Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 40
40
DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984.
Andlát
Guðrún Ásta Andrésdóttir, Kvcldúlfsgötu 28
Borgarnesi, andaðist 20. maí.
Guðfinnur Antonsson, Sörlaskjóli 58, lést í
Landspitalanum fimmtudaginn 31. maí.
Sigurður Stefán Baldvinsson frá ísafirði
andaðist að heimili sínu, Þingvallastræti 8
Akureyri, aðfaranótt 31. maí.
Gróa Ágústa Guðmundsdóttir verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju í dag, mánudaginn
4. júní, kl. 13.30.
Ólöf Bjarnadóttir, Hólavegi 10 Sauðárkróki,
er látin.
Tilkynningar
Sumarskóli Gerplu
Sumarskóli Gerplu tekur nú til starfa í annað
sinn. Skólinn verður eins og áður rekinn í
formi námskeiða. Fyrirhuguð eru viku nám-
skeið bæði fyrir börn og unglinga ásamt 5
vikna trimmnámskeiði fyrir fullorðna.
Á barnanámskeiðunum er lögð áhersla á
grunnkennslu í fimleikum en þó ýmislegt gert
til viðbótar s.s. siglingar, hestamennska og
ferðalag. Börnin dvelja í skólanum frá kl.
10—15 og fá þar hádegisverð. Kennsla fer
fram bæði inni og úti. Að loknu námskciði fer
fram liðleikamæling og fá foreldrar umsögn
um börnin. Leiðbeinendur á þessum nám-
skeiðum eru Waldemar Czizmovski, Kristín
Gísladóttir, Heimir Gunnarsson, Áslaug Dís
Ásgeirsdóttir og Hildigunnur Gunnarsdóttir.
Unglinganámskeiðin fara fram á kvöldin frá
kl. 19.30—22.30 í íþróttahúsi Gerplu. Þar er
boðið upp á fjölbreytilegar íþróttir s.s. leik-
fimi, break-dans, karate, badminton, borð-
tennis, siglingar, ferðalag og margt fleira. Þá
verður eitt unglinganámskeið haldið í Ása-
skóla í Gnúpverjahreppi. Þar er góð aðstaða
til útiveru og íþróttaiðkunar. Farið verður í
veiðiferð í Veiðivötn og skoðunarferð í Land-
mannalaugar. Námskeið þetta stendur yfir frá
23.-28. júlí.
Trimmnámskeið karla og kvenna verður í
júnímánuði tvisvar í viku. Þar er boðið upp á
leikfimi, trimmað úti og hoppað á trampolíni.
Þá er hægt að slaka á á eftir í gufu og fá sér
kaffisopa.
í íþróttahúsi Gerplu við Skemmuveg er góð
aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkana og
hvíldar.
Innritun í öil þessi námskeið fer fram i
Gerpluhúsi, sími 74907 eða 74925.
Orlof húsmæðra að
Laugarvatni
Orlofsiiefndir Hafnarfjarðar, Kópavogs,
Akraness, Snæfellsness og Vestmannaeyja
hafa á undanfömum árum haft samvinnu um
húsmæðraorlof að Laugarvatni. Að þessu
sinni hefur veríð ákveöiö að húsmæður frá
Hafnarfirði og Kópavogi fari samtímis í orlof,
dagana 25. júni til 2. júli.
Tekið verður á móti umsóknum í Hafnar-
firði þriðjudaginn 12. júní kl. 18—20 í
Góötemplarahúsinu og í Kópavogi föstudag-
inn 15. júni kl. 18—19 í FélagsheimiH Kópa-
vogs, 2. hæð.
Textflfólagið með sýningu
Gerðubergi
Sunnudaginn 3. júní kl. 17 opnar Textílfélagið
sýningu i félagsmiðstööinni Gerðubergi í
Breiðholti.
Nú er ástæða til að endurnýja
baðblöndunartækið og fá
hitastillt í staðinn
= HEÐINN =
______SELJAVEGI 2, SÍMI 24260
SUMARTÍSKAN
í GARNI K0MIN
f Nýjar sendingar
af bómullargarni.
\ Nýjar uppskriftir.
Bómull/hör verð frá kr. 51,00 50 g.
Slétt 100% bómull verð frá kr. 33,00 50 g.
Bómull/acryl verð frá kr. 41,00 50 g. ‘
RÍÚ REIMAGARNIÐ
Ennfremur uHargarn og ullarblöndur ýmiss
konar, t.d. ull/silki, ull/acryl og móher
blöndur alls konar.
Já, listinn ernæstum ótæmandi.
Sjón er sögu ríkari.
Póstsendum daglega.
HOF
- INGÓLFSSTRÆTI 1 Simi 16764
Um helgina Um helgina
Hlutlægt séð
Eins og flestir löghlýðnir borgar-
ar held ég yfirleitt meö bankaræn-
ingjum í kvikmyndum. Eg er ekki
viss um þaö hvort það er af siðferöi-
legum eöa efnahagslegum ástæðum,
en svona er þaö, hvaö sem ööru líður.
Viö megum heldur ekki gleyma aö
siðferöilegar spumingar, ekki síöur
en efnahagslegar, eru hlutlægar í
eöli sínu, þó hlutlægni sé í grunninn
huglæg, eins og Woody Allen þreytt-
ist ekki á að benda okkur ölium á í
seinni kvikmyndinni á laugardags-
kvöld.
Þaö er aftur á móti verra meö
þennan hroöalega bandaríska fram-
haldsþátt um lækninn og lögfræðing-
inn sem einnig er til sýnis á laugar-
dagskvöldum. Þaö fjrirbæri á sér
enga skynsamlega forsendu, efna-
hagslega eöa siðferðilega. Svo á
þetta að heita skemmtiþáttur en er
þó ófyndnara en afnotagjaldaauglýs-
ingar sjónvarpsins, sem ég hef hing-
aö til álitið bestu sönnun þess aö ís-
lenskt kímniskyn er, hlutlægt séö,
ekki til, nema sem huglægur hugar-
buröur.
Ólafur B. Guðnason.
Jónas Guðmundsson, rithöfundur:
Vantaði sjálfa helgi-
stundina,enska boltann
Ég held að DV hafi að þessu sinni
verið fremur óheppið með sjónvarps-
og útvarpsgagnrýnanda því ég er
fremur slappur áhorfandi og áheyr-
andi. Held mig einkum við fréttir en
reyni þó að fylgjast með áhugaverðum
þáttum og les þess vegna dagskrá
Ríkisútvarpsins og sjónvarpsins vand-
lega — og vel síðan efni.
Fréttir sjónvarpsins eru hins vegar
slakari eftir að Víetnamnefndin hætti
störfum, tíðindalaust varð í Afgan-
istan og friður komst á i Dekadalnum.
Hins vegar hlusta ég mikið á erlend-
ar útvarpsstöðvar, einkum á BBC, og
þá mest á fréttir. Þá hlusta ég einnig á
fréttir og fl. frá útvarpsstöðvum á
Norðurlöndum, sér í lagi frá Dan-
mörku, Finnlandi (útvarpað á ensku)
og Noregi, en þessar útvarpssendingar
eru á stuttbylgju.
Ég veit ekki hvers vegna ég tel þessar
erlendu stöðvar ómissandi, en kannski
er þetta arfur frá því þegar maður var
í siglingum eða til sjós.
Norðmenn eru með landshlutaút-
varp sem er örðugt að átta sig á. Fréttir
koma úr norsku fásinni. Einkum í-
þróttafréttir, þar sem menn hlaupa
ákaflega hægt, stökkva stutt í lang-
stökki og afar lágt í hástökki. En
þessu fylgir samt viss einlægni, sveita-
sæla og þjóðernisleg elskusemi. Ég
held að þeir sem hér á landi eru að
berjast fyrir auknu landshlutaútvarpi
ættu að hlusta svolítið á Noreg.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum
með sjónvarpið á laugardaginn, en þá
vantaði sjálfa helgistundina, eða
ensku knattspyrnuna. Henni sleppi ég
aldrei ótilneyddur né heldur beinum
útsendingum af stórum leikjum.
Hins vegar fer ég sjaldan á völlinn
því ég er í KR og það þarf sterkar
taugar núna til þess að vera í KR og
fara á völlinn.
Á laugardagskvöldið horfði ég á
Woody Allen myndina, Ást og dauði
(Love and Death). Hann er óborgan-
Iegur og ég sem 19. aldar maður naut
þeirrar tíðar er menn lifðu bókstaf-
lega af því að deyja fyrir föðurlandið
og allir höfðu stóra æru. Þá var engin
vísitala til, grundvallarverð eða svo-
leiðis enda sinntu menn þá ekki smá-
munum.
Myndina „Stolt siglir fleyið mitt“
sá ég ekki því að á sjómannadaginn
horfir maður ekki á sjónvarpið en ég
hefi gert ráðstafanir til þess að fá hana
tekna upp á video fyrir mig svo að ég
geti horft á hana eftir helgi.
Jónas Guðmundsson, rithöfundur.
Sýningin erliöur í Listahátíð ’84.
Sýndur verður myndvefnaður, tauþrykk og
verk unnin með blandaðri tækni, aUs 40 verk
eftir 15 textíUistakonur.
Sýning er opin mánudaga—fimmtudaga kl.
16—22, föstudaga—sunnudaga 14—18 fram til
17. júni.
Tónleikar Skólakórs Garða-
bæjar
Skólakór Garðabæjar undirbýr nú söngferð tU
Þýskalands. Þangað fer hann í boði þýska
kórsins Bad Emser Lerchen sem heldur söng-
hátíð í tilefni 25 ára afmæUs sins.
Aður en kórinn fer utan heldur hann tvenna
tónleika, hvora með sinni efnisskrá, kirkjutón-
leika í Háteigskirkju sunnudaginn 3. júní kl. 5
síðdegis, verður þar m.a. flutt Missa brevis í
Ekiúr eftir Benjamin Britten, og tónleika með
veraldlegri tónlist í SafnaðarheimiU Garða-
bæjar, KirkjuhvoU, mánudaginn 4. júm' kl.
8.30.
I kómum er 71 félagi á aldrinum 9—15 ára.
Söngstjóri er Guöfinna Dóra Olafsdóttir og
organleikari á kirkjutónleikunum verður
Gústaf Jóhannesson.
Starf kórsins hefur alltaf verið mjög Uflegt
og hefur hann nýlega gefið út hljómplötu en
áður hefur hann gefið út aðra hljómplötu og
þrjár snældur. Nýja platan heitir: Hann lofi
rödd og mál, og verður hún til sölu á tón-
leikunum.
Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn.
Siglinganámskeið
SigUngafélagið Sigurfari á Seltjamarnesi
gengst fyrir sigUnganámskeiði og innritun
hefst í dag, laugardaginn 2. júnL Einnig á
sjómannadaginn, mUU kl. 13 og 15 báða dag-
ana. AUar upplýsingar um námskeiöin veittar
ásamatíma (sími 19290).ÞáverðurSigurfari
með sýningu (myndbönd) um meðferð segl-
báta og seglbretta í húsnæði Gróttu í
íþróttahúsinu á Seltjarnamesi kL 17 sömu
daga.
Taska tapaðist í Sigtúni
Fyrir nokkru hvarf taska meö áríðandi lyfjum
í Sigtúni. Finnandi vinsamlegast skili henni í
Sigtún.
Þegar maður hefur
tilfinningar —
Gestaleikur frá Borgarleikhúslnu í Stokk-
hólmi.
Sýning á Listahátíð verður í kvöld og annað
kvöld í Gamla bíói á verkinu „Nár man har
kanslór”. Leikið er á sænsku og eru einu Hlut-
verkin í höndum finnsku leikkvennanna Stinu
Ekbland og Birgittu Ulfsson. Þær em báðar
sænskumælandi Finnar. Tónlistin í sýning-
unni er blanda af finnskum þjóðlögum, inni-
hald og efni er í gamansömum tóni og höfðar
bæði tU karla og kvenna. Sýningamar hefjast
klukkan 20.00 í Gamla bíói og miðasala er við
innganginn.
HESTURINN
OKKAR
n. ino. t, r«L. iuu
Hesturinn okkar, 1. tbl. 1984
34 kominn út
Þar er að tinna viðtal við Olöfu 1 Nýjabæ,
grein Kristins Hugasonar, kennara á Hólum,
um meðgöngutima og fengitíma hjá hryssum
og grein eftir þá félaga Þorkel Jóhannesson
og Ottar Kjartansson um reiðvegi í Selvogi og
nefnist greinin Selvogsgata í Mygludölum.
Einnig em margar smágreinar og samtíningur
víða aðum hestamennsku og hesta.
Nýir fálkaeggjaþ jófar?
Talsverð leit var gerð í gærkvöldi að
útlendingum sem grunaöir voru um
fálkaeggjaþjófnað við Isafjarðar-
djúp. Fólkið mun hafa fundist í
morgun, en samkvæmt heimildum DV
mun það ekki vera fálkaeggjaþjófar.
Þaö var í gærdag sem bóndi við Isa-
fjarðardjúp sá bíl, Volkswagen-rúg-
brauð, á erlendum númerum„þýskum.
Hafði hann séð þennan sama bíl í
fyrra. Taldi bóndinn að hugsanlega
væri um fálkaeggjaþjófa að ræöa.
Þegar var send út tilkynning til lög-
reglustöðva um að hafa upp á bílnum.
Það var svo í morgun sem bíliinn
fannst og samkvæmt upplýsingum DV
reyndist grunur bóndans ekki á rökum
reistur. -JGH
Eg lofaði Juttu hátt og i hljóði að
segja enguin þetta, svo að ég fer
ekki að segja það hér í súnann.
Segjaupp
samningumog
hótauppsögnum
Tillaga um að Kennarasamband ís-
lands segi sig úr BSRB var samþykkt á
þriðja fulltrúaþingi KÍ í gærkvöldi. í fil-
lögunni felst að Kennarasambandið
verði sameinað Hinu íslenska kennara-
félagi sem er stéttarfélag innan Banda-
lags háskólmanna.
Afleiðingin verður sú, að sögn Val-
geirs Gestssonar, formanns KÍ, að
stofnað verður bandalag kennara sem
mun vinna að því að afla sjálfstæðs
samningsréttar fyrir kennara.
„Stjórn KÍ mun kynna tillöguna á
næstu mánuðum," sagði Valgeir, „og
sennilega boða til framhhaldsþings í
haust þar sem efnt verður til allsherjar-
atkvæðagreiðslu um málið. í ljósi
hennar verður siðan tekin ákvörðun um
úrsögn einhvern tímann á næsta ári“
EA