Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 45
45 Sviðsljósið DV.MÁNUDAGUR 4. JUNÍ1984. Feðgarnir smávöxnu, Michael og Kirk Douglas. Lítil hetja Hvort sem menn trúa því eöa ekki þá er gamla Hollywoodbrýnið hann Kirk Douglas ekki nema 168 sentímetrar á hæð. Maður hafði haldið að þessar hetjur hvíta tjaldsins væru minnst 2 metrar á hæð. I myndum sínum virðist Douglas alltaf vera stærri en hann er í raun og veru. Það er vegna þess að hann er með sérstakt skóinnlegg og kvikmyndatökuvélinni er aldrei beint þannig að honum að í ljós komi hversu lítill hann er. Þessar upplýsingar birtust í blaði einu í New York og er haft fyrir satt að leikarinn smávaxni hafi orðið trítil- óöur. Hringdi hann í ritstjóra blaðsins og heimtaði skaðabætur vegna þess- arar ærumeiðandi aðdróttunar. Rit- stjórinn sagði það gott og blessað en bætti því við hvort ekki væri aUt í lagi aö senda mann til hans meö málband. Þá skeUti Douglas á. FLÓKIÐ HJÓL Við fyrstu sýn mætti ætla að drengirnir á myndinni reyni að hjóla hvor í sína áttina og standi því i stað. Ekki er allt sem sýnist. Drengjunum sem búa í Loxstedt i Þýskalandi, hug- kvæmdist að tengja keöjurnar saman á sérstakan hátt, þannig að sá sem situr vinstra megin hjólar í sömu átt og sá er situr hægra megin. Myndin var tekin þegar drengirnir hjóluöu allt hvað af tók til hægri. LIFSHÆTTU- LEG ÍÞRÓTT SérkennUeg réttarhöld standa nú yfir í einu úthverfa San Fransiseo- borgar. Eigendur sex einbýlishúsa hafa höfðað mál gegn fasteignasölu- fyrirtæki vegna þess að það seldi þeim hús sem eru staðsett aUtof nálægt golf- veUi. Hver fjölskylda hefur krafist 2 miUjóna doUara skaöabóta. Fjölskylda nokkur sem býr við 13. teig hefur undanfarin sex ár safnað saman þeim golfkúlum sem lent hafa á húsinu og er þær voru taldar reyndust þær vera um 9.000 talsins. Þetta þýðir að kúlurnar lentu aö meðaltali 6 sinnum á húsinu á dag og um 30 til 40 sinnumumhelgar. Onnur fjölskylda hefur í gegnum árin verið öllu lánsamari því hún hefur búið við holu númer 9. Á húsi hennar hafa aðeins lent 2.100 kúlur. Þessar fjölskyldur hafa haldið því fram við réttarhöldin aö búseta þama jafnist á við að búa á skotbakka. Kúlnahríðin væri svo yfirgengUeg að ekki væri þorandi að senda börnin út í garð. Ein fjölskyldan reyndi jafnvel að verja sig og reisti sex metra hátt net vaUar- megin við húsiö. Þaö hafði engin áhrif, kúlurnar dundu eftir sem áöur á hús- inu sem sýnir aö lélegum golf- iökendum er ekkert órpögulegt. Nýkomið. Sumargarn frá Anny Blatt Opið virka daga: 10:00 -18:00 Laugardaga: 10:00-16:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.