Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 22
22 DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. —Bílabúub KAM M /“»5 Vagnhöföa 23 ■■■ iWV 770 Reykjavik Aukahlutir Varahlutir Sérparrtanir Sími 685825 VAGNHJ@LIÐ Vélaupptekningar Vatnskasaar og vélahlutir I amerlska bfla á lager. Mjög hagstætt verö. Aðalfundur SÍF Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleið- enda fyrir áriö 1983 verður haldinn að Hótel Sögu 7. júní nk. og hefst kl. 10 f .h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÖRN SÖLUSAMBANDS ÍSLENZKRA FISKFRAMLEIÐENDA. Eitt mikilvægasta atriði varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsyn- legt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna. Með þessa staðreynd í huga eigum við til á lager mikið úrval af rafsuðuvírauktækjaogfylgihluta. Tæknimennokkarveita fúslega allar upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆDUM OG GÚÐRI ÞJÖNUSTU = HEÐINN = VÉLAVERZLUN-SlMI: 24260 Seljum einnig hleðslustein til hleðslu útveggja (gamli, góði holsteinninn). *«<A *«KA Skipholti 35. Reykjavik, s. 8 35 22 - 8 35 46 Borgarnesi s. 93-7113 Afgreiðslustaður: Dalshrauni 8 Hafnar- firði, símar 50877 og 50869. LÁS-STEINN TIL HLEÐSLU í GÖRÐUM myndar fallegan hleðsluvegg sem heldur vel við jarðveg. >« (þróttir (þróttir(þróttir Varamaðurinn skor aði rétt í leikslok — og Breiðablik vann sinn fyrsta sigur í 1. deild í suntar á Akureyri Frá Pétrí Ólafssyni, fréttamanni DV á Akureyri. Blikamir úr Kópavogi nældu sér í sinn fyrsta sigur í 1. deildinni í sumar þegar þeir sigraðu Þór á Akureyrí í heldur þófkenndum ieik á laugardag, leik, sem var litið fyrir augað, mest miðjuþóf. Varamaður Breiðabliks, Þorsteinn Hilmarsson, skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrír leikslok. Gefið inn í vítateiginn og Þorsteinn skallaði knöttinn yfir Pál Guðlaugsson markvörð sem hafði hlaupið út í teiginn og í markið. Blikamir fögnuðu gífurlega, hreint eins og þeir væra að sigra í íslandsmótinu. Sterk norðangola setti talsverð mörk á leikinn. „Þetta var opinn leikur og hvort liðið sem var gat sigrað. Jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit," sagði Magnús Jónatansson, þjáifari Breiðabliks, eftir leikinn. Þór lék móti golunni í fyrri hálf- leik og var þá betra liðið. Lítið þó um færi. Kristján Kristjánsson átti gott skot á Blikamarkið af löngu færi á 30. mín. en Friðrik Friðriks- son varði vel. Fimm mín. sfðar komst Kristján einn í gegn en spymti varamaður og skoraði sigurmark Breiðabliks tveimur mínútum fyrir leikslok. knettinum í hliðamet marksins. Á lokamínútu fyrri hálfleiksins átti Sig- urjón Kristjánsson gott skot á mark Þórs en Páll varði. Síðari hálfleikurinn var mjög þóf- kenndur, mest miðjuþóf og lítið sem ekkert um færi. Langskot mest, sem reyndust markvörðunum ekki erfið. Magnús, þjálfari Breiðabliks, setti báða varamenn sína inn á nokkm eftir miðjan hálfleikinn og það bar árangur þegar Þorsteinn skoraði rétt í lokin. Ólafur Björnsson, fyrirliði Breiðabliks, var mjög sterkur í vörn- inni og Friðrik öruggur í markinu. Páll átti einnig góðan leik í marki Þórs. Þá áttu Kristján og Jónas Róbertsson góðan leik. Liðin voru þannig skipuð: Þór: Páll, Jónas, Árni Stefánsson, Óskar Gunnarsson, Sigurbjörn Viðarsson, Guðjón Guðmundsson, Nói Björnsson, Bjami Sveinbjöms- son, Kristján, Halldór Áskelsson og Óli Þór Magnússon. Breiðablik: Friðrik, Benedikt Guðmundsson, Ómar Rafnsson, Loftur Ólafsson, Ólafur, Trausti Ómarsson, Vignir Baldursson, Jóhann Grétarsson, Jón Einarsson (Þorsteinn Hilmarsson 73 mín.), Ingólfur Ingólfsson (Guð- mundur Baldursson 77 mín.) og Sig- urjón. Dómari Baldur Scheving. Áhorfendur 686. Maður leiksins: ÓlafurBjömsson, Breiðabliki. PÓ/hsím. Háskólamótið í Oregon í USA: Sigurvegarar f rá mörgum löndum besti heimsárangurinn í 3000 m hindrunarhlaupi og 800 m Bandaríkjamaðurínn Faríey Ger- ber náði besta heimstímanum í ár í 3000 m hindrunarhlaupi þegar hann sigraði á vegalengdinni á stúdenta- leikunum bandarísku í Eugene, Or- egon, á föstudagskvöld. Hann hljóp á 8:19,27 mín. Bætti tíma sinn veru- lega. Átti best áður 8:24,72 mín., og aðeins einn Bandaríkjamaður hefur náð betri tíma. Henry Marsh 8:12,37 mín. Julius Korir frá Kenýa, sem var talinn sigurstranglegastur, varð ann- ar í hindrunarhlaupinu á föstudag eftir hörkukeppni við hinn 24 ára Gerber. Tími Korir var 8:19,85 mín. Joaquim Cmz, hlauparinn kunni frá Brasilíu, varð háskólameistari í 800 m hlaupinu. Hljóp á 1:45,10 mín., sem er besti heimstíminn í ár. Hlaupið var mjög erfitt vegna mikils hvassviðris. Earl Jones, USA, varð annar á 1:45,70 mín. Bandaríkjamaðurinn Danny Harris bætti eigið piltamet í 400 m grindahlaupi, þegar hann sigraði á 48,81 sek. Hann er aðeins 18 ára og hljóp á 49,16 sek. fyrir mánuði. f 400 m grindahlaupi kvenna sigraði Nawal E1 Moutawakit frá Marokkó. Hljóp á 58,84 sek., sem er nýtt mótsmet. Breski samveldismethafinn Matt Milsham, Bretlandi, varð háskóla- meistari í sleggjukasti. Kastaði 74,74 m. Kjell Bystadt, Svíþjóð, varð ann- ar með 73,28 m og Robert Weir, Bretlandi, sem sigraði í greininni í fyrra, varð nú þriðji með 72,48 m. Bandaríkjamaðurinn Ed Eyestone sigraði í 10.000 m á 28:05,30 mín. en þar kom mjög á óvart að Gidamis Shahanga, Tanzaníu, sem sigraði á Bandaríkjamaðurínn John Brenn- er varpaði kúlunni 21,92 metra - fimmti besti árangur í greininni sem náðst hefúr í heiminum - þegar hann sigraði í kúluvarpinu á stúd- entaleikunum í frjálsum íþróttum í Eugene, Oregon, á laugardag. Michael Carter varð annar. Varpaði 21,76 metra í sjöttu og síðustu til- raun sinni. Carter á met í sigrum á NCAA-mótunum. Hefur sigrað átta sinnum á innan- og utanhússmótum stúdenta í kúluvarpi. Bandaríkjamaðurinn Mike Con- ley sigraði í þrístökki, stökk 17,36 m sem er annar besti árangur Banda- ríkjamanns í greininni. Ánnar varð Joseph Taiwo, Nígeríu, með 17,18 m. Brasilíumaðurinn Joaquim Cruz, sem sigraði í 800 m á föstudag, vann auðveldan sigur í úrslitum 1500 m hlaupsins á laugardag og eftir þann sigur hafði lið Oregon-háskólans tryggt sér sigur í stigakeppni karla f keppninni. Cruz hljóp á 3:36,48 vegalengdinni í fyrra, varð nú aðeins í áttunda sæti á 28:54,16 mín. Besti tími hans í fyrra var 27:46,93 mín. - hsím. mín. írinn Marcus O’Sullivan varð annar á 3:37,40 mín. Tveir Kenýa- menn urðu fyrstir í 5000 m hlaupinu. Julius Korir sigraði á 13:47,77 mín. og Peter Koech varð annar á 13:48,70 mín. hsfm. Heimsmet í lyftingum Alexander Guniashev, Sovétríkj- unum, setti tvö ný heimsmet í þungavigt í lyftingum á móti í Rheims í Frakklandi á föstudags- kvöld. Hann snaraði 208,5 kg, sem er hálfú köói meira en heimsmet hans var, og snaraði síðan 211 kg. Þar með bætti hann heimsmet Alex- 'anders Kurlovic, Sovétríkjunum, sem fyrr á mótinu hafði snarað 210,5 kg. Samanlagt náði Guniashev 465 kg og bætti þar með eigið heimsmet um 2,5 kg. Það setti hann í Lenin- grad í desember síðastliðnum. hsím. STÓLPAÁRANGUR í KÚLUVARPINU (þróttir (þróttir Iþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.