Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV.MÁNUDAGUR 4. JONI1984. Búrfellsgöngin hafa staðist Þjórsá í fimmtán ár: „Þaö reyndist allt vera í besta lagi” Eftir fimmtán ára þjónustu eru aðrennslisgöngin að Búrfellsvirkjun i góðu lagi. Það leiddi skoðun Lands- virkjunarmanna í ljós. í fyrsta sinn frá því Þjórsá var hleypt um göngin haustið 1969 fóru menn inn í efri hluta þeirra um helgina. Neðri hluti þeirra hefur oft verið kannaður enda það verk mun einfaldara. í miðjum göngunum í Sámsstaðamúla, þar sem fallgöngin lóðréttu byrja, eru nefnilega lokur og því hægur leikur að skrúfa fyrir vatnið. Meira verk er að skoða efri hlutann. Það hófst síðastliðinn fimmtudags- morgun er Þjórsá var allri hleypt í sinn gamla farveg um Tröllkonuhlaup og Þjófafoss austan Búrfells. Við það hætti að renna í Bjarnalón, hið ferkilómetra stóra, tilbúna miðlunarlón virkjun- arinnar. Smám saman taemdist lónið og hinn tröllslegi aðrennslisskurður að inntaks- mannvirkjunum við Sámsstaðamúla. Um kaffileytið á föstudag var lónið tómt en talsvert jarðvatn rann enn um skurðinn og inn í göngin. Vatnsrennslið var þó ekki meira en svo að hægt var að vaða um í gúmmístígvélum. Sérfræðingar Landsvirkjunar fóru inn í göngin til að mæla og skoða hvort þau hefðu eitthvað breyst við að fá í gegnum sig 220 rúmmetra vatns á sek- úndu í hálfan annan áratug. „Það reyndist allt í góðu lagi. Ekki var að sjá neinar skemmdir á göng- unum. Steypulag reyndist í besta lagiþ sagði Gísli Gíslason, fyrrverandi stöðvarstjóri virkjunarinnar. Tækifærið var einnig notað til þess að ná upp ristum við inntakið. Þær höfðu legið þar skemmdar líklega frá árinu 1970 þegar ísjakar fóru illa með þær. Nýjar ristar verða settar niður í haust. Þær hafa það hlutverk að hindra ísjaka og drasl í ánni frá því að komast inn. Slíkt gæti skemmt allvélarnar sex, sem alls framleiða 210 megavött. Landsvirkjunarmenn luku skoðun sinni á laugardag. Vatni var hleypt á þá um kvöldið. í gærkvöldi hóf Búrfells- virkjun aftur raforkuframleiðslu eftir fjögurra daga stöðvun. Ahrif stöðvunarinnar á þjóðarbú- skapinn voru í lágmarki. Orkunotkun í landinu er lítil á þessum tíma árs en vatnsrennsli í ám i hámarki. Aðrar virkjanir gátu því bætt upp missi Búr- fells. —KMU DV-myndir: Bj. Bj. og KMU. Séð úr göngunum út um inntakið. Göngin eru tíu metrar á hæð og tiu metrar á breidd, Starfsmenn Landsvirkjunar tóku rístarnar upp. ísjakar höfðu skemmt þær fyrir meira en áratug. Gengið um aðrennslisskurðinn. Mann- virkin eru engin smásmíði. Venjulega er vatnið i skurðinum 25 metra djúpt. Fyrstu mennirnir í 15 ár fóru niður í göngin um kaffileytið á föstudag. Þeir voru látnir síga 30 metra niður að gangamunnanum. j dag mælir Dagfari______________j dag mælir Dagfari___________j dag mælir Pagfari Voðalegar skoðanakannanir 1 hvert skipti sem DV fram- kvsmir skoðanakannanir taka taugar pólitikusa að titra. Skoðana- kannanir eru nefnilega með því marki brenndar að þær segja til um viðhorf kjósenda til stjórnmála- flokka og ríkisstjórna án þess að flokkarnir komi þar nokkrum vörnum við. Það er næsta óvanalegt í landi þar sem flokkapólitíkin ræður eða að minnsta kosti vill ráða öllu því sem lifir og hrærist í kjör- dæmunum. Þess vegna er stjórn- málaflokkum illa við skoðanakann- anir og vilja helst banna þær með lögum sem þýðir á mæltu máli að fólki skuli bannað að hafa skoðanir. Könnun á skoðunum fólks er sögð af hfnu 'Ua, ólýðræðisleg og stórhættu- leg vegna þess að niðurstöðumar geta haft áhrif á skoðanir annarra. Stjórnmálamenn hafa sem sagt ekki meira álit á dómgreind kjósenda sinna en svo að úrslit þeirra geti ráð- ið því hvort fólk kýs eins og flokkur- inn vill eða hvort það kýs eins og það sjálft vill. Þetta er það voðalegasta sem fánaberar flokksræðisins geta hugsaö sér og þess vegna á að þeirra mati að koma lögum yfir kannanir og banna þær með öllu þegar þær koma flokkunum illa. Þannig em þær raddir háværar að skoðanakann- anir rétt fyrir kosningar geti haft áhrif á úrslit sjálfra kosninganna. Spurning fer að verða hvort ekki eigi hins vegar að banna þá stjórnmála- menn sem eru hræddir við að kjós- endur segi álit sitt öðruvisi en með atkvæði sinu og í það minnsta er það rökrétt niðurstaða aö banna stjóra- málamönnum að láta í ljósi skoðanir eða halda uppi áróðri nokkmm dög- um fyrir hverjar kosningar. Ef banna á fólki að láta vilja sinn og við- horf í ljós í skoðanakönnunum hlýtur sú regla einnig að gilda um fram- bjóðendurna. Búið er að banna áróð- ur á kjörstað, búið er að vara við skoðanakönnunum rétt fyrir kosn- ingar, og ef það er hættulegt fyrir lýðræðið að almenningur láti upp hug sinn verður að gera þá kröfu til framvarða lýðræðisins, stjórnmála- mannanna sjálfra, að þeir umgang- ist lýðræðiö af sömu varúð. Sú aðferð er einnig til, sem Morgunblaðið ætlar að praktisera, að standa fyrir skoðanakönnunum, en láta undir höfuð leggjast að birta niðurstöðurnar. Hagvangur efndi til skoðanakönnunar í vor á vegum Mbl. og skilaði niðurstöðum í hendur rit- stjóraarinnar. Þeim var síðan stung- ið undir stól. Það var ekki fyrr en kverolant fyrir austan fór að fetta fingur út í þessi vinnubrögð, sem Moggi sá sig tilneyddan til birtingar, með fyrirslætti um að könnunin hafi verið of gömul til að vera marktæk. Þetta er svosum aðferð út af fyrir sig, en verður þó ekki skilin öðruvLsi en að þeir einir megi vita, sem öðrum kemur ekki við. Moggi má vita, en aðrir ekki og þá er bara að seinka samantekt og segja svo við --- ■ _______ DV MIDVIKUDAGUR» MAlim lýðinn, að niðurstöðurnar séu of gamlar til að þola birtingu! Á blaði allra landsmanna er stóri sannleikur meðhöndlaður með tilliti til lýðræðisins. Þar er það birt sem hentar best. Ef úrslit skoðana- kannana stríöa gegn þeim viöhorfum sem að mati málgagns lýðræðisins eru rétt hljóta þau úrslit að vera vit- laus og eru ómerk. Þess vegna birt- ast þau ekki. Þetta er og í samræmi við kenningar flokksþrælanna og pólitíkusanna sem sífellt eru að vara við skoðanakönnunum af því þær séu hættulcgar og skoðanamyndandi. Það er auðvitað miklu smekklegri og kurteisari aðferð að framkvæma skoðanakannanir án þess að birta niðurstöðurnar heldur en að leggja sig níður við það skítverk að banna þær með lögum. Tilganginum er náð meðan enginn veit neitt nema þeir einir sem hafa einkarétt á vitinu. Þannig má framkvæma bönn án þess að banna. Verst er hvað DV hefur lítinn skilning á þessari lýð- ræðisást. Kannski dettur einhverjum í hug að banna blaðið í nafni lýð- ræðisins? Eða leyfa blaðið en banna lesturþess! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.