Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 42

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 42
42 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 PHILCO WD 8Q4. ÞVOTTAVEL, ÞURRKARIOG VAKTMADUR. Philco WD 804 er þvottavél. Hún tekur bæði inn á sig heitt og kalt vatn og lækkar þannig orkureikninga þína. Vinduhraðinn er 800 snúningar á mínútu, - þvotturinn verður þurrari orka og tími sparast í þurrkaranum. Philco WD 804 er þurrkari. Þurrkarinn hefur tímarofa fyrir allt að 2 klst., auk sérstakrar 8 mínútna kælingar í lok þurrkunar. Sérstakt þurrkkerfi er fyrir viðkvæman þvott. Philco WD 804 hefur sérstakan öryggisbúnað, - vaktmaðurinn. Öryggið sem hann skapar er ómetan- legt, endingin verður betri og viðhalds- kostnaður lækkar. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vil! ráða starfsfólk til eft- irtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum: • Skrifstofumenn hjá borgarverkfræðingi, gatnamála- stjóra og byggingafulltrúa. Vélritunarkunnátta nauð- synleg. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri borgarverkfræðings í síma 18000. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyðublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 7. október 1985. Nýjung í matvælaframleidslu Frá Haraldi Bjarnasyni, fréttaritara á Akranesi: Sjávarrétta-geröin s/f á Akranesi hefur nú sent frá sér til veitingahúsa í Reykjavík og á Akranesi kryddsoöinn beitukóng. Beitukóngur er kuöungur sem mikið er til af viö strendur lands- ins. Þaö er aöeins vöövinn úr kuöungn- um sem notaöur er og frá Sjávarrétta- gerðinni fer hann fullhreinsaöur og kryddsoöinn í frystum pakkningum til veitingahúsa. Framleiöslan hefur lík- aö mjög vel og er eftirspurn nú mikil. Beitukóngur er vel þekkt gæðavara víöa erlendis en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann kemur á markaö hérlendis. Kuöungurinn er veiddur í gildru og hefur 6 tonna bátur veitt hann í Faxa- flóa aö undanförnu. Þá mun fljótlega hefjast hjá fyrirtækinu vinnsla á trjónukrabba en tilraunaveiöar á hon- um voru stundaöar við Akranes í vor og gáfust vel. Aö sögn Kristjáns Ein- arssonar, framkvæmdastjóra Sjávar- rétta-gerðarinnar, veröa bæöi trjónu- krabbi og beitukóngur verkaðir til út- flutnings og innan skamms veröur beitukóngur einnig á boöstólum í mat- vöruverslunum hérlendis. BLIKKVER HF. í ÖRUM VEXTI Kristján P. Ingimundarson, forstjóri Blikkvers hf. Fyrirtækið er i örum vexti og hefur gefið út bók til að kynna framleiðslu sína. Blikksmiöjan Blikkver hf. í Kópa- vogi hefur stööugt verið aö efla starf- semi sína. Fyrirtækiö hefur sérhæft sig í framleiöslu á loftræstikerfum og er oröiö þekkt á því sviði. Hefur veriö tekin upp einingarframleiðsla á þessu sviöi sem gefur marga möguleika á samröðun. Hefur fyrir- tækiö gefiö út bók til að útlista þetta nánar. Blikkver hefur ávallt samstæðu- hluta á lager til afgreiðslu meö skömmum fyrirvara. Loftræstisam- stæður Blikkvers uppfylla fyllstu kröfur sem gerðar eru til tækjabún- aðar af þessari tegund. Auk loft- ræstikerfa býöur Blikkver sprautu- klefa fyrir alls kyns verkefni. Einnig er hægt að fá aðstoð viö hönnun á loftræstibúnaöi á vegum fyrirtækis- ins. DV-mynd PK -SMJ. Haustnámskeið að hefjast i Skákskólanum Haustnámskeið i Skákskólanum, sem áöur var Skákskóli Friöriks Olafs- sonar, hefjast á morgun, þriðjudag. Boðiö er upp á námskeið fyrir alla aldurshópa, kennsla fyrir yngri nemendur fer fram milli kl. 17 og 19 en fyrir f ullorðna á kvöldin. Ýmis nýbreytni veröur í vetrarstarf- inu. M.a. veröur sérstakt námskeiö fyrir yngstu bömin, sem enn hafa ekki lært mannganginn, en á fyrstu starfs- árum skólans var krafist ákveðinnar lágmarkskunnáttu nemenda. Boðið er upp á kennslu í byrjendaflokki og framhaldsflokkum sem fyrr en náms- tilhögun hefur verið endurskoðuö meö tilliti til þeirrar reynsíu sem fengist hefur. Þá veröur tekin upp sú nýbreytni aö Samtals voru 25 skráöir atvinnulaus- ir á Selfossi um síðustu mánaðamót. Þetta kom fram í viðtali viö Olöfu Thorarensen, félagsmálastjóra Sel- fossbæjar. Þaö er margt á afturfótunum í okkar þjóöfélagi að mínum dómi. Fólk geng- ur atvinnulaust hér í tugatali og oft miklu fleiri en ofangreind tala sýnir. Þetta fólk fær atvinnuleysisstyrk viku- lega. Svo auglýsa atvinnurekendur í Þorlákshöfn eftir fólki í fiskvinnslu, sækja þaö heim og keyra til baka því aökostnaðarlausu. Einnig auglýsa sláturfélögin eftir Um 23 tonnum af saltfiski var pakk- aö inn hjá Lýö Hallbergssyni, Djúpu- vík, um síöustu helgi. Að sögn Guö- mundar Árnasonar, fiskmatsmanns frá Akranesi, fóru 85% fisksins í 1. flokk. Þykir þaö ágætt því upp undir helmingur fisksins er troll- eða neta- halda námskeiö sem einkum er ætlað hinum almenna skákáhugamanni. Kunnir skákmeistarar munu leiöbeina og fara yfir algengustu byrjanir og þátttakendum gefst kostur á aö spreyta sig gegn meisturunum, auk þess að æfa sig innbyrðis undir hand- leiöslu kennara. Kennt er vikulega, þrjár stundir í senn, sex skipti alls. Aö Skákskólanum standa Guðmund- ur Sigurjónsson, Helgi Olafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Torfi Ásgeirsson. Auk þeirra hafa Kristján Guðmundsson og alþjóðlegu bréfskák- meistararnir Bragi Kristjánsson og Jón Pálsson kennt viö skólann. Innritun er virka daga milli kl. 17 og 19. Allar frekari upplýsingar eru veitt- ar í síma 25550 á ofangreindum tímum. Skólinn er til húsa að Laugavegi 51. fólki. Sláturfélagiö í Höfn er loks búiö aö fá fólk en Sláturfélag Suöurlands ekki þá tölu sem þar þarf. Einn ungur maöur sagöi mér í gær aö flest væri það gamalt fólk sem ynni hjá SS. Ég svaraöi því til aö gamla fólkiö vildi vinna og væri enginn svik- inn af vinnu þess. Hann ætti aö skammast sín og fara í sláturhúsvinnu í staö þess aö hanga á atvinnuleysis- bótum. Ég spyr aö lokum: Þarf ekki aö gera eitthvaö í þessum alvarlegu málum, t.d. aö veita ekki atvinnuleysisbætur þegar vinna býöst? Regína, Seifossi. fiskur. Fjóla, dóttir Lýðs, sá alveg um mót- töku og verkun á fiskinum ásamt dug- miklu ungu fólki sem hún haföi í vinnu meö sér. Var matsmaðurinn stórhrif- inn af saltfiskverkuninni hjá Fjólu Lýðsdóttur. Regína, Selfossi. Ný tegund af kart- öfluflögum Nýlega hóf Ekta hf. á Eyrar- bakka framleiöslu á nýrri tegund af kartöfluflögum. Nefnast þær Islensku kartöfluflögurnar. Aö auki framleiöir verksmiöjan fjórar tegundir af snakki. Að sögn Jóns Sigurðssonar, eins eigenda Ekta hf., hefur veriö mikii eftirspum eftir nýju kartöfluflög- unum þann tíma sem þær hafa ver- iö á markaðnum. Má geta þess að Ekta hf. er eina fyrirtækið hér á landi sem nýtir kartöflur í frískandi sælgæti sem fólki þykir gott aö hafa uppi í sér þegar þaö horfir á sjónvarpsfréttirnar. Ekki er aö vita nema þetta sælgæti hjálpi fólki til aö dæma um hvað sé sannieikur og hvaö ekki af öllu því sem þjóðin er mötuö á. Síðan íslenska þjóðin fór að boröa áhyggjulaust lætur hún skrökva í sig og trúir hver ju einasta oröi sem sést og heyrist í f jölmiðlum. Regína, Selfossi. óvana í slátrun Frá Regínu, Selfossi: Sláturtíö byrjaði 20. september sl. í sláturhúsi verslunarinnar Hafnar á Selfossi. Verður slátraö 12—14 þúsund fjár, eöa svipað og var í fyrra. Starfsmannafjöldi viö slátrun er óvenju mikill núna eöa 55 manns á launaskrá. Er það óvenjulega mikiö af hálfsdagsfölki, aö sögn skrifstofustjórans, Péturs Hjaltasonar. Gekk illa að fá fólk i sláturhúsið en þaö haföist meö því að hafa mikið af húsmæðrum í hálfsdagsvinnu eins og áöur segir. Pétur sagði jafnframt aö þaö væri fráleitt aö hafa óvant fólk í slátrun í meirihluta eins og nú er. Hækkun á kjötveröi milli ára er 37,46%. Atvinnuleysi á Selfossi: ALLS 25 SKRÁÐIR UM MÁNAÐAMÓTIN Saltf iskverkun á Djúpuvík: Um 85% í fyrsta flokk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.