Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 27
DV.MANUDAGUR 4. JUNÍ1984.
27
íþróttir íþróttir íþróttir fþróttir
Keflvíkingar skutust upp á toppinn í 1. deild:
„Lok, lok og læs og allt í stáli”
— Keflvíkingar höfðu góðar gætur á Páli Ólafssyni þegar þeir unnu Þrótt 1-0 í Keflavík
Keflvíkingar skutust upp í efsta
sæti 1. deildarinnar, með því að
sigra Þrótt suður í Keflavík á laugar-
daginn með einu marki gegn engu.
Naumur sigur, en eigi að síður verð-
skuldaður, því af sárafáum skorun-
arfærum í fremur hægum leik voru
færi heimamanna fleiri og þeir réðu
meiru um gang leiksins þegar á
heildina er litið. Samleikur Þróttara
var hins vegar öllu betri en IBK en
þeir áttu í erflðleikum með að ijúfa
vamarmúr heimamanna.
Greinilegt var að Keflvíkingar ótt-
uðust markaskorarann mikla, Pál
Ólafsson, og það var ljóst að Þrótt-
arar treystu mjög á hraða hans og
harðfylgi en keflvíska vömin hafði
á honum strangar gætur - lok, lok
og læs og allt í stáli og opnaði ekki
fyrir Páli, að uudanskildum tveimur
tilvikum í fyrri hálfleik. Besti maður
Þróttara og vallarins, sóknarbak-
vörðurinn Kristinn Jónsson, þaut
meðfram hliðarlínunni vinstra meg-
in og sendi knöttinn inn í vítateig
ÍBK á 10. mín., beint á ristina á
Páli. Hann skaut viðstöðulaust en
Þorsteinn Bjarnason var snöggur
upp á lagið og tókst með snerpu
sinni að slá knöttinn út fyrir mark-
súluna. Skömmu síðar slapp Páll úr
prísund ÍBK-varnarinnar, geystist
inn í vítateiginn og sendi knöttinn
fram hjá Þorsteini, þvert fyrir opið
markið en þar var enginn samherji
til staðar svo að knötturinn skoppaði
út fyrir endamörk.
Við þessa seinheppni dró mjög af
Þrótturum, en heimamenn, sem
höfðu átt í vök að verjast, efldust
að sama skapi en sóknarleikur þeirra
var nánast í molum framan af og því
vart um marktækifæri að ræða. Þó
átti Gísli Eyjólfsson miðvörður færi
Afall hjá
Hugin
Huginn frá Seyðisfirði varð fyrir
miklu áfalli þegar félagið lék gegn
Austra í 3. deildarkeppninni. Eyja-
maðurinn Sveinn Sveinsson, mið-
vallarspilarinn snjalli og þjálfari fé-
lagsins, varð þá fyrir því óhappi að
meiðast Ula - liðþófi slitnaði.
Sveinn, sem var lykilmaður í leik
Hugins, verður frá keppni í tvo
mánuði. - SOS
eftir hornspymu en skotið var laust
og auðvarið. Hraðinn var mjög lítill
í fyrri hálfleik og voru menn að
henda gaman að því hvort lognið og
hitinn hefði slævandi áhrif á leik-
menn, en veður til knattspymu var
eins og best getur orðið, logn og
sólarlaust.
Fékk knöttinn í bakið
og afstýrði marki
Keflvíkingar hófu seinni hálfleik-
inn af miklu fjöri. Strax á 47. mín.
fékk Einar Ásbjörn Ólafsson knött-
inn inn á markteigshomið en spymti
honum í bak samherja síns, Magnús-
ar Garðarssonar, sem nánast af-
stýrði marki fyrir mótherjana. Einar
fékk knöttinn aftur en einn Þróttar-
inn brá honum svo að ekki var um
annað að ræða af hálfu Sævars Sig-
urðssonar dómara en benda á víta-
punktinn. Sigurður Björgvinsson
skoraði örugglega úr vítaspyrnunni
og þar með voru þrjú stigin Keflvík-
inga. Það sem eftir var leiksins höfðu
heimamenn tögl og hagldir. Aðeins
um miðjan hálfleikinn tókst þeim
um stund að rétta úr kútnum og
sækja en án árangurs. Eina færið
átti Ásgeir Elíasson en Þorsteinn
varði í horn. Keflvíkingar áttu líka
sín færi og hefðu átt að bæta marki
við. Sigurjón Sveinsson skoraði fal-
legt mark af 25 metra færi en þar
sem tveir samherjar voru rangstæðir
var dæmt ógilt og Ragnar Margeirs-
son, sem sótti sig þegar á leikinn
leið, átti skalla rétt yfir þverslá
Þróttarmarksins.
ÍBK-liðið var nokkuð sundurlaust
framan af, á meðan það var að átta
sig á mótherjunum. í vömina vant-
aði Óskar Færseth en Rúnar Georgs-
son kom í hans stað og stóð sig vel.
Gísli Eyjólfsson og Valþór Sigþórs-
son unnu vel saman og voru öruggir
í miðvarðarstöðunum. Guðjón
Guðjónsson bakvörður var svolítið
utangátta framan af, en náði sér
alveg á strik þegar á leið. Tengilið-
imir vom slappir, en Einar Ásbjöm
átti góðan seinni hálfleik. Framlínan
náði aldrei vel saman, og menn
börðust um of upp á eigin spýtur.
Þróttarar léku áferðarfallega
knattspyrnu og liðið virtist heil-
steypt, en það er eins og þá skorti
sjálfstraust og brotni niður við mót-
lætið. Guðmundur Erlingsson átti
góðan leik í markinu en auk hans
voru þeir Ásgeir Elíasson, Kristinn
Jónsson, Ársæll Kristjánsson og
Jóhann Hreiðarsson, traustir í ann-
Vamarmenn á
skotskónum
— þegar Fylkir vann Selfoss 4-2 í 3.
deildar keppninni
Vamarleikmenn Fylkis sáu um að
skora mörk Árbæjarliðsins, þegar
það lagði Selfoss að velli 4-2 í 3.
deild. Selfyssingar skoraðu fyrst -
Gunnar Garðarsson - en Fylkis-
menn svöraðu með fjórum mörkum
og vora það vamarmenn sem
skoruðu þau öll. Haraldur Úlfars-
son, Hafsteinn Eggertsson og Sig-
hvatur Bjamason, sem skoraði tvö
mörk, bæði með þrumufleygum úr
aukaspyrnum. Páll Guðmundsson
náði að minnka muninn í 4-2 fyrir
Selfoss rétt fyrir lokin.
• Víkingur frá Ólafsvík vann ör-
uggan stórsigur (4-0) gegn Snæfelli
og var staðan orðin 3-0 eftir aðeins
15 mín. Logi Úlfljótsson, Jónas
Kristófersson og Gunnar Öra Gunn-
arsson skoruðu fyrir Víking en eitt
markanna var sjálfsmark Snæfells.
• Stjarnan skellti ÍK - 3-0. Óskar
Jóhannesson, Sveinn Sveinsson og
Þór Hinriksson skoruðu mörkin.
• HV tapaði 0-1 fyrir Reyni frá
Sandgerði og sáu leikmenn HV um
að skora mark Reynis - sendu knött-
inn f eigið net.
Mikið um jafntefli
Allir leikir nema einn í B-riðli 3.
deildar hafa endað með jafntefli.
Þrír leikir voru leiknir um helgina -
allt jafnteflisleikir 1-1.
• Guðmundur Áraason skoraði
fyrir Austra en Birgir Guðmundsson
jafnaði 1-1 fyrir Hugin.
• Guðmundur Ingvason tryggði
Þrótti Nes. jafntefli 1-1 gegn HSÞ -
skoraði úr vítaspyrnu rétt fyrir leiks-
lok. - SOS
þróttir Iþróttir
ars mjög jöfnu liði.
Liðin sem léku voru þannig
skipuð:
Þróttur. Guðmundur E., Arnar,
Kristján, Jóhann H., Ársæll, Ásgeir
El. Pétur A., Daði Harðarson, Páll,
Haukur Magnússon og Sigurður Pét-
ursson. Júlíus Júlíusson og Þorvald-
ur Þorvaldsson komu inn á sem
varamenn.
Keflavík. Þorsteinn, Guðjón,
Rúnar, Valþór, Gísli, Magnús G.
(.rviiMiim j.;, iigurour ö., tinar
Ásbjörn, Sigurjón, Helgi Bentsson
og Ragnar.
Maður leiksins: Kristinn Jónsson,
Þrótti.
- emm
Evrópumeistararnir
Liverpool fagna sigri í
Bruce Grobbelaar markvörður fagn
ar sigri i UMBR0 með félögum sin
um.
UMBR0 „0RIGINAL" félagsbúningarnir
fást hjá okkur
Sendum í póstkröfu
UMBRO umboðið
flSTUflD
umbro
SPORTVORUVERSLUN
Háaleitisbraut 68
Sími 8-42-40
Austurver