Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 5
DV.MÁNUDAGUR 4. JUNl 1984. 5 UmlOOmanns í vinnu við fíugstöðina — steypuvinna er þegar haf in Vinna er hafin við annan áfanga nýju flugstöðvarbyggingarinnar á Kefla- víkurflugvelli. í honum felst öll steypu- vinna við húsið og verður þá lokafrá- gangur þess einn eftir. Reiknað er með að þessi annar áfangi taki um átján mánuði í framkvæmd og munu um 100 manns vinna að verkinu þegar mest verður. Þrjátíu manna hópur starfar nú við undirbúningsvinnu. Fyrirtækið ístak hefur umsjón með þessum áfanga flugstöðvarbyggingar- innar en samningur þess við utanríkis- ráðuneytið hljóðar upp á 206 milljónir króna. EA JÓHANNA HÆTTIR MÓTMÆLASVELTI Viö Norðurá í Borgarfirði þar sem veiðst hafa 27 laxar. Á minni myndinni er Halldór Þórðarson með fallegan iax sem hann veiddi fyrsta veiðidaginn. DV myndir G. Bender. Jóhanna Tryggvadóttir hefur hætt hungurverkfalli sínu. „Mér er búið að líða hroðalega. Ég er búin að vera 62 sólarhringa í mótmæla- sveltiý sagði Jóhanna í samtali við DV í gær. í þessu níu vikna svelti sínu kvaðst hún einungis hafa neytt vatns með ör- lítilli mjólk út í. „Ég hef reynt að vekja athygli á mál- staðnumý sagði Jóhanna, sem með að- gerð sinni var að mótmæla því að borgaryfirvöld skyldu hafa fellt niður framlag til Heilsuræktarinnar í Glæsi- bæ sem hún stýrir. Ennfremur var Jó- hanna að mótmæla því að fyrirtækinu væri gert ókleift að reisa hús eftir teikn- ingu Alvars Aalto á lóð á horni Sigtúns og Kringlumýrarbrautar. Jóhanna kvaðst ekki hætt baráttu sinni. Hún sagði að undirskriftasöfnun væri farin af stað. -KMU. Enginn fískur á Lækjartorgi „Við höfum verið að basla við það svo vatnsrennsli og ólykt sem ég held að Laxveiðin f er vel af stað: Hafa veitt 27 í Norðurá Hin góða byrjun í veiðinni kætir stangveiðimenn og gefur vonir um mjög gott veiðisumar. Fyrstu dagarnir hafa gefið vel í Laxá á Ásum og Norðurá í Borgarfirði þar sem við leit- uðum frétta í gærdag. „Mjög góð byrjun, komnir á land 14 laxar og er veitt á tvær stangir," sagði Kristján Sigfússon á Húnastöð- um. „Sá stærsti sem kominn er á land var 12 pund og hann veiddi Aðalsteinn Jónsson hjá Sjöfn á Akur- eyri. Eitthvað hafa veiðimenn séð af laxi“ „Það veiddust 27 laxar 1 opnuninni, sem er mjög gott, í fyrra veiddust 2 laxar,“ sagði Ólafur G. Karlsson, for- maður Stangaveiðifélags Reykjavikur, í veiðihúsinu við Norðurá. En það hefur verið vaninn í gegnum tíðina að stjórn félagsins veiði alltaf fyrstu dag- ana. „Vegna þess að hlýtt var og svo hefur rignt innfrá varð næstum óveið- andi í ánni á öðrum degi. Þá fengust aðeins 4 laxar og svo veiddust 2 laxar í morgun. Hún er mórauð, áin. Hann var 12 punda sá stærsti sem veiðst hefur,“ sagði Ólafur í lokin. G. Bender. Óvenjuleg afmælisveisla: árum skiptir að koma öllum matvæla- viðskiptum undir þak og loks þegar það fer að bera árangur þá vilja allir rjúka með vörur sínar út á götu“ sagði Oddur R. Hjartarson, framkvæmdastjóri Heil- brigðiseftirlitsins, aðspurður um erindi fisksala eins sem sótt hafði um leyfi til að fá að selja fisk á Lækjartorgi. Erindi þess eðlis barst frá skrifstofu borgar- stjóra og eftir umfjöllun í heilbrigðis- ráði var því hafnað. „Fisksalinn ætlaði að selja ferskan fisk úr sölutjaldi og slíku fylgir bæði Vínveitingar á Hótel Hofi Hótel Hofi hefur verið veitt vínveit- ingaleyfi og samfara því hefur af- greiðslutíma verið breytt í nýinnrétt- uðum veitingasal hótelsins. Hann er nú opinn daglega frá kl. 8 til kl. 23 daglega. Nýlega var komið fyrir leikkrók fyrir börn í matsalnum en fríar veitingar eru fyrir börn yngri en 6 ára og hálft gjald fyrir börn 6—12 ára. -FRI Tvær bílveltur TVær bílveltur urðu í nágrenni borgar- innar í fyrrinótt, önnur við Háls í Kjós, á blindhæð, en hin við Leirvogsá á Kjalarnesi. Meiðsli á fólki í þessum veltum voru minniháttar en bílarnir eru töluvert skemmdir. -FRI Ashkenasy kemur9.júní Vladimir Ashkenasy er væntanlegur til landsins 9. júní næstkomandi. Hann kemur hingað frá París til að stjórna Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna á tvenn- um tónleikum sem haldnir verða í Laugardalshöll á vegum listahátíðar dagana 9. og 10. júní. Ashkenasy mun spila með hljómsveitinni á fyrri tónleik- unum en sonur hans, Stefán, leikur ein- leik á þéini síðári." " " " * 'EÁ” ekki myndi bæta bæjarbraginn mikiðý sagði Oddur og bætti því við að þetta væri líklega í fyrsta skipti sem umsókn um leyfi til fisksölu á Lækjartorgi hefði borist yfirvöldum. -EIR 15 SYSTKINIÞÚSUND ÁRA Haldið var upp á óvenjulegt afmæli í höfuðborginni á laugardaginn. Það voru samtals 13 systkini sem héldu upp á samanlagt 1000 ára afmæli sitt. Systkinin, sem eru flest búsett á höfuðborgarsvæðinu, höfðu látið reikna út sameiginlegan árafjölda sinn og á laugardaginn stóð það upp á dag að þau voru samtals 1000 ára. Árafjöldinn var reiknaður út með aðstoð tölvu. w HlllllllllllllllllllimilllMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIII II11111111111111111111 llllllllllllllltllllll Biiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmimi 11111111111111IIIIIIMMMIIIMMIMIIIIMMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIMMIIMI111111111111111111111111 Mlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllfllllllllllllllll BELLARIUM 1 BELLARUJM-S UV ljósaperur — 80 og 100 W. la SA1-12-100W ( SYSTEM ) 20 mín. eða 30 mín. Made in W. - Germany \ / fyrir allar tegundir sólbekkja. j^iiiiMiiiiiimiiiimiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiMii sæs Hagstætt verð. 'iiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiii PALL STEFANSSON! UMBOÐS & HEILDVERZLUN 1 BLIKAHÓLUM 12, R.VÍK SÍMI (91)-72530 | ... SarnafH þakdúkur á Norðurlandahúsinu í Færeyjum • Torfþökerugömuloggróinhefðhjá frændum vorumi Færcyjunt. • Við lögðum 2000 fermetra af Sarnafil-þakdúki undir torf á hið glæsilega Norð- urlandahús í Færeyjum. • Við höfunt lagt yfir 60.000 fermetra af Sarnafil-þakdúki undanfarin þrjú ár. • Þetta svarar til 10 einbýlishúsa á mánuði að jafnaði. • Sarnafil er skrúfað niður, heillímt eða lagt laust undir farg til dæmis úr möl, torfi eða hellum. Þrjár góðar ástæður til að þú hafir líka sam- band við Fagtún hf. þegar þú byggir, endur- nýjar eða selur: II Fagtún selur og gengur frá Sarnafil-þakdúki og hefur náð fullkomn- um tökum á lausn allra helstu vandamála við flöt þök á íslandi. Fagtún gerír úttekt á þakinu þínu og síðan sundurliðað tilboð þér að kostnaðarlausu. Fagtún, ásamt norskum framleiðanda Sarnafil-dúksins og íslensku tryggingarfélagi gefur þér ábyrgð á efni og vinnu við þakið, sem gildir í 10 ár. Ef þú ert að selja fylgir ábyrgðin til hins nýja eiganda. Þú getur lika selt verksamning við okkur með húsinu. Nýttu þér okkar reynslu — það borgar sig! fagtun FAGTÚN HF, LÁGMÚLA 7, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 28230

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.