Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 21
DV.MÁNUDAGUR 4. JÚNI1984. 21 Besti leikur sumarsins 28 Enskir steinlágu áWembley 23 Vítiog Keflavík efst 27 Varamaður skoraði réttílokin 22 Amór enn hjá læknum 25 Einar og Iris banda- rískir háskólameistarar — Einar náði mjög góðum árangri og íris setti nýtt íslandsmet. Þórdís önnur í hástökki en Vésteinn var óheppninn að sigra ekki í kringlukastinu Frá Sigurði Jenssyni, fréttamanni DV í Bandaríkjunum. Islenska frjálsíþróttafólkið gerði garðinn frægan á háskólamótinu í Eugene í Oregon. Þau Einar Vil- hjálmsson, UMSB, og íris Grönfeldt, UMSB, urðu háskólameistarar í sínum greinum, spjótkastinu. Þórdís Gisla- dóttir, ÍE, varð í öðru sæti í hástökkinu en hún var háskólameistari bæði 1982 og 1983. Þá varð Vésteinn Hafsteins- son, HSK, fjórðl í kringlukasti og var þar heldur óheppinn. Átti hárfin ógild köst sem voru mun lengri en sigurveg- arinn í kcppninni náði. Einar Vilhjálmsson náði sínum þríðja besta árangri í keppni í spjót- kasti þegar hann sigraði örugglega í keppninni í Eugene. Hann kastaði 89,62 metra eöa næstum þremur metrum lengra en annar maður í spjótkastinu. Það var Bretinn Roald Bradstock sem kastaði 86,70 metra. Á mótinu kepptu allir bestu frjálsíþróttamenn hinna ýmsu háskóla í Bandaríkjunum. Sig- urður Einarsson, Ármanni, komst einnig í úrslit í spjótkastinu. Náði sér þar ekki vel á strik og varð að láta sér nægja tólfta sætið. Kastaði 73,35 m eða um tíu metrum frá sínum besta árangri. íslandsmet Jrisar Iris Grönfeldt vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna og varð háskóla- meistari USA eins og Einar. Hún setti nýtt Islandsmet, 56,14 m, og er það þriðja Islandsmet hennar í vor og sum- ar í keppni í Bandaríkjunum. Þórdís Gísladóttir varð að láta af hendi meist- TCELANI Rinnr Vflhjálmsson. Iris Grönfeldt. Metþátttaka í Los Angeles Þó Sovétríkin og nokkur önnur lönd taki ekki þátt í ólympíuleikunum í Los Angeles í sumar verður þar þó metþátttaka þjóða. Þar verða keppendur frá 137 þjóðum eftir því sem talsmaður bandarísku ólympíu- nefndarinnar skýrði frá í Los Angeles á laugardag. Þá rann út þátttöku- frestur á leikana. Þá hafði ekkert heyrst frá Angola, Jordan, Lesotho og Somaliu og ekki vitað hvort þessi lönd verða með. Þau lönd sem tilkynnt hafa að þau taki ekki þátt í leikunum eru Afganistan, Búlgaría, Kúba, Tékkó- slóvakía, Eþiópía, Austur-þýskaland, Ungverjaland, Laos, Mongolía, Norður-Kórea, Pólland, Suður-Jemen, Vietnam, Albania og lran. Ingimar til Stjörnunnar Ingimar Haraldsson, fyrrum lands- liðsmaður í handknattleik úr Haukum, hefur gengið til liðs við 1. deildarlið stjörnunnar í Garðabæ. Ingimar er snjall linumaður og góður varnarleik- maður. Hann mun koma til að styrkja liö Stjörnunnar. -SOS Mesta þáttaka áður á ólym- píuleikum var í Miinchen í Vestur- Þýskalandi 1972. Þar voru þátttöku- þjóðir 122. hsim Heimsmet íboöhlaupi Austur-þýsk boðhlaupssveit, þær Kerstin Walther, Sabine Busch, Dagmar Ruebsam og Marite Koch, stórbætti heimsmetið í 4x400 m boö- hlaupi kvenna á móti í Erfurt í gær, hlupu á 3:15,92 mm min. Eldra heims- metið var 4:19,04, sett á Evrópu- meistaramótinu 1982 og voru sömu stúlkur í sveitinni nema hvað Walter hljóp í stað Kerstin Siemon. I kariaboð- hiaupinu setti sveit Austur-Þýskalands nýtt Evrópumet, það er í 4 X 400 m. Hljópá 3:00,07 mín. A mótinu í Erfurt á laugardag náði Marite Koch besta heimstímanum í ár í 400 m hlaupi. Hljóp á 48,86 sek. Mjög góður árangur náðist í spjótkasti. Uwe Hohn, nýi Evrópumethafinn, sigraði. Kastaði 93,80 m. Heimsmeistarinn Michel Detlef kastaöi 92,98 og varð annar. hsím. aratitilinn i hástökkinu, sem hún hafii unnið tvö síöustu ár. Þórdis stökk 1,84 m en sigurvegarinn Tonya Alston, USA, stökk 1,86 metra. Þórdís náði því ekki eins góðum árangri og þegar hún sigraði. Vésteinn Hafsteinsson, HSK, var óheppinn i kringlukastinu. I undan- keppninni kastaði hann 61,12 m og tryggði sér sæti í úrslitum. Þar var hann fjórði sæti með 62,60 metra en John Brenner, USA, sigurvegarinn kastaöi 63,40 metra. Vésteinn átti tvö köst talsvert lengri, sem voru dæmd ógild eftir talsverðar vangaveltur dómara, einkum yfir kasti hans sem var um 65,50 m. Þá átti hann annað kast rétt yfir 64 m sem einnig var dæmtógilt. Þá keppti Oddur Sigurðsson, KR, í 400 m hlaupi en komst ekki í úrslit. Hljóp á 46,80 sek. og var því langt frá sínum besta árangri. Hann var kvefað- ur og naut sin ekki i hlaupinu í undan- rás. Varð fjórði í sinum riðli. Mjög hvasst var í Eugene fyrstu keppnis- daga en mótið hófst á miövikudag og lauk á laugardag. Veðrið varð skárrra eftir því sem á vikuna leið og í mörgum greinum náðist mjög góður árangur. Nánar er sagt frá úrslitum á mótinu á næstusíöu. Árangur Einars í spjótkastinu er mjög góður og allt stefnir nú í að hann nái mjög góðum árangri á ólympíuleik- unum í Los Angeles í ágúst. Islands- met hans er 92,42 m og hafa aöeins tveir austur-þýskir spjótkastarar kast- að lengra í ár. hsím. Þórdís Gísladóttir. Enn nýtt heims- met h já Bubka! — stökk 5,88 m í stangarstökki á móti í Frakklandi m í hástökki kvenna og heimsmet- hafinn í langstökki kvenna, Anisoara Cusmir, Rúmeníu, stökk 7,03 m í lang- sókki. hsím. COELANGAR AÐ VERJA TITILINN — hefur enn ekki verið valinn til að hlaupa 1500 míLA „Eins og mér gengur núna í hlaupunum yrði ég fyrir miklum vonbrigðum ef ég fengi ekki að verja ólympíputitil minn í 1500 m á leikun- um í Los Angeles,” sagði Sebastian Coe, enski hlauparinn frægi, eftir að hann hafði unnið auðveldan sigur á vegalengdinni á móti á Crystal Palace leikvanginum í Lundúnum á laugardag. Coe lagði ekkert að sér og sigraði á 3:43,11 mín., fimmtán metrum á undan þeim sem varð í öðru sæti. Coe hefur þegar verið vaiinn í 800 m hlaupið á ólympíuleikunum. Hanu á heimsmetin i 800,1000 m og míluhlaupi. 11500 m hafa Bretar valið Steve Cram, heimsmeistarann, og Steve Ovett, heimsmethafann, og Coe vonar að hann verði þriðji Bretinn þar. -hsím. Pétur Ormslev aftur til Fram - hef ur tilkynnt félagaskipti úr Fortuna Diisseldorf Sovéski stangarstökkvarinn Sergei Bubka setti nýtt heimsmet í stangarstökki á móti í Saint Denis í Frakklandi á laugardag. Stökk 5,88 m í fyrstu tilraun. Annaö heimsmet hans á viku. I Bratislava í Tékkóslóvakíu stökk hann 5,85 m og bætti heimsmet Frakkans Thierry Vigneron um tvo sentímetra. Það var 5,83 m. Á mótinu í Frakklandi stökk Bubka auöveldlega yfir 5,70 og 5,80 m. Lét síðan hækka í 5,88 m og fór yf ir. Margir eru nú famir að reikna með því að hann verði fyrsti maður tii að stökkva yfir 6 metra í stangarstökkinu. Fyrrum heimsmethafinn Vigneron varð annar með 5,70 m. Tókst ekki að stökkvayfir 5,75m. Af öörum árangri á mótinu má nefna að Alberto Juantorena, Kúbu, sigraði í 800 m á 1:47,31 mín. Heims- methafinn Tamara Bykova stökk 1,96 Pétur Ormslev. Pétur Ormslev, iandsliösmaður í knattspymu, sem hefur leikið með Fortuna Diisseldorf tvö sl. keppnis- tímabil, hefur ákveðið að yfirgefa her- búðir v-þýska liðsins og koma heim til Islands. Pétur hefur tilkynnt félagaskipti í Fram og verður hann löglegur með Framliðinu 30. júní þannig aö hann getur leikið með Fram gegn KA1. júlí. Framarar bíða nú eftir aö v-þýska knattspymusambandið samþykki félagaskiptin. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.