Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 28
28 DV.MÁNUDAGUR4. JUNI1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Ögmundur Víkingsmarkvörður rennur til þegar bann œtlar að grípa boltann á 2. min. Knötturinn fór síðan í hann og til Harðar Jóhannessonar (ekki á myndinni) sem renndi boltanum í autt markið. DV-mynd Óskar. Stigunum deilt í besta leik sumarsins — Jafntefli Víkings og Akraness 2-2 í 1. deild á laugardag „Þetta var skemmtiiegur og fjör- ugur ieikur - leikur fyrir áhorfendur. Sigurinn gat fallið hvoru liðinu sem var í skaut. Nóg var af færunum en þegar á heildina er litið tel ég að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit,“ sagði Hörður Helgason, þjálfari Skagamanna, eftir að Víkingur og Akranes höfðu gert jafntefli 2-2 11. deild í stórskemmtilegum leik á Fögruvöllum í Laugardalnum á laug- ardag. Skagamenn snarpir í sóknar- aðgerðum sínum en Víkingar meira með boltann og fengu betri færi. SnjöU markvarsla Bjarna Sigurðs- sonar, einkum ■ fyrri hálfleik, var aðaU Skagaliðsins og átti öðru frem- ur þátt í deildum stigum. Tvímæla- laust besti leikur íslandsmótsins tU þessa. Víkingar fengu á sig hroðalegt mark strax á 2. mín. leiksins. Jón Leó Ríkharðsson (Jónssonar), stór- efnilegur leikmaður, gaf fyrir Vík- ingsmarkið. Hætta engin og Ög- mundur Kristinsson markvörður. virtist hafa öll tök á að ná knettin- um. En hann rann til, knötturinn hrökk af honum til Harðar Jóhann- essonar sem renndi honum í opið markið. „Þegar ég ætlaði fyrir knöttinn rann ég illa til og grastorfa þeyttist frá fæti mér. Nýbúið að þjappa þarna fyrir framan markið og allt heldur laust í reipunum. Þetta var mikil óheppni,“ sagði Ögmundur eftir leikinn. Eftir markið virkaði Víkingsliðið mjög óöruggt um tíma en Skaga- mönnum tókst ekki að færa sér það í nyt. Smám saman komu Víkingar meira inn í myndina og sköpuðu sér færi. Þrisvar varði Bjarni Sigurðsson mjög vel. Fyrst frá Sigurði Aðal- steinssyni, þegar óvænt skot hans lenti alveg uppi í samskeytunum. Bjarni komst fyrir knöttinn á síðustu stundu og bjargaði í horn. Þá varði hann fast skot Heimis Karlssonar og hörkuskot frá Andra Marteinssyni innan vítateigs. Rétt áður hafði munað litlu að Skagamenn ykju for- uStu sína. Frábær tilþrif hins unga Jóns Leós en föst spyrna hans fór rétt framhjá stöng. Aðalsteinn jafnar Aðalsteinn Aðalsteinsson kom inn sem varamaður hjá Víking í byrjun síðari hálfleiks og átti eftir að koma mjög við sögu. Fyrsti leikur þessa unga landsliðsmanns á leik- tímabilinu en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Skagamenn byrjuðu betur. Sig- urður Halldórsson skallaði yfir úr góðu færi á 47. mín. og bjargaði svo aðeins síðar á eigin marklínu. Heim- ir fékk knöttinn, lék laglega á varn- armann á vítateig Skagamanna, sendi síðan knöttinn yfir Bjarna markvörð. Hljóp framhjá honum og skallaði að marki. Á síðustu stundu tókst Sigurði að komast fyrir knött- inn og bjarga í hom. Knötturinn gekk markanna á milli. Jón Leó komst í færi eftir snjalla sendingu Sveinbjamar Hákonarsonar en spymti framhjá og hinum megin varði Bjami mjög vel hörkuskot frá Heimi. Sigurður Lámsson, fyrirliði Skagamanna, varð að fara út af vegna meiðsla á 55. mín. Sókn Vfkinga var oft þung og það lá í loftinu að þeir mundu jafna. Eftir að Kristinn Guðmundsson hafði átt hörkuskot af 30 metra færi, sem sleikti þverslá Skagamarksins, tókst Víkingum að jafna á 65. mín. Fallegt upphlaup Heimis og Ómars Torfasonar. Knötturinn gefinn yfir á vinstri kant til Kristins. Hann spymti fast inn í vítateiginn og þar var Aðalsteinn og skoraði með föstu skoti efst í marknetið. Fallegt mark. Rétt á eftir munaði litlu að Víkingar kæmust yfir. Guðjóni Þórðarsyni tókst að bjarga í horn skoti frá Kristni, rétt framhjá stöng. Annað mark Harðar En um miðjan hálfleikinn fóru Skagamenn að láta meira að sér kveða. Sveinbjörn átti fast skot í þverslá og á 77. mín. urðu Víkingum á mistök í vörninni. Ámi Sveinsson náði knettinum, spyrnti að markinu og inni í markteig breytti Hörður um stefnu knattarins. Stýrði honum í markhomið. Víkingar jöfnuðu aðeins fjómm mín. síðar. Ámundi braust upp vinstri kantinn, lék á Guðjón, og gaf mjög vel fyrir á fjærstöngina. Þar var Aðalsteinn óvaldaður og skallaði í mark. 2-2 og fleiri urðu ekki mörkin í þessum skenimtilega Ieik. „Það var gaman að þessu, þetta er ólýsanlegt að skora tvö mörk eftir svona langa fjarveru. Nú þarf ég bara að komast í betri leikæfingu," sagði Aðalsteinn eftir leikinn. Ekki eins gott Þó Skagamenn gerðu margt gott í þessum leik þá var greinilegt að liðið er nokkuð frá því sem var í fyrrasumar. Það vantar Sigurð Jóns- son og munar um minna en Karl Þórðarson er væntanlegur í næsta leik. Oft skemmtilegur léttleiki yfir framlínu Skagamanna en vömin var allt annað en traustvekjandi, eink- um eftjr að Siggi Lár. fór út af. Hörður og Sveinbjörn skemmtilegir leikmenn og Guðbjöm Tryggvason stóð sig mjög vel á miðjunni. Víkingsliðið barðist vel í þessum leik eftir slaka byrjun. En vantar marga góða leikmenn, Ólaf Ólafs- son, Þórð Marelsson, Örnólf Odds- son og Aðalsteinn lék aðeins annan hálfleikinn. Vömin nokkuð tæp á stundum þrátt fyrirgóð tilþrif Magn- úsar Jónssonar. Á miðjunni er Ómar mjög sterkur og Kristinn Guð- mundsson dugnaðarforkur. Fram- línumennirnir Heimir og Ámundi leiknir og Aðalsteinn var Víkingslið- inu mikill styrkur. Dómari Friðgeir Hallgrímsson og var ekki sannfær- andi í leiknum. Alltof fljótur oft að grípa til flautunnar. Liðin vom þannig skipuð: Víkingur. Ögmundur, Unnsteinn Kárason, Ragnar Gíslason, Kristinn Helgason, Magnús Jónsson, Andri, Ómar, Kristinn Guðmundsson, Ámundi, Heimir, Sigurður Aðal- steinsson (Aðalsteinn 45 mín.). Akranes. Bjami, Guðjón, Jón Áskelsson, Sigurður Lárusson (Birg- ir Skúlason 55 mín.), Sigurður Hall- dórsson, Hörður, Sveinbjörn, Ólafur Þórðarson, Jón Leó, Guð- björn og Ámi. Áhorfendur 1004. Maðurleiksins: Bjami Sigurðsson, Akranesi. hsím. SJÚKRASKÓR SJÚKRASKÓR NÚ KOMNIR I LITUM. Nauðsynlegir þeim sem vinna við mikið fótaálag t.d. á sjúkrahúsum, hót- elum og verstiTnum. JWate$ Brillitillfí lÍLsllÍOII (<> u unilonn world SENDUM í PÓSTKRÖFU Kmediahf. BORGARTÚNI20 SÍMI27511 Hörður fagnar fyrra marki sínu en Víkingarnir Ómar Torfason og Ögmundur Kristinsson eru allt annað en ánægðir á svip. DV-mynd Óskar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.