Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 23
DV.MÁNUDAGUR 4. JUNl 1984. 23 Iþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Oleg Blokhin, fymim knattspyrau- maður Evrópu, átti enn einn stór- leikinn með sovéska landsliðinu. Frakkar léku sér að Skotum — í landsleik í Marseille „Þessi sigur okkar á Skotum þýðir ekki endilega að við sigrum Dani í fyrsta leiknum í Evrópukeppninni en hann jók sjálfstraust okkar og sýndi að við getum gert mjög góða hluti,“ sagði Michael Platini, fyrir- liði franska landsliðsins í knatt- spyrau, eftir að Frakkland sigraði Skotland auðveldlega 2-0 í landsleik í Marseille á föstudagskvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en við fáum miklu meiri mótstöðu í úrslitum Evrópukeppninnar. Ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum með gæði leiksins,“ sagði Hidalgo, landsliðsþjálfari Frakklands, eftir leikinn. Skotland var án landsliðsmanna sinna, sem leika með Liverpool, og átti aldrei möguleika gegn franska liðinu. Frakkar, sem hafa æft síðustu þrjár vikumar í mikilli hæð í Pyren- eafjöllunum, réðu gangi leiksins. Léku hraða knattspymu og það vom aðeins stangir skoska marksins sem komu í veg fyrir mun stærri sigur Frakka. Alain Giresse (Bordeaux) skoraði fyrra mark leiksins á 14. mín. með föstu skoti rétt innan vítateigs. Rétt Auðveldur sigur Rússa á Wembley — sigruðu Englendinga 2:0 í landsleik í knattspyrnu Sovétríkin unnu auðveldan sigur, 2-0, á afar slöku landsliði Englands í landsleik þjóðanna á Wembley- leikvanginum í Lundúnum á laugar- dag. Fyrsti sigur sovéskra á Wemb- ley og þeir höfðu mikla yfirburði í leiknum. Markvörður þeirra þurfti varla að verja skot. Annar sigur Sovétríkjanna á Englandi í lands- leikjum. Varamaðurinn Sergei Gotsanov Júgóslavía sigraði í Lissabon — vann Portúgal 3-2 í landsleik í knattspymu Tvö af úrslitaliðunum í Evrópumótinu í knatt- spyrnu, Portúgal og Júgó- slavía, léku landsleik í Lissa- bon á laugardag. Júgóslavar sigruðu 3-2 í skemmtilegum leik. Skoruðu tvö markanna beint úr aukaspyrnu og sigur- markið úr vítaspyrnu rétt fyr- ir leikslok. Angolamaðurinn Jordao skoraði bæði mörk Portúgal. Hið fyrra á 14. mín. eftir snjallan leik Carlos Man- uel og hið síðara á 33. mín. Aftur var Manuel maðurinn á bak við markið. Susic jafnaði úr aukaspymu rétt utan vítateigs á 21. mín. og undir lok hálfleiksins skoraði Hail- ozic annað mark Slava. í lokin skor- aði Stojovic sigurmarkið úr vfta- spyrnu. Benfica-leikmaðurinn Nene kom inn sem varamaður í leiknum og jafnaði þar með landsleikjamet Eusebio fyrir Portúgal, 64 leikir. Liðin voru þannig skipuð: Portúgal: Bento, Pinto, Pereira, Éduarde (Alvarp), Manuel (Vel- ose), Fransco (Sousa), Pacheco, Chalana (Vermelhinho) Jordao og Gomes (Nene). Júgóslavía: Simovic (Ivkovic), Miljus, Cop, Zajec (Hazdic), Katanec, Stojkovic, Gud- eli (Sestic), Susic, Bazarevic, Dev- erio og Halilovic (Stojovic). hsím. skoraði fyrra markið á 53. mín. eftir að Mike Duxbury hafði dottið á knöttinn. Gotsanov komst frír í gegn og skoraði hjá Shilton. I markinu hafði Shilton, sem lék sinn 60. landsleik fyrir England, nóg að gera. Hann varði vel frá Sergei Rodionov eftir að Oleg Blokhin hafði leikið hann frían og hreint meistaralega frá Khoren Oganesy- an. Á síðustu mín. leiksins varð Shilton að sjá á eftir knettinum öðm sinni í markið. Hann varði fast skot Blokhin en hélt ekki knettinum og Oleg Portasov skoraði. England komst næst því að skora þegar John Barnes átti skot í þverslá á 15. mín. Þá varði sovéski markvörðurinn, Renat Dasayev, vel frá Mark Chamberlain á 17. mín. Enska liðið var þannig skipað: Shilton, Duxbury, Kenny Sansom, Ray Wilkins, Graham Roberts, Terry Fenwick, Chamberlain, Bryan Robson. Trevor Francis (Mark Hat- ely, 71 mín.), Luther Blissett, John Bames (Steve Hunt, 66 mín.). Alain Giresse, fyrirliði Frakklands- meistara Bordeaux, skoraði fyrra mark Frakka gegn Skotum. áður hafði Maxime Bossis skallað yfir opið mark Skota. Frakkar sóttu mjög og þeir Amoros, Lacombe og Platini vom nálægt því að skora áður en Lacombe skoraði annað markið á 29. mín. af stuttu færi. Rétt fyrir leikhléið átti Platini skot í þverslá. Talsvert var um mannabreytingar eftir leikhléið en það var sama ein- stefnan og áður á skoska markið. Platini átti skot bæði í slá og stöng en fleiri urðu mörkin ekki. Fjórði sigur Frakka í röð þar sem þeir m.a. sigmðu Vestur-Þýskaland 1-0, nú- verandi Evrópumeistara. Liðin vom þannig skipuð: Frakkland: Bats, Battiston, Am- oros, Le Roux, Bossis, Femandez (Genghini, 68 mín.), Tigana, Gir- esse, Lacombe (Bravo 45 mín.), Platini og Bellone (Six, 68 mín.), Skotland: Leighton, Gough, Stew- art, Malpas, McLeish, Miller, Strachan (Simpson, 45 mín.), Archibald, Johnston (Nicholas, 68 mín.), Bett og Wark. Áhorfendur hsím. 24.641. hsún. Reyndi við heims- met — í hástökki en tókst ekki Sovéski hóstökkvarinn Igor Paklin reyndi við nýtt heimsmet í hástökki á miklu frjálsíþrótta- móti í Torino á Ítalíu á laugar- dag. Eftir að hann hafði sigrað í hástökkinu - stökk 2,29 metra - lét hann setja rána á 2,40 metra. Heimsmet Kinverjans Zhu Jian- hua er 2,38 metrar. Paklin átti góðar tilraunir við heimsmets- hæðina en tókst þó ekki að fara yfir að þessu sinni. Keppnin í hástökkinu var liður í fjögurra landa keppni Ítalíu, Sovétríkjanna, Póllands og Kúbu í Torino. Jury Sedykh, Sovétríkjunum, náði besta ár- angri í sleggjukasti í heiminum í ár, þegar hann kastaði 81,52 m. Heimsmethafinn Sergei Litvin- ov, Sovétríkjunum, varð að láta sér nægja annað sætið, kastaði 80,60 m en heimsmet hans er 84.14 m. Pólski spretthlauparinn frægi, Marian Woronin, sigraði auð- veldlega í 100 m hlaupinu og setti nýtt, pólskt met. Hlióp á 10.15 sek. Stefano Tilli, Italíu, annar á 10,28 sek. Viktor Markin, Sovét, sigraði í 400 m hlaupinu á 46,13 sek. Giovani Evangelisti, Ítalíu, sigraði í langstökki, 8,15 m. Romas Ubartas, Sovét, sigraði í kringlu- kasti. Kastaði 66,92 m en ítalarn- ir Marco Martino og Marco Bucci voru skammt á eftir með 66,56 og 65,98 m. hsím. Fótboltaskór Atli Goal malarsk. St. 4’/z-81/2 kr. 1358. O’Rehhagel Coach malarsk. St. 5-9 kr. 1660. Sportvöruvers/un Póstsendum íþrótt /ngó/fs Óskarssonar Laugavegi 69 — simi 11783 Klapparstig 44 — simi 10330 auðvita miiii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.