Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 10
rr 10 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Afkomendur ástralskra frumbyggja. Þeir hafa löngum staðið höllum fœti gagnvart hinum hvitu innflytjendum en nú stefnir i að Ástralia verði „e vróasisk' ‘ þjóð. Ástralíumenn deila um inn- flytjendamál Astralía er í auknum mæli tekin aö Astralíumenn allt annað en ánægöir. opna dyr sínar fyrir innflytjendum frá Asíu og hefur þaö valdiö miklum deilum meöal Astralíumanna þvi ekki eru mörg ár síðan innflytjendur voru nær einungis hvítir á hörund. Um þriöjungur þeirra 70 þúsund manna sem árlega setjast aö í Astraliu eru Asíumenn og sýnist sitt hverjum um mál þetta. Hefur það meðal annars valdiö miklum deilum í þingi landsins. Asíumenn eru nú aðeins um tvö prósent af íbúum Astraliu en þaö hlutfall hefur fariö hækkandi aö und- anfömu. Miklu veldur þar um að sá aúkni f jöldi af Víetnömum sem þeg- ar er í landinu kallar á og beitir sér fyrir flutningi ættingja ög vina frá Víetnam. Umræður um málið hafa oröiö svo haröar í ástralska þinginu að undan- föfnu aö sem dæmi má nefna aö Lewis Kent, þingmaöur Verkamannaflokksins, sem fer meö stjóm landsins, kallaöi þingmenn stjórnarandstööunnar kynþáttahat- ara fyrir að vilja fleiri innflytjendur frá Evrópu á kostnaö innflytjenda fráAsíu. Viðkvæm mál Innflytjendamál hafa ætíð verið viðkvæm í Astraiíu þar sem breskir og evrópskir landnemar settust að fyrir 200 árum og um aldamótin var ríkjandi stefnan „einungis hvítir” i þeim málaflokki. Innflutningnum varstjómaömeölögumfrá 1901 um að innflytjendur yröu aö standast staf setningarpróf í ensku. Fór svo aö Asíumönnum reyndist þetta próf af- skapiega erfitt og áriö 1907 stóðst enginn Asíumaöurprófiö. Eftir síöari heimsstyrjöldina var Evrópumönnum enn hampaö á kostnaö Asíumanna. Arthur Calwell, þáverandi innflytjendamálaráö- herra, lagði til að Asíumenn sem fyr- ir væru í landinu yröu fluttir á brott. En Bretar þurftu aöeins aö greiöa tíu sterlingspund fyrir fimm vikna sigl- ingu til aöhef ja nýtt líf í Astralíu. Fyrstu umtalsverðu breytingamar í þessum efnum komu ekki fyrr en 1964 er öörum en Evrópumönnum var heimilaö aö setjást að í landinu. A árunum 1975 til 1982 komu 90 þús- und innflytjendur fráSuðaustur-Asíu til Astralíu, langflestir þeirra frá Víetnam. Meö þessa þróun eru margir Þar á meðal er „hreyfing hinnar hvítu Astralíu”. Minnkandi tekjur „Asiufólk á brott” hefur veriö krotaö á veggi víðs vegar um landiö. Einkum era slikar áletranir fyrir- ferðarmiklar við háskólann í New South Wales þar sem mörgum nemenda þykir sem of mörg sæti komi í hlut nemenda af asískum upprana. Höfuöröksemdirnar hafa þó á liön- um árum verið aö tekjur í landinu hafi farið minnkandi og er svo komið aö Astralíumenn ráöleggja þeim inn- flytjendum sem kvarta aö snúa heim, jafnvel þótt þeir séu Bretar. Hinar skiptu skoðanir til þessara mála komu vel fram í fyrirlestri sem Geoffrey Blainey, virtur sagnfræð- ingur viö háskólann í Melbourne, flutti nýverið. Blainey er formaöur kínversk-ástralska félagsins og hef- ur veriö þekktur fyrir allt annað en kynþáttahatur. Hann sagði að hraö- inn á innflutningi Asíumanna til Astralíu væri nú mun meiri en al- menningur í landinu teldi heppilegt. „Forréttindahópur" „Sjaldan í sögu nútímans hefur þjóð veitt litlum minnihlutakynþætti íbúanna slíkan forgang eins og st jórn Astralíu hefur gert á síðastliðnum árum. Minnihlutahópurinn hefur oröiö forréttindahópur í innflytj- endamálum,” sagöi Blainey. Ræða hans kom af stað miklum blaöadeilum svo og umræðum í út- varpi og sjónvarpi um réttlæti núver- andi stefnu ástralskra stjómvalda. Skoðanakönnun sem framkvæmd var nýveriö sýnir aö 62 prósent Astralíumanna telja innflutning Asíumanna vera of öran. Hlutfall Asíumanna í hópi innflytj- enda hefur á síðustu fimm árum hækkaö úr 29,4 prósent í 33,2 prósent. Stjórnarandstaðan ætlar aö gera inn- flytjendamálin aö einu sínu helsta kosningamáli í kosningunum sem fyrirhugaöar era í febrúar á næsta ári. Telur enda aö meirihluti þjóöar- innar sé sama sinnis og hún í þeim málum. Verkamannaflokkurinn sýnir þess hins vegar engin merki aö honum sé aö snúast hugur. „Eg tel það óhjá- kvæmilegt aö Astralía verði evróas- ísk þjóö,” sagði Bill Hayden utan- ríkisráöherra nýverið. Peres. Staða hans hefur styrkst að undanförnu. Þótt enn séu tæpir tveir mánuöir í kosningamar í Israel þá viröist þegar stefna í aö Verkamannaflokkurinn undir forystu Simon Peres muni fara meö sigur af hólmi og því megi reikna meö stjómarskiptum í Israel í sumar. Peres, sem fram að þessu hefur yfir- leitt þótt heldur litlaus leiötogi, hefur að undanförnu hækkaö talsvert í áliti eftir nokkra vel útfæröa leiki á skák- boröi stjómmálanna. Hann hefur sóst eftir hylli gyöinga frá Marokkó sem fram til þessa hafa veitt Likud-banda- laginu mikilvægan stuðning. Honum Iiefur tekist að koma á einingu og aga í flokki sínum semá undanförnum áram hefur einkennst af sundurlyndi og sundrungu. Þá hefur honum tekist aö fá ýmsa gamalkunna stjórnmálafor- ingja Verkamannaflokksins til aö taka á ný sæti á Iista flokksins og kann þaö að reynast honum ómetanlegt í þeim slag sem fram undan er. Þar á meöal er Yitzhak Navon, fyrrum forseti Shamir forsætisráðherra á í vök að verjast. landsins og sagöur vinsælasti stjórn- málamaöur Israels um þessar mundir, Yitzhak Rabin, fyrram forsætisráð- herra, og Abba Eban, fyrrum utan- rikisráöherra. Skoðanakannanir Síöustu skoðanakannanir gefa til kynna aö Verkamannaflokkurinn gæti hlotiö 55 þingsæti af 120 í Knesset, 10 til 12 þingsæti umfram Likud-bandalagiö. Meö aðstoð smáflokka á vinstri vængn- um ætti Verkamannaflokknum því ekki að verða skotaskuld úr því aö ná þingmeirihluta og mynda ríkisstjóm. Þaö var skrautf jööur í hatt Peresar er hann átti stóran þátt í aö koma á þingi gyðinga í Marokkó á dögunum. Þing þetta sóttu gyðingar víös vegar aö úr heiminum og hlutu góðar móttök- ur hjá stjórnvöldum í Marokkó. Þaö var aö sjálfsögöu sögulegur atburöur í ljósi þess að formlega á Marokkó enn í stríöi viö Israel. Frá Israel kom 35 manna sendinefnd til þingsins og fyrir nefndinni voru níu þingmenn. Sjö þeirra voru úr Verkamannaflokknum. Þessi mikla þátttaka Verkamanna- flokksins í þinginu var ekki tilviljun því aö Peres hefur um nokkurt skeiö staöið í vinsamlegum bréfaskiptum viö Hassan konung í Marokkó. Shamir í vörn Shamir forsætisráöherra hefur á hinn bóginn átt í vök að verjast aö und- anfömu. Hann þykir engan veginn eins heillandi persónuleiki og Begin, fyrir- rennari hans. Hann mátti hafa sig all- an við aö halda formennskunni í Herut- flokknum þar sem mótframboö kom fram frá Ariel Sharon, hinum um- deilda fyrrverandi varnarmálaráö- herra landsins. Þá hefur Herut- flokkurinn átt í samstarfsörðugleikum viö Frjálslynda flokkinn, samstarfs- flokk sinn í Likud-bandalaginu. Þá heldur veröbólgan áfram aö geisa og síðustu tölur yfir hana benda til aö verðbólguhraöinn sé nú yfir 400 pró- sent á ári. Þá hefurafhjúpunísraelskra hryðju- verkasamtaka oröiö til að auka á erfiöleika Shamirs vegna þess aö stjórn hans hefur löngum neitaö því aö slík samtök væru til í Israel. Sömuleiö- is sú niöurstaöa opinberrar rann- sóknarnefndar aö ísraelskir hermenn . hafi bariö til bana tvo af palestínsku skæruliöunum er rændu strætisvagni í síöastliönum mánuöi og tóku farþega hans í gíslingu. Fréttabann sem stjórn- völd beittu í upphafi þessa máls hefur ekki oröiö til þess aö fegra( ásjónu Likud-bandalagsins. Kosið 23. júlí Enn er vafalaust of snemmt fyrir Verkamannaflokkinn aö fagna sigri í kosningunum 23. júlí. Bent hefur veriö á aö flokkurinn þurfi aö bæta við sig 250 þúsund atkvæöum frá kosningun- um 1981 til aö tryggja sér völdin. Líbanonmálið mun vafalaust koma mjög við sögu í kosningabaráttunni. Verkamannaflokkurinn studdi innrás- ina þar í upphafi og Likud-bandalagið gæti slegiö sér upp á því aö kalla ísra- elska herliöiö heim frá Líbanon fyrir kosningar. Þá er staöa Verkamanna- flokksins ekki of sterk í Palestínumál- inu. Flokkurinn hefur lýst sig fúsan til aö láta „hluta af vesturbakkanum” í skiptum fyrir friö. En Hussein Jórdaníukonungur hefur þráfaldlega hafnaöþví boöi. Israelsmenn hafa á stundum fengiö á sig orö fyrir að kjósa frekar menn en málefni og þar stendur Verkamanna- flokkurinn sennilega betur að vígi en Likud-bandalagið, einkum vegna þess að Begins nýtur ekki lengur viö í bar- áttunni og Shamir skortir persónutöfra hans. STJÓRNARSKIPTI , SENNILEG í ISRAEL í SUMAR Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.