Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 13
DV.MÁNUDAGUR4-. JÚNl 1984. 13 nmi \ 11É '0 i 1 m g«a|öjj ; „Ásakanir á hendur fyrírtækja i heiium atvinnugreinum um það að þau séu úrelt og ekki samkeppnisfær |frá einmitt þessum sömu aðilum og stöðugt hafa krafist núll-rekstrar er þess vegna mjög hjáróma rödd efekki fölsk." ekki reiðubúnir að hætta neinu í vafasaman eða óhættusaman „busi- ness” þó efnileg hugmynd sé að baki. Þjóðhag hafa bankar lítið haft í huga enda ekki taliö það sitt hlutverk. Eins og áður sagði hefur oft komiö fram snörp ádeila og jafnvel hneykslan á undanförnum árum að íslenskir hugvitsmenn hafi þurft að leita út fyrir landsteinana til aö koma snjöllum uppfinningum á framfæri. Auðvitað eru margar hugmyndir og svokallaðar uppfinningar tómt rugl og það hefur verið eytt þó nokkru fé í margar slíkar vitleysur í fortíðinni. Þess vegna eru „ríkis-sjóðirnir” kannski ennþá varkárari. Hinu er ekki að neita að góðar íslenskar hugmyndir hafa stundum lent í framleiðslu er- lendis, í mörgum tilvikum einmitt vegna þess að hér var enginn aðili sem var þess umkominn að taka þá áhættu að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Enginn aðili hefur getað metið það út frá viðskiptalegum sjónarmiðum með framtiðina í huga hvort veðjaö skuli á efnislega möguleika þó óvissir séu. Meöan þennan aöila vantar munum við halda áfram að tapa góðum iðnaðartækifærum úr landi. Kjallarinn AHÆTTUFIARSJOBIR Fyrir skömmu birtist í blaði grein eftir Björn Matthíasson hagfræðing um nauösyn þess að til sé sjóöur eða banki sem geti f járfest sjálfur í nýrri eða nýstárlegri atvinnustarfsemi. Hann gagnrýnir það á vissan hátt að bankar og sjóðir hér séu íhalds- samir, taki enga áhættu og hyggi lítt að þjóðarhag eða framþróun. Þá var einnig í öðru blaði rætt við sviss- neskan útibússtjóra Citybank, stærsta banka heims. Hann lét svo ummælt að íslenskir bankar hefðu gott af þvi að fá samkeppni, þá væntanlega með því að erlendar iánastofnanir reistu hér útibú. Undir báöar þessar uppástungur skal hér eindregið tekið. Það hefur svo sem oft verið kvartað undan því í ræðu og riti að áhættufjármagn vanti í íslenskum atvinnuvegum: Rannsóknaniður- stöður, góðar hugmyndir og upp- finningar komist þvi ekki á fram- leiöslustig og annaðhvort veslist upp> og deyi hér heima eða séu fluttar úr landi. Smæö íslenskra fyrirtækja veldur því að þau hafa ekki möguleika á að leggja í verulega áhættu vegna nýrra, óvissra hugmynda. Núllrekstrarstefna at- vinnuveganna, sérstaklega sjávarút- vegs, hefur líka séð til þess aöekkert má vera eftir til útvíkkunar á starf- seminni, ekki einu sinni til eðlilegrar endumýjunar eða bættrar sam- keppnisaðstöðu. Asakanir á hendur fyrirtækjum í heilum at- vinnugreinum um þaö að þau séu úr- elt og ekki samkeppnisfær, frá ein- mitt sömu aðilum og stöðugt hafa krafist núll-rekstrar, er þess vegna mjög hjáróma rödd efekkifölsk. Máttlitlir sjóðir Sumir vilja kannski telja „litlu” vöruþróunarsjóðina, Fiskimálasjóð, Iðnrekstrarsjóð og Framleiðnisjóö landbúnaöarins til slíkra áhættufjór- sjóöa. En þeir eru bæði ósköp mátt- litlir og auk þess styrkja þeir hug- myndir og tilraunir beint með smá- fjárframlögum en skipta sér lítiö af þvi hvort þeir styrkir koma að gagni eða ekki. Ahættufjársjóðir taka ein- mitt þátt í þeirri starfsemi sem þeir fjárfesta í og græða ef vel gengur en tapa auövitað líka en þá ásamt öðrum hluthöfum þeirra „vonlausu” fyrirtækja. Fjárfestingalánasjóðimir „stóru” Fiskveiðasjóður, Stofnlánadeildin, Iðnlánasjóður, lána aftur á móti eftir pólitískum skömmtunarreglum, vel teygjanlegum, en með litlar áhyggj- uraf aðseminni. Ríkissjóður og Ríkisóbyrgða- sjóður hafa vissulega fjárfest i áhættusömum fyrirtækjum. Þaö hefur a.m.k. ékki alltaf verið hugsað um arðsemi slíkra fyrirtækja, sbr. togarakaup allra síðustu ára. Kisiliðjan viö Mývatn er kannski dtt besta dæmið um óvisst og áhættusamt fyrirtæki sem heppnaðist og hefur skilaö arði, a.m.k. stundum, þrátt fyrir að ýmsu leyti erfið skilyrði. Fyrir utan heppni með starfslið hefur blákalt gróða- Sjónarmið meðeigandans í Kísiliðj- unni örugglega reynst þungt á metunum. Ahættu eiga menn ekki að fá að taka nema bera ábyrgð á því ef illa fer. Það er því miður sjaldgæft í íslenskum ríkiseignar- eða ríkis- tryggðum fyrirtækjum. Loks eru svo viðskiptabankamir með sín „steinsteyputryggðu” veð, BJÖRN DAGBJARTSSON FORSTJÓRI RANNSOKNAR- STOFNUNAR FISKIÐNAÐARINS Ahættufjársjóðir með erlendu fjármagni er hugmynd sem skoða verður fordómalaust. Það er engin ó- stæða til þess aö rfkiö sé með öll erlend lán til fjárfestinga á bakinu og velti afborgunum svo yfir á skatt- greiðendur ef illa fer. Ætli innflutningur fjár sé svona illa séöur vegna karakúl-fjárins um árið? Bjöm Dagbjartsson. AÐ DUGA EÐA.. Mönnum lærist, að fátt er verra í pólitik en að hafa rétt fyrir sér. Nema ef vera skyldi að vekja á því athygli sjálfur. Þannig safna menn glóðum elds að höfði sér. Þögnin er allra best. Hún særir engan, móögar engan, skyggir ekki á neinn. Þeir sem þegja mikið hafa hvorki rétt fyrir sér né rangt fýrir sér. Þeir taka aldrei áhættu. Slíkum er mjög treystandi. ,,Stabílt” fólk. Traust eins og massíf bílskúrshurö. Að þegja hátt Galdurinn er sá einn að læra að þegja. Ekki bara að þegja í hljóði með lokaöan munninn. Þegja hátt með opinn munn. Tala oft og tala mikiö en hafa ekki skoöun nema í málum þar sem allir eru sammála. Annars bæði pro og kontra. Alltaf sitt pundið af hvoru. Slíkt lýsir íhygli og djúpri ábyrgðarkennd. Róa á bæði borð en róa þó ekki. Hafa bara áramar úti. Báöar. I senn. Byggja sig upp. Erfa landiö. Varaformaður talar Því er þetta sagt, aö varaformaöur Sjálfstæðisflokksins hefur sætt á- mæli flokksbræðra sinna fyrir að hafa stigið út af þessum breiða og beina vegi dyggðarinnar á íhalds- f undi á Selt jamarnesi nú á dögunum. Varaformaðurinn sum sé dró aöra árina inn og deif hinni í. Lýsti skoðun sinni á rikisstjóminni og þvi, aö stærsti flokkur þjóðarinnar sæti í ríkisstjórn undir forystu Framsóknar en hefði sinn eigin unga og nýja formann eins og pramma í slefi í stað þess að láta hann „standa upp í stafni og stýra dýrum knerri”. Varaformaðurinn sætir ekki ámæli fyrir að hafa rangt fyrir sér. Nei. Flestir flokksbræður hans segjast vera sammála honum. Hon- um er ámælt fyrir aö segja skoðun sína. Hann átti sum sé aö þegja upphátt á fundinum. Maðurinn er hvorki íhugull né barmafullur af ábyrgðarkennd. í deiglu Hvaö sem því líður er ljóst bæði af orðum varaformannsins og for- mannsins, að í sumar veröa stjóm- málin í deiglu. Formaðurinn sagði það ekki lengur vera sjálfgefið aö ríkisstjórnir yrði að mynda með Framsókn. I sjónvarpinu á þing- lausnardag sagði hann einnig, að stjórnarsáttmáli sá, sem gerður var fyrir einu ári, væri nú afgreiddur. I kurteisisskyni lagði hann til að sömu flokkar semdu nýj an. Hafa menn veitt því athygli, að Þjóðviljinn hefur skyndilega breytt um tón í skrifum um launþegamál og reynir nú að semja frið við Asmund. Hversvegna? Umbrotatímar í vændum Eg hef þá skoðun, aö umbrota- tímar séu í vændum í pólitíkinni og nenni ekki að þegja yfir henni. Hvaða hlut ætla íslenzkir jafnaðar- menn sér í málunum? Eg nenni ekki heldur að þegja yfir því, að í haust nokkm áður en þing hófst ræddi ég stööu jafnaðarmanna í blaöagrein í DV og lagði til, að Alþýðuflokkurinn og BJ reyndu með sér samstarf á þingi báðum til góðs. Viðbrögðin hjá ýmsum voru ósköp áþekk því, sem Friðrik Sophusson fær að heyra hjá flokksbræörum sinum nú. Samt fæ ég ekki betur séð en flest það hafi gengið eftir sem í þeirri grein sagði að gerast myndi ef jafnaðarmenn reyndu ekki að mynda samstöðu á sl. vetri. Eða gengu menn kannski sterkari af þingi en á þing? Að hafa skoðun Ekkert breytist af sjálfu sér. Ef menn vilja breyta veröa menn að hafa skoðun. Aö lóta skoðun í ljós eins og mál nú standa er vissulega að taka áhættu. Ahættan getur verið jafnmikil hvort heldur menn hafa rétt eða rangt fyrir sér. Með því að hafa skoöun kallar þú ávallt ó and- stööu. Verður aldrei „óumdeildur”. Ferð heldur aldrei lengra en þú sjálfur kemst. En fyrirlítir þú lit- leysið á þér að vera sama. Stærsti skoðanahópur á Islandi eru jafnaðarmenn. Flokkur þeirra á að vera stærsti flokkur þjóðarinnar. Kosningamar 1978 gáfu fyrirheit um, að það á að vera hægt. Séu um- brotatímar í aösigi eins og margt bendir til gefst annað tækifæri. En því aðeins að menn hafi með- vitaða skoðun og vakandi vilja. Bar- áttugleði, eldmóður og hugmynda- auðgi Vilmundar heitins Gylfasonar báru okkur á leið kosningasigursins 1978. Slíkir menn eru ekki auðfundnir. Þá er ekki heldur hægt „að búa til”. En fyrir utan þá meðfæddu gáfu, sem honum var gefin, var það alfa og omega Vil- mundar, að hann hafði skoðun. Vissi Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR hvað hann vildi. Kunni ekki þá „list” |að þegja bæði hátt og í hljóði. j Stjórnmálaflokkur verður aö eiga erindi. Eigi hann að öðlast viðurkenningu verður hann að hafa skýra afstöðu til mála. Eigi hann að vaxa verður hann að hafa afdráttar- lausar skoðanir þannig að fólkið viti fyrir hvað flokkurinn stendur, fyrir hverja hann berst og gegn hverju. Ut úr umbrotum næstu mánaða eigum við í Alþýðuflokknum og BJ að ganga saman sem slíkt stjórnmálaafl. Gerist þaö mun okkur berast liðsauki hvaðanæva að. I slíkri deiglu eru málin. Gerist það ekki er við okkur sjálf að sakast: Skortur á vakandi vilja, uppgjöf og erindisleysi. Sighvatur Björgvinsson. „Ég hef þá skoðun, að umbrotatímar séu í aðsigi í stjóramálum og nenni ekki að' þegja yfir henni. Hvaða hlut ætla íslenzkir jafnaðarmenn sér í málunum?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.