Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 8
8 DV.MANUDAGUR 4. JUNI1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Pastora segir ásakanir Sovétmanna hlægilegar Eden Pastora, skæruliðaforinginn kunni frá Nicaragua, sagði um helg- ina að sprengja sú sem særði hann á fréttamannafundi hans í síðustu viku gæti átt rætur sínar að rekja til hægri- eða vinstrisinnaðra öfga- manna. Pastora, sem nú liggur á sjúkra- húsi í Venezuela, sagði að ásakanir Sovétmanna um að það væri banda- ríska leyniþjónustan CIA sem stæði á bak við sprenginguna væru hlægi- legar. Sprengingin, sem varð á frétta- mannafundi Pastora, sem haldinn var innan landamæra Nicaragua síð- astliðinn miðvikudag, varð fimm mönnum að bana og særði 28. Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, hefur neitað því að CIA hafi staðið á bak við sprenginguna. Sovétmenn sögðu að CIA hefði komið sprengjunni fyrir vegna þess að Pastora hefði neitað að hlýðnast skipunum Bandaríkjamanna. Pastora hefur barist gegn sandin- istastjórninni í Nicaragua og hafa skæruliðar hans sótt inn yfir landa- mæri Nicaragua frá Costa Rica. Yfirvöld í Eþíópíu hafa lýst yfir því að Eþíópía muni ekki taka þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles. Eþíópía, sem lýtur marx- ískri stjórn, er fyrsta Afríkuríkið sem tekið hefur slíka ákvörðun og fylgir þannig fordæmi Sovét- manna. Er þetta bagalegt fyrir keppnina því að margir af bestu langhlaupurum heims eru frá Eþí- ópíu. Engar skýringar voru gefnar á þessari ákvörðun. Skæruliðar er njóta stuðnings Bandaríkjanna hafa hins vegar haft búðir sínar í Hondúras. Pastora hef- Öll austantjaldsríkin, að Rúm- eníu og Júgóslavíu undanskildum, hafa lýst því yfir að þau muni ekki sækja ólympíuleikana. Auk þess hafa Kúba, Víetnam, Afganistan, Suður-Yemen og Mongólía lýst því sama yfir. Sovétmenn studdu ákvörðun sína þeim rökum að öryggi íþrótta- fólks þeirra væri ekki nægilega tryggt en Bandaríkjamenn segja ur skýrt frá því að hann hafi verið undir þrýstingi um að ganga í lið með skæruliðunum í Hondúras. hins vegar að þeir séu að hefna sín vegna þess að Bandaríkjamenn tóku ekki þátt í ólympíuleikunum í Moskvu árið 1980. Þá skýrði ríkisstjórn Bólivíu frá því í gær að hún myndi ekki senda lið á ólympíuleikana í ár vegna bágborins efnahagsástands. Ólympíunefnd Bólivíu hafði fyrir- hugað að senda 22 frjálsíþrótta- menn á ólympíuleikana. Eþíópía og Bolivía ekki með á ólympíuleikunum ÞJORSARDAL 8. til 10. júní 3 DANSLEIKIR Hljómsveitirnar Mánar, Pardus og Lótus leika fyrir dansi föstudag, laugardag ogsunnudag kl. 21.00 til 03.00. Laugardagur: Kl. 14.00 Break danskeppni, Diskótek o. fl. Sunnudagur: Kl. 14.00 Hátíðardagskrá,Break danssýning, hátíðarræða: Árni Johnsen alþm., helgistund, hljómleikar o. fl. Diskótek alla helgina. Sætaferðir frá BSÍ, Rvík: Sætaferðir frá Selfossi: Föstudag kl. 16, 18.30 og 20.30. Föstudag kl. 17, 19.30 og 21.30. Laugardag kl. 10.30, 14 og 21.00. Laugardag kl. 11.30, 15 og 22.00. Sunnudag kl. 21.00. Sunnudag kl. 22.00. lesse Jackson ætlarað hitta Castro Jesse Jackson, frambjóðandi I forkosningum demókrata til forseta- kjörs í Bandaríkjunum, kveðst munu hitta Fidel Castro, forseta Kúbu, innan tíðar. Lýsti Jackson þessu yfir á blaðamannafundi sem hann boðaði til í gær. Jackson kvaðst ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær hann færi til Kúbu en það yrði sennilega í lok þessa mánaðar. Hann sagði að Castro hefði átt frum- kvæðið að fundinum og boðið sér til Kúbu. Jackson sagði að hann mundi ræða við Castro um slæm samskipti Bandaríkjanna og Kúbu, ástandið í Mið-Ameríku og málefni pólitískra fanga á Kúbu. Með Jackson á blaðamannafund- inum var Ramon Sanchez Parodi sem starfsmaður stofnunar sem sér um að kynna málefni Kúbu í Banda- ríkjunum. Nimeiri, forseti Súdan, hótar Jaafar Nimeiri, forseti Súdans, hefur sakað útlend sendiráð og stofnanir um að smygla áfengi inn í Súdan. Segist hann munu grípa til alvarlegra aðgerða ef framhald verði á slíku. Það var Suna, hin opinbera súdanska fréttastofa, sem skýrði frá þessu um helgina. Fréttastofan hafði það eftir Nim- eiri að ónefndar þjóðir væru „að gera okkur óleik með því að senda áfengi til ýmissa sendiráða í Súdan.“ Suna skýrði einnig frá því að sendiráð ítalfu, sendimaður Vatík- ansins og fleiri erlend sendiráð hefðu mótmælt því að rómversk-kaþólskur prestur var húðstrýktur í síðustu viku fyrir að hafa brotið gegn fslömskum lögum með því að hafa áfengi í fórum sínum. Presturinn, séra Manara Joseph, fékk þrjátíu vandarhögg, auk þess sem hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi og 600 doliara seíct fyrir að hafa undir höndum eina flösku af viskíi, sextán flöskur af léttu víni og einn kassa af bjór. Reagan viður- kenndi mistöká írlandi Reagan Bandaríkjaforseti viður- kenndi á laugardaginn að stjóm hans hefðu orðið á mistök í utanríkispóli- tík sinni en í heild sinni hefði stefnan verið til fyrirmyndar. Reagan varði stefnu stjómar sinn- ar þar sem hann var staddur í Galway. Samtímis fóm um 1500 manns þar í mótmælagöngu gegn heimsókn Reagans og í þeim hópi vom margir rómversk-kaþólskir prestar og nunnur. Hann lýsti því yfir að Bandaríkja- menn gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að komast hjá kjarnorku- styrjöld. „Stundum hafa okkur orðið á mistök, eins og eðlilegt er með allar mannlegar athafnir, en þrátt fyrir það held ég að f heild hafi frammi- staða Bandarfkjanna verið til fyrir- myndar,“ sagði Reagan. Útlönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.