Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.05.1988, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. MAÍ 1988. ERUM MEÐ ACUPUNCTURE OG LEYSIGEISLAMEÐFERÐ VIÐ HÁRVANDAMÁLUM, ENNFREMUR HRUKKUMEÐFERÐ OG PUNKTANUDD. RHUGEI5UM1 sá FAXATEfll 10 - ímAMTÍÐItim 5ÍMI: 686086 KÓPAVOGSBÚAR AUGLÝSING UM KJÖRSKRÁ Frá og með 25. maí til 14. júní nk. liggur kjörskrá í Kópavogi vegna kjörs forseta Islands, sem fram á að fara 25. júní 1988, frammi á bæjarskrifstofunum í Kópavogi, Fannborg 2, 4. hæð. Kjörskrá miðast lögheimili 1. des. 1987. Kærufrestur rennur út 10. júní. Bæjarstjórinn í Kópavogi Dömur og herrar: Nú drífið þið ykkur í leikfimi! t<ti3ja vikna námskeið hefst 30. maí Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hressandi, mýkjandi, styrkjandi ásamt megr- andi æfingum. Þarftu aö missa 15 kíló? Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem þjást af vöðvabólgum. Tímar við allra hæfi Karlmennr Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Frábær aðstaöa Ljósalampar, nýinn- réttuð gufuböð og sturtur. Kaffi og sjón- varp í heimilislegri setustofu. Innritun og frekari upplýsingar alla virka daga frá kl. 13-22 í síma 83295. JúdódeildÁrmanns Ármúla 32. Merming Era aflaklær ekki til? Gísli Pálsson: Sambúö manns og sjávar. Svart á hvítu 1987. Karl Marx setti á nítjándu öld fram hina svonefndu vinnuverð- gildiskenningu, en hún kveður á um það, að verðgildi vöru sé í réttu hlutfalli við þá vinnu, sem farið hafi í að framleiða hana. Fræði- menn hafa síöan greint á henni þann augljósa gaUa, að vinna manna er misjöfn að gæðum, þótt söm sé að magni, og þess vegna ekki mælanleg í neinum magnein- ingum. Freymóður kann að hafa lagt jafnmikla vinnu í málverk og Kjarval, en málverk eftir hann er samt sem áður miklu minna virði. Kristján Jóhannsson syngur betur en aðrir íslenskir söngvarar, þótt þeir hafi haft jafnmikið eða meira fyrir söng sínum og hann. Sú einfalda staðreynd, að hæfi- leikar manna eru misjafnir og vinna þeirra eða þjónusta öðrum þess vegna misjaflega mikils virði, hefur það í for með sér, að við verð- um að komast að því í frjálsri sam- keppni, hveijir skara fram úr. Ef allir eru jafngóðir í öllu, þá er frjáls samkeppni hins vegar óþörf. Frá dögum Marx hafa félagshyggju- menn og aðrir hatursmenn frjálsr- ar samkeppni því reynt aö afneita þessari staöreynd. Einn þeirra er dr. Gísli Pálsson, kennari i mann- fræði í Félagsvísindadeild Háskóla íslands. í nýrri bók um sambúð manns og sjávar heldur hann því einmitt fram, að misjafnlega góðir veiðimenn séu tæplega til. Aflakló- in sé goðsögn eða „hugmynda- fræði“, eins og marxistar nefna þaö, sem skipstjórastéttin hafi komið upp til vamar hagsmunum sínum. Hæpin úrvinnsla gagna MáU sínu tíl stuðnings vitnar GísU í gögn, sem hann hefur safnað saman ásamt manni einum frá Iowa-háskóla. Þau eiga að sýna, að bein fylgni sé á miUi stærðar skipa, sóknar og veiðarfæra annars vegar og afla hins vegar. GísU dregur þá ályktun, að ólíkan afla megi skýra að fuUu með stærð skipa, sókn og veiöarfærum. Nú hefur dr. Þórólf- ur ÞórUndsson, prófessor í félags- fræði í FélagsvísindadeUd, að vísu efast um, að GísU geti dregið þessa ályktun af gögnum sínum og ýms- um öðmm heimUdum. Að nokkm leyti megi skýra misjafnan afla með tílvísun til misjafnra hæfileika skipstjóra, þannig að aflaklær (og fiskifælur) séu í raun og vem tfl. Ég skal ekki blanda mér í þrætur þeirra Gísla og Þórólfs um það, hvaö þeir geti lesið úr tUtækum gögnum. En jafvel þótt Gísla takist að sýna fram á beina fylgni á miUi stærðar skipa annars vegar og afla hins vegar, hefur hann ekki af- sannað tUvem aflaklónna. Vitan- lega veiöa skipstjórar yfirleitt því meira sem þeir hafa stærri skip. Dr. Gísli Pálsson. Og það þarf ekki heldur neina spek- inga til aö segja okkur, að þeir veiða að jafnaði því meira sem þeir sækja meira á sjó. Það þarf annars konar gögn tíl þess að geta efast um tílvem aflaklónna og fiskifæl- anna. Bera verður saman mörg jafnstór skip undir stjóm sömu manna um eitthvert árabfl. Komi í ljós, að afli slíkra skipa er hinn sami eða mjög svipaður, þá má ef- ast um, að aflasæld megi skýra með tilvísun tU misjafnra hæfileika skipsljóra. Þetta hefur GísU ekki gert, að því er viröist. Hin hagfræðilega hlið máls- ins En ekki er öll sagan sögð. Jafnvel þótt Gísla takist að sýna fram á (sem ég sé ekki, að honum takist), Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson aö afli sé í beinu hlutfaUi við skipa- stærð, hefur hann vikið sér undan aðalatriðinu. Takmarkið með þors- kveiðum er vitaskuld ekki að veiða sem flesta þorska, heldur að veiða eins marga þorska og borgar sig að veiða. Takmarkið er með öðmm orðum hámörkun ágóðans af þors- kveiðum eða lágmörkun kostnað- arins. Og það er næsta augljóst, aö skipstjórar og útgerðarmenn em ákaflega misjafnir að því leyti. Af- koma óUkra útgerðarfyrirtækja er mjög óUk. Sum nýta fjármuni sína vel, önnur Ula. GísU Pálsson fær engu breytt um þá staðreynd, að menn hafa misjafna hæfileUca til að stjóma skipum og reka fyrir- tæki. Hann getur ekki útrýmt ein- staklingnum með kostum hans og göUum, þótt hann feginn vUji. GísU birtir að vísu langa heim- ildaskrá aftan við texta sinn. En hann hefur greinUega ekki kynnt sér neinar rannsóknir hagfræð- inga, innlendra eða erlendra, á skynsamlegri nýtingu flskistofna. Hann ræðir í einum kafla um eigna- og afnotaréttindi til fiski- stofna og fiskimiða, en þar kemur ekki fram neinn skUningur á hinni hagfræðilegu hUð málsins. Hann efast jafnvel um þá viöteknu kenn- ingu, sem danski hagfræðingurinn Jens Warming setti einna fyrstur nákvæmlega fram, að auðUndir, sem aUir hafa ókeypis aðgang að, hirði enginn um, svo að þær séu ofnýttar. Ég hef sjálfur gefið þessu máli nokkum gaum og sé ekki, að hann geti fært nein viðhfltandi rök fyrir efasemdum sínum, þótt hér sé ekki unnt að gera þessu nein skil. ísmeygilegt áróðursrit Þótt GísU sé nægUega hygginn til að vitna aðeins einu sinni í Marx, ber bók hans óræk merki margra þeirra hugmynda, sem Marx og fylgismenn hans börðust fyrir á nítjándu öld. Ég hef þegar nefnt þá kenningu, að öll vinna sé að lokum máelanleg í sömu einingum. Önnur er hóflaus umhverfishyggja, þar sem gert er ráð fyrir, að venjulegir menn mótist að langmestu leyti af umhverfi sínu og séu þess vegna tæplega sjálfstæðir einstakUngar. Mér verður á að spyija: Hvemig slapp GísU sjálfur undan þeirri mótun? Og náskyld umhverfis- hyggju hans er eins konar söguleg efnishyggja í anda Marx, en sam- kvæmt henni verða breytingar á hugmyndum manna \dð breytingar á félagslegum tengslum þeirra. En getur þetta ekki verið öfugt? Öðrum þræði er rit Gísla síðan ísmeygUegt áróðursrit fyrir aukn- um styrkjum til menntamanna og meiri völdum þeirra á kostnað veiðimanna. Hann segir til dæmis á bls. 78: „Þessi umræða hefur leitt í ljós máttleysi sjómanna gagnvart kennisetningum fræðimanna. Hinn vísindalegi skilningur hefur tekiö völdin.“ Ég get sagt það af þessu tilefni, að nú á dögum er stéttabarátta Uklega ekki háð á milU fjármagnseigenda og öreiga, eins og Marx hélt fram á nítjándu öld, heldur á mUU hinna talandi og vinnandi stétta - á miUi mennta- manna og framkvæmdamanna. Þar skipar Gísli Pálsson sér hik- laust í hóp menntamannanna. En þótt hann tali gjaman í nafni vís- indanna, er ég ekki viss um, að hann starfi aUtaf í anda þeirra. Óorð á mannfræðinni Því miður hefur nokkurt óorð lengi hvUt á mannfræðinni og ekki alveg að ósekju. Á meðan hvert afrekiö af öðm hefur verið unnið í raunvísindum undir forystu Ein- steins, Diracs, Heisenbergs og margra annarra, hafa verið leidd sterk rök að því, að mannfræðingar eins og Margaret Mead hafi beitt frumstæðum og óvísindalegum að- ferðum og jafnvel hreinum fölsun- um. Ég er hræddur um, að með þessari bók hafi GísU Pálsson ekki gert mikið til þess að hrinda þessu óorði af fræöigrein sinni. a Vantarþig hirslu fyrirföt eða hillu fyrir bækur? Á morgun birtum við hugmyndir að því hvernig leik- menn skulu bera sig að við hillu- og skápasmíði. Bent verður á hentugasta efnið til smíðanna og helstu verkfæri verða kynnt. Einnig verða birtar myndiraf athyglisverðri hillusamstæðu sem hönn- uð er af Valgerði Matthíasdóttur innanhússarki- tekt. Þessi samstæða, sem smíðuð er úr MDF- efni, gefur góðar hugmyndir um hillusmíði í heimahúsum. í Lífsstíl á morgun gefum við upp verð hilluefnis, verkfæra- og sögunarþjónustu semvíða erí boði. Neytendalöggjöf er um margt ófullkomin hérá landi þótt mikið hafi áunnist. Sem dæmi má nefna að helstu lög um almenningsviðskipti eru frá árinu 1922. Á morgun fjöllum við um neytendalöggjöf og verða nefnd dæmi um galla í henni. Lögleg viðskipti en óréttlát í Lífsstíl á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.