Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 20
Rakarastofan Klapparstíg V Sími 12725 \ Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. FJÖLBRAUTASKÚUNN BREIÐHOLTI FRÁ FJÖLBRAUTA SKÚLANUM I BREIÐHOLTI Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er í reyrid sjö mismunandi skólar. Menntaskóiinn er fjölmennastur með sex námsbrautum og fer þar fram hefðbundin menntaskólakennsla. Þá kemur iðnskóiinn er veitir iðnfræðslu til sveinsprófs í: málmiðnum, rafiðnum og tréiðn- um. Þriðji f jölmennasti skólinn er Versiunarskóiinn. I Verslunarskólanum í Breiðholti eru alls 10 námsbrautir og er læknaritarabraut ein þeirra. Námsþrepin eru þrjú til stúdentsprófs. Sérskóli heilbrigðisfræða veitir fullkomið sjúkraliðanám, undirbúning tæknanáms heil- brigðisstétta og stúdentspróf er gerir heilbrigðis- greinum sérstök skil. Matvæiatækniskóiinn býður fram grunnnám fjögurra iðngreina, þá nám matartækna er starfa á sjúkrastofnunum og loks nú í fyrsta sinn nám matarfræðinga öllum þeim er lokið hafa matar- tæknanáminu. Matvælaskólinn brautskráir stúdenta. Skóii uppeidisfræða í Breiðholti er að hluta til undirbúningsskóli fyrir Fósturskólann og Þroska- þjálfaskólann, svo og íþróttakennaraskólann á Laugarvatni, en býður síðan fram framhalds- menntun til stúdentsprófs er auðveldar háskóla- nám þeim er vilja búa sig undir kennslustörf, félagsvísindagreinar og íþróttanám á háskóla- stigi. Loks er Myndiistarskóiinn meö þrem brautum, sameiginlegu grunnnámi, en síðan framhald í myndmenntum og handmenntum. Síðari áfang- anum lýkur einnig með stúdentsprófi. Innritun í hina sjö ólíku skóla Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti fer fram í Miðbæjarskólanum dagana 4. og 5. júní og í húsakynnum skólans við Austurberg 6.-8. júní. Innritun þessi varðar bæði dagskóla FB og kvöldskóla FB, Öldungadeild, og stendur alla dagana frá kl. 9 að morgni til kl. 18.00 síðdegis. Umsóknir skulu að ööru leyti hafa borist fyrir 10. júní. SKÓLAMEISTARI. Baldur Hermannsson, ritstjóri timaritsins 2000. FRA19S4 TIL2000 — samtal við Baldur Hermannsson, ritstjóra tímaritsins 2000 „Þetta tímarit dregur nafn sitt af næstu aldamótum,” segir Baldur Hermannsson eðlisfræöingur sem er útgefandi og ritstjóri nýs tímarits, „2000 — vettvangur nýrrar menningar”, en það hóf göngu sína nýverið. „Það hafa margir undrast að tíma- rit skuli þannig draga nafn sitt af ár- tali en það er samt engan veginn gert út í bláinn. Og bærilega gekk það hjá George Orwell sem kallaöi framtíöar- skáldsögu sína eftir árinu 1984. Menn eru búnir að bíða þessa hroðalega árs í ofvæni en nú er það loksins komiö og er hreint ekki hroðalegt þegar á allt er litið, þvert á móti, heimurinn er miklu betri staður til þess að búa i núna en hann var þegar Orwell sat við skriftir. Mér fannst það snjallræði að skíra þetta tímarit eftir ártalinu 2000 vegna þess að þaö ár markar í senn aldamót og þúsundaskil og það er staðreynd aö einmitt þegar dregur að slíkum tíma- mótum er mönnunum gjarnt að endur- skoða stöðu sína, stokka upp spilin og breyta lífsháttum sínum. Þaö eru gífurlegar breytingar á döfinni hvar sem menn svipast um í þjóðlífinu og þetta tímarit á einmitt að fylgjast með þessum breytingum, kynna þær og greiða götuþeirra.” Upplýsingatæknin og lýðræðið — En hverskonar breytingar eru þetta aðaliega? „Við erum náttúrlega búin að finna GÆÐATÆKI ! MUggMWER Stmi (96) 23626 Glerárgötu 32 • Akureyri I Týsgatal. Pósthólf 1071.121 Reykjavik. Simar 10450 & 20610. 'SJÓNVARPSIVIIÐSTÖÐIN fg>\ I Síðumúlo 2 — Símor 09090, verslun og 09091, verkstæði. | -J smjörþefinn af þeim: tölvuvæðingin, videotæknin, öll þessi gífurlegu fjar- skipti og ferðalög almennings milli landa. Þessi atriði ásamt öðrum hafa léð mannlífinu spánnýtt yfirbragð og þegar stundir líða munu lífshættir og menning breytast enn meira. Þessara breytinga sér raunar víða stað ef að er gáð. Eg las einmitt fyrir skemmstu mjög athyglisverða grein eftir Eið Guðnason alþingismann. Hann var að sýna fram á hvemig fjölmörg að- kallandi og nytsamleg málefni sem fram komu á Alþingi á liönum vetri hafa hreinlega verið svæfð í nefndum og óvíst hvort þau verða nokkumtíma vakin. Þetta var skelfileg grein aö lesa en ég er ekki alveg viss um að Eiður hafi túlkað staöreyndirnar fyllilega rétt. Þessi makalausa tregða á þingi er trúlega ekki bara til vitnis um slælega frammistöðu eins manns eða fáeinna heldur um fyrirkomulag lýðræðisins í heild sinni. Þetta fulltrúaveldi er nefnilega oröiö úrelt fyrir löngu. I gamla daga kusu bændur í Skaftafells- sýslu mann á þing fyrir sig vegna þess að þeir áttu ekki heimangengt og höfðu engin tök á því að fylgjast með helstu hagsmunamálum þjóðarinnar frá degi til dags. Þessi þingmaður reið síðan suður til Reykjavíkur, sat þar og rétti upp höndina meöan þingið stóð og fór síðan heim aftur. Ef mönnum fannst hann hafa staðið sig vel var hann kosinn aftur, annars felldur. Nú á dögum er ekki sama þörf fyrir þess- háttar fulltrúaveldi. Allur al- menningur er geysilega vel upplýstur og hann fær sífellt betri tækifæri til þess að fylgjast með málum. Þess- vegna er það til dæmis fáránleg tíma- skekkja að láta 60 menn við Austurvöll ákveða um bjórsölu á Islandi. Almenningur veit nákvæmlega jafn- mikið um það mál og þingheimur og þess vegna á að skjóta því til þjóðar- atkvæðis. Og það á að skjóta miklu fleiri málum til þjóöaratkvæðis í stað þess að láta syf julega þingmenn svæfa þau í nefndum. Upplýsingatækni nútímans, tölvur og fjarskipti, gera okkur kleift að draga úr umsvifum þingmanna og koma á fót hér alvöru lýðræði.” Niðurgreidd menning — En nú er því spáö í inngangs- orðum tímaritsins að menningin muni líka breytast til muna og bók- menntimar kannski líða undir lok. . . „Nýlega fengu 23 rithöfundar 40.000 krónur hver í meðlag frá hinu opinbera og nöfn þessara rithöfunda voru birt að ég held í öllum dag- blöðunum. Lestu þennan lista og gakktu sjálfur úr skugga um hvort þú hafir lesið bækur þessara höfunda. Sömuleiðisvom birtar nýlega í blöðum heimildir um starfslaun rithöfunda á liðnum árum og þar gat hver maður séð að þeir höfundar, sem minnstrar hylli njóta, fá langhæstu styrkina. En þaö þýðir ekkert lengur að gefa út bækur eftir þessa menn því að fólkiö nennir ekki að kaupa þær og þaöan af síður lesa þær. Bókmenntimar voru lengi mikilsverður þáttur í menningu okkar en sá tími er liðinn. Islenskir rit- höfundar gera út á niðurgreiðslur, rétt eins og sauðf járbændurnir. Það er ekki lengur þörf fyrir framleiðslu þeirra í landinu og þess vegna þarf að halda þeim uppi með endalausum styrkjum og fyrirgreiðslu. Sumum kann að finnast þetta sorglegt en svona er þetta nú samt. Menningin er að gerbreytast og margt af því sem við höfum haft i hávegum á eftir að hverfa. Fyrir viku var ég á leiðinni á Þingvöll og hlustaöi á meðan méð öðru eyranu á Listaspjall Sigmars B. Haukssonar í útvarpinu. Þar kom fram kunnur bók- menntamaður og viðurkenndi að íslenskar skáldsögur væru hættar að seljast. En hann kenndi verölagi um sem reyndar er fjarstæða því að fólk veitir sér margan þann munað sem dýrari er en sem nemur verði einnar bókar. I þættinum kom einnig fram landskunnur tónlistarfrömuður og' lýsti yfir andúð sinni á rafmagnshljóð- færum nútímans — honum var meira aö segja í nöp við grammófóna! Þessir tveir menn eru báðir ágætir af störfum sínum en þeir eru menningu nútímans óviökomandi — menn sem tala svona eru fulltrúar þess sem var, en ekki þess sem er.” Vettvangur nýrrar menningar — En er þá ekki tímaritaútgáfa á sama báti og bókmenntirnar, sem sagt á undanhaldi? „Nei. Reynslan sýnir annað. Tíma- ritaútgáfa blómstrar á Vesturlöndum og þaö þarf raunar ekki annað en skreppa í einhverja bókaverslun bæjarins til að sannfærast um það. Þróunin vestanhafs virðist vera sú aö dagblööum fækkar en eftir standa fá- einir risar á þeim vettvangi, rétt eins og Mogginn og DV héma. Myndbanda- kerfin blómgast og sömuleiöis tíma- ritin. Eg býst við því að sama verði uppi á teningnum á Islandi. Mannlíf nútímans er svo miklu f jölbreyttara en áður var og hvert svið þarfnast síns fulltrúa. Tímaritið 2000 er vettvangur hinnar nýju og þróttmiklu menningar sem fer nú sigurför um Vesturlönd og á eftir að gerbreyta heiminum,” sagöi BaldurHermannssonaðlokum. SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.