Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 44
44 DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Af hinum ástkæra leiðtoga KIMIL SUNG Leiðtoginn ástkæri sést hér kanna hvort fötin passi öruggiega. Maður er nefndur Kim II Sung og er hann forseti Norður-Kóreu. Hann varö 72 ára 15. apríl síðastliðinn og var af því tilefni gefiö út sérstakt blaö honum til heiðurs og ekki var lofið sparað. Blaði þessu var dreift um víða veröld svo þessi merkisviðburður færi ekki framhjá neinum. Það er við hæfi að birta glefsur úr einni greininni sem bar yfirskriftina „Hann fórnar sér fyrir fólkið”. Greinin hefst á frásögn af hinum elskaða leiðtoga og hetjudáðum hans í stríðinu við Japani. Ef marka má greinina þá hafa Kim og liðsmenn hans ekki gert neitt annað allt stríöið en rölta yfir fjöll og fimindi. „Einu sinni sem oftar komu Kim og félagar til byggða að nóttu til í rigningu og slyddu. Fólk þusti út úr strákofum sínum til að taka á móti honum. Hafði það meðferöis vetrarfrakka einn mikinn og vildi færa honum. En hinn ástkæri leiðtogi Kim II Sung vildi ekki þiggja frakkann heldur afhenti gömlum manni. Kim sagði að hann væri ekki þess veröur að þiggja svo höfðinglega g jöf. Seinna um nóttina fór hann svo og hjó eldiviö og sótti vatn í brunn og sagði meö áhersluþunga: , .Leiðtoginn er líka sonur f ólksins. ” Þegar stríðinu lauk tók við endur- reisnar- og uppbyggingarstarf auðvit- að undir forsjá Kim II Sung. Ef marka má greinina þá hefur ekki verið reistur sá útikamar sem Kim II Sung lagði ekki blessun sína yfir. Orðrétt segir: „Okkar ástkæri leiðtogi nýtur þess aö láta sér líða illa ef það er í þágu fólksins.” Margar frásagnir eru af ósérhlífnu starfi foringjans. „Nótt eina í rigningu og slyddu lagði foringinn leið sína upp til fjalla þar sem verið var að byggja stíflu. Viö þetta táekifæri sagði foringinn: „Geti fólkið lifað á hrís- grjónum þá er mér sama þótt ég blotni.” Greinarhöfundur segir ást Kim II Sungs á fólkinu takmarkalausa og því til sönnunar er eftirfarandi dæmisaga birt. Dæmisaga Þegar verið var að byggja stál- bræðslu í Hwanghae kom Kim II Sung þrjátíu og þrisvar sinnum í heimsókn. I einni þessara ferða hans segir frá því er yfirmennirnir buðu honum í há- degisverð. Foringinn leit á diskinn og sagði með tárin í augunum. „Eg myndi glaður sleppa einni, jafnvel tveimur máltíðum ef það yrði til þess aö verka- mennimir losnuðu við þennan þræl- dóm.” Að þessu mæltu ýtti hann diskinum frá sér og stikaöi í átt aö verksmiöj- unni. Þegar þangað var komið stóð hann stutta stund fyrir framan bræðsluofnana og mældi hitann sem frá þeim stafaði. Sagði hann eftir á að það væri ótækt að láta menn vinna í svo miklum hita. Ætlaöi hann að leggja sig allan fram um að bæta úr því ástandi. Því var það að foringinn kættist mjög er gosdrykkjaverksmiðja var reist skammt frá stálbræðslunni. Skipaöi hann svo fýrir að með reglu- legu millibili skyldu gosdrykkir sendir til bræðslunnar svo verkamenn gætu svalað þorsta sínum. Leiötoginn er glaöur og verka- mennimir em glaðir, og þegar hann kemur í heimsókn til stálbræðslunnar hrópa verkamennirnir sem einn mað- ur:, ,0, þú mikli föðurlegi leiðtogi. ” Segir ekki meira af hinum mikla leiðtoga Kim II Sung, í bili. Dýrkeypt gagnrýni Þeir Islendingar sem leggja leið sína til Danmerkur í sumar ættu að hafa þaö hugfast aö foröast lítið hótel, sem ber nafnið Hótel Vestjyden. Astæða þess er sú að þar vinnur skapstyggasti matreiðslumaöur í Danmörku. Ef gestir, sem leggja ieiö sina á hótelið, dirfast aö gagnrýna matinn, eru þeir teknir í karphúsið og barðir misk- unnarlaust sundur og saman, á þvi fékk 23 ára gamall atvinnuleysingi að kenna fyrir skömmu. Drengurinn sagði svo frá að hann og vinur hans heföu lagt leið sína á hótelið og ætlaö aö fá sér ærlega máltíð. „Við pöntuðum okkur kjöt meö lauk og auö- vitað bjór,” sagði drengurinn. „Allt var þetta með ágætum nema sósan. Hún var lapþunn og kekkjótt. Þar sem kjöt með lauk og þykkri sósu er minn uppáhaldsmatur, vakti ég athygli þjónsins á þessu. Eg hafði varla sleppt oröinu þegar kokkurinn stóð yfir mér, sveiflandi búrhníf. Það var meö naum- indum að ég gat forðast hnifslögin sem óður kokkurinn lagði til mín. Samt náöi hann aö skera mig í fingurinn. Leikur- inn barst út í eldhús og ég sló í borðið með heilu hendinni og leiddi kokkúm í allan sannleikann um hann og hans gagnrýni. ömurlegu matargerðarlist. Eg krafðist þess aö hann léti mig fá plástur á fing- urinn, í það minnsta að hann bæði mig afsökunar. Eg átti fullt í fangi með að halda aftur af kokknum þegar konan hans ruddist inn í eldhúsið og fór að berja á mér með kústskafti. Barði hún mig af miklu af li í magann og saman ýttu þau mér út úr eldhúsinu. Síðan tvimenntu þau á mig og hentu mér niður kjallara- tröppur. Eg rotaöist við fallið, og þeg- ar ég rankaöi við mér hélt kokkurinn mér föstum meðan kona hans baröi mig með kústskaftinu. Síðan man ég ekki meir.” Við athugun á sjúkrahúsi reyndist drengurinn fótbrotinn en mun vera á batavegi og hefur hann höfðað mál gegn matreiðslumeistaranum. Þegar þessi frásögn var borin undir kokkinn sagði hann aö drengurinn gæti sjálfum sér um kennt, hann hefði veriö drukkinn og sósan hefði verið þykk og alls ekki kekkjótt. Hann var ekki margorður um þessa atburði. „Strák- urinn skar sig sjálfur í fingurinn og þaö er rétt hjá honum aö konan mín hótaði að berja hann meðkústskaftinu. Eg skal segja ykkur alveg eins og er. Eg þoli það ekki þegar matargestir koma vaöandi fram í eldhús brúkandi kjaft eins og hann gerði. Það er ekki mér að kenna aö hann datt niður kjall- aratröppurnar. Eg var nýbúinn að baka pönnukökur og gólfið var hált. Meira vil ég ekki segja annað en það að strákfíflið sparkaði í klofið á mér um leið og hann datt aftur yfir sig niður stigann.” Það er fróðlegt aö velta fyrir sér hvað hefði gerst heföi drengurinn sett út á k jötið. KENNEDY SENN Á LAUSUM KILI Þannig er mál með vexti að Kennedy og ungfrúin fóru saman til Florida til að vera viðstödd útför bróðursonar hans. Sýndist mönnum allt vera í lukkunnar velstandi. Kennedy hafði pantað far með næstu flugvél heim til New York en þá kom upp úr dúrnum að aðeins tvö sæti voru laus. Kennedy þurfti nauðsynlega að hafa aðstoöarmann sinn meö sér og spuröi Cynthiu hvort hún gæti ekki tek- iö næstu vél. Við þaö trylltist ungfrúin og heimtaði lausa sætið. En þjóðmálin ganga fyrir og ástkonan varö aö taka næstu vél til baka. Síðustu fregnir herma að ungfrúin hafi hótaö öllu illu og enn eitt vandræðamálið virðist í uppsiglingu. Bandaríski öldungadeildarþing- maöurinn Edward Kennedy hefur alla tíð þótt maður kvensamur og hefur ekkert lát orðið þar á, sérstaklega eftir að hann skildi viö konu sína, Joan, hér um árið. Blaðamenn hafa ætíö fylgst náið með Kennedy og kvennamálum hans og er hún með ólíkindum sú harka sem þeir hafa sýnt við að fletta ofan af einkalífi mannsins. Hefur slúöur- þyrstur almenningur því haft nóg að smjattaá. ’Jpp á síðkastið hefur hann sést með sjónvarpsleikkonunni Cynthiu Sykes og olli framferði hans við hana mikilli hneykslun úti í Ameríku hjá þeim sem nenna að hneykslast yfir svona rn^lum. i ____ EdyvardKennedy. Drengurinn eftir umrædda máitið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.