Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Síða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986.
5
Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál
Hagstæð
kjör hjá
ríkinu
Fjármálaráðherra, Þorsteinn Páls-
son, hefur beðið Fasteignamat ríkis-
ins að kanna hvort kaupverð á lækn-
isbústaðnum í Borgamesi hafi verið
eðlilegt miðað við markaðsverð þar.
Ráðherrann svaraði í gær fyrir-
spum Eiðs Guðnasonar, Alþýðu-
ílokki, um þessi kaup. í svarinu kom
fram að gerður hefði verði kaup-
samningur vegna þessara kaupa 7.
nóvember á síðasta ári. Það var
stjóm heilsugæslustöðvarinnar sem
tók ákvörðun um kaupin með fyrir-
vara um samþykki heilbrigðis- og
tryggingarmálaráðuneytisins. Fjár-
málaráðuneytið fékk hins vegar ekki
formlega upplýsingar um þessi kaup
fyrr en 21. janúar. í fjárlögum var
ekki gert ráð fyrir þessum kaupum
en í meðferð fjárlaga var samþykkt
heimild fyrir þeim.
Keypt var fasteignin Dílahæð 3
sem er 180 fermetra einbýlishús.
Kaupverð þess var 4,3 milljónir
króna og greiðist það að fullu á einu
ári.
Eiður Guðnason sagði að einkenni-
lega hefði verið að þessum kaupum
staðið. Ekki hefði verið auglýst eftir
húsi og hann hefði gmn um að tölu-
vert langur tími hefði liðið þar til
íjármálaráðuneytinu var kunnugt
um þessi húsakaup.
Það kom fram í máli fjármálaráð-
herra að stefiit væri að því að sam-
ræma allar fjárfestingar á vegum
ríkissjóðs og ekki yrði ráðist í þær
nema í samræmi við gerðar áætlanir.
_ -APH
Frumvarpum
kostnaðarhlut:
Hlutur
útgerðar-
, innar
skerðist
85 milljónir
Lagt hefúr verið fram frumvarp á
Alþingi til staðfestingar þeim breyt-
ingum á kostnaðarhlut útgerðarinn-
ar sem ákveðinn var við síðustu
fiskverðshækkun.
Þá var ákveðið að auka þann
kostnaðarhluta sem kemur til skipta
um 2,5% fyrir skip sem landa innan-
lands og um 1% fyrir skip sem landa
erlendis.
Þessi ákvörðun var tekin í ljósi
þess að gasolíuverð lækki 1. mars
um 7% og síðan um 3% 15. mars. í
greinargerð með frumvarpinu kemur
fram að hver 5% lækkun á olíuverði
lækkar útgerðarkostnaðinn um 120
milljónir króna á ári. Með þessum
breytingum, sem ákveðnar hafa verið
í sambandi við fiskverðsákvörðun-
ina, skerðist hins vegar kostnaðar-
hlutur útgerðarinnar um einar 85
milljónir á ári.
-APH
Úrval
vid allra hœfi
Guðrún Helgadóttirþingmaður:
„Ekki réttað
sækja kjarabætumar
íríkiskassann
„Okkur þingmönnum finnst það
furðulegt að það sé verið að ráð-
stafa fjármunum úr ríkiskassanum
í Garðastræti sem Alþingi hefúr
hvergi komið nærri. Á sama tíma
erum við að reyna að kría út
nokkrar milljónir í þörfustu mál-
efni en í Garðastræti er verið að
tala um milljarða. Mér er engin
launung á því að mér finnst þetta
vera kyndug vinnubrögð,“ sagði
Guðrún Helgadóttir, þingmaður
Alþýðubandalagsins, í viðtali við
DV. Hún gerði þetta að umtalsefni
á miðstjómarfúndi flokksins á
dögunum og gagnrýndi verkalýðs-
forystuna fyrir að vera bendluð við
þessi vinnubrögð.
„Það er nýlunda að kjarabætum-
ar séu allar sóttar í okkar ríkis-
kassa og atvinnurekendum gefið
frí.
Ég benti á það á þessum fundi umar um 23 prósent á föstu gengi.
að árið 1985 jukust útflutningstekj- Sú var tíðin að Sjálfstæðisflokkur-
Guðrún Helgadóttir þingmaður.
inn taldi að laun ættu að aukast í
takt við útflutningstekjumar. Og
þegar þær hafa aukist um fjórðung
finnst mér tími til kominn að
launafólk fái eitthvað af þeirri
köku í stað þess að sækja kjarabæ-
tumar beint i ríkiskassann sem
launþegar sjálfir halda uppi.
Ég er ekki ein um þessa skoðun
og ég veit um að margir stjórnar-
þingmenn em undrandi yfir þeim
vinnubrögðum sem nú em viðhöfð
í sambandi við kjarasamningana.
Ég vil leggja á það áherslu að það
dugir ekkert annað en að auka
kaupmáttinn og tryggja launin. Ég
fagna auðvitað úrbætum í hús-
næðismálum en það em fyrst og
fremst launin sem verður að lag-
færa,“ sagði Guðrún Helgadóttir.
-APH
—II
tilSviss
íslenska handknattleiksliðið valdi sér
Svala til hressingará heimsmeistara-
mótið