Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1984, Blaðsíða 26
26 DV.MÁNUDAGUR 4. JUNI1984. Iþróttir Iþróttir íþrótti íþróttir íþróttir NORMAL-ÞUIMIM-INNLEGG ÖRUGG - ÞÆGILEG - HAGSTÆTT VERÐ RAFTÆKJA DEJLD [hIHEKLAHF LAUGAVEGI 170- 172 SÍMAR 11687 • 21240 AMERÍSK HEIMILISTÆKI í SÉRFLOKKI ÞVOTTAVÉL VERÐ KR. 34.650.- GREIÐSLUSKILMÁLAR Völsungur hlaut 3 stig á ísafirði — sigraði heimamenn 3-2 í 2. deildinni Frá Val Jónatanssyni, fréttamanni DV á ísafirði. Völsungur frá Húsavík nældi sér í þrjú stig gegn ísfirðingum hér á ísafirði á laugardag. Sigruðu 3-2 og heimamenn voru óheppnir að tapa þessum leik því þeir sóttu miklu meira í leiknum. Sá fyrsti á grasvell- inum á ísafirði í sumar. Völsungur náði tveggja marka forustu í leiknum. Jónas Hallgríms- son skoraði úr vítaspyrnu á 16. mín. og Kristján Olgeirsson hreint gullfal- legt mark á 40. mín. Knötturinn lenti efst í markhominu eftir spyrnu Kristjáns af 25 metra færi. Algjör- lega óverjandi. Tveimur mín. síðar minnkuðu ísfirðingar muninn í 1-2. Benedikt Einarsson skoraði eftir aukaspyrnu en það stóð ekki lengi. Á síðustu mínútu hálfleiksins ætlaði Fengu ekki j flugvél ! Fresta varð leik liða Einherja | og Njarðvíkur í 2. deild. Það _ var ekki flugveður til Vopna- | fjarðar á laugardaginn vegna ■ þoku. í gær fengu leikmenn I Njarðvíkur ekki flugvél. I Leikurinn verður í kvöld. L____________________I Ingvaldur Gústavsson að gefa aftur á markvörð sinn en sendi knöttinn í netið. Staðan því 3-1 fyrir Völsung í hálfleik. ísfirðingar sóttu mjög í síðari hálf- leiknum en Húsvíkingar lögðust í vörn. Á 72. mín. tókst Guðmundi Jóhannssyni að skora fyrir ísafjörð, 2-3, og talsverð spenna lokakaflann. Þrátt fyrir látlausa sókn tókst ísfirð- ingum ekki að jafna. VJ/hsím. Þorgeir Reynisson. Þorgeir hélt uppteknum hætti — skoraði mark fyrir Siglfirðinga rétt eftir leikhlé. Það dugði þó ekki því að Skallagrímur tryggði sér jafntefli 1-1 Frá Kristjáni Möller, fréttamanni DV á Siglufirði: Þorgeir Reynisson, sóknarleik- maður Siglfirðinga, hélt uppteknum hætti, að skora mark rétt eftir leikhlé, þegar Siglfirðingar fengu Skallagrím frá Borgamesi í heim- sókn. Þetta mark Þorgeirs dugði þó ekki til sigurs þar sem Garðar Jóns- son náði að jafna 1-1 fyrír Skalla- grím. Ingi Björn og lærisveinar fögn- uðu geysilega — þegar þeir náðu að tryggja sér jafntefli 1-1 í Eyjum Ingi Björn Albertsson og læri- sveinar hans hjá FH fögnuðu geysi- lega í Vestmannaeyjum, þegar þeir náðu að tryggja sér jafntefli 1-1 á elleftu stundu gegn Eyjamönnum. Það var Guðmundur Hilmarsson sem skoraði jöfnunarmark FH - átta mín. fyrír leikslok, eftir mikinn darraðardans inni í vítateig Eyja- manna. Það er ekki hægt að segja að Eyjamenn hafi fengið óskabyrjun í 2. deildar keppninni. Þeir hafa gert þrjú jafntefli og þar af tvö á heima- velli. Þeir voru mun frískari en FH-ingar og náðu að skora rétt eftir leikhlé - 1-0. Hlynur Stefánsson skoraði markið eftir sendingu frá Kára Þorleifssyni. 4. deildin Þér vann Stokkseyri Þór, Þorlákshöfn, sigraði Stokks- eyri 4-1 (1-0) í 4. deild í Þorlákshöfn á föstudag. Eiríkur Jónsson, tvö, Ármann Einarsson og Stefán Garð- arsson skoruðu mörk Þórs en Hall- dór Viðarsson fyrir Stokkseyrí. í leiknum varði Eyjólfur Þórðarson, Þór, vítaspyrnu. hsím. Eyjamenn féllu í þá gryfju að freistast tíl þess að halda fengnum hlut, þannig að þeir drógu sig til baka. Þar með náðu FH-ingar smám saman tökum á leiknum og sóttu grimmt að marki Eyjamanna án þess þó að skapa mikla hættu. Það var svo Guðmundur sem náði að koma knettinum í netið og jafna 1-1, eins og fyrr segir. - FÓV/-SOS Hlynur Stefánsson. Strekkingsvindur, norðanátt, setti svip sinn á leikinn, sem varð rok- leikur mikill. Þrátt fyrir það tókst leikmönnum liðanna að skapa sér mörg góð marktækifæri, sem þeir náðu þó ekki að nýta, og má segja að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit. Þorgeir Reynisson skoraði fallegt mark eftir 90 sek. í seinni hálfleik, en hann skoraði eftir 60 sek. í leik gegn Víði á dögunum. Björn Sveins- son tók þá aukaspymu og sendi knöttinn vel fyrir mark Skallagríms. Þar var Baldur Benónýsson á réttum stað - skallaði knöttinn til Þorgeirs, sem skallaði hann síðan áfram - í markið hjá Skallagrími. Adam var ekki lengi í paradís hjá Siglfirðingum því að 90 sek. síðar vom leikmenn Skallagríms búnir að jafna metin. Það var Garðar Jónsson sem skoraði markið - einnig með skalla. Siglfirðingar vom nær búnir að tryggja sér sigur á 89. mín. leiksins. Jakob Kárason átti þá þrumuskot að marki Skallagríms - knötturinn fór rétt yfir þverslá. - KM / - SOS 3.DEILD A-riðill: Fylkir - Selfoss 4-2 Víkingur Ól. - Snæfell 4-0 Stjarnan - IK 3-0 HV - Reynir S 0-1 Fylkir 3 3 0 0 11-2 9 Víkingur Ól. 3 2 10 8-2 7 Reynir S 3 2 10 3-1 7 Stjaman 3 2 0 1 8-2 6 Selfoss 2 10 1 3-4 3 Grindavík 2 0 11 2-3 1 Snæfell 3 0 12 2-10 1 HV 2 0 0 2 1-6 0 ÍK 3 0 0 3 1-9 0 B-ríðill: Huginn - Austri 1-1 HSÞ - Þróttur N. 1-1 Magni - Austri 1-1 Valur - Leiftur Frestað Leikurinn fer fram annað kvöld kl. 20. Magni 3 12 0 4-2 5 Austri 3 0 3 0 3-3 3 Þróttur N 2 0 2 0 3-3 2 Huginn 2 0 2 0 3-3 2 HSÞ 2 0 2 0 2-2 2 Leiftur 10 10 1-1 1 Valur 10 0 1 0-2 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.