Francaise. En sárt er til þess að vita að stór hópur, ef til vill hátt í þúsund áhorf- endur skuli fara þess á mis að sjá þessa snjöllu og gáfuðu listakonur og þeirra einstöku sýningu. Við hvern er hægt að sakast? Jú, framkvæmdastjórn þessarar hátíðar sem við virðumst vera að glutra niður þetta sumarið. Engin forkynning hefur verið um þennan lið né aðra sem máli skipta, engin hljóðvarpskynning, engin sýning á brotum úr verkinu í sjónvarpi, hvað þá frásagnir af þeim merka höfundi sem þarna var kynntur. Sem er jú kona — hvar voru allar þær konur sem gapandi eru um misvirðingu við kynsystur sínar sem skáldskapinn stunda á laugardags- kvöld? Hvar var sænska mafían fyrir- ferðarmikla? Hvar voru íslenskir leik- arar? Þeir þola máski ilia samanburð við lifandi og þróttmikla leiklist og vilja ekkert af henni sjá? Hvar var Norræna félagið? Sænska náms- mannaklikan? Það er hneyksli að dag- skráriiðir á hátíðinni sem þessi skuli fara fram hjá fólki. Leiklist PállBaldvin Baldvinsson Gamalt og gott En hvað var það við þessa þætti sem gerði þá svo drjúga fyrir leikkonurn- ar? Þættir Jotuni eru í samtals eða eintalsformi og draga undir gáróttu yfirborði daglegrar umræðu um hversdagslega hluti langa sögu og skarpa persónulýsingu. Þættirnir voru oftast fyndnir, sumir gráthlægi- legir, enda örlög þeirra kvenna sem þarna voru rakin dæmigerð fyrir aldarfar sem er liðið, þó leifar þess hafi gert margar konur höfuðsetnar. Nauðungargifting, barn látið í fóstur, óskilgetið skemmtibarn, brall til að ná sér í kall og kvonbænir, að ógleymd- um ástarsorgum sárum. En mestu skiptir þó leikur þeirra Stínu og Birgittu. Leikmynd Pekka Ojamaa var vel til fundin: Þrír bjarkarstofnar og í bak hillusamstæða með misstórum hólf- um og í hverju tákn og áminning um efni eins þáttar sem lýstust upp þá hann hófst. Blönduð tækni heitir þetta á myndlistarmáli, trúi ég, en hér þjónaði leikmyndin ekki einungis framvindu leiksins sem umgerð heldur líka sem leikmunageymsla. Hvenær ætli þeir hafi vit til að fá Pekka í vinnu hjá Þjóðleikhúsinu. Þennan mann verðum við að gera að fastagesti í okkar fátæka leikhúslandi. Velkomnar aftur Stína og Birgitta koma vonandi aftur hingað, saman eða hvor í sínu lagi. Veikomnar eru þær báðar, þessar snjöllu konur, og vonandi verður þeim þá ekki í kot vísað né iágt látið með komu þeirra. Slíkur hvaireki er sjald- gæfur á okkar ströndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.