Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Page 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. I Menning Menning Menning Menning T Skreyting ofan á tertuna Sitt er hvort, listasmiði og listaverk. Sú staðreynd blasir við manni á skúlptúrsýningu Jónasar Guðvarðs- sonar í Listasafni ASÍ, en þar sýnir hann 54 verk, bæði standmyndir og lágmyndir. Ég hef áður skrifað um leikni Jónasar í meðhöndlun alls kyns góðviða og málma, og nú hefur hann einnig tekið steint gler í þjón- ustu sína. Glerið fellir hann inn í götin á standmyndum sínum, sem áður göptu auð og tóm við áhorfand- anum. En öll þessi efni auka ekki við þekkingu okkar á þeirri formgerð sem Jónas hefur kosið sér til úr- vinnslu, aðallega strendingum og súlum, heldur eru þau eins og eftir- þankar, skreyting ofan á tertuna. Koparplötur hans, sylgjur úr mess- ing, gjarðir úr smíðajárni, eirpinnar, Jónas Guðvarðsson reisir sér súlu á sýningu sinni. Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PI'PUR Samkv.:Din 2440 oOO°oo° ° ® OOo Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA STALHF Borgartúni 31 sími 27222 glerbólur og bútar, allt dregur þetta athygli áhorfandans frá frumlagi hvers verks, sjálfum burðarásunum, og endar með því að drepa henni alveg á dreif. En þessi vinnumáti dugar hins vegar vel til gerðar skreytiverka, þar sem áhorfanda er einmitt ekki ætlað að grennslast fyrir um meginþætti eða undirrót verkanna, heldur að- eins að fylgjast með því, með hálfum huga, sem gerist á yfirborðinu. Márískur stíll Þar sem Jónas hefur verið lang- dvölum meðal Spánverja, bæði í námi og starfi, er ekki fráleitt að ætla að eitthvað af sundurgerð hins máríska stíls hafi síast inn í hann. Samt tekst Jónasi stundum að slá á léttari strengi í þessum verkum, segja sjónræna brandara, sem ekki er öllum gefið. Gott dæmi er að finna í verki sem ber nafnið Minjar (nr. 38), en þar er saman kominn alls konar jámvamingur, lamir, lokur, smellur o.s.frv., í ærslafullum leik. HvarerJónas? Formgerðin er þó helsti ásteyting- arsteinn þeirra sem vilja taka Jónas alvarlega sem skúlptör. Hún dregur nefnilega dám af formrænni hugsun Sigurjóns heitins Ólafssonar í einu og öllu, og þar sem Jónasi tekst verst upp er formgerð hans eins konar afbökun á henni. Hér er komin tótem- og öndvegiss- úlan góða (v. Hótel Sögu) svo og Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON tvístrendingurinn (v. Höfða) sem er karl- og kveneðlið, Eros og Agape, og tvíeðlið i hverjum manni. En meðan Sigurjóni tekst að glæða þessi form frumstæðu lífi, gera þau kynngimögnuð, stundum ógnvekj- andi, gerir Jónas tæplega meira en að snurfusa þau og milda. Hér hafa áhrif Siguijóns reynst Jónasi Guðvarðssyni um megn. -ai Carmina Burana - glæsiflutningur Carmina Burana Tónleikar Sinfóníuhijómsveitar íslands í Háskólabiói 20. febrúar. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Einsöngvarar: Kristinn Sigmundsson, Július Vífill Ingvarsson, Sigríóur Gröndal. Kór og barnakór íslensku óperunnar. Efnisskrá: Ludwig van Beethoven: Sin- fónía nr. 1 i C-dúr op. 21; Carl Orff: Carmina Burana. Þegar fyrsta sinfónía Beethovens kom út sló hún í gegn. Nú hefur ljómi hennar fölnað við hlið þeirra sem á eftir komu, sem þó er að ástæðu- lausu. Haydnáhrif eru augljós og stundum gægist mozartískur svipur í gegn, en Beethoven slær líka þegar á þá strengi áræðis og áleitni sem enn frekar áttu eftir að koma í ljós í þeim sinfóníum sem á eftir komu. Ég tel að full ástæða sé til að hafa líka þær sinfóníur Beethovens, sem ekki eru sívinsælar, á verkefnaskrá. Ekki síst þegar meðferð þeirra er eins og á þessum tónleikum. Stillinn var glæsilegur, strengir stroknir miklum boga og takið þétt og sam- svörun strengja og blásara í hárfínu jafnvægi, án þess að haldið væri aftur af blásurunum svo á bæri. Sem sé, prýðisflutningur. Vel undirbúnir og með skopskynið í lagi Með þetta góða veganesti hélt hljómsveitin til liðs við kór og barna- kór íslensku óperunnar. Það leyndi sér ekki að kórarnir höfðu búið sig vel undir verkefni sitt. Það hljómaði að vísu heldur dauft þegar veikt var sungið, en það var húsinu að kenna, ekki söngvurunum. Einsöngvararnir skiluðu sínum hlutum með stakri prýði. Karlahlutverkin útheimta ekki aðeins að viðkomandi geti sung- ið þau tæknilega vel, heldur þurfa þeir einnig að bæta við ögn af skop- skyni. Einkum reynir á þetta í In Taberna kaflanum. Þar glansaði Júlíus Vífill, sérstaklega í söng svansins á steikar- teininum, enda hlutverkið rétt eins og tilsniðið fyrir hann. Kristinn söng af miklu öryggi og glæsileik, þótt stundum væri eins og hann hefði fullmikið fyrir háu tónunum. Ekki gaf Sigríður Gröndal félögum sínum neitt eftir. Hæð hennar er að verða sérlega góð - kraftur, fylling og hreinleiki í tóni eru hennar megi- neinkenni. Hinna „orttísku" hljóðfæra saknað Hljómsveitin skilaði sínum hlut í flestum atriðum vel. Klauspeter Sei- bel er maður sem bæði kann að halda vel utan um hljómsveitina og með Tónlist EYJÓLFUR MELSTED sínu markvissa slagi og stílvissu að baki leiðir hann hana undantekning- arlaust til góðra verka. Ég er þeirrar skoðunar að það væri hljómsveitinni hollt að vinna mun meira með hon- um, í þeirri von að áhrif vinnubragða hans festust með henni. Hér var af alkunnum ástæðum notuð útgáfan með tveimur píanóum í stað skara xýlófóna af öllum stærðum. Stórxý- lófónarnir, sem til þarf, eru ekki til í landinu. En hafi maður heyrt Carm- ina Burana ílutt með þeim „orffísku" hljóðfærum sem til er ætlast finnst manni óhjákvæmilega aðrar útgáfur ekki sannfærandi. Én allt að einu var flutningurinn stórglæsilegur. EM Sinfóníuhljómsveitin og kór og þarnakór íslensku óperunnar á æfmgu á c^rmina Burana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.