Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Fréttir Bankastjórn Seðlabankans segir ákvarðanir i málefnum Útvegsbankans enga bið þola. DV-myndir Brynjar Gauti Eindregin tillaga bankastjómar Seðlabanka: Sameining Útvegsbankans við Iðnaðarbanka og Verslunarbanka „Seðlabankinn leggur eindregið til að farin verði sú leið til að bæta skipu- lag bankakerfisins og leysa fjárhags- vanda Útvegsbankans að stofhaður verði hlutafélagsbanki með samruna Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Versl- unarbanka," segir í greinargerð bankastjómar Seðlabanka íslands. Viðskiptaráðherra fól Seðlabankan- um f miðjum ágústmánuði síðastliðn- um að gera tillögu um endurskipu- lagningu bankakerfisins og lausn á fjárhagsvanda Útvegsbankans. Seðla- bankinn kynnti tillögu sína fyrr í þessari viku og lét fylgja með drög að lagafrumvarpi. Niðurstaða Seðlabankans er sú að ekki verði lengur undan því vikist að gera róttækar breytingar á skipulagi bankakerfisins. Ákvarðanir í málefh- um Útvegsbankans þoli enga bið. Þrátt fyrir bein fjárframlög ríkissjóðs og aðra viðleitni til að koma rekstri bankans á réttan kjöl sé nú svo komið að bankinn verði ekki rekinn áfraim nema til mjög róttækra aðgerða verði gripið. Endurreisn Útvegsbankans langversti kosturinn Seðlabankinn athugaði fjórar leiðir og tók afetöðu til þeirra allra. Einni er alfarið hafhað, þeirri að endurreisa Útvegsbankann. Að mati Seðlabankans er endurreisn Útvegsbankans langversti kosturinn. Svo veigamiklar röksemdir mæli gegn þessari leið að telja verði að hún komi alls ekki til álita. Með henni næðist alls enginn áfangi í nauðsynlegum skipulagsbreytingum bankakerfisins. Hún yrði einnig dýr- asti kosturinn fyrir ríkissjóð. Horfast verði í augu við það að for- tíðin varpi töluverðum skugga á þá hugmynd að endurreisa Útvegsbank- ann með stórfelldu framlagi af almannafé. Engan veginn verði séð hvaða hagsmunum það mundi þjóna. Hinar tvær hugmyndimar, sem Seðlabankinn tók afstöðu til, eru ann- ars vegar sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka en hins vegar skipt- ing og samruni Útvegsbanka við Landsbanka og Búnaðarbanka. Seðlabankinn útilokar ekki þessar leiðir en telur þær mun síðri en þá fyrstu; að stofha hlutafélagsbanka með samruna Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka. Andstaða í Búnaðarbanka Sameining Útvegsbanka og Búnað- arbanka nseði alls ekki tilgangi sínum nema ríkissjóður legði fram verulegt fé, ekki lægri fjárhæð en einum millj- arði króna. Hörð andstaða væri auk þess gegn hugmyndinni í hópi stjóm- enda, starfsmanna og helstu viðskipta- aðila Búnaðarbankans. Skipting Útvegsbankans milli Landsbanka og Búnaðarbanka kost- aði einnig vemlegt fé úr ríkissjóði. Telur Seðlabankinn að erfitt yrði að ná samkomulagi um hvemig skipting- in færi fram. Skal nú nánar skoðuð sú tillaga Seðlabankans að stofna hlutafélags- banka með sameiningu Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka. Nýjustu upplýsingar benda til að eigið fé Útvegsbankans sé nánast upp urið vegna undangenginna og líklegra stöður matsins verði lagðar til gmnd- vallar við sameininguna. Reynist eiginfjárstaða Útvegsbank- ans neikvæð við slíkt mat ábyrgist ríkissjóður að úr verði bætt þannig að eigið fé bankans standi á núlli er til sameiningar kemur. Þar sé ekki um neina nýja skuldbindingu að ræða fyr- ir ríkissjóð. Sýni matið jákvæða eiginfjárstöðu Útvegsbankans verður eigið fé hans hluti af því 850 milljóna króna hlutafé sem Seðlabankinn mun fyrir hönd rík- issjóðs tryggja hinum nýja banka. Ef ekki semst um annað mun ríkis- sparisjóðanna og aðilar í sjávarútvegi geti orðið kaupendur að vemlegu hlutafé í hinum nýja banka strax við stofnun hans eða fljótlega eftir stofn- un. Þegar hafi komið fram áhugi hjá forystumönnum þessara aðila. Til að greiða fyrir sölu mundu hluta- bréfin verða boðin til kaups með greiðslufresti. Er það mat bankans að takast myndi á hæfilegu tímabili að selja allt hlutaféð. Sterkur hlutafélagsbanki Meginkosti þessarar leiðar í skipu- lagsmálum bankakerfisins segir Séð niður Bankastræti. Ekki verður lengur undan því vikist að gera róttækar breytingar á skipulagi bankakerfisins, segir bankastjórn Seðlabankans. útlánatapa og taprekstrar á þessu ári. Seðlabankinn telur því ljóst að vem- lega muni á vanta að eigið fé bank- anna þriggja nægi sem stofhhlutafé hins nýja banka. Stofnhlutafé þurfi að vera það mikið að bankinn hafi eðlileg starfsskilyrði við hlið Landsbanka og Búnaðarbanka og hann njóti fyllsta trausts innanlands og utan. Hlutafé verði 1.700 milljónir Tillaga Seðlabankans miðast við eft- irtaldar forsendur: Hlutafé nýja bankans verði um 1.700 milljónir króna. Er þá reiknað með að eigið fé Iðnaðarbanka og Verslun- arbanka verði samtals um 850 milljón- ir króna í árslok 1986. Á móti því komi jafhhátt hlutafjárframlag sem aflað verði frá öðrum aðilum. Mun Seðla- bankinn fyrir hönd ríkissjóðs tryggja sölu þess. Eigið fé bankanna þriggja verði metið á sama hátt í árslok 1986. Niður- sjóður bera ábyrgð á eftirstöðvum lána og öðrum skuldbindingum Útvegs- bankans eins og þær standa þegar sameining fer fram. Seölabankinn verði eignar- aðili um tíma Tillagan miðast við að Seðlabankinn fengi tímabundna heimild til að verða eignaraðili að hinum nýja banka fyrir hönd ríkissjóðs á þann hátt að hluta af skuldum Útvegsbankans við Seðla- bankann verði breytt í hlutafé. Þessi heimild til Seðlabankans verði bundin skilyrði um að leitast verði við að selja hlutabréfin til annarra sem fyrst. Sú spuming hlýtur að vakna hverjar líkur séu á að takast muni að selja það hlutafé sem Seðlabankinn mundi eignast í hinum nýja banka, 850 millj- ónir króna. Telur Seðlabankinn að ljúka verði þessari sölu á ekki lengri tíma en þremur árum. Bankinn telur líkur á að samtök Seðlabankinn felast í því að myndaður verði sterkur hlutafélagsbanki. Hefði hann mjög svipuð rekstrarskilyrði og Landsbanki og Búnaðarbanki. Jafn- framt fækkaði bönkum um tvo, sem þýða myndi spamað í rekstri banka- kerfisins og markvissari þjónustu við viðskiptaaðila. Nýi bankinn yrði um 20 prósent stærri en Búnaðarbankinn, sé miðað við innlán, en um 50 prósent stærri, sé miðað við útlán og erlend endurlán. Hins vegar yrði bankinn töluvert minni en Landsbankinn. Afgreiðslustaðir Útvegsbanka, Iðn- aðarbanka og Verslunarbanka em nú 32 talsins. Eftir nokkum sammna af- greiðslustaða yrðu þeir 26 hjá hinum nýja banka á móti 31 hjá Búnaðar- banka og 42 hjá Landsbanka. Hinn nýi banki hefði hlutfallslega mun fleiri afgreiðslur á höfuðborgar- svæðinu og færri utan þess en ríkis- bankamir tveir. Útibúum fækkaði um sex Um hagkvæmni sem ná mætti með sameiningu Útvegsbanka, Verslunar- banka og Iðnaðarbanka minnir Seðlabankinn á ummæli í skýrslu bankamálanefndar þess efiiis að fækka mætti afgreiðslustöðum um að minnsta kosti sex án þess að dregið væri úr þjónustu. Tækist samvinna slíks nýs banka og sparisjóðanna yrðu skilyrði til enn aukinnar hagræðingar án þess að þjónusta minnkaði. Seðlabankinn telur sérstaka ástæðu til að benda á þá hagkvæmni sem leiða mundi af sameiningu gjaldeyrisdeilda bankanna þriggja og væntanlegri þjónustu hins nýja banka við spari- sjóðina á því sviði. Bankinn bendir í greinargerð sinni einnig á að sameining bankanna þriggja myndi án efa leiða til frekari samruna eða samvinnu innan banka- kerfisins. Ríkissjóður sparaði milljarð Auk margþætts ávinnings í skipu- lagsmálum hefði sameiningin og eignaraðild nýrra hluthafa í för með sér þann stóra ávinning fyrir ríkissjóð ' að hann kæmist hjá því að binda um einn milljarð króna til langs tíma í eiginfjárframlagi til Útvegsbankans eða annarra ríkisbanka, sem Útvegs- bankinn kynni að sameinast. Samein- ing bankanna þriggja sé eina raunhæfa skipulagsleiðin sem létta myndi þessari byrði af ríkissjóði. Að öðrum kosti yrði hann að sækja þetta fé í vasa skattgreiðenda. Stærsta tæknilega vandamálið við sameininguna er talið vera lífeyris- skuldbindingar bankanna gagnvart starfsmönnum. Er hér um flókið mál að ræða. Telur Seðlabankinn að sam- eining geti vart orðið nema ríkissjóður létti af hinum nýja banka þeim hluta af lífeyrisskuldbindingum Útvegs- bankans sem eru umfram samsvarandi skuldbindingar Iðnaðarbanka og V erslunarbanka. Annað atriði, sem háð er verulegri óvissu hjá Útvegsbankanum, er raun- virði útlána. Líklegt er talið að bankinn verði fyrir útlánatapi umfram þær útlánaafskriftir sem þegar hafa verið færðar í reikningsskil hans. Raunvirði fasteigna þarf að skoða sérstaklega hjá öllum þremur bönkun- um. Spumingin um viðskiptavild kemur einnig upp þegar meta þarf eig- infjárstöðu hvers banka. „Viðræður bankastjómar Seðla- bankans við stjómendur Iðnaðar- banka og Verslunarbanka hafa þegar leitt í ljós að rétt þykir að láta reyna á þessa leið til hlítar," segir Seðla- bankinn í greinargerð sinni. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.