Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 7
DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. 7 Neytendur Og skal þá spurt: Hvers vegna fást „sunnanvörur” í þessari einu búð? Er það vegna þess að þegar KEA keypti þessa búð af fyrri einkaeiganda, sem óskaöi eftir að hætta samkeppni við hringinn, þá fylgdi sú kvöð af hendi seljandans að viðskiptavinir verslun- arinnar skyldu áfram segja fyrir verkum um vöruval í versluninni? — Svari nú þeir sem gerst vita! Og vakna þá nokkrar fleiri spurningar: Gerið þið, reykvískir iðjumenn, ykkur grein fyrir því að framleiðsluvörur ykkar eru almennt bannvara „fyrir norðan”, — en á sama tíma láta Sunnlendingar sér lynda að „norðanvörur” eru seldar af nánast öllum kaupmönnum sunnanlands viö hlið ykkar framleiðslu, „sunnanvör- unnar”. Geriö þið, reykvísk borgaryfirvöld, ykkur grein fyrir hversu mikið sunnan- vörubann KEA-samsteypunnar fyrir norðan krukkar í tek jumöguleika borg- arsjóðs Reykjavíkur á meöan reykvískir kaupmenn og neytendur taka ekki upp siði norðanmanna og banna „norðanvörur” á Reykjavíkur- svæðinu? Gerið þið, reykvískir neytendur, ykkur grein fyrir hvaða áhrif sunnan- vörubann norðanmanna hefur á al- mennt efnahagslíf þar fyrir noröan og hér fyrir sunnan? — Og sést í bili nokkurt ráð annað en að mæta þeim norðanmönnum SlS-veldisins á eigin siðferðisplani, — tala við þá á þeirra eigin tungumáli, — og BANNA NORÐ- ANVÖRUR HER SUNNANLANDS! - Og skulu nú sunnlenskir neytendur og kaupmenn látnir um það hvernig best sé að haga framkvæmdum. Alltaf mætti svo endurskoða aðgerðimar, fáist noröanveldiö til aö taka sinna- skiptum. Tæpitungulaust ætti það andsvar sem helst myndi skiljast, til að norðan- næðingnum hér fyrir sunnan linni, ai vera þetta: A meðan Norðlendingai banna „sunnanvörur” þá skulum vii hér fyrir sunnan láta þá um sínai „norðanvörur”: Flóru-smjörliki, Vex uppþvottalög, Braga-kaffi, KEA pylsur, Sjafnar-málningu o.s.frv. o.s.frv. Við héraa fyrir sunuan eigun nefnilega okkar eigin úrvals sunn lensku framleiðsluvörur, og þó óþari sé nefni ég þessar: Ljóma-smjörlíki Þvol-uppþvottalög, Kaaber-kaffi, SS pylsur að ég tali nú ekki um sunr lensku málningarvörumar marg reyndu. Að lokum skal það skýrt tekið frar að um leið og samsteypuveldi SIS fyri noröan lætur af sínum áralöngu einol unartilburðum skal undirritaður verð fyrstur manna til að draga til bak framangreindar áskoranir til sunnai manna, en ég brýni jafriframt fyr norðanmönnum að það vorum ekki vi hér fyrir simnan sem hófum þenna leik. Jafnframt bendi ég á að ef sv heldur sem horfir þarf enginn að ætl aö SlS-auðhringurinn ætli aö láta si nægja að leggja undir sig smi söluverslun Reykjavíkurbúa. Iðnaðu Reykvíkinga fer sömu leið ef ekki e spymt við af festu OG STRAX! — A öðrum kosti verður ástæðulaust a draga öllu lengur að bæta ESSINU (S framan við nafn fósturjarðarinnar. Að svo mæltu bið ég DV að bjóð. þeim norðanmönnum og öðrum rým fyrir andsvör sín, — þeirra verðu beðiðaf áhuga. hann hvort þessir söluaðilar fengju nægilegt aðhald frá heilbrigðisyfir- völdum. Hann sagði ennfremur að heil- brigðiseftirlitið reyndi aö gera eins mikiö og unnt væri til að inna þetta eftirlit af hendi. En hvað snerti kjötvinnslu hér á landi væri víða pottur brotinn. Það væri ekki bara hjá söluaðilum sem ástandi væri ábótavant. Það er í raun allur ferillinn frá því að dýrinu er slátrað og þar til kjötið kemur á disk neytandans. Það má margt betur fara í sláturhúsum landsins. Þó að mörg þeirra hef ðu starfað á undanþágu væri ekki þar með sagt að í þeim húsum væri ástandið verst. Þaö þyrfti að gera stórátak í kjötvinnslumálum á Islandi Menntun í sambandi við kjötvinnslu þyrfti aö stórauka. Það væri ekki frá- leitt að komið yrði upp kjötvinnslu- skóla líkt og gert hefur verið í fisk- iönaðinum. —APH ÍSAMFELD 13 ÉR hafa allir vinningsbílar í FORMULA 1 heimsmeistarakeppni kapp- akstursbíla verið á KONI höggdeyfum! Eru til betri meðmæli? Kappakstur, rallýakstur og akstur almennt við hverskonar erfið skilyrði krefst ýtrasta samspil ökumanns og ökutækis. Góðir höggdeyfar skifta þar verulegu máli og geta skift sköpum um Síðastliðin 13 ár hefur KONI sýnt og sannað ótvíræða yfirburði á sínu sviði. Þú nýtur góðs af því enda eru KONIhöggdeyfar sem framleiddir eru í bílinn þinn af sama gæða- flokki og tæknilega eins uppbyggðir og KONI höggdeyfar í FORMÚLA 1 kappakst- ursbílum. Ábyrgð — viðgerðarþjónusta. FYRIR HEIMSMEISTARANN OG FYRIR ÞIG Siðumúla 29 Simi84450 H KONI-KOMI a\eWi. Vt\ NYBYLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 ÞÓRA DAL, AUGLÝSINGASTOFA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.