Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 43
DV.MÁNUDAGUR 4. JUNl 1984. 43 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Gfsli í blaða- bisness Nýtt timarit, sem nefnist einfaldlega „2000” hefur litið dagsins ljós. Fjallar þar um „lifshætti nútimamannsins, tölvur, kvikmyndagerð, video, ferðalög, frístunda- iðju, bókmenntir, listir, fjöl- miðlun og þjóðmál”, eins og segir í kynningu þess. Eins og sjá má eru við- fangsefni hins nýja timarits æði yfirgripsmikil, og mœtti kannski ætla að útkoman yrði heldur grautarleg. En það merkilega er að fyrsta tölu- blaðið lofar mjög góðu um framhaldið. Þar eru m.a. tek- in upp þau nýmæli að kynna videomyndir þær sem á markaðinum eru sem þykir vafalaust mikið þarfaverk. Það er Baldur Hermanns- son f jölmiðlamaður sem gef- ur út „2000”. Sér tU liðsinnis hefur hann fengið Gísla Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Tímans. Gísli Sigurðsson. Gísli mun hafa með höndum framkvæmdastjórn tímarits- ins, en hann mun nú endan- lega hættur við að flytjast út til Lúxemborgar eins og áður hafðí staðiðtil. Samlíking Um þessar mundir er verlð aö sýna i Danmörku myndina „To be or not to be”, með Mel Brooks. Er myndin að sjálf- sögðu textuð á dönsku. Islendingar, sem brugðu sér i bió í Kaupmannaböfn á dögunum, urðu heldur lítið hrifnir af skopskyni þessara frænda okkar því að þegar þar kom í myndinni að ein- hver persónan framdi ófyrir- gefanlegt asnastrik, sagði önnur við hana í danska text- anum: „Þú ert eins og súlúnegri eða tsiendingur”. Mismikil ánægja Fótboltaunnendur voru að vonum yfir sig ánægðlr- þegar Bjarna Felixsyni tókst að fá leik Stuttgart og Ham- burger í beinni útsendingu hingað til lands. Bjarni háði, Bjarni Felixson. sem kunnugt er, harða bar- áttu til að fá þetta i gegn. Viðbrögðin létu heldur ekki á sér standa þvi að honum bárust fjöldamörg þakkar- skeyti umræddan laugardag. En ekki voru allir jafn- ánægðir. Að aflokinni belnu útsendingunni fór Bjami inn á Laugardalsvöil þar sem leikur Vals og KR var að hef jast. Vatt sér þá að honum formaður Knattspymu- deildar Vals, Grétar Harálds- son, og húðskammaði hann. Sagði formaðurinn að Bjarai hefði tekið að minnsta kosti 500 áhorfendur frá Val með þessu uppátæki að vera með beina útsendingu i sjón- varpinu sama dag. tsienska sjónvarpinu væri skammar nær aö sýna meira frá is- lenska fótboltanum en gert hefði veriðtflþessa. „Njótum lands..." Ferðamálaráð hleypti i siðustu viku af stokkunum svokölluðu Ataki ’84. Með því er ætlunin að sameina hvatn- ingu til aukinna ferðalaga innanlands og til bættrar um- gengni um landið. Slagorð baráttunnar verður „Njótum lands en niðum ei”, og á það vafalaust eftir að skarta viða umland. Þegar átaidnu var hleypt af stað með viðhöfn á Þing- völlum varð einhverjum við- staddra það á að spyrja hver væri höfundur slagorðsins. Kom nokkurt fát á forystu- menn Ferðamálaráðs við þessa spurningu, en loks stundu þeir upp að þvi miður hefðu þeir ekki hugmynd um hver hefði búið það til. Hið eina sem þeir vissu væri það að höfundurinn væri Þing- eyingur. Og að gleymst hefði að bjóða honum til Þingvalla, en það hefði kannski verið við hæfi. Hins vegar var til þess tekið að Heimir Hannesson þakkaði tiltekinni nefnd mjög aðstoðina við val slagorðsins. Eins fór hann mörgum orðum um hið óeigingjama starf sem unnið hafði verlð til að gera Átak Ferðamálaráðs að raunveruleika. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. ÞARF GEIR AÐ Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Nýja bíó — The Entity: HÖFDALEIGAN áhalda- og vélaleíga FUNAHÖFÐA 7, SÍMI 686171. • Múrfræsarar • Höggfleygvélar • Jarðvegsþjöppur mf áfram- og afturábakgír • Nagarar • Naglabyssur • Vatnsdælur • Rafstöðvar • Keðjusagir o.fl. OPIÐ LAUGARDAGA AMERÍSK HEIMILISTÆKI í SÉRFLOKKI UPPÞVOTTAVÉL VERÐ KR. 31.580.- Draugur á kvennafarí Nýja bíó: The Entity. Leikstjóri: Sidney J. Furie. Aðalhlutverk: Barbara Hershey, Ron Silvcr, David Labiosa. Myndin The Entity byggir á sönn-' um atburðum er draugur, kvensamur i meira lagi, leitaði á kvenmann, nauðg- ,aði honum og misþyrmdi aftur og aftur og má alveg eins taka myndina sem skondið innlegg Nýja biós í þá umræðu sem hér hefur verið í gangi undanfarnar vikur. Karla Morgan er rúmlega þrítug einstæð móðir með þrjú börn. Hún átti mjög erfiða æsku því faðir hennar, prestur, leitaði á hana á óviðurkvæmilegan hátt og neyddist hún til að strjúka að heiman 16 ára gömul. Skömmu síðar eignaðist hún barn og missti barnsföðurinn af slys- förum. Er myndin gerist hefur Karla nýlega kynnst öðrum manni og fram- tíðin virðist í góðu lagi. Þá verður hún fyrir ásókn draugsins. í fyrstu telur Karla að hún sé geðbil- uð og leitar hún aöstoðar geðlæknis. Hann verður mjög áhugasamur um „sjúkdóm" hennar og telur hann safa- ríkari en önnur mál sem hann hefur fengist við, telur Körlu búa við alls konar duldir og snúnar hugsanir Eitthvað óþekkt leitar á Barböra Hershey i The Entity. vegna fortíðar sinnar, þetta sé sem sagt ímyndun hjá henni. Á sama tíma hittir Karla tvo menn sem leggja stund á rannsóknir í dularsálfræði og þeir ákveða að rannsaka drauginn á vís- indalegan hátt og jafnvel að fanga hann sé þess kostur. Þetta efni er um margt nokkuð for- vitnilegt, einkum þegar haft er í huga að myndin byggir á atburðum sem gerðust í raun og veru. Myndin er þar að auki faglega unnin, einkum flest sem viðkemur draugnum og Barbara Hershey virkar sannfærandi í hlut- verki hinnar langþreyttu móður. Ron Silver aftur á móti sem dr. Sneiderman er of uppblásinn og ýtinn persónuleiki sjálfur til að vera að leika slíkt hlut- verk. Friðrik Indriðason. < 5 (O cc CL GREIÐSLUSKILMÁLAR RAFTÆKJADEJLD HEKLAHF LAUGAVEG1170- 172 SÍMAR 11687 • 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.