Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Síða 22
22
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRUAR1986.
Iþrótlíir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Haan stjómar
Anderlecht í
Víkingspeysu
Hollenski landsliðskappinn Arie
Haan, sem er framkvæmdastjóri
Anderlecht í Belgiu, tók í vetur
ástfóstri við æfmgaskyrtu sem er
með Víkingsmerkinu í. Hann
stjórnaði Antwerpen í þeirri
peysu og að sjálfsögðu tók hann
peysuna með sér til Anderlecht
þegar hann tók við stjórninni af
Paul van Himst.
Það má þvi segja að það séu
tveir Vikingar í herbúðum And-
erlecht - Haan og Arnór Guð-
johnsen, fyrrum leikmaður Vík-
ingsliðsins. Hér á myndinni má
sjá peysuna góðu sem er með
Víkingsmerkinu i.
-SOS
Barron til
Akraness
frá Kanarí
Englendingurinn Jim Barron,.
sem mun þjálfa Skagaliðið í
sumar, er væntanlegur til lands-
ins fljótlega. Eftir að Barron,
fyrrum markvörður Nottingham
Forest, gekk frá samningum við
Skagamenn á dögunum fór hann
til Kanarieyja með fjölskyldu sína
til að slappa af fyrir átökin á ís-
landi. Barron kemur því hress og
endurnærður frá Kanarí - upp á
LeHturfær
liðstyrk
Leiftur frá Ólafsfirði hefur feng-
ið góðan liðstyrk fyrir 3. deildar-
keppnina i knattspyrnu. Þorvald-
ur Jónsson, sem hefur leikið i
markinu hjá KA, hefur á ný geng-
ið til liðs við Leiftur. Þá hefur
Óskar Ingimundarson, fyrrum
markaskorari úr KA og KR, gerst
þjálfari og leikmaður með liðinu.
Þriðji nýi leikmaðurinn, sem
Leiftur hefur fengið, er Ólafur
Björnsson sem lék með Njarðvík.
-SOS
Stund milli stríða. - Stofnfundurinn var haldinn í miðjum klíðum íslandsmótsins í innanhússknattspyrnu sem fór fram sl. helgi. Voru því fundarmenn
víða að komnir. (DV-myndHH).
Stúlkur úr öllum 1. deildar félögun-
um í knattspyrnu hafa stofnað með
sér samtök um kvennaknattspyrnu.
Á stofnfundinum, sem haldinn var í
Laugardagshöll sl. sunnudag, sagði
Ragnhildur Skúladóttir, Val, stjórn-
andi þessa fyrsta fundar, að meining-
in með þessu væri að efla íslenska
kvennaknattspyrnu í landinu. „Okk-
ur hefur vantað samstöðu fram að
þessu en nú verður breyting á,“ sagði
hún.
Fyrsti formaður félagsins var kjör-
inn Karólína M. Jónsdóttir úr KR.
Hinn nýkjörni formaður sagði í
samtali við DV að hlutverk félagsins
yrði margþætt því að í mörg horn
væri að h'ta. Hún nefndi í því sam-
bandi siðlausa ákvarðanatöku
stjórnar knattspymudeildar Víkings
um að leggja niður kvennaknatt-
spyrnu innan félagsins án þess að
hafa nokkurt samband við stúlkurn-
ar. Hið nýstofnaða félag mun í fram-
Á myndinni eru, frá vinstri: Arna Steinsen, mfl., leikmaður úr KR, Ragnhildur Skúladóttir, Val, fundarstjóri, og
Karólína M. Jónsdóttir, KR, formaður hinna nýstofnuðu samtaka. (DV-mynd HH).
FÍKK- nýstofnuð samtök
um knattspymu kvenna
tíðinni taka afstöðu til slíkra mála. nafnið Félag íslenskra knattspyrnu- Hún sagði m.a. að ærin verkefni
Hvert 1. deildar félag á einn fulltrúa kvenna (FÍKK). væru framundan og árnaði hinu
íframkvæmdastjóm. Svanfríður Guðjónsdóttir, stjórn- nýstofnaða félagi heilla.
Hinu nýja félagi hefur verið gefið armaður í KSÍ, sat stofnfundinn. -HH.
Gylfi og Held austur
fyrir Berlínarmúrinn
- til að semja um leikdaga í Evrópukeppninni
Sigfried Held, landsliðsþjálfari
íslands, og Gylfi Þórðarson, for-
maður landsliðsnefndar KSI, fara
austur fyrir járntjald í mars. Þeir
fara til Austur-Berlínar 10. mars til
að semja um leikdaga Islands í
Evrópukeppni landsliða.
Mótherjar íslands í EM eru
Rússar, A-Þjóðverjar, Frakkar og
Norðmenn en íslendingar hafa
áður leikið gegn öllum þessum
þjóðum í undankeppni EM eða
HM.
Held, sem er 44 ára, lék með
landsliði V-Þjóðverja í HM í Eng-
landi 1966 og í Mexíkó 1970, eins
og hefur komið fram. Hann varð
Evrópumeistari bikarhafa þegar
hann lék með Dortmund 1966.
Dortmund vann sigur, 2-1, yfir
Liverpool í úrslitaleik sem fór fram
í Glasgow. Held skoraði þá fyrsta
mark leiksins en Dortmund vann
síðan á sjálfsmarki Yeats í fram-
lengingu.
Þess má geta að Held hefur haft
mikið að gera að undanförnu.
Hann hefur verið að horfa á lands-
leiki íslands undanfarin ár á mynd-
böndum. Þannig hefur hann fengið
tækifæri til a_ð sjá alla bestu knatt-
spyrnumenn íslands í leik. -SOS.
Sigfried Held.
Gylfi Þórðarson.
HM-lið Uiuguay vildi
fá leik á Islandi
-æfingaleikfyrir HM-keppnina í Mexíkó
Heimsmeistaralið Uruguay vildi ferð i Evrópu. Uruguay, sem leikur í sinni, gegn Norðmönnum, N-írum og
koma til íslands og leika hér vináttu- riðli með V-Þjóðveijum, Skotum og Svisslendingum.
leik 20. apríl, á leið sinni frá keppnis- Dönum, leikur þrjá leiki i Evrópuferð ^gj t j orðjð við ósk Urugu-
ay-manna þar sem grasvellir hér á
landi eru ekki tilbúnir á þessum tíma
og þá er erfitt að kalla saman sterk-
ustu landsliðsmenn íslands sem eru
að leika með félögum sínum.
Uruguay undirbýr sig nú á fullum
krafti fyrir HM en landsliðið er nú
í þriðja sæti hjá veðmöngurum yfir
sigurstranglegasta landsliðið í HM.
Brasilíumenn eru í fyrsta sæti og svo
köma Argentínumenn.
____ -SOS.
Einherji í æfingabúðir
-tilFæreyja
Leikmenn 2. deildarliðsins Ein- Verða þeir í viku á Suðurey og leika
heija frá Vopnafirði eru ákveðnir þijá leiki i Færeyjum. Þjálfari Ein-
að undirbúa sig vel fyrir knatt- heija er Njáll Eiðsson, fyrrum
spyrnutímabilið. Þeir halda í æf- landsliðsmaðurúrKAogVal.
ingabúðir til Færeyja um páskana. -SOS
.. ..IWW—WIU'... v..n . ..u ....—..