Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Síða 7
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Af hveriu er
verið að
selja óleyfi-
legar perur?
„Eg hef aldrei heyrt um aö þessar
perur væru ekki leyfðar. Eg veit aö
þær eru á mörgum stofum. Af hverju
er þá verið aö selja þetta ef þaö er ekki
leyfilegt,” sagði Þórunn Anna Björns-
dóttir hjá sólbaösstofu sem auglýst
hefur Belarium S perur í sínum lömp-
um.
Hún sagðist hafa tekið viö rekstri
sólbaðsstofunnar fyrir þrem vikum og
kæmi þetta sér algerlega á óvart. Þór-
unn Anna var greinilega slegin yfir
þessum upplýsingum. Hún kannaðist
ekki við að hafa nokkru sinni heyrt um
skaðsemi Belarium S peranna.
A.Bj.
HEILBRIGDISEFT-
IRLITIÐ EKKI ATHl „Heilbrigðiseftirlitið kom hingað og skoðaöi allt og skrifaði niður hvaða perur voru hér í notkun. Þeir geröu engar athugasemdir,” sagði Þrúöur Guönadóttir á sólbaðsstofu, sem auglýst hefur sérstaklega Belar- GERDI JGASEMD ium S perur. Perurnar eru frá Benco, aö sögn Þrúðar, og sagðist hún aldrei hafa heyrt um annað en að Belarium S perurnar væru viðurkenndar perur. A.Bj.
UPPLÝSINGAR UM ÚTFJÓLUBLÁA GEISLUN:
Dreifing útfjólublárrar geislunar frá sólarlampa, er hlotið hefur samþykki geislavarna
Hollustuverndar rikisins, er mjög lik dreifingu útfjólublárrar geislunar frá sólinni. Þó getur
útfjólubláa geislunin frá sólarlampanum verið mun meiri, oft um fjórum (4) sinnum meiri,
en útfjólubláa geislunin frá sólinni.
Skaðleg áhrif á augu og húð:
Skaðleg áhrif of mikillar útfjólublárrar geislunar frá sól og sólarlömpum eru vel þekkt. Hun
getur valdið skaða á augum (snjóblindu) og á húð (roða-bruna). Hversu mikil skaðlegu
áhrifín verða, ræðst af því hversu næmur einstaklingurinn er fyrir útfjólublárri geislun, svo
og af því hversu mikil geislunin er. Því meiri, sem geislunin er, þess alvarlegri verða
áhrifin. Húð, sem ekki er sólbrún fyrir, er mun næmari fyrir útfjólublárri geislun, en húð
sem þegar er sólbrún.
Ofnæmi:
Ýmis efni, sem eru í sumum lyfjum og fegrunarlyfjum, geta aukið mjög næmi fyrir
útfjólubláum geislum. í sérstökum tilfellum geta þessi efni valdið ofnæmi fyrir útfjólublárri
geislun.
Húðkrabbamein:
Útfjólublá geislun getur, á löngum tíma, valdið varanlegum breytingum á húðinni. Húðin
eldist um aldur fram, verður hrukkótt og hrjúf. Þessar breytingar geta verið undanfari
húðkrabbameins. Vitað er, að samband er á milli útfjólublárrar geislunar og húðkrabba-
meins.
Varahlutir:
Mikilvægt er, að aðeins séu notaðir viðurkenndir varahlutir, svo sem siur, perur og annað
í sólarlampa. Notkun annarra varahluta getur aukið útfjólubláa geislun með stutta
bylgjulengd. Eykur það hættuna á skaðlegum áhrifum.
Geislavarnarreglur:
1. Notið ávallt gleraugu.
2. Fylgið leiðbeiningum um lengd og tiðni sólbaða. Farið ekki oftar en einu sinni á dag í
sólbað.
3. Vmis efni í sumum fegrunarlyfjum geta valdið ofnæmi. Hreinsiö þvi húðina vandlega
fyrir sólbað.
4. Viss lyf geta valdið ofnæmi. Hafið þvi samráð við lækni, áður en þér farið í sólbað, ef
þér eruð í lyfjameðferð.
5. Leitið læknis, og þá helst húðsjúkdómafræöings, ef þér takið eftir varanlegum
breytingum á húð yðar. Dragið það ekki, ef um er að ræða myndun fæðingarbletta,
sem stækka.
6. Notið aðeins viðurkennda varahluti og sams konar perur og gert er ráð fyrir, að
notaðar séu.
HOLLUSTUVERND RÍKISINS
- GEISLAVARNIR -
Það er sniðugt ráð að ryksuga óværuna af stofublómunum en sennilega er gott að nota eitur jafnhliða.
DV-mynd GVA
Oværan ryksug
uð af plöntum
„Við urðum fyrir þeirri óskemmti-
legu reynslu, hjónin, að við fengum
lús á stofublómin okkar. Við vorum
búin að eitra en allt kom fyrir ekki,“
sagði heimilisfaðir einn í samtali
við ney tendasíðu D V.
„Við urðum að henda tveimur
plöntum sem okkur þótti mjög mið-
ur. Svo áttum við mjög fallega rós
úti í garði sem búin var að blómstra.
Okkur datt í hug að taka hana inn
og þá kom þessi spunamaur einnig
áhana.
Við keyptum meira eitur í blóma-
búð, aðra tegund en fyrr, en allt kom
fyrir ekki. Enn voru óþrifin áblóm-
unum. Nú var þetta komið á þrjár
plöntur, einn ficus benjaminicus,
fíngert aspas-blóm og rósina.
Enn fengum við okkur eitur, það
var þá þriðja tegundin. Og allt kom
fyrir ekki. Þá var það sem mér datt
í hug að gera eitthvað alveg rót-
tækt. Ég ryksugaði blómin!
Ég er með kraftmikla ryksugu
með víðum stút og hreinlega ryk-
sugaði blómin. Laufin soguðust inn
í stútinn en þó ekki svo að þau færu
af, nemaþau sem voru ljót og ónýt.
Ég fylgdist mjög vel með plöntun-
um eftir þetta og það sást ekki ein
einasta padda. Nú eru liðnir tveir
mánuðir síðan og það hefur ekki
borið á neinum óþrifum. Með því
að nota ryksuguna, eftir að búið var
að eitra kröftuglega, fjarlægði ég
alla nitina og það virðist alveg hafa
dugað!
Mér datt í hug að koma þessu á
framfæri ef einhverjir aðrir ættu í
svipuðum erfiðleikum og við,“ sagði
heimilisfaðirinn sem nýtur þess nú
að virða fyrir sér heilbrigðar stofu-
plöntur.
A.Bj.
Hannyrðaverslunin Erla er 15 ára
J ^ í dag
§ann\)ri>aber$íunin %vla
í tilefni dagcsins
veitumvið JQ%
afmaslisafslétt
Snorrabraut 44
Sími 14290