Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 3
:> VA'TL ,? íi'iOAÚíM'i W.V'-f DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. Kennaraþingi lýkur í dag: Átök um kjor i stjorn Þriðja fulltrúaþingi Kennarasam- bands íslands lýkur í dag. Meðal mála er kosning stjórnar, en lög KÍ gera ráð fyrir að skipt verði um fimm félaga í stjórn á tveggja ára fresti. Stjórn KÍ skipa ellefu manns. Allar líkur eru á að Valgeir Gests- son formaður og Guðmundur Árna- son varaformaður verði endurkjörn- ir til þeirra starfa. Átökin standa hinsvegarumgjaldkera ogfulltrúa- stöður og þykir mörgum sem hlutur kvenna verði þar fyrir borð borinn. Af þeim fjórum konum sem sitja í stjórninni hefur verið ákveðið að skipta um þrjár og þykir allt eins líklegt að karlmenn hreppi sæti þeirra. Einnig munu fulltrúar dreif- býlisins vera óánægðir með hve fáum þeir hafi á að skipa í stjóminni og svo blandast stjórnmálin náttúrlega inn í þetta líka. - EA Kennarar fjölmenntu á þriðja full- trúaþing Kennarasambands íslands sem hófst síðastliðinn föstudag og lýkur í dag. Ákveðið var að segja upp núgildandi kjarasamningi kennara 1. september og boða verk- fall í kjölfar þess. Einnig var lagt til að KÍ segði sig úr BSRB. Kennarar gagnrýna ráðherra Á þriðja fulltrúaþingi Kennara- sambands íslands, sem haldið var um helgina, kom fram mikill ótti við hugmyndir menntamálaráðherra um að sveitarfélög taki að sér stærri hlut í kostnaði við skólahald en nú er. Bent var á að sveitarfélög væru misvel undir það búin að taka á sig slíka byrði og gæti þetta komið niður á gæðum kennslu víða um land. Töldu margir að ríkisvaldið væri eini aðilinn sem tryggt gæti jafnan rétt allra landsmanna til náms og að ríkið ætti fremur að auka hlut sinn í skólakostnaði en hitt. Á þinginu var einnig varað við áætlunum um að bjóða út gerð námsgagna eða láta sveitarfélög standa straum af kostnaði námsefn- is. Ríkið ætti einnig að láta meira til sín taka á þessu sviði og auka þátt- töku sína í starfsemi fræðsluskrif- stofanna. EA Hagnaðurhjá Hafskip 1983: En 19 milljónir í tapið á Eddu Aðalfundur skipafélagsins Haf- skips hf. var haldinn 1. júní síðast- liðinn. í ársskýrslu félagsins kemur fram að heildarhagnaður af rekstri félagsins fyrir árið 1983 nam 41,5 milljónum króna. Hlutdeild Haf- skips hf. í taprekstri Farskips hf. reyndist vera rösklega 19 milljónir króna. Hreinn hagnaður félagsins varð því 22,2 milljónir króna. Rekstrartekjur Hafskips hf. 1983 námu rúmlega 580 milljónum króna og varð hagnaður af rekstri fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld 128 milljónir króna. Hafskip hf. hefur nú sjö skip í áætlunarsiglingum til og frá landinu og störfuðu um 230 manns hjá fyrirtækinu hér á landi á síðasta ári. Álls starfa hjá fyrirtækinu 350 manns ef með eru taldir þeir sem starfa á þess vegum erlendis. Jakkar, dragtir og sumarkápur ígífurlegu úrvali %?■lllliyV OUIiliT EYÐIR MIIMNA EN CITROÉN 2 CV OG SAMT SNEGGRI OG HRAÐSKREIÐARI EN BMW. Ihebh£@^ æ Hinn þekkti bflamaður Finn Knudstup á Berlingske Tidende varð mjög hrifinn af NISSAN SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tækni og nákvæmni í framleiðslu kemur manni sannanlega á óvart. Þú kemst lengra á hverjum bensín- lítra á Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. Í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stór- vinsælum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra." BKRI.INGSKE Mere ekonomisk end 2 CV trods optræk som BMW Verð á Nissan Sunny, 4 dyra fólksbí), 5 gíra, 1500 cc, 84 hestöfl og ríkulega útbúinn, kr. 319.000. Við látum þér eftir að bera saman verð þeirra bíla sem Finn Knud stup minntist á í grein sinni. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar.— Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. NISSAN SUNNY, VINSÆLASTI OG MEST SELDI BÍLLINN í HEIMI ÁRIÐ 1983. IIMGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, sími 33560. - sls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.