Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 9
DV.MANUDAGUR 4. JÚNI1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umheimurinn spyrst nú fyrir um örlög Andrei Sakharovs og mótmæli fara fram víða um heim vegna meðferðar sovéskra yfirvalda á honum. Myndin var tekin við athöfn í háskólanum í Pennsylvaníu fyrir nokkru er Sakharov var sæmdur heið- ursdoktorsgráðu þar. En stóll hans er auður því að sjálfsögðu var hann ekki viðstaddur athöfnina. Afganskir skæruliðar missa Panjsher-dalinn Tímaritið Newsweek skýrði frá þvi i gær að för eins af fréttamönnum blaðsins í þyrlu yfir Panjsherdalinn í Afganistan virtist staðfesta þá fullyrðingu Babrak Karmals, forseta landsins, að stjórnarherinn hefði unnið sigur á skæruliðum þar. Sovéski herinn og afganskir stjórnarhermenn hófu mikla sókn í apríl siöastliðnum inn í Pansjher-dal sem löngum hefur verið höfuðvígi skæruliðaílandinu. Rússar fullyrða að Sakharov sé við góða heilsu Sovésk yfirvöld fullyrða að vísinda- og andófsmaðurinn Andrei Sakharov sé á lífi og hafi hætt hungurverkfalli sínu. Frá þessu skýrði Jose Federico de Carvajal, forseti spænska þingsins, er hann sneri heim frá Moskvu í gær- kvöldi. ,,Sovésk yfirvöld hafa gefið mér tryggingu fyrir því að Sakharov sé við bestu heilsu,” sagði hann. Carvajal spuröist fyrir um Sakharov á sunnudagsmorguninn, á síðasta degi vikulangrar opinberrar heimsóknar hans til Sovétríkjanna. „Ég hafði samband við sovésk yfir- völd þegar ég heyrði sögusagnirnar um að Sakharov væri látinn,” sagði Carvajal. „Háttsett sovésk stjórnvöld fullviss- uðu mig um að hann væri á lífi og það var augljóst að þau höfðu kannað málið áður en þau létu mér þessar upp- lýsingar í t.hætti hann viö. Breskt dagblað hafði það eftir „á- reiöanlegum heimildum” um helgina aö Sakharov væri látinn. Dóttir Sakharovhjónanna sagði i sjónvarps- viðtali í gærkvöldi að hún vissi ekki hvort það væri rétt enda væri ó- mögulegt aö komast að hinu sanna í málinu. Forkosningum Demókrata- f lokksins lýkur á morgun Fréttamaður Newsweek sagði eftir könnunarferð yfir dalinn að hersveitir Karmals virtust hafa þar fulla stjóm. Fréttamaðurinn hafði spurt Karmal hvers vegna útlendir fréttamenn fengju ekki að sjá með eigin augum hvort fullyrðingar stjórnarinnar um sigur á skæruliðum ættu við rök að styðjast. Var fréttamanninum þá boðið í þyrluferð yfir dalinn og varð niður- staöan hans sú sem áður er getið. Forkosningum Demókrataflokksins í Bandaríkjunum lýkur á morgun. Verður þá kosið í fimm fylkjum, Kaliforníu, New Jersey, New Mexico, South Dakota og Virginíu. Kosið verður um 486 fulltrúa. Mikilvægastar eru kosningarnar í Kaliforníu og New Jersey því þar verður kosið um 413 fulltrúa samanlagt. Frambjóðendurnir þrír sem bestum árangri hafa náð — Walter Mondale, Gary Hart og Jesse Jackson — komu fram í sjónvarpi í gær og ræddu þeir aðallega um afvopnunarmál og horfur í alþjóöamálum. Voru fram- bjóðendurnir sammála um eitt atriði og það var aö Bandaríkin ættu aö setjast aö samningaborði með Sovét- mönnum og stööva vopnakapphlaupið. Mondale kvaö þaö skoöun sína aö koma ætti á árlegum fundi meö leiðtogum Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna og mætti meö því móti eyða tortryggni sem ríkjandi væri í sam- skiptum ríkjanna. Hart var mjög harðorður í garö Reagans og kvaö hann hættulegan á forsetastóli. Hann kvaðst vera hrædd- ur viö aö þriöja heimsstyrjöldin kynni aö veröa aö raunveruleika fyrir mis- skilning og tortryggnin á milli stór- veldanna væri stórhættuleg. Jackson skar sig nokkuö úr í um- ræðunum, meðal annars vegna þess aö hann ságöi stefnu Bandaríkjanna í málefnum Miö-Austurlanda alranga og Bandaríkin legðu of mikla áherslu á stuöning viö Israel. Mondale hefur nú afgerandi forystu í forkosningunum. Hefur hann nú þeg- ar tryggt sér um 1600 fulltrúa á flokks- tryggt sér atkvæöi um 900 fulltrúa og þinginu en hann þarf atkvæöi 1967 Jackson hefur nú rúmlega 300 fulltrúa fulltrúa til að ná kjöri. Hart hefur aðbakisér. Hart, Mondale og Jackson. Lokaslagur þeirra er á morgun. Þá er kosið i fimm síð- ustu fylkjunum. Duarte kveðst van- trúaður á friðar- vilja skæruliðanna Jose Napoleon Duarte, forseti E1 Salvador, kveöst vantrúaöur á aö skæruliðar í E1 Salvador vilji frið. Lét forsetinn þessi ummæli falla á sinum fyrsta blaöamannafundi en hann var formlega settur í embætti á föstudaginn. Duarte sagöi aö þeir sem réöu í herbúöum skæruliöa væru ekki til- búnir til aö fallast á neinar mála- miðlanir og þeir heföu ekki áhuga á neinu ööru en áframhaldandi bar- dögum. Fyrir viku var lesin upp í út- varpi skæruliöa tilkynning þess efnis aö skæruliöar væru reiðubúnir til aö setjast aö samningaborði. MYNDBANDALEIGA Til sölu, rótgróin á besta stað í Reykjavík. Lítil útborgun. Þeir sem hafa áhuga sendi nafn og síma til DV, Þverholti 11, fyrir næsta laugardag merkt „Myndbandaleiga 1234".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.