Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 16
16 DY.MÁNUDAGUB4.J0NI 1984. Spurningin Hvernig á að bregðast við vanda Lánasjóðs íslenskra námsmanna? Grétar Guömundsson kennari: Hækka framlag tilsjóösins. Ásta B. Karlsdóttir, vinnur á póstgíró- stofu: Ég er ekki á því aö námsmenn eigi að fá öll þessi lán. Þau eru veitt í alltof mörgum tilfellum. Vilhelm Júlíusson hjá Flugmála- stjórn: Þetta er vandasöm spurning. Ég held aö réttast væri aö lána náms- mönnum upphæð sem jafnast á við lág- markslaun. Hallgrímur Þorsteinsson öryrki: Þaö á aö láta námsmenn fá þaö sem þeir þurfa. - Kristín Donaldsdóttir nemi: Það á aö auka fjárveitingu til sjóösins. Höröur Magnússon bílstjóri: Vanda Lánasjóðsins á aö leysa meö því aö senda alla námsmenn á togara. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ) j 1 f 1 & í’ JSI L XL ^ ^ Wk.ZÍÆki 'Æh im* Aj Hlaupið með ólympíueldinn i Moskvu árið 1980, þegar Bandarikjamenn mættu ekki tilleiks. Olympíuleikarnir í Los Angeles Hvað um f réttamennina, eru þeir ekki f hættu? Kolbeinnskrifar: Mig langar aö gera athugasemd viö kjallaragrein sovéska blaöafulltrúans sem birtist í DV fyrir stuttu. Þar rökstyður hann þá ákvörðun Sovétmanna aö mæta ekki á ólympíu- leikana í sumar í Los Angeles. Meðal annars ber hann saman ákvörðun Bandaríkjanna og fleiri þjóöa um aö mæta ekki á OL1980 sem haldnir voru í Moskvu. Þarna er aö mínum dómi ekki hægt aö líkja þessu tvennu saman. Carter, þáverandi forseti Bandaríkjanna, tók þessa ákvörðun til aö mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan og studdu margar þjóöir hana meö því annaö- hvort að mæta ekki eöa þá aö leyfa ekki aö fáni landa þeirra yröi dreginn aö húni, né heldur þjóösöngurinn leik- inn, þegar verölaunaafhendingar fóru fram. Og mér er spurn hvort Sovétmenn séu ekki uggandi um öryggi þeirra 200 manna, þar á meöal fréttamanna, sem þeir senda á leikana, úr því þeir þoröu ekki aö senda keppnisfólkiö. Samhygðarplakötin: Eiga fleiri von á reikningi? Olöf 6874-8429 skrifar: Mikiö varð ég hissa þegar ég las frétt um að borgin hefði ákveðið að senda Samliygö reikning vegna hreinsunar á plakötum sem Sam- hygöarfélagar hengdu upp aöfara- nótt 1. maí sl. og var borgin búin aö ákveöa upphæðina áöur en hreinsun- innivarlokiö. Þessi plaköt voru fyllilega í anda dagsins og ólikt meira afgerandi en önnur plaköt eins og t.d. „Hauöur fyrsti maí” en þau plaköt voru komin upp löngu fyrir fyrsta maí og misstu þar af leiðandi marks, enda orðin dá- lítið „þreytt”. Eg hef undanfarin ár tekiö þátt sem sjálfboðaliði í vorhreinsun hér í Breiöholtinu þ.e.a.s. í hverfinu sem ég bý í. Aldrei hefur þaö hvarflað aö mér að rétt væri aö senda borginni reikning fyrir þaö, hvað þá aö flokka rusliö og senda viökomandi reikning., T.d. tók ég nú sérstaklega vel eftir því hverjum rusliö ætti að tilheyra, vegna áðurnefndrar fréttar. Þar var mikiö af umbúðum af Prince Polo, plastpokum utan af mismunandi samlokum, ógrynni af svala og kókó- mjólkurfernum og þá áttu Kók og Pepsí sinn hlut, bæði í pappaílátum og brotnum flöskum. En verst þótti mér að þurfa að hreinsa upp hunda- skítinn. Því hlýtur að vakna sú spum- ing, hvort hér eigi eftir að flokka rushð sem borgin sér um að hreinsa. Eiga kommúnistar, kvennalistinn, Sól hf., Mjólkursamsalan, hundavin- ir, o.fl. lika von á reikningi frá borg- inni? Ef ekki, þá finnst mér ofsóknarlykt af þessu á hendur fólki sem er aö vinna aö bættu mannlífi og hefur nú tekiö aö sér verðugt verkefni, sem er að vinna gegn þvi böli sem atvinnu- leysi er og má segja aö sé hinn mesti sóðaskapur í hverju þjóðfélagi þar semþaðeraöfinna. Af slátur gróða Jónasar —aths. vegna kjallara Jónasar Guðmundssonar Árni S. Jóhannsson skrifar: Löngum hefur tíökast á Islandi aö menn f æru ungir að vinna fyrir sér. Reyndu menn stundum fyrir sér á mörgum sviðum og festust við fátt. Gjarnan töldu þessir menn sig margfróöa og reynsluríka og því geta f jallaö um hin aðskiljanlegustu málefni af þekkingu, meðbræðrum sínum til upplýsingar og eftir- breytni. Fyrir tilviljun barst mér í hendur DV, frá 13. apríl. Þar skrifar Jónas Guömundsson, rithöfundur, af anda- gift og einlægni þess sem af brýnni nauðsyn bendir meöbræðrum sínum þar sem miöur fer í þjóðfélaginu. Ekki tel ég ástæöu til að svara rit- höfundinum nema að því leyti sem grein hans snýr aö því félagi sem ég veiti forstööu, Sölufélagi Austur- Húnvetninga. Eg hef það fyrir satt aö Jónas hafi lokiö prófi til stýrimanns og þá væntanlega lært eitthvað í reikningi. Væntanlega hefur honum þá líka veriö kennt eitthvaö um rekstur skipa og liöi í rekstri sem nefnast fjármagnskostnaður, viðhald og af- skriftir. Jafnvel kann hann aö hafa heyrt nefnda liöi eins og tryggingar, opinber gjöld og viðhald. Meö samanburöi viö fomar skóla- bækur hefði hann þá komist aö því að í staðhæfingu hans á afkomu frysti- húss SAH 1979 vantar alla þessa liði í „dæmiö” hans enda eru þeir taldir í rekstrarreikningi félagsins fyrir þaðár. T.d. eru afskriftir fasteigna félags- ins áriö 1979 33,5 mBlj., afskriftir véla 10,9 millj. og viöhald og rekstur 37,5 millj. Opinber gjöld og tryggingar 31,6 mUlj. Bókfært nettóverð fasteigna og véla var 788,8 millj.kr. ^ Hlutur frystUiúss í fasteignum fé- lagsins var50,9%. Mér þætti vænt um ef rithöfundur- inn vUdi nú vera svo elskulegur að reikna fyrir mig „gróöann af geymslu ketsins” þegar tekiö hefur veriö tillit tU áöumefndra talna og eðlUegra vaxta af því fé sem bundið er í frystihúsi félagsins. Sundurliöað svar óskast birt á viö- eigandi hátt. Um bókhaldskúnst og „ólöglegt” .frystihús 1981 bendi ég rithöfundin- um einfaldlega á að lesa ársskýrslu SAH 1981. Stýrimenn hljóta aö vera læsir. Það er svo aftur umhugsunarefni hvort atvinnumálum rithöfundarins er svo iUa komið aö betra sé fyrir hann aö segja ósatt og fara meö firrur en vinna fyrir sér á annan hátt. Þér er því velkomið, Jónas minn, að koma í vinnu í sláturhús SAH næsta haust. Eg skal svo skreppa meö þér ein- hverja helgina tU bændanna hér í kring. Þar hittiröu menn sem vant- aði m.a. 3,2% á fufit verö þess kínda- kjöts sem þeir lögðu inn hjá SAH 1982. Varla hefur þaö veriö vegna of mikils „sláturgróða” félagsins. Þegar þú síðan hefur raunverulega kynnt þér málin skulum viö taka upp að nýju uppfræðslu fyrir lesendur DV um „sláturgróða”. Ættu ekki að gefa þessar gjaf ir G.S. skrifar: Vegna þessa uppistands sem er út af gjöf Landsvirkjunar, vU ég segja aö í gegnum árin hefur maöur aUtaf heyrt orðróm um óhóflega eyöslu í þessari stofnun og gaman væri aö vita hvaö er til í því. Mér finnst aö opinberar stofn- anir eigi ekki aö hafa leyfi til aö fara svona meö almannafé. Tveimur hjólum stolið Sveinn skrifar: Synir minir tveir uröu fyrir því óhappi að reiðhjólum þeirra var stoUð, ööru í október sl. og hinu nú í byrjun maí. Þetta eru forláta Scauff reiöhjól, 5 gíra, sem eru mjög dýr og þeirra er sárt saknað. Þau voru bæöi grá meö svörtum brettum og álteinum og gjörð. Ef einhver veit um þessi hjól og get- ur skfiað þeim er honum heitið fundar- launum. Þetta er á Háaleitisbraut 10 ogsíminner 82516. Laugardagslokun verslana: Austri og Suðri- púkablístrur kerfisins Vestri skrifar: Nú hafa Suðri og Austri sameinast í trúnni á aUsherjarhaftakerfi í verslunarháttum á höfuöborgar- svæðinu. Síöast er þaö Austri sem kveður sér hljóös hér í lesendadálki DV og getur ekki oröa bundist vegna þess að Vestri stingur upp á aö komiö veröi á vaktafyrirkomulagi i verslunum um helgar. Austri telur aö yfirgnæfandi meiri- hluti verslunarfólks sé húsmæöur. Má vera að svo sé og er þá ekki að furða þótt Austri sé óánægður. Þeir eru margir, þaö er satt, sem senda konur sínar út að vinna og það meira að segja aUa virka daga og ætlast til aö þær sinni húsmóðurhlutverki að auki þegar heim kemur. Og undir það skal tekiö aö ofverk væri að ætla þeim konum aö bæta viö sig helgarvinnu, þótt einhver eigin- maöurinn myndi ekki telja það nema sjálfsagt. Hitt er annaö mál að það eru til fleiri þegnar í þjóöfélaginu en hús- mæður og eiginkonur. Þaö er mikið af einhleypu fólki Uka, þ.á m. nem- endur, t.d. þeir sem núna sjá ekki fram á aö fá neina atvinnu, einmitt yfir sumarmánuöina. Þeir væru áreiöanlega fegnir aö komast í af- leysingavinnu um helgar í verslun- um og leysa þreytt verslunarfólk af. Og enn skal mótmælt þeirri bábfiju aö þjónusta verslana irni kvöld og helgar hækki vöruverð. Þaö er ekki staðreynd hér þótt verslanir hafi haft opiö um helgar, hvorki á Sel- tjarnamesi, né annars staðar á land- inu og hvergi eriendis. Auðvitað munu Austri og Suðri hrósa happi í lokin aö því er varöar opnunar/lokunartíma verslana, því hér breytist ekki neitt og hinn þögU meirihluti má sín einskis gagnvart „púkabUstrum” kerfisms sem aUt drepa niður í takt viö verkalýðsfor- kóUa á borð viö þá er stjóma VR meö harðrihendi. Og er ekki kveöja Austra til hins almenna neytanda dæmigerö , (orö- rétt úr lesendabréfi hans). „Ykkar líkum er engm vorkunn aö drattast út i búö á skikkanlegum tíma í staö þess aö vera eins og heimtufrekur krakki...”. — Meö öðrum oröum: Þetta er nógu gott fyrir ykkur, eins og þaö er! Dæmigert úr kerfmu gegnum aldh-nar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.