Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Page 6
6
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Utlönd
Watson varar við aðgerðum
gegn íslenskum fyrírtækjum
- segir náttúiuvemdarsamtök undirbúa herferð gegn sölu íslenskra afurða í Vesturheimi
heimildum að íslendingar hygðust út-
rýma hvalnum til að geta haft óskorað
forræði yfir fiskimiðunum umhverfis
landið. Sagðist Watson hafa þetta eft-
ir íslenskum blaðamönnum.
Watson viðurkenndi að vissulega
hefði leiðtogafúndurinn í Reykjavík
stuðlað að því að nú vissi allur heim-
urinn hvar ísland væri og með þessum
aðgerðum sínum hefðu Sea Shepherd
samtökin sýnt heiminum fiam á það
að Islendingar væru að fremja glæp.
Watson sagði að aðgerðinni hefði
verið frestað vegna leiðtogafundarins
sem hann taldi að hefði mögulega get-
að orðið þýðingarmesti fimdur sem
nokkru sinni hefði verið haldinn í
heiminum.
„Reagan klúðraði honum eins og
öðru sem hann kemur nálægt," bætti
Watson við.
Coronado í færeysku fangelsi
Blaðamaður DV spurði Rodney Cor-
onado um hvort hann ætti glæpaferil
að baki, fyrir utan það sem hann hefði
gert á íslandi. „Ef þetta getur talist
glæpur þá var ég settur í fimm daga
gæslu í Færeyjum fyrir þann glæp að
vemda hvalina."
Aðspurður hvort Coronado hefði
verið á íslandi er spellvirkin vora
ffarnin sagði Watson. „Ég get staðfest
að hann var á Islandi og hann tók
þátt í að framfylgja reglum Alþjóða
hvalveiðiráðsins á íslandi." DV spurði
hann þá hvort Alþjóða hvalveiðiráðið
hefði ráðið Coronado til þess verks.
„Nei, Alþjóða hvalveiðiráðið hefúr
ekki ráð til að ffamfylgja úrskurðum
sínum. Við erum óopinberir fulltrúar
þess til slíkra verka,“ sagði Watson.
Watson sagðist engin viðbrögð hafa
fengið frá Alþjóða hvalveiðiráðinu
vegna aðgerðanna á íslandi en sagði
jafúffamt að þetta væri ekki í fyrsta
skipti sem hann ynni skemmdarverk
á hvalveiðiskipum en honum hefði
samt verið leyft að sitja þing Alþjóða
hvalveiðiráðsins sem áheymarfulltrúi.
Réttarkerfinu ekki treystandi
Watson sagði Sea Shepherd menn ekki
vera hryðjuverkamenn vegna þess að
þeir gengju fram fyrir skjöldu og við-
urkenndu verknað sinn og lýstu sig
tilbúna til að taka ábyrgð á verkum
sínum.
Aðspurður hvort ekki væri hið rétta
fyrir þá er frömdu skemmdarverkin á
Islandi að gefa sig fram og taka afleið-
ingum gjörða sinna, sagði Watson að
réttarkerfinu á Islandi væri ekki
treystandi og ráðamenn þar hefðu þeg-
ar komið í veg fyrir að hlutlaus
réttarhöld gætu farið fram, með yfir-
lýsingum um að þetta hefðu verið
hryðjuverk.
Elskulegtfólk
Coronado sagðist vona að spellvirkin
á Islandi yllu ekki vandræðum fyrir
fyrirtækið sem hann starfaði hjá í
nokkra daga því þar hefði verið ákaf-
lega elskulegt fólk.
Watson sagði Sea Shepherd samtök-
in reiðubúin að halda áfram að
framfylgja reglum Alþjóða hvalveiði-
ráðsins gegn íslandi, Noregi og fleiri
ríkjum.
Hann lét að lokum í ljós það álit
sitt að þingmennimir Packwood og
Magnusson er við eru kennd lög um
refsiaðgerðir gegn ríkjum er brjóta
reglur Alþjóða hvalveiðiráðsins væra
sannir áhugamenn um ffiðun hvala
og afstaða þeirra hefði ekki með það
að gera að þeir era þingmenn fyrir
ríki á vesturströnd Bandaríkjanna þar
sem sjávarútvegur er mikilvæg at-
vinnugrein og þar með í samkeppni
við erlendar sjávarafúrðir.
Sagði Watson að þingmennimir
væra stuðningsmenn stefriu Sea Shep-
herd samtakanna.
Paul Watson kemur manni fyrir sjónir sem ákaflega hæglátur, dagfarsprúður og viðkunnanlegur maður. Það vakti til
dæmis athygli blaðamanns að hvernig sem saumað var að þessum ofbeldismanni þá æstist hann aldrei upp. Augna-
ráð hans er hins vegar ákaflega flöktandi og þegar hann ræðir hvalveiðar kemst ekkert annað að í hans huga en
fyrirfram ákveðnir eigin fordómar. Þannig lýsir Ólafur Arnarson, blaöamaður DV í New York, forystumanni Sea Shep-
herd samtakanna, i einkaviðtali fyrir helgi. DV-mynd ÓA
þar sem hann sækist eftir embætti yfir-
manns almenningsferða.
Watson sagðist vera í ffamboði fyrir
græningjaflokk, en andstæðingar
hans væru ffá bæði hægri og vinstri
sinnuðum borgaraflokkum.
Sagðist Watson vera orðinn þekktur
maður í Vancouver og eiga góða
möguleika á sigri. Sagði hann að
skemmdarverkin á íslandi myndu
sennilega síður en svo skemma fyrir
honum.
Halda símalínum Flugleiða
uppteknum
DV spurði Watson ennffemur hvað
samtök hans hygðust gera á næstunni
í baráttunni gegn hvalveiðum íslend-
inga. Sagði hann að þegar væri hafin
aðgerð, þó Sea Shepherd samtökin
ættu ekki hlut að máli, er miðar að
því að halda símalínum Flugleiða í
Bandarikjunum uppteknum.
Sagðist hann fagna slíkum aðgerð-
um gegn íslenskum fyrirtækjum og á
næstunni yrði fólk vestra hvatt til að
sniðganga Flugleiðir, íslenskar fiskaf-
urðir, ullarvörur og allar aðrar íslen-
skar vörur.
Watson bætti við, aðspurður, að
aldrei kæmi til greina að ráðast til
atlögu gegn íslenskum fyrirtækjum
eða stofúunum sem ekki væra beint
tengd hvalveiðum.
Neitaði Watson því að í þessu fælist
nokkur þversögn. Sagðist hann hafa
það eftir áreiðanlegum íslenskum
Ólafiir Amarson, DV, New York:
Blaðamaður DV náði þeim Paul
Watson og Rodney Coronado afsíðis
eftir blaðamannafund Sea Shepherd
samtakanna í New Y ork á fimmtudag.
Paul Watson kemur manni fyrir
sjónir sem ákaflega hæglátur, dag-
farsprúður og viðkunnanlegur maður.
Það vakti til dæmis athygli blaða-
manns að hvemig sem saumað var að
þessum ofbeldismanni þá æstist hann
aldrei upp.
Augnaráð hans er hins vegar ákaf-
lega flöktandi og þegar hann ræðir
um hvalveiðar kemst ekkert annað að
í hans huga en eigin fyrirfram ákveðn-
ir fordómar.
Coronado ræfilslegur pjakkur
Rodney Coronado kemur fyrir sjónir
sem hálffæfilslegur strákpjakkur.
Hann er af mexíkönskum ættum og
býr í Kalifomíu.
Allt sem hann sagði virtist vera
meira eða minna bein eftiröpun á því
sem leiðtogi hans, Paul Watson, hafði
áður sagt.
Blaðamaður DV spurði Watson fyrst
um kosningabaráttu hans í Vancouver
Peningamarkaður
ÍNNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innián óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbund. 8-9 Bb.Lb.Sp
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 9-10 Ab.Lb.Sb. Sp.Vb
6 mán. uppsögn 10-15 Ib
12 mán. uppsögn 11-15,75 Sp
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað í 3-5 mán. 9-13 Ab
Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab
Ávisanareikningar 3-7 Ab.Sb
Hlaupareikningar 3-7 Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Bb.Úb.Vb
6 mán. uppsögn 2,5-4 Úb
Innlán með sérkjörum 8,5-17
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-7 Ab
Sterlingspund 8.75-10,5 Ab
Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab
Danskarkrónur 7,^-9 Ib.Vb
ÚTLÁNSVEXTIR % lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 15,25-16,25 Ab.Úb.Vb
Viðskiptavixlar(forv.)(1) kge/19,5
Almenn skuldabréf(2) 15.&-17 Ab.Vb
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,25-18 Ab.Sp.Vb
Utlán verðtryggð Skuldabréf
Að 2.5 árum 4-6,75 Ab
Til lengritima 5-6,75 Ab
Utlántilframleiðslu
ísl. krónur 15-16,25 Ab.Lb, Sp.Úb. Vb
SDR 8 Allir
Bandarikjadalir 7.5 Allir
Sterlingspund 12,75 Allir
Vestur-þýsk mörk 6,25 Allir
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala 1517 stig
Byggingavísitala 281 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 228 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiöjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 128 kr.
Verslunarbankinn 98 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt
kaupgengi, kge. Búnaðarbankinn
reiknar þó vexti af viðskiptavíxlum
miðað við 19,5% ársvexti. (2) Vaxtaálag
á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána
er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvirnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp = Sparisjóðirnir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtu-
dögum.